Þjóðviljinn - 16.06.1954, Side 4
4) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 16. júní 1954 --—
Það er þó bót í máli að
við erum menn
— Eg hef ekki komið til ís-
lands áður. Eg er meðili í tón-
listarfélagi í Færeyjum, og Páll
ísólfsson bauð mér að koma
hingað og sitja Norrænu tón-
listarhátíðina þótt við séum
ekki formlegir aðilar að tón-
skáldaráðinu. Eg hef líka hugs-
að mér að skrifa um ísland í
14. september, blaðið sem ég
starfa við.
Við erum setztir hvor gegnt
öðrum 1 herberginu hans á
Gamla Garði. Hann er meðal-
maður á hæð, þrekvaxinn en
ekki feitur, brúnn yfirlitum —
og það er eitthvað óbifanlegt í
fari hans, einhver kyrrð, sú
staðfesta sem býr bakvið upp-
nám daganna eins og klettur-
inn undir foksandi.
Eg hef krotað upp á blað
einar 17 spurningar, og ber
hina fyrstu upp:
— Hvernig stendur taflið í
færeyskum stjórnmálum núna?
— Tveir stærstu flokkarnir
í svipinn eru Fólkaflokkurinn
og Sámbandsflokkurinn; þeir
eru báðir afturhaldsflokkar.
Sambandsflokkurinn fylgir fast
fram sambandi við Danmörku.
Fólkaflokkurinn er formlega
andvígur sambandi, en í raun
er hann jafnafturhaldssamur og
hinn. Hann skartar með þjóð-
legum slagorðum, en það nær
ekki lengra. Hann er ekki
flokkur alþý?Sunnar þrátt fyrir
nafnið, hann er flokkur kapital-
istanna. Hann byrjaði sem
verkamannaflokkur og hét þá
Vinnuflokkurinn. Hann var
ekki ánægður með það fylgi
sem hann hlaut í þessu hlut-
verki; þá skipti hann um nafn
og þóttist um leið verða þjóð-
legur flokkur. Það var nafnið
tómt.
Þessir tveir flokkar hafa
meirihluta í Lögþinginu og sitja
saman í stjórn: Landastýrið. í
stjóminni er einn sambands-
maður og er hann um leið lög-
maður landsins og æðsti emb-
ættismaður þess; Fólkaflokk-
urinn á tvo menn í stjóminni.
— Hverjir em aðrir flokkar í
Færeyjum?
— Gamli Sjálvstýrisflokkur-
inn hjarir ennþá, en hann er
fámennur og áhrifalítill. Hann
hefur þó fulltrúa í Lögþinginu.
Sósíaldemókrataflokkurinn, er
heitir á færeysku Javnaður-
flokkurinn, hefur einnig full-
trúa á þingi; og er alláhrifa-
mikill. Að lokum er Tjóðveld-
isflokkurinn. Það er tiltölulega
nýr flokkur, vinstrisósíalískur.
Stefnumark hans er: fullkomið
sjálfstæði og lýðveldi í Færeyj-
um. Hann hefur tvo fulltrúa
á þingi.
— Er mikið að gerast í fær-
eyskum stjómmálum?
— Það eru kosningar í haust.
Þær geta orðið mjög spenn-
andi og valdið miklum breyt-
ingum á styrkleikahlutföllum
flokkanna. Tjóðveldisflokkurinn
er í örum vexti. Þó þessir þrír
Viðtal við
William Heinesen
rithöfund
síðarnefndu flokkar séu allir í
andstöðu við stjómarflokkana,
hafa þeir því miður ekki getað
orðið ásáttir um sameiginlega
baráttulínu. Erlendur Patursson
er formaður Tjóðveldisflokks-
ins; hann er einnig formaður
William Heinesen
sjómannasambandsins: Fiski-
mannafélagsins ■— og aðhyllast
sjómenn pólitíska stefnuskrá
hans í æ ríkara mæli. Erlend-
ur er ritstjóri 14. septembers.
Það blað keraur oftar út en
önnur blöð í Færeyjum, eða
þrisvar í viku.
— Hvernig eru lífskjörin hjá
ykkur?
— Þau eru ekki góð; þó má
segja að þeir komist vel af sem
eiga sjálfir báta, en það er
vitaskuld ekki á allra færi.
