Þjóðviljinn - 21.05.1954, Síða 11

Þjóðviljinn - 21.05.1954, Síða 11
Föstudagur 21. maí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Framhald aí 7. síðu. höfðu sjómenn ekki við að styðjast mörg þau tæki, sem nú þykja sjálfsögð í hverjum báti. Þá var ekki hægt að hlusta á veðurfregnir og veð- urspár i útvarpinu oft á dag. Þá varð formaðurinn að treysta á eigin hæfileika til að lesa veðurútiitið af ýms- um teiknum sem á lofti voru. Þá var heldur ekki hægt að kalla í land eða annan bát, ef eitthvað har út- af, t.d. að vél bilaði. Ef bátyerjar gátu ekki sjálfir gert við bilunina, yar ekki um annað að ræða, en að að freista þess að ná landi á seglum. Og enn hélt þróunin áfram. Vélbátarmr gáfust vel og út- gerðarmcnn voru áræðnir og trúðu á frarntíðina. Þeir fengu sér stærri og traustari báta, sem gátu sótt-á enn fjarlæg- ari mið og aflað enn meira. Og nú er svo komið, eftir nær liálfrar aldar þróun, að mest ber á stórum vélbátum og tog- urum í flota okkar. Litlu bát- anna gætir nú fremur lítið í atvinnulífi okkar, máski minna en æskilegt væri, því útgerð þeirra var oft farsæl. 'Ef til vill kemur tími litlu bát- anna aftur og svo virðist sem vaxandi áhuga gæti á útgerð þeirra og er það síður en svo hannsefni. Áður en þorp myndaðist á Nesi, hafði mikið blómaske'ð hafizt sumsstaðar annars staðar á Austfjörðum og þar risið upp myndarlegir bæir, þar sem mikið var um að vera. Lyftistöng þeirra kaup- -staða var fyrst og fremst síld- veiðin, en þá vbru Austfii’ð- irnir árum og áratugum sam- an fullir af sild. Ötulir og framtaksamir Norðmenn höfðu hafið þar síldveiðar í stórum stíl og kennt íslend- ingum að meta þau auðæfi, sem fólust í djúpi Austfjarð- anna. 'En sá tími kom, að síldin hætti að fylla firðina ár hvert. Ilinir erlendu veið'- menn hurfu af landi brott með atvinnutæki sín og gróða. /Etla má, að innlendir menn hefðu undir þessum kringiun- stæðum lagt fjármuni sina í annan arðbæran atvinnurekst- ur í landinu sjálfu. Ekki gat hjá því farið, að þetta hefði verulegan aftur- kipp í för með sér i hinum a.ustfirzku kaupstöðum, enda reyndist svo. Og myndarlegar tih-aunir, sem gerðar voru til að bæta skaðann, gáfust mis- jafnlega. Þó reis upp á þess- um stöðum myndarleg vél- bátaútgerð og annar atvinnu- rekstur, en það var eins og þeir ættu erfitt með að ná sér eftir áfallið, fyrr en þá nú á síðari árum. Þetta síldarævintýri fór að mestu fram hjá Norðfirðing- um. Atvinnulífið hér er byggt upp af íslenzku framtaki og íslenzkum höndum frá önd- verðu. Eriends framtaks hef- ur. aidrei gætt hér að ráði. ‘Eg hefi oft leitað á þvi skýringa, hverjar þjóðfélagsj legar orsakir hafi valdið þvi, að grózka hljóp í. atvinnulíf Norðfjarðar ,,á sama tíma og kyrrstaða ríkti. í sumum öcr- um kaupstöðum á Austur- landi. Er ekki einmitt skýr- inguna hér að finna? Er hím ekki sú, að Norðfjörður byggði afkomu sina eingöngu á innlendu framtaki, framtaki manna, sem lögðu fé það er þeir söfnuðu, í. atvinnurekstur í landinu sjálfu, og höfðu hvorki tækifæri né vilja til að stökkva úr laUdi, ef á móti blés í bili? Eins og gefur að skilja hefur margt manna komið hér við sögu, bæði sem at- virinurekendur og forystu- menn á sviði bæjarmála og al- mennra félagsmála. Og ekki má gleyma þætti hins vinn- andi manns, þætti sjómanns- ins, verkamannsins, verka- konunnar eða handverks- mannsins. Þessi fjöldi. fólks hefur unnið hvert viðvik að upphyggingu bæjarins. Án starfs þessa fólks væri hér engin byggí. Þáttur liins ó- breytta alþýðumanns vlll oft gleymast, þegar rætt er um framkvæmd:r og framfarir. En sá , þáttur er í raun og veru mikilsverðastur. Án vinn- andi handa verður ekkert gert. Til lítils er að eiga góða báta, ef enginn er sjómaður- inn. Til lítiis er að ætia sér að byggja liús, ef enginn er yerkamaðurinn eða smiður- inn. Ástæða vær' til að nefna við þetta tækifæri fjölmarga menn, lífs og liðna, sem skar- að hafá fram úr á sviði at- vinnumála, fé’tagsmála, sjó- sóknar eða á annan hátt. Slík upptalning mundi þó lítið gildi hafa 'hér, áuk þesS, sem mörgum yrði r;5enpt, sem til þess hefðu unnið, að þe5rra væi’i getið. Læt ég því hjá líða að nefna nöfn. Eins væri vissulega fi’óðlegt að nefna ýmsar tölur, t.d. um fram- leiðsluna á hinum ýmsu tím- um og hlut Norðfirðinga í út- fhitningsframleiðslunni. En mói' er ljóst, að slíkur talna- lestur hefur lítið gild5 í mæltu máli og felli hann hví niður. En óliætt er að fu'lvrða, að á þessu sviði hafa Norðfirð- ingar ekki látið sinn hlut. eft- ir liggja. Framleiðsla hefur jafnan ver'ð. hér mikil, enda hafa flestir bæjarbúai’ tekið béinari þátt í framleiðslustörf- unum. Á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi, hefur út-- lit hans breytzt mikið. Við, sem dvalið höfum hér allan þennan tírria, ve'tum þessum breytingum ekkitsvo mikla at- hygli, en þeir, sem lengii liafa verið fjarverandi, munu varla komast hjá að taka eftir þessu. Og þegar á þetta er litið í heild, hygg ég að allir muni telja, að Nesicaupstaður hafi verið á framfai’abraut. )En þegar menn reyna að gei'a sér grein fyrir framför- um hér í bæ, er ekki nóg a.ð líta yfir bæinn og v.irða fyrir sér hvernig bvggðin hefur færzt út og hvaða mannvirkj hafa risið upp. Það þarf einn- ig að gei’a sér grein fvrir viðgangi atvinnulífsins, at- liuga atvinnutækin á sjó og landi. Og síðast en ekki sízt þarf áð komast að í'aun um hver breytihg hefur orðið á kjönun fólksins og lifnaðar- háttum. Engum er þó ljósara en okkur Norðfirðingum sjálfum, að mörgu er hér enn ábóta- vant, að ótæmandi verkefni bíða óleyst við bæjardyrnar. Okkar hlutverk er að halda áfram þvi starfi, sem unnið hefur verið á liðnum áratug- um og búasvo um okkur,að við getum unað hér og. starfað. Við viljum skapa okkur og niðjum okkar hamingjurika frámtíð hér á þessum stað. Eg hygg, að menn geti fengið einna ljósasta mynd af þeim breytingum, sem orðið hafa á lifskjörum alls almenn- ings hér í bæ síðasta aldar- fjórðunginn með samanburði á húsakynnum og heimilis- högum manna fyrir 25 ái-um og nú. Þá bjuggu margir, svo, ekki sé sagt fiestir, alþýðu- menn í leiguhúsnæði. sem oft- ast vai' þröngt og skorti jafn- 'vel hin frumstæðustu og sjálfsögðustu þægindi. Nú eiga langflestir sjálfir íbúðir þær, er þe5r húa í. Þær eru nú yfirléitt miklu rýmri en áður, enda hefur íbúðar- húsnæði vaxió miklu meira en fólksfjölguninni nemui’. Nú eru íbúðarhúsin yfirleitt búin öllum vénjulegum þægindum og prýdd snyrtilegum hús- gögnmn. Og óhætt er að full- yrða, að hýbýli manna og heimilishagir hér i bæ séu eins og bezt gerist annars staðar. Eg mun ekkv iiér gera nánari samanburð á heimilis- högum almennings, en hver sá, er aldur hefur til að muna eftir híbýlum alþýðunnar fj’r- ir aldarfjórðungi, hlýtur að gera sér það ljóst, hve gífur- leg þessi breyting er. Norðfirðingar eru nú að mörgu leyti vel undir það búnir að heyja lífsbaráttu sína. Við eigum góðan og glæsilegan fiskiskipastól. Við höfum komið á fót afkasta- miklum fiskiínfyrix’tækjum, sem gera okkur fært að hag- nýta aflann miklu hetur en áður og gera hann verðmæt- ari, og ýmislegt fleira höf- um við gert til að búa í hag- inn fyrir útveginn. Við eig- um dugandi sjómenn, dugandi verkafólk og vel færa iðnað- armenn. En enn þurfum við að halda áfram að bæta að- stöðu okkar og til þeirra starfa þurfum við á öllu okk- ar Hði að halda. Bæjarfélagið, sem nú er 25 ■' ra gaipalt, hefur haft með höndum miklar og margvís legar framkvæmdir. Og það hefur stofnað til