Þjóðviljinn - 01.05.1954, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. maí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (T
Jón Aðils og Gestur Pálss. sem Gregers Weríe og Hjalmar Ekdal
Þjóðlelkhúsið |
VILLIÖNDIN
i98F~ ejtir Henrik Ibsen
Leikstjóri: Gertl Grieg 'aQ!
Sjaldan hefur betri gest
borið hér ' að garði en frú
Gerd Grieg, hina ágætu
norsku leikkonu. Hún hefur
þegar unnið ísle:izkri leiklist
ærið gagn, ritað nafn sjct
björtum stöfum á spjöld ís-
lenzkrar leiksögu. Við dóðum
list hennar er hún lék Heddu
Gabler og Tlioru Parsberg
forðum, og sýning hennar á
„Pétri Gaut“ er einn af mark-
verðustu atburðum þeirrar
stuttu en minnisverðu sögu.
Enn hefur luin unnið ágætt
starf og mikilsvert, sett á.
svið „Villiöndina", eitt af
djúpsæjustu og frægustu verk
inn líenrilcs Ibsens, sniliings-
ins sem er mestur norrænna
skálda.
Henrik Ibsen var eldsál og
harðskeyttur ástungumaður
og sagði áheyrendum sínum
vægðariaust til syndanna,
flutti þeim sannleikann bit-
uriegan og nakinn, á raust
hans urðu menn að hlýða
hvort þeir vildu eða ekki. En
hann var á undaii samtíð
sinni, íhaldssamur fjöldinn
slcildi ekki orð hins hug-
djarfa spekings — það fékk
hann óþyrmilegast að reyna
er hann samdi hið máttuga
verk „Afturgöngur", flestir
snerust gegn honum, hann
ImliiSi tVaage sem ReUing læknir
varð fyrir sárum vonbrigðum.
Það var sköinmu síðar að Ib-
sen ritaði leikritið um önd-
ina villtu, um sjálfsblekking-
una, um lífslygina, sjónleik
sem ber ótvíræð merki von-
svika, svartsýni og beizkju.
Og þó munu fá skáldverk
þrungin dýpri og ríkari sam-
úð, skáldið tekur sárt til
mannanna, þeir eru flestir
vesælir og veikburða, þola
ekki að heyra sannleikann,
verða að nærast á blekking-
um til þess að geta lifað, á
glapsýnum og draumum. „Um
leið og þér sviftið vanalegan
mann blekkingunni, sviftið
þér hann hamingjunni“, seg-
ir dr. Relling, hinn beizkyrti
talsmaður skáldsins. Imynd
meðalmennskunnar í leiknum,
Hjálmari Ekda! ljósmyndara,
er sjálfsblekkingin eins nauð-
synleg og daglegt brauð, hann
unir vel hag sínum þrátt fyr-
ir fátækt og niðurlægingu og
lifir í friði og. sátt við allt
og alla, gerir ekki flugu mein.
En þegar vinur hans sann-
leikspostulinn Gregers Werle
sviftir blekkingaskýlunni frá
augum hans verður þessi
hversdagsgæfi maður hættu-
legur sjálfum sér og öðrum,
liann þolir ekki að horfast í
augu við mótlætið, við sjálf-
an veruleikann. Hann hrekur
frá sér dóttur sína sem elsk-
ar hann og dáir, veslings
barnið fremur sjálfsmorð í
þögulli örvæntingu. Það er
Gregers Werle sem leggur
skammbyssuna í hönd Heið-
veigar litlu, þessi skilnings-
lausi siðferðispostuli og sletti-
reka sem er bölvaldur í leikn-
um, ímynd þeirra manna sem
sífellt krefjast aigerrar lirein-
skilni og fullkomins siígæðis
af náungum sínurn og rneta
dauðan bókstafinn meira en
mannlegt líf, og láta illt eitt
af sér leiða. Hver er sinnar
gæfu smiður, mennirnir verða
að frelsa sig sjálfa — það
er skoðun Henriks Ibsens.
