Þjóðviljinn - 16.06.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 16.06.1954, Side 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. júní 1954 INNAN VII) MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 26. Pál. Hann hikaði, leit flóttalega aftur fyrir sig og svaraði lágri röddu. * „,Ég er að vinna. Ég get það ekki.“ Páll starði undrandi á Mark. Rödd hans, látbragö hans, jafnvel útlit hans var gerbreytt. Fjör hans o'g á- hyggjuleysi var á bak og burt; hann virtist vandræðaleg- ur, næstum þvingaður, hann skotraði augunum í sífellu flóttalega um lestrarsalinn. „Þú hefðir þó getað látið mig vita,“ sagði Páll, gagn- tekinn réttlátri reiði. „Ekki svona hátt,“ tautaði Boulia. Hann gekk alveg að Páli og talaöi lágt og í flýti. „Mér þykir leitt að þurfa að svíkja þig, Mathry, en sannleikurinn er sá .... Ég verð að draga mig í hlé. Ég bauð þér hjálp mín án þess • að hugsa, bara að gamni mínu, en það er ekki eins gam- an og ég hélt.“ „Hvað hefur komið fyrir?“ „Ég get ekki sagt þér þaö .... en hlustaðu nú á,“ Mark lækkaði röddina enn meir. „Farðu að ráðum mín- um og hættu við allt saman. Ég get ekki sagt meira, en mér er alvara; mér hefur aldrei fyrr veriö svo mikil alvara.“ Það varð óþægileg þögn. „Ég fæ þó að sjá þig aftur?“.sagöi Páll með hægö. Mark leit undan og hristi liöfuðið. Hann sagði stirð- iega: ; „Ég á að fara í vinnu annars staðar .... í bæjarbóka- safninu í Retwood. Ég verð að fara þangað í vikulokin.“ Aftur varð þögn, löng og óþægileg. Páll andaði djúpt ; og hann fór að skilja. Reyndar hafði hann ekki byggt um of á samhjálp Marks. En nú var meira að segja hún úr sögunni. Hann var aftur aleinn .... hann yrði aleinn ; að horfast í augu við framtíðina. Og það sem meira var, hann sá nú í fyrsta skipti í uppgjöf unga bókavarðarins : fram á eitthvað af hinum óþekktu hættum sem hann , átti sjálfur eftir að mæta. Ótal spurningar brunnu á timgu hans. En hann sá að Boulia þráði ekkert frekar en að losna við hann. Og því rétti hann fram höndina og sagði aðeins: „Mér þykir leitt, ef ég hef komið þér í vandræöi. Þakka þér fyrir alla hjálpina. Gangi þér vel. Ég vona við hittumst aftur.“ Um leið sneri hann sér á hæli, fór út úr bókasafninu og gekk að næsta símaklefa. Ef til vill var hann ekki enn orðinn of seinn. Áköfum fingrum blaðaði hann í þvældri og óhreinni símaskránni, sem hékk í festi við símann, 1ann loks númerið sem hann leitaði að og setti tvo smápeninga í rifuna. Eftir bið sem honum fannst óendanleg fékk hánn samband. „Er það í Eikinni konunglegu?“ ‘ „Jú, það er Eikin. Það er Jack sem talar.“ Páll þóttist þekkja rödd þjónsins sem hafði afgreitt hann í vikunni á undan. „Þetta er kunningi ungfrú Burt. Ég átti að hitta hana í kvöld klukkan sjö. Viljið þér taka skilaboð til hennar? Segið herrni að ég hafi tafizt en sé á leiðinni.“ „Mér þykir þaö leitt,“ svaraði þjónninn, „en ungfrú Burt er ekki hér.“ „Hefur hún ekkert komið í kvöld?“ ' „Hún kom eins og venjulega og stóð við 1 hálfa klukkustund. Hún fór héðan um áttaleytið." Páll lagði heyrnatóliö á, hugsaði sig um andartak, fór síöan út úr klefanum. Þremur mínútum seinna var hann kominn út á torgið og þaðan tók hann sporvagn beint til Bromlock Hill. Klukkan hans var hálfníu þeg- ar hann kom að húsinu við endann á trjágöngunum. Ekkeyt ljós var í framhlið hússins, en það var ljós í einum hliðarglugganum uppi. Páll opnaði hliðið, gekk upp akbrautina; tók síðan í sig kjark, beygði inn á hlið- arstíginn og barði á bakdyrnar. Um leið gelti hundur fyrir innan, síðan voru dyi’nar opnaöar og grannvaxin fölleit miðaldra kona í svörtum ráöskonubúningi stóð í gættinni. „Gæt-i ég fengið að tala við ungfrú Lovísu Burt?“ Konan virti Pál fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Hún var með höfuðverk og fór aö hátta.“ „Gæti hún ekki komið niður andartak?“ sárbændi Páll. „Ég er vinur hennar.“ „Því miður.“ Ráðskonan hristi höfuðið. „Vinir þjón- ustufólksins fá ekki að koma hingað. Það eru lög hér í húsinu.“ Hún lokaði hurðinni og tautaði eitthvað í samúðar- skyni. Páll var vonsvikinn en þó ekki bugaður. Hann varð að hitta Lovísu Burt. Kvöldið var þurrt og svalt, stjörnurnar á himninum mýktu myrkrið. Himinninn var skær í kvöldkulinu og það marraði í visnum trjálaufum undir fótum Páls þeg- ar hann gekk til baka að aðalinnganginum. Og í gegn- um stóran, upplýstan glugga, sem ekki hafði verið dreg- ið fyrir vegna kvöldfegurðarinnar, kom hann auga á húsbóndann, manninn sem hann hafði áður séð á leið að póstkassanum, og roskna gæðalega konu sem virtist vera kona hans. Önnur hjón, gestkomandi að því er virt- ist, voru einnig í ríkmannlegri stofunni. Allt fólkið var í kvöldbúningi. Páll stóð í skjóli við runnana og horfði á sviðið, viröu- legt og heimilislegt og ótrúlega fjarlegt hinum skugga- legu og kveljandi hræringum sem brutust um í brjósti hans. Hann sá að bridgeborð var tilbúið til hliðar við fólkið. Af hlátri þeirra og rólegum samræðum þóttist hann geta ráðið að þau héldu áfram lengi enn og hann yrði því að sáetta sig við langa bið. Allt í einu heyrði hann þungt fótatak í skuggunum fyrir aftan sig. Hann sneri sér snögglega við og fyrir aftan hann stóð lögregluþjónn. Gersr þú þaB? Hér er heilræði sem margar ’ húsmæður þekkja en þó ekki allar, og margar sem þekkja það gleyma stundum að fara eftir því. Ráðið er einfaldlega það að vinda prjónagarnið sitt utanum bréfið eða merkið sem er utaná hespunni. Ef mann vantar gam í viíbót er auðvelt að finna heiti og númer á lit j og garni. Annað mál er það, hvort hægt er að fá umrætt gam, en iíkurnar eru þó me'ri, . þegar maður veit nákvæmlega * hvað gamið heitir. FAIiIÐ er að framleiða sér- staka renmlása í rauf á pilsum og klaufar á hefrabuxum. Þeir em í mismunandi lit.um cg lengdum. Rennilásarair eni ftn- gerðir og mjög sterkir og lás- inn hagkvæmur og fyrirferða- lítíll. Á myndinni er einn af þessum beltislausu kjólum, sem nú eru að ryðja sér til rúms. Þessí kjóll er þétt hnepptur niður að framan, og sennilega þætti mörgum nóg um að hneppa öllu saman á hverj- um degi, en það er eina bótin, að hægt er að komast af með helm- ingi færri hnappa og hnappagöt. Kjóllinn er alveg sléttur og að- skorinn, nema útsláttur í pilsinu að neðan, ermamar stuttar og í- settar. Hann er kragalaus í háls- inn, og ef einhverjum finnst háls- málið of heiðið, er hægt að nota k)út í hálsinn eða hafa lítinn, lausan kraga í frábrugðnum lit. HEKLA fer frá Reykjavík laugardaginn 19. júní klukkan 10 árdegis til Norðurlanda. Tollskoðun og vegabréfaeftir- lit hefst klukkan 8.30 í toll- skýlinu. Bráarfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 19. þ.m. kl. 10 f.h. til New- castle, Hull og Hamborgar. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Stóii með flétíttðu sæti Það er engin nýlunda að sjá stóla með fléttuðu sæti, en þeir eru nú meira í tízku en þeir hafa áður verið, og þar sem þeir eru bæði ódýrir og sterldr er hægt að mæ!a með þeim- Fléttuð ólituð sæti hafa auk þess þann kost að þau fara vel við næstum alla liti og það kemur sér vel. Fléttuðu sætin eru i sínu g:ldi þótt aðatlit stofunnar sé breytt úr bláu og yfir í grænt. 2 dl. mjólk bætt í. Þetta soði og kælt. 100 g smjöriíki og 15 g sykur hrært vel saman eggjarauöur, 1 matak. vauuu sykur, kókóblandan, 200 hveiti, 1 /o tsk. ger og stí) þeyttum hvítunum blandað Deiginu hellt í smurt, rasr a* stráð mót og kakan bökuð að gizka klukkustund viö fren ur vægan liita.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.