stóratvinnu- reksturs á sviði útgerðar og er nú langstærsti atvinnurek- nndinn á staðnum. Bæjarfé- 1ag5ð hefur ekki brugðizt skyldu sinni, þeini sjálfsögðu skyldu, að gera allt, sem unnt er til að skapa þegnunum nem hezt skilyrðj til sjálfs- bjargar. Við getum því litið yfir farinn veg í þeirri full- v'dsu að hafa jafnan reynt að grípa tæk?færið þegar það gafst. Eg minnist þess, að þegar ég bvrjaði að stunda sjóróðra sem unglingur, litum við sem farnir vorum að róa svona heldur niður á þá, sem ekki vonu enn famir á sjóinn, og töldum' þá okkur minni. Æsk- unni er útþráin í blóð borin. Frá alda öðli hefur ungling- urinn á strönd íslands þráð að fá tækifæri til að reyna krafta sina í fangbrögðum við hafið. Og margir hafa vissu- lega fengið þá ósk uppfyllta. Nú er eins og þetta sé að breytast. Það er eins og marg- ir æskumenn vilji allt fremur en fara til sjós. Og það er ekki lengur litið svo á, að þeir unglingar, sem sjóinn stunda, séu meiri manndómsmenn en hinir, sem i landi liggja. En viðhorf æskumannsins til sjáv- arútvegsins þarf að breytast aftur. Þáð á að vera hverjum ungum og hraustum manni metnaðarmál, að. leggja þjóð sinni lið á ]>eim vettvangi, sem þörfin er mest. Og okk- ur íslendingum er lífsnauð- syn að eiga sjómenn. Án þeirra er tilveru okkar stefnt- í beinan voða., þeir sem náð hafa fullorðins aldri, eiga að hvetja unglingana til að fara á sjóinn, en ekki letja þá. Framtíð Neskaupstaðar er öll koriiin undir starfi sjó- mannanna. Hún er í voða, ef ungu mennirnir- velja sér það hlutskipti, að vinna í landi í stað þess að leggja krafta sína fram þar sem þörfin er mest — á sjónum. Barátta Norðfirðinga fyrir hagsmuna- og framfaramál- unum hefur ekki alltaf ver- ið dans á rósum, fremur en 'lífsbarátta annarra manna. Ðft.hafá miklir og marghátt- aðir erfiðleikar steðjað að þessu bæjarfélagi og bæjar- búum. Og vissulega munum við' enn mæta erfiðleikum á vegi okkar. En við höfum ekki viljað gefast upp fyrir erfiðleiknnum, heldur télcizt á við þá í þe'rri vissu, að þrek og soigla norðfirzkrar alþýðu, getur. unnið bug á miklu andstreymi, ef hún er samtaka. Það hefur jafnan verið gæfa okkar Norðfirðinga hve samtaka við höfum verið. Við liöfum borið gæfu til að standa saœan um okkar stærstu hagsmunamál. Við höfum bprið gæfu til að velja okkur samlienta forystu. Og það er hin bezta ósk, sem ég get borið fram Neskaup- stað til handa á þessum tíma- mótum í sögu hans, að þegn- ar hans megi jafnan bera gæfu til að standa saman um framfara- og hagsmunamál sín. Þá mun Neskaupstaður vissulega eiga eftir að vaxa og dafna. Þá mun bjart um framtíð bæjarins okkar. EÍHkennileg sending Framhalri af 4 aíðu. eiga heimili í Reykjavík.— Hefur lögum þessum verið breytt? Ekki er ég vitandi þess, en hitt veit ég að svo almenn óánægja ríkir út af þessu hér að vafasámt mun að allir skatt- greiðendur skili skattaskýrslum sínum í hendur skattanefndinni hér eins og hún er skipuð og munu 3’firvöld ekkert geta við því sagt. Eins og nú er komið málum, teldi ég sýslumanni heppilegast að kippa þessu þeg- ar í lag og skipa mann í skatta- nefndina í samræmi við lög landsins, því illa er Hornfirð- ingum í ætt skotið ef þeir láta lengi troða sér þannig um tær. Skattgreiðandi. Innilegustu þakkir votta ég öllum þeim, nær og fjasr, sem með’ skeytum og blómum sýndu mér mikinn heiður og mikla vináttu á.áttræöisafmæli mmu. Einar lónsson Alúðarþökk færi ég öllum þeim einstaklingum, félögum og stofnunum, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vináttu og sæmd á sextugsafmæli inínu, 16. þ.m. Kjartan Ólafsson / Eeskar dragtir sv,aiiar og mislitar, stór númer, teknar íram í dag ] Laugav«gi 100

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.