Það er ekki til neins að
ætla sér að ræða „Villiönd-
ina“ í stuttri grein, svo auð-
ugt og margslungið er leik-
ritið, því verða allir að kynn-
ast af eigin reynd. Það er
raunsætt verk og táknrænt í
senn, öndin vængbrotna og
kynjaheimur framloftsins er
ímynd söguhetjanna, Hjálm-
ars Ekdals og hgns fólks. Og
„Villiöndin" er bæði harm-
leikur og háðleikur, enda
skammt á milli hins sorgléga
og hlægilega í lífinu sjálfu,
á milli heimsku og harms;
allt er leikritið þrungið tví-
sæju háði, glitrcr í ótal ljós-
brotum. Það er efamál að
Henrik Ibsen hafi samið betra
verk, að ,,Pétri Gaut“ og
„Afturgöngum“ óglej'mdum,
svo ótrúlega snjöll er bygg-
ing leiksins, svo meistaralega
eru allir þræðir saman ofnir,
svo djúpstæðar og áhrifamikl-
ar og sannar eru mannlýsing-
ar skáldsins — Hjálmar 'Ekdal
hefur með réttu verið settur
á bekk með sjálfum Don
Quixote. Og ekkert leikrit Ib-
sens er jafnóháð stað og
stundu, vandamál þau sem
skáldið ræðir, myndir þær sem
hann bregður upp úr lífi hins
venjulega manns hafa eilift
gildi, eiga við livar sem er
og á öllum tímum.
Sýningin er bæði hnitmiðuð
og heilsteypt á okkar mæli-
kvarða, vönduð og vel unn-
in, hún er skýr og sterk og
föst í sniðum og ber ættar-
og bera vitni um mikinn auð
og rótgróna menningu á því
heimili — óþarft þykir mér
raunar að draga millitjald
fyrir á undan samtali þeirra
Hjálmars og Gregers. Vinnu-
stofa Ekdals er einföld í
Sniðum og ber þó sterkan blæ
raunveruleikans og framloftið
sæla hæfilega dularfullt og
kynlegt hvort heldur er í
tunglsljósi eða við bjartan
dag.
Hjálmar Ekdal er þakklátt
hlutvcrk og vinsælt, en mik-
ið og vahdasamt engu síður,
og er lagt Gesti Pálssyni á
herðar; leikarinn kiknar ekki
undir .þeirri byrði. Bezt leik-
ur hann í öðrum þætti enda
ér Hjálmar þar í essinu sínu,
fríður maður og sællegur eins
og vera ber, þóttafullur en
litt öruggur i frarnkomu og
göngulagi, hiægilegur og þó
mannlegur í öilu. Gestur er
að. vísu ekki gæddur hinni
frægu, breiðu mælsku Hjálm-
ars og á tæpast „þann radd-
blæ sem leitar til hjartans",
en hann lýsir taumlausri
sjá.lfselsku hans, barnalegum
hégófcnaskap cg innantómu
goz-ti og c-rðagjólfri á mjög
skémmtilegan og éftinninni-
legan h.átt, kjálkaskeggið og
flaksandi hálsbindið fer hon-
um ágæta vel. Þegar að
reikningsskilunum dregur og
ógæfan d;vrnur yfir er leikur
Gests ckki eins hnitmiðaður
og traustur og varla laus við
ýkjur á stöku stað, cn við ef-
umst aldrei um skapgerð hans
• i
Regína Þórðard. og Katrín Tliors sem Gína Ekdal og Heiðveig
mót þeirrar erfðavenju sem
Þjóðleikhúsið norslca hefur
sniðið leikritum Ibsens. Hún
er raunsæ í bezta lagi, án
þess hinu táknráena sé í
nokkru gleymt, hér hefur
dugmikill, mjög listfengur og
öniggur leikstjóri verið að
verki. Gerd Grieg veit hvert
stefna ber, svo nákunnug er
hún meistaraverkum hins
*
fyæga landa síns; skilningur
hennar á verkinu öllu og ein-
stökum persónum er traust-
ur og fyllilega réttmætur, þó
að jafnan hljóti að vei'ða
skiftar skoðanir um einstök
atriði. I hlutverkin er skip-
að af kostgæfni, og allir njóta
leikendurnir sín til fulls undir
styrkri handleiðslu hinnar á-
gætu listakonu, leggja fram
krafta sína óslcerta. Það gera
aðrir samstarfsmenn hennar
líka, þeir sem annast um
tjöld og búninga, ljós og al’a
skipan á sviðinu, allt er fág-
að og vandað. Lárus Ingólfs-
son sá um leiktjöldin. Glæsi-
leg eru salarkynni Werle
stórkaupmanns í fyrsta þætti
og innræti, hann er siálfum
sér samkvæmur allt ti! loka.
Regína Þérðardóttir fer vel
með liíutverk Gínu Ekdal,
konu Hjálmars, hún er um-
hvggjusöm húsmóðir, hagsýn
og sístarfandi. og ber auðsæ
mót upphafs síns vinnu-
mennskunnar; góð eiginkona
og hefur sýnilega verið fríð
og girni’eg stúika á yngri ár-
um. Það verður Ijóst af leik
Regínu áð frú Ekdal veit a.ð
hún býr í glerliúsi, hún er á
varðbergi cg óróleg undir
niðri, en að mínu viti verður
hún óþarflega æst í skapi er
hún gerir upp rcikningana við
mav. sinn.
Athyglin hlýtur mjóg að
beinast að Heiðve'nu Iitln.,
hinni lirjáðu og ólánssömu
stúlku scm er sorglegust per-
sóna í leiknum. Ileiðveig er
ervitt hlutverk og fáum eft-
irsóknarvert, ofviða lítt
þroskuðum leikkonum en hitt
elcki ætíð viðfeldið að líta
fuliorðna konu í gerfi fjcrtán
ára barns. Þegar al's er gætt
verður ekki annaö sagt cn
Regína Þórðardóttir og Amdís
Björnsdóttir (frú Sörby).
Ivatrín Thors haldi vel á síu-
um hlut, þó leikur hennar sé
að vísu ekki laus við tilfinn-
ingasemi, hún er í öllu stúlka
á gelgjuskeiði, barnsleg og
bráðþroska í senn, óstyrk og
mjög viðkvæm í lund og
greinilega sjóndöpur; við
hljótum strax að kenna í
brjósti um þetta varnarlausa
barn. Framsögnin er skýr en
ekki rík að tilbrigðum, rödd-
in nokkuð sykui'sæt en mjúk
og þýð. Gerfið er gallað að
sumu leyti, hún er af þung-
lamaleg í hreyfingum og ekki
nógu aðlaðandi *í útliti. En
takmai'kalaus ást og aðdáun
á feðurnuzn skín af ásjóuu
hennar, og fallega túlkar
Katz'ín nístandi örvæntingu
Heiðveigar þegar hann bregzt
hezmi, hrekur hana út í opinn
dauðann.
Snilldarvel lýsir Lárus Páls-
son skipbrotsmanninum Ekdal
gaznla, eitt sinn vel metzpim
liðsforingja í hernum, szðar
tuktlzúsfanga. Túlkun Lárus-
ar er (átlaus en skilrík og
traust og hittir beint í mark,
í höndum hans verður Ekdal
gamli eins grátbroslegur og
gamalær og bezt verður á
kosið. Það má greinilega ráða
af leik Lárusar að Ekdal lzef-
ur aldrei verið neitt gáfna-
ljós, og hitt ekki síður að
liann hefur einhvern tíma ver-
ið ósvikinn hermaður og
snjöll skytta, það er auðsætt
að þetta hruma, drykkfelda
liró hefur áður átt betri daga
•— á bak vlð hrörzzun og elli-
glöp lítum við hazis fyrri
mann.
Annað .minnisvert afrek og
eigi szðra er lýsing Indriða
Waage á Relling lækni, sem
þrátt íyrir alla sína breýzk-
leika er boðberi hinna bit.ru
og djú u sanninda í leiknum.
Indriði hefur marga lækna
leikið undanfaz’ið en Relling
ber af þeim öllum sem gull af
eiri. Hann er læknir frá
hvirfli til ilja, um það ber fas
og frp.mkoma leikarans ljóst
vitni; hann er gáfaður maður,
beizk'yndur, háðskur og
hvassyrtur,' en um leið við-
kvæmur og góðhjartaður,
drykkfeldur og hefur „sólund-
að því skásta úr sjálfum sér“
að dómi frú Sörbv. Orðsvör
Indriða eru skarpleg og hcr-
beitt og fljúga í maz-k, hreyf-
ingarnar þróttmiklar og hvat-
legar, umhvggja hans fvrir
Heiðveigu lit'u elnlæg og
sönn; allur er leikurinn gædd-
ur þeim myndugleika og reisn
sem Relling lækni sæmir.
Gregers Werle hefur jafnan
]>ótt vanþakklátt hlutverlc og
torveit viðureignar, þó hefur
einstaka leikara tekizt að
Fvnmhald á 11. síSu