Þjóðviljinn - 19.06.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.06.1954, Blaðsíða 12
Tiu ára afmœli islenzka lýSveldisins Hátíðahöldin 17. júní, á 10 ára aímæli lýðveldis- íns voru þau íjölmennustu sem hér haía sézt. Óhætt mun að segja að flestir,! ef ekki allir, rólfærir Reykvik- ingar hafi tekið þátt í hátiða- höldunum einhvern tíma dagsins, «n fjölmennast var þó er líða HátiSahöld B f tVt •iVt • / goövion Akureyri í gær. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Þjóðhátíðarhöldin hér fóru fram í góðu veðri og samkvæmt áætlun. Farin var skrúðganga frá Ráðhústorgi til hátiðarsvæð- isins sunnan Sundlaugarinnar, og var þar samkoma með ýmsum skerrimtiatriðum. Um kvöldið var dansað á Ráðhústorgi, og sitt- hvað fleira var til skemmtunar. tók á daginn, eða eftir að barna- skemmtunin hófst á Arnarhóls- túni. Hátíðahöldin fóru fram eft- ir þeirri dagskrá er áður hafði verið frá skýrt, en þar sem flest- ir Reykvikingar munu að meira eða minna leyti hafa verið þátt- takendur, eða hlustað á hátíða- höldin í útvarp, ásamt öðrum landsmönnum, er vart ástæða til að þylja dagskráratriðin upp. Veðrið varð betra en á horfð- ist um tíma eftir hádegi, en meðan kvöldvakan fór fram á Arnarhóli rigndi nokkuð, en menn létu regnið ekkert á sig fá, enda var veður hlýtt og kyrrt. Dansinn hófst af fullu fjöri þótt nokkrir regndropar féllu og um kl. 2, er dansinum lauk voru Austurstræti, Lækjar- torg og Lækjargata þéttskipuð glöðu fólki. Óvenjulegt námsahek: Akureyrskur piltur biýlur 9,86 í meðaleinkunn á slúdeilspróíi Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Menntaskólanum hér var slitið í gær og brautskráðir 35 stúdentar: 18 úr máladeild og 17 úr stærðíræöideild. ITæstu einkunn hlaut Sveinn Jónsson Akureyri, 9.54 í aðaleinkunn, en í stúdentsprófinu sjálfu hlaut hann 9.86 í aðaleinkunn. Aðaleinkunnin er reiknuð þannig út að lagðar eru saman þrjár tölur: einkunnin í sjálfu stúdentsprófinu tvöföld við svo- nefnda vetrareinkunn sem gefin er þegar upplestrarfrí hefst, og er síðan deilt í þessa útkomu með 3; en auk þess munu stúd- entsprófseinkunnir gefnar í ein- hverjum námsgreinum upp úr fimmtabekk. Aðaleinkunn Sveins, 9.54, mun "vera með hæstu einkunnum sem gefnar hafa ver- ið við stúdentspróf við Mennta- skólann á Akureyri, og sjálf stúdentsprófseinkunnin tvímæla- laust hin hæsta. Annars er ó- hægt um samanburð, því nú voru einkunnir fyrsta sinn gefn- ar eftir tuga-kerfinu, en hingað til hefur Örstedskerfið svo- nefnda verið notað við Mennta- skólann, en þar er hæst gefið 8 og lægst mínus 23. '— Sveinn er sonur Jóns M. Árnasonar vél- stjóra hér í bænum. Næsthæsta einkunn í stærð- fræðideiid hlaut Helgi Sigvalda- son úr Barðastrandarsýslu, 9.04. Hæsta einkunn í máladeild hlaut Haukur Böðvarsson úr Borgar- firði, 9.18; næsthæstur varð Þröstur Laxdal Akureyri með 8.81. Skólameistari, Þórarinn Björns son, sleit skólanum með ræðu. Við skólaslitin voru staddir m. a. 10 ára stúdentar, og færðu þeir skólanum að gjöf málverk af Vernharði Þorsteinssyni, en hann var dönskukennari við skólann 29 ár og lét af störfum fyrir 2 árum. Sigurður Sigurðs- son listmálari gerði myndina. Fjallkonan, Gerður Hjörleifs- dóttir leikkona, flutti ávarp af svölum Alþingisliússins. Á\rarp- ið var kvæði eftir Davíð skáld Stefánsson, frá Fagrakógi. Laugardugur 19. júni 1954 — 19. árgangur — 133. tölublað Josephine Baker vill taka íslenzkan dreng í fóstur HeMar fyrsíw skemmfaairsícar í Msiur- bæjarbíói í kvöid ki. 7.15 ©g íl.13 Hin heimsfræga franska