Þjóðviljinn - 27.06.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.06.1954, Qupperneq 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 27. juní 19M INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 35. tangóinn, sq,tti beiskjan æ fastar að honum. Veslings Swann hafði haft rétt fyrir sér — hið opinbera mundi enga hjálp veita honum, — hann yrði að vinna allt upp á eigin spýtur. Og hann skyldi ekki liggja á liði ' sínu. Hann beit á jaxlinn. Hann var ekki sigraður. Bar- áttan var rétt að hefjast. Hvaö sem allri áhættu liði yrði hann að reyna að ná sambandi við Burt aftur — nú var hún eina vonin. Þótt yfirvöldin hefðu stuggað við Mark Boulia, höfðu þau enga ástæöu til að gera hið sama við Burt. Það var hugsanlegt að hún hefði ekki fengið neina aðvörun. Um kvöldið fór hann beint heim til sín, tók pappírs- örk og umslag og skrifaði: Kœra Lovísa. — Mér þótti mjög leitt að missa af síöasta stefnumóti okkar, en það var ekki mín sök. Ég vona að þér fyrirgefið mér, því að ég hef hugsað um yður á hverjum degi síðan við hittumst. Og viljið þér ekki þess vegna hitta mig á miðvikudaginn kemur í Eikinni? Vinur minn verