Þjóðviljinn - 26.06.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1954, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. júní 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Vísindameim hættu að reykja við niðurstöðu rannsóknar Sígareitureykingar magna lungnakrabba og hjartasjúkdóma, stytta ævina verulega Þrír bandarískir vísindamenn skýrðu nýlega frá niöur- stöðum rannsóknar á áhrifum sígarettureykinga á heilsu- far manna. Fyrsti árangurinn af rannsókninni varð að allir sem að henni stóðu steinhættu að reykja. Deila MeCarthys öldungadeildarmanns og Bandaríkja- hers hefur gefið enska blaðateiknaranum Gabriel hug- myndina að þessari skopteikningu. Lyftudrengurinn við Dulles: Verið ekki aö gera yður réllu út af þvi ráðherra góður, þótt yður tœkist ekki í Genf að koma af stað stríði, það er allra myndarlegasta stríð háð hér heima. Geimðcsr er í smíðum hjá sov- ézkum flugfræðingum RáSstefna i hausf um smiSi gervitungls í blaðinu Literaturnaja Gaseta í Moskva birtist nýlega grein um starfsemi nýstofnaðrar geimsiglingadeildar Flugklábbs Sovétríkjanna. Er af henni ljóst að þaö eru engir smámunir sem geimsiglingamennirnir tilvonandi hafa á prjónunum. Greinarhöfundur skýrir frá því að nú þegar sé hægt að senda út í geiminn til athugana fjarstýrð flugskeyti búin marg- brotnum rannsóknartækjum. Karlkyiis kvenJkyiis? Ungur vélfræðingur í borg- inni Senlis, rétt hjá París, hefur unnið sigur í deilu við skrif- finna á ríkisskrifstofum borgar- innar um það hvort honum skyldi leyfast að kvænast heit- mey sinni. Ástæðan til mót- þróa yfirvaldanna var sú að þau voru í vafa um hvort maðurinn væri ltarlkyns eða kvenkyns. Deilan hófst fyrir 23 árum síð- an, þegar faðir vélfræðingsins, innflytjandi frá Póllandi, lýsti þýí yfir við sóknarprestinn að hið nýfædda sveinbarn hans héti Marian Kinaek. En sóknarprest- urinn skrifaði í kirkjubækurnar skýrt og greinilega að nafn barnsins væri Marianne Kinack. Allt gekk þó slysalaust þar til fyrir nokkrum vikum síðan, þegar hinn ungi Marian ætlaði að kaupa leyfisbréf fyrir sig og heitmey sína. Honum var neit- að um það af þeim sökum að hann væri sjálfur kvenmaður. Hinn hrjáði Marian benti á að kvenkyn hans hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann var tekinn í herinn og barðist 18 mánuði í franska hernum í Þýzkalandi. En allt kom fyrir ekki. Um daginn fékk hann þó til- kyríningu frá yfirvöldunum um að þau hefðu ákveðið að breyta nafni hans úr Marianne í Mari- an. í haust heldur geimsiglinga- deildin ráðstefnu, þar sem vís- indamenn í ýmsum greinum flugtækni munu bera saman ráð sín um möguleikana á því að byggja úti í geimnum gervihnött, sem mun snúast í kringum jörð- ina eins og tunglið og verða bækistöð geimrannsókna. Áhrifin á menn rannsökuð Frá því er skýrt að í Sovét- ríkjunum sé eitt tilraunageimfar nú þegar í smiðum og verið sé að kanna möguleikana á að senda slík tæki út í geiminn með menn innanborðs. Líffræðingar vinna að því að kynna sér, hver áhrif geimferða- laga yrðu á mannslíkamann. Enn er ekki vitað, hve lengi úfrýnta fuglum í fréttaskeyti frá Tokio segir, að japanskir skógar- verðir haíl orðið varir við, að vissum tegundum af far- fuglum, t.d. svölum, iiafi fækkað mjög þar frá því í fyrra. Auk þess hafa óvenju- margir fuglar af þessum teg- undum furtdizt dauðir eftir komuna til landsins. Taíið ei að þetta stafi af geisíavcrk- unum frá vetnissprengingum Bandaríkjamanna. Það er m.a. ráðið af því, að sumir hinna dauðu fugla hafa vcrið svo geislavirkir, að liægt hef- ur verið að mæla geislunina frá þeim með geigerteljur- um. menn munu þola að hafast við í farrými geimfars, en „öll skil- yrði eru fyrir hendi til að senda fjarstýrð flugskeyti út í geiminn", segir Literaturnaja Gaseta. Sjónvarpstæki Slík mannlaus geimför er hægt að búa útvarpstækjum og jafn- vel sjónvarpstækjum, sem myndu senda til jarðar það sem getur að llta úr geimfarinu. Eitt af því sem vísindamenn vinna að er að kanna það, hvern- ig geimförum verði haganlegast séð fyrir vistum. Engin vandkvæði eru á því að smíða hentuga hreyfla í geimfor segir blaðið. Dr. Rodger Cameron, sem stjórnar tilraunum og rannsókn- um á vegum Krabbameinsfélags Bandaríkjanna, flutti erindi um rannsóknina á fundi bandariskra lækna. Hann sagði að rannsókn á 200.000 karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára hefði sýnt að þeir sem reykja sigarettur verða mun skammlífari en þeir sem ekki reykja eða reykja aðrar tóbaks- tegundir. Munurinn á langlífi þessara tveggja hópa, sígarettureyginga- manna og þeirra sem ekki reykja sígarettur, stafar af því, hve hjartasjúkdómar og krabbamein i lungum er tíðara meðal síga- rettureykingamannanna. Niður- staðan, að sígarettureykingar stórauka hættuna á hjartasjúk- dómum og krabbameini, er svo ótvíræð að dómi læknanna sem rannsóknina gerðu, að þeir steinhættu allir að reykja. Vara þarf æskuna við Dr. Cameron kvað læknum og foreldrum bera skylda til að gera unglingum ljóst, hvílíkt heilsu- tjón þeir baka sér ef þeir taka að reykja. Erfitt mun að venja langvana reykingamenn af siga- xettunum en heilsutjónið sem þær valda er svo rækilega stað- fest að unglingar, sem gerð er grein fyrir staðreyndunum, hljóta að hika við að hefja reyk- ingar, sagði dr. Cameron. Finna þarf meinvaldinn Hann kvaðst sennfærður um það, að þegar nýjustu niðurstöð- ur læknavísindanna um skað- semi sígarettureykinga verða al- mennt kunnar, muni reykinga- venjur gjörbreytast. Það sem næst liggur fyrir vís- indamönnunum er að finna það eða þau efni í sígarettunum, sein valda krabbameini og hjarta- bilun, sagði dr-. Cameron. „ASsíoð" skal varlð flS oð koma offramEeiðslu ð verð Óseljanlegum, bandarískum landbúnaðar- aíurðum troðið upp á aðrar þjóðir Bandarísk þingnefnd hefur ákveðið að rúmur sjöundi hluti af dollara-,,aöstoð“ Bandaríkjanna við önnur ríki skuli bundinn því skilyrði að landbúnaðarafurðir af of- framleiðslubirgöum Bandaríkjastjórnar séu kej'ptar fyrir féð. Utanríkismálanefnd fulltrúa- deildarinnar gerði samþykkt þessa einróma og gildir hún um 500 milljónir dollara af 3.440 milljónum, sem lagt er til að veittar verði á fjárhagsárinu 1954—1955 til „gagnkvæmrar ör- yggisaðstoðar“, sem áður nefnd- ist Marshallaðstoð. Mælist Ula fyrir Ríkisstjórnirríar, sem fá þessa aðstoð, verða að skuldbinda sig til að verja fénu til kaupa á landbúnaðarvörum, sem íæynzt hafa óseljanlegar eftir venjuleg- um viðskiptaleiðum og fylla nú vörugeymslur Bandaríkjastjórn- ar svo að útaf flóir. að koma landbúnaðarframleiðslu sinni í verð dregur auðvitað úr sölumöguleikum á framleiðslu annarra lándbúnaðarlanda. Bitnar það harðast á ýmsum bandamönnum Bandaríkjanna, svo sem Kanada, Danmörku og Hollandi. Ríkir þar mikil gremja ýfir þessum söluaðferðum og tala menn mjög um óheiðarlega samkeppni. Eins og kunnugt er var því harðlega neitað þegar bandariska „aðstoðin“ við önnur lönd hófst, að hún stæði í nokkru sambandi við þörf Bandaríkjanna fyrir markaði erlendis. Nú er sjálft Bandaríkjaþing búið að staðfesta að þeir sem héldu þessari skoð- HanÉaka í Mont- esssnálinu í Róm Fyrir rúmum mánuði bar Posilide Ganzaroli, sem er 33 ára, vitni í eiturlyfjamálinu i Róm. Fyrir nokkru var hún handtekin, sökuð um falskan vitnisburð. Ungfrú Ganzaroli hafði lýst yfir í tímaritsgrein að hún hefði að- fararnótt 10. apríl 1953 séð nokkra menn fleygja liki Wilmu Montesi í flæðarmálið skammt frá Róm. Handtaka Ganzaroli er hin fyrsta í máli nýfasistans og blaðamannsins Silvano Muto, en það mál ;er eitt hið mesta hneyksli í sögu Ítalíu. Máli manns' .þessa hefur þó verið frestáð umtóákveðinn tíma. Muto hélt því fram að lög- reglan hafi reynt að leyna dauða Wilmu Montesi, vegna þess að lát hennar hafi borið að höndum í eiturlyfja- og svallsamkvæmi sem margir háttsettir menn hafi átt hlut að. Lögreglan hafði lýst því yfir að hún hafi drukknað af völdum slyss. Snjóar i Englandi! Fólk í Bedfordshire í Eng- landi ætlaði ekki að trúa sínurn eigin augum sunnudaginn í síð- ustu viku, þegar það kom út um morguninn. Það hafði faliið snjór um nóttina! Úrkoma hef- ur annars verið óvenjumikil í Englandi í þessum mánuði, enda þótt ekki hafi snjóað nema þessa einu nótt í þessu eina héraði. Sums staðar var rigningin svo mikil fyrstu tvær vikur mánaðarins, að úrkoman var þegar orðin meiri en í nokkrum öðrum júnímánuði síð- an 1917. Þessi háttur Bandaríkjanna á . un fram böfðu rétt fýrir sér, Átta ára gamall Tarzan Seinni part dags í síðustu viku sáu vegfarendur í Kaupmanna- höfn lítinn drenglinokka, S—9 ára gamlan, uppi á þaki Niku- lásarkirkju. Snáðinn hafði klifr- að upp eftir niðurrennunni, en þegar hann ætlaði niður sömu Ieið, brast hann kjark. — Slökkviliðið kom á vettvang og bjargaði honum niður á jörði’iá aftur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.