dans- og söngkona Josephine Baker kom hingað til lands s.l. fimmtudag og heldur tyrstu skemmtun sína í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 7.15. Eins og áður hefur verið skýrt frá skemmtir Baker hér á vegum Tivoli og verða skemmt- anirnar alls sex, tvær í kvöld (sú síðari kl. 11.15), tvær á morgun kl. 7.15 og 11.15 og loks tvær á sama tíma á mánu- daginn. Á skemmtununum mun Jose- phine Baker syngja og dansa, i en henni til aðstoðar verða tveir landar hennar, píanóleikari Bar- tek að nafni, þeldökkur bongo- leikari og 6 manna hljómsveit undir stjórn Carls Billich. Kynn- ir verður Haraldur Á. Sigurðs- son- Fréttamenn ræddu við Josephine Baker í gær. Hún er aðlaðandi kona, ekki mjög dökk yfirlitum Ný-ísfiiraunin Togarinn Geir kom inn í hann hafði „nýís“ meðferðis Þjóðviljinn fékk þær fregnir hjá Ólafi Þórðarsyni, er gert hefur tilraunir með ís þenna, að tilraun þessi hafi gefizt vel, en þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur togari reynir ís þenna. Mestur hluti afla Geirs var karfi og kvað hafa verið lít- ill eða enginn útlitsmunur á þeim f'ski er veiddist fyrstu daga veiðiferðarinnar og þeim seinustu. Komið hefur í ljós að ís þessi hleypur ekki eins í hellu og ÍS sá er áður var notaður og léttir það töluvert vinnu. Geir mun fara aftur út með það sem hann á óeytt af ís Egill Rcsuði bjargar fœreyskri skipshöfn Neskaupstað. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Síðastliðinn miðvikudag barst Bæjarútgerð Neskaupstaðar .skeyti frá skipstjóranum á Agli rauða, sem þá var stadd- ur í Færeyingahöfn á Græn- landi. í skeyti því skýrir skip- stjórinn frá að skipshöfninni af Hjördísi, sem mun hafa verið færeyskt skip, hafi verið bjargað um borð í Egil rauða 'áðfaranótt 15. júní, en þá brann Hjördis á Fyllubanka. , tóksi vel gær úr vei'öiferð þeirri er til reynslu. þessum, og Fylkir hefur einnig farið út með slatta af ís þess- um. Strákarnir á „skólaskipinu“ Þórarni lönduðu nýlega tveggja og hálfs dags afla er frystur var í ný-ís, og var fiskurinn mjög fallegur. Sex prestsefni vígð Prestastefna íslands hefst með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni á mánudaginn og fram- kvsemir þá hinn nývígði biskup Ásmundur Guðmundsson, sitt fyrsta biskupsverk: vígir sex guðfræðinga til starfa. Þessir guðfræðingar verða vígðir: Bjarni Sigurðsson til Mosfellsprestakalls, Grímur Grímsson til Sauðlauksdals, Kári Valsson (Karel Vorovka), Óskar Finnbogason til Staðar- hrauns, Þórir Stephensen til Staðarhóls og Örn Friðriksson til Skútustaðaprestakalls. Frið- rik Á. Friðriksson próf. í Húsa- vík lýsir vígslu en sonur ^hans, Örn, prédikar. Josepliine Baker og mun Ijósari en aðstoðarmaður hennar, sem leikur á bongo- trumburnar. Frúin kvaðst hafa ferðazt um nær allan heim og haldið skemmtanir. Nýlega yar hún t. d. á ferð í Japan og fyrir um 3 mán. skemmti hún i Osló og Kaupmannahöfn við mikla hrifningu. Josephine Baker er kunn fyrir þátttöku sína í kynþáttamálun- um og hún hefur haldið fyrir- lestra um þau efni víða um lönd. Til þess að sanna að allir menn — án tillits til litarháttar og trúarskoðana — geti lifað saman í sátt og samlyndi hefur hún tekið í fóstur nokkra drengi, sinn úr hverri áttinni (frá Frakklandi, Perú, Suður- afríku, ísrael og Japan) og af ólíkum kynþáttum, og búa þeir allir saman á bai-naheimili henn- ar í Suður-Frakklandi. Og nú langar hana til að fá íslenzkan dreng í fóstur! Lýðveldishátíðin á Arnarhóli 17. júní.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.