Seinnipartinn í vetur varð sjó-
mannaverkfall. Gerðardómur-
inn í Kaupmannahöfn fylgdi
útgerðarmönnum að málum og
dæmdi sjómenn til að greiða
fjórðung milljónar í skaðabæt-
ur, þar eð verkfallið hefði verið
ólöglegt. Annars leystist d«ilan
þannig að Lögþingið hét sjó-
mönnum 800 króna lágmarks-
launum á mánuði. Til þéss að
þetta yrði hægt var búinn til
sérstakur skattur, sem leggst
raunar á þjóðina í heild, þar á
meðal sjómennina — og á hann
að tryggja þeim þessi lág-
markslaun! Ef úrskurði gerðar-
dómsins verður nú framfylgt,
þá þýðir það að þjóðin í heild
borgar útgerðarmönnum þessa
upphæð, en margir þeirra eru
milljónungar. Eg held að eng-
inn sætti sig við slíkt, og þess-
vegna held ég að dómnum verði
ekki framfylgt. Auðurinn í
Færeyjum safnast á æ færri
hendur. Það 'er til dæmis ein
útflutningsmiðstöð fyrir fiskaf-
urðir. Þeir sem hafa þar töglin
og hagldirnar eru forríkir
menn og ráða æ meiru að
tjaldabaki.
William Heinesen er maður
óformlegur í framgöngu; og af
því undirritaður vill gjarnan
vera það lika, þá verða nú
hlutverkaskipti hjá okkur að
frumkvæði hins fyrrnefnda.
Hann fer að spyrja mig um ís-
lenzka pólitík, og áður en varir
er tíminn floginn frá okkur
eins og hann er vanur. Eg
kemst ekki að með spurning-
arnar mínar 17, en áður en við
skiljum inni ég þó eftir fær-
eyskum_ ,bókmenntum.
— Það er fyrst í lok fyrri
aldar sem tekið er að rita fær-
eyskar bókmenntir. En við eig-
um allmikið af kvæðum frá
miklu eldri tímum, aðallega svo
nefndum danskvæðum, er
geymdust á vörum fólksins þó
ekkert væri skrifað. Síðan hafa
verið samin ýms góð verk hjá
okkur; ég nefni til dæmis bræð-
urna Djurhuus og þeirra verk.
Heinesen vill ekki tala um
sinn eigin skáldskap, en segir
þó:
— Sögur mínar eru sósíalar
að innihaldi og efnismeðferð.
Lífsviðhorf flestra helztu höf-
unda okkar markast af sósíal-
ismanum og boðun hans. Eg
nefni t. d. Heðin Brú sem mun
vera allkunnur hér á landi.
— Bækur þínar hafa verið
þýddar á ýms mál?
— Sumar sögur mínar hafa
verið þýddar á tungur grann-
þjóðanna. En það er ekki um-
talsvert — það eru allar bækur
þýddar nú á dögum.
— Eru íslenzkar bókmenntir
eitthvað þekktar hjá ykkur?
— Við höfum haft töluverð
kynni af fornbókmenntum ykk-
ar. Við höfum líka lesið Gunnar
Gunnarsson og Halldór Lax-
ness, í dönskum útgáfum og
þýðingum; en við erum alltof
ókunnir hinum yngri bók-
menntum ykkar í heild, allt frá
Jónasi Hallgrímssyni og til
þessa dags. Óskólagenginn Fær-
eyingur les ekki ísjenzku, held-
ur aðeins dönsku og norsku. En
það væri mjög auðvelt fyrir
okkur að læra íslenzku okkur
til gagns. Það er ekki annað en
sljóleiki að láta bað ógert,
stafar af ónógum áhuga fyrir
hinum sameiginlega norræna
menningararfi. „Við depender-
um af þeim dönsku.“
— Hvað eru Færeyingar
margir?
— Við erum aðeins um 30
þúsund — en við erum þó
menn eins og aðrir, og það er
mikil bót í máli.
B. B.
LIGGUB LEIUEU
Sópransöngur í
Vestur-íslenzk söngkona,
Thorá Matthiasson að nafni
(Þóra Gunnarsdóttir) efndi
til hljómleika hér í höfuð-
staðnum föstud. 11. þm.
Söngurinn hófst á nokkr-
um lögum eftir gamla meist-
ara: tveim lögum úr kór-
(verkum eftir Handel, lagi
eftir Giuséppi Torelli og
öðru eftir Francesco Dur-
ante. Allt var þetta prýði-
lega flutt. Annar kafli efnis-
skrárinnar hafði að gejmia
lög eftir frönsk tónskáld: tvö
eftir Debussy, annað, ,Mando-
line', sérlega skemmtilegt,
„Serenade" eftir Gounod, for-
kunnarvel flutt af söngkon-
únni, og „Chére nuit“ eftir
-Alfred Bachelet. Þá komu
fjögur lög eftir enn yngri
tónskáld, að því er ætla má,
þó að flest þeirra séu undir-
rituðum með öllu ókunn: Vitt-
orio Giannini (f- 1903), Po-
well Weaver, Emest Charles
og Amy Worth. Síðast komu
svo tvö íslenzk lög: „Drauma-
landið“ eftir Sigfús Einarsson
og „Vögguljóð" eftir Sigurð
Þórðarson, bæði flutt af næm-
um skilningi og með furðu-
góðum framburði, og svo
„Norsk fjældsang“ eftir W.
Thrane. Minnisstæðust verður
Gamla bíó
undirrjtuðum meðferð þessa
norska f jallasöngs,aukalagsins
„Londonderry air“ og „Söngs
Sólveigar" eftir Grieg, sem
einnig var flutt utan efnis-
skrár. Hin þýða og blæfagra
rödd söngkonunnar og hin
mikla kunnátta hennar og
listmæt túlkun naut sín þar
til fullnustu. — Jórunn Við
ar aðstoðaði söngkonuna af
smekk og háttvísi.
Vér þökkum Þóru Gunnars-
dóttur fyrir þessa ógleyman-
legu kvöldstund.
B. F.
<■'-------------------
Áiidspyrmi-
hreyfingm
hefur skrifstofu í Þingholts-
stræti 27. Opin á mánudögum
og fimmtudögum kl. 6—7 e. h.
Þess er vænzt að menn láti
skrá sig þar í hreyfinguna.
s.____________________>
Bréf frá fjögra barna móður — Ókurteisi barna við
fullorðna — Vanræksla foreldra - kemur foreldrum
í koll
FJÓGRA BARNA móðir sendir kæmi á hverjum degi inn
eftirfarandi bréf: skaddað og rifið.
Kæri Bæjarpóstur. Mig hef-
ur lengi langað til þess að
minnast á það í dálkum þínum,
hvað mikil brögð eru orðin
að því að foreldrar og mæður
vanræki að kenna börnum sín-
um tillitssemi og virðingu fyr-
ir fifllorðnu fólki. Hér í ná-
grenni við mig er átta ára dreng
ur, ódæll og mikill fyrir sér,
og hann hefur lagt fjögra ára
dóttur mína í einelti svo að
barninu hefur ekki verið vært
hér í kring. Þegar ég vandaði
*um þetta við drenginn, svaraði
hann auðvitað ónotum einum,
og vegna þess hvað þetta* var
alvarlegt talaði ég um þetta við
móður drengsins, ef ske kynni
að hún gæti fengið drenginn til
að hætta að hrekkja og meiða
telpuna. En þar var hið sama
uppi í teningnum, móðirin
svaraði ónotum einum og taldi
enga ástæðu til að vanda um
við-drenginn, kallaði mig jafn-
vel öllum illum nöfnum svo að
drengurinn heyrði, með þeim af-
leiðingum að hann notar orð
móðurinnar til að senda mér
tóninn á götunni síðan. Og það
sem verra er, hin börnin í göt-
unni taka þetta eftir honum,
og nú hafa þau tekið litlu telp-
una svo fyrir, að henni var
ekki vært heima og ég þurfti
að senda hana annað til þess
að eiga ekki á hættu að barnið
ÉG HEF ÁTT fjögur börn um
dagana og þetta er í fyrsta
skipti sem ég hef orðið fyrir
því að stærri krökkum sé látið
haldast það uppi að leggjast á
minni máttar og sýna fullorðnu
fólki dónaskap og virðingar-
leysi. Hér áður reyndu mæður
þó yfirleitt að koma í veg fyrir
hrekkjapör barna sinna í stað
þess að mæla ósómann upp í
þeim og bókstaflega ýta undir
þau að æpa að fullorðnu fólkí
og senda þvi tóninn. Þetta
dæmi, sem ég nefndi áðan, er
því miður ekkert einsdæmi;
foreldrar leggja áreiðanlega
minni áherzlu á það en áður
var að börn sýni fullorðnu fólki
virðingu. En þetta hefnir sín
og á eftir að snúast gegn for-
eldrunum sjálfum.
AUÐVITAÐ eru flestir foreldrar
viðkvæmir fyrir sinum eigin
börnum, og Vnargir þola illa að
þau séu gagnrýnd. En venju-
lega kvartar fólk ekki við for-
eldra barnanna fyrr en í fulla
hnefana og foreldrar ættu að
minnsta kosti að hafa vit á því
að láta börnin ekki heyfa þeg-
ar þau bera blak af þeim og
kenna öðrum um yfirsjónir
þeirra. Það hefur ekki góð á-
hrif á börnin og það á eftir að
koma foreldrunum í koll.
Fjögra barna móðir.
TAKIÐ VÍRKAN ÞÁTT í LOKASÓKNIMNZ