Þjóðviljinn - 19.06.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.06.1954, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. júní 1954 Lárus J. Rist hálfáttræður ■ r, Traustur Islendingur Frá því er sagt í fregnum, að Lárus Rist ætli að halda hátíðlegt 75 ára afmæli sitt í dag (19. júní) með því að synda á Akureyri 200 metrana í samnorrænu sundkeppninni. Engan, sem kynnzt hefur Lárusi að nokkru ráði, mun undra, þótt hann leiti á þess- um tímamótum á norðurslóðir til þess að veita sér þann mun- að að synda þar sem þátttak- andi þjóðar .sinnar í millilanda- keppninni, því að það er allt í senn mjög nátengt: Eyja- . fjörður, viðreisn sundíþróttar- innar á íslandi og nafn Lárus- ar Rist, E>að var hljóðbært um landið, þegar ungmennafélagar á Ak- ureyri hófu heitstrengingar að fornum sið. í>etta var á hinum ólgandi hrifningardögum á morgni aldarinnar, þegar straumar nýrrar félagslegrar vakningar fóru um landið og hver ærlegur æskumaður hét að vinpa íslandi allt. Engin heitstrenging mun þó hafa vakið sterkari hughrif en sú, er Lárus Rist gerði að kvöldi 7. janúar 1907, þá 27 ára að aldri. Hún var á þessa lund: „Stíg ég á stokk og strengi þess heit að synda yfir Eyja- fjörð innan jafnlengdar, al- klæddur og í sjófötum, á bil- inu frá Glerárósum inn að Leiru, en áskil mér rétt til- þess að kasta klæðum á sundinu, ella minni maður heita.“ Þessi heitstrenging hleypti mörgum kappi í kinn, og þegar Lárus stóð við heit sitt, ýtti það undir æskumenn um land allt að hefja sundíþróttina til vegs,- í ágætri sjálfsævisögu segir Lárus m. a. svo um Eyjafjarð- arsund sitt 6. ágúst 1907: — Norrænt bnfræðingamót Þann 30. júní er væntanlegur hingað til lands flokkur búnað- arsérfræðinga frá Norðurlönd- um. Alls munu verða í förinni 36 karlar og konur. 7 frá Dan- mörku, 5 frá Finnlandi, 2 frá Svíþjóð og 22 frá Noregi. Þessir gestir munu sitja hér búnaðarmót, er Islandsdeild Norræna búfræðifélagsins efnir tíl, og auk þess ferðast um landið til að kynnast búnaðar- háttum. Mótið verður sett í hátíðasal háskólans miðvikudaginn 1. júlí kl. 10 árdegis. Þann dag og þann næsta verða haldnir fyrir- lestrar um búnaðarmál. Hinir erlendu fyrirlesarar eru: Karsten Iversen tilrauna- stjóri í Askov, talar um búfjár- áburð og ræktun í norðlægum löndum. Dr. S. Berge prófessor við búnaðarháskólann í Ási, talar um innflutning búfjár til Noregs, og þýðingu þá sem slíkur innflutningur hefur haft fyrir norska búf járrækt. Agronom G. Ivar Törnqvist frá Svíþjóð, talar um túnrækt og ræktun grasfræs í Norður- Svíþjóð. í sambandi við fjrrirlestur Törnqvist mun fræræktarráðu- nautur Norðmanna Otto Lier gefa yfirlit um frærækt í Noregi, sérstaklega með tilliti til Norður-Noregs. Islenzkir fyrirlesarar verða: Dr. Halldór Pálsson, talar um sauðfjárrækt. Unnsteinn Ólafsson, skóla- stjóri, talar um jarðhita og garðrækt, og Árni G. Eylands flytur yfirlitserindi um búskap og búnaðaraðstöðu hér á landi. Laugardag 3. júlí verður far- ið austur í Fljótshlíð, að Sáms- stöðum og víðar. Sunnudaginn 4. júlí verður farið að Geysi og Gullfossi. Mánudaginn 5. júlí verður lagt upp'í þriggja daga ferð til Norðurlánds, með viðkomu á Hvanneyri, Hólum í Hjaltadal, á Akurevri og víðar. Fimmtudaginn 8. júlí og föstudaginn 9. júlí munu gest- irnir dvelja að mestu í Reykja- vík og fara svo heimleiðis með flugvél að morgni laugardagsins 10. júlí. En Flugfélag íslands sér um flutning þeirra til lands- ins, frá Kaupmannahöfn og Oslo, og heim aftur. Félagið Nordiske Jordbruks- forskeres forening var stofnað 1918. Eru deildir þess starfandi í Norðurlöndunum öllum og meðlimir mikið á annað þúsund. Auk landsdeildanna er félaginu skipt í nokkrar starfsdeildir eftir viðfangsefnum og áhuga- málum félagsmanna. Félagið gefur út tímarit — Nordisk Jordbruksforskning, af því eru komnir út 35 árgangar. Þriðja hvert ár heldur félagið norrænt búnaðarmót — Jord- brukskongress —. Var síðasta mót af því tagi í Kaupmanna- höfn 1953, þar mættu um 700 manna. Næsta mót verður í Sví- þjóð 1956. Þetta litla mót hér er einskonar aukamót, sem efnt er til, til þess að gefa nokkrum mætum búnaðarfrömuðum kost á að kynnast búnaðarháttum hér á landi, en kostnaðar vegna er erfitt um mikla þátttöku í slíku móti hérlendis. íslenzka deildin var stofnuð 1927, og endurskipulögð 1937. Formenn deildarinnar hafa verið: Sigurður Sigurðsson búnað- armálastjóri frá stofnun til 1933. Árni G. Eylands 1937 til 1952, og svo Haukur Jörunds- son 1 ár, en Páll Zophoníasson búnaðarmálastjóri er nú for- maður. Meðstjórnendur eru: Gunnar Árnason skrifstofu- stjóri Búnr.ðsrfélags íslands — er hann gja’dkeri deildarinnar og Ámi G. Eylands, sem er rit- ari deildarinnar og í riístjóin tímaritsins Nordisk Jordbruks- forskning. í mótttökunefnd með stjórn- inni eru þeir Steingrimur Stein- þórsson landbúnaðarmálaráðh. og H. Hólmjám efnafræðingur. „Ymsir hafa misskilið tilgang minn og talið, að ég hafi ætlað með þessu að vinna mér frægð- arorð. Ástæðan var ekki sú, heldur vildi ég sýna, hvað sæmileg sundkunnátta gæti dugað, er í nauðir ræki. Marg- ir héldu því fram, að sund- kunnátta væri sjómönnum einskis virði, og þeir sem í sjó- inn féllu, drukknuðu, jafnt hvort þeir væru syndir eða ekki. Ég vildi hrekja þessa kór- villu með áþreifanlegri sönnun og sýna, að hver sá fullhraust- ur maður, sem dytti í sjóinn inni á Eyjafirði, ætti að geta bjargað sér til lands öðru hvoru megin. Þessvegna varð ég að vera alklæddur og í sjó- fötum.“ Ég hygg, að svo sé um Lárus í mörgu öðru en sundinu, að honum hafi ekki verið mest í mun að vinna sér frægðarorð, heldur engu síður hitt að leggja nytsemdar- og menningarmál- um liðstyrk í anda eldheitra hugsjóna. Ævi Lárusar Rist er mjög tengd við Akureyri og Eyja- fjörð. Hann er að vísu fæddur í Seljadal í Kjós, en fluttist barn að aldri til Eyjafjarðari og ólst þar upp. Foreldrar hanri voru hjónin Ingibjörg Jakobs- dóttir frá Valdastöðum í Kjós og Jóhann Pétur Rist Svein- bjarnarson. Þriggja ára gamall missti hann móður sína úr mislingunum illræmdu 1882. Skömmu síðar brá faðir hans búi og fluttist til Eyjafjarðar og bjó í Botni um hríð. Æsku- ár Lárusar voru í ýfhsu hrakn- ingsár milli heimila og manna. En hann sótti brátt í átt mann- dóms og menningar, fór í Möðruvallaskólann og braut- skráðist þaðan vorið 1899, sigldi nokkru síðar til Dan- merkur og stundaði nám í hin- um kunna lýðháskóla í Askov 1903—1905. Að því loknu var hann í Statens Lærerhöjskole og tók þaðan fimleikapróf 1906 og sundkennarapróf frá sama skóla nokkru síðar. „Á Möðruvöllum sá ég bjarma fyrir nýjum degi,“ seg- ir Lárus í ævisögu sinni. Hann bar gæfu til þess að starfa að áhugamálum sínum á hinum nýja degi sem reis með 20. öldinni. Þegar hann kom heim frá Danmörku, settist hann að á Akureyri og hóf að kenna áund og fimleika. Örðugleikar voru ýmsir í fyrstu, sundpollur lítill og skilyrði slæm. Þurfti því að vekja áhuga manna fyr- ir bættum skilyrðum við sund- kennsluna. Þetta tókst smám saman. Kenndi Lárus sund á Akureyri á þriðja áratug. Hann hélt einnig sundnámskeið ann- arsstaðar, svo sem í Skagafirði, við Mývatn, í Húsavík og víð- ar. Þá var hann fimleika- og sundkennari Gagnfræðaskólans á Akureyri 1906—1931. Sýndi hann fyrstur manna opinber- lega skólaleikfimi á íslandi vet- urinn 1908—09. Á Akureyri kvæntist Lárus 19íl ágætri konu, Margréti Sig- urjónsdóttur, en varð fyrir þeim harmi að missa hana eftir 10 ára sambúð frá sjö börnum. ■ Hann stóð nú uppi með barna- hópinn Óttar og Önnu, Sigur- jón, Ingibjörgu, Pál, Regínu og Jóhann, við erfiðar kringum- stæður, en trú á framtíðina þrátt fyrir allt. Verður ferill hans eigi rak- inn hér, en vegna þessa áfalls tvístraðist hópurinn að. nokkru og mörg áform breyttust. Þegar Lárus var kominn hátt á sextugsaldur settist hann að Framhald á 11. síðu. Sólin brosir aísakandi — Að sitja innanum stand- andi fólk — Vaínsleysi og vatnsskattur — Hvernig verja ætti vatnsskattinum VEL rættist úr með 17. júní veðrið, þótt útlitið væri ekki gott um morguninn, þegar al- skýjað var, rok og rigningar- hraglandi. Sólin sýndi sig um miðjan daginn og þurrkaðf rekjuna af Arnarhólstúninu, svo að*það var hægt að setj- ast. Að vísu komu smáskúrir eftir það, en sólin afsakaði þær jafnharðan meo sínu blíð- asta og hlýjasta brosi. Samt urðu skúrirnar til þess að fólk gat ekki enzt til að sitja kyrrt, heldur stóð upp, vegna þess að maður er aldrei eins hjálparvana og sitjandi flöt- um beinum í helhrigningu, nema ef til vill þegar maður situr einn í hópi standandi fólks á Arnarhólstuni. Eg sannreyndi það á þjóðhátiðar- daginn, ég sat svo dæmalaust þægilega á regnkápu með regnhlíf yfir mér og lét lengi vel eins og ég tæki ckki eftir því að fólkið var staoið á fæt- ur allt í kringum mig. En þar kom að ég hlaut að verða þess áþreifanlega vör, sakir þess að upprétta fólkið var háleitt og horfði ekki niðurfyrir sig þegar það gekk um, með þeim afleiðingum að hundruð manna höfðu gengið ofaná alla mína líkamshluta" þegar mér tókst loks að brölta á fætur. EINN af íbúum Blönduhlíðar sendir eftirfarandi bréf: — „Undanfarin 2 ár hefur mikið borið á vatnsleysi hér í Blöndu hlíðinni, eins af nýjustu hverf- um höfuðstaðarins, og er nú svo komið, að vatn er aðeins að nóttu til í sumum húsum. Vatnssalerni eru full af ó- þverra alla daga, og hefur heyrzt að útisalerni verði reist, ef ekki verður úr bætt nú þegar. — Einn af íbúun- um“. VATNSLEYSIÐ í nýju hverf- unum er mjög mikið vanda- mál; það er sossum víðar en í Blönduhlíðinni. í mörgum húsum fæst ekki vatn allan liðlangan daginn nema ef til vill dreitill í kjallara. En engu að síður verður fólk að greiða vatnsskatt. Og liggur beinast við að nota vatnsskattinn til þess að bæta úr brýnustu þörfum vatnslausa fólksins, og væri þá ekki einmitt tilvalið að verja vatnsskattinum til þess að byggja útisalerni í þeim hverfum þar sem venju- leg vatnssalerni koma að engu haldi sakir vatnsleysis? Fólk er að vonum óánægt með að greiða vatnsskatt þegar það sér ekki vatn fremur en glóandi gull, en ef skatturinn væri notaður til aðgerða, sem verða mætti til að sætta fólkið við vatnsleysið og gera það ó- háð vatni, þá væri tilganginum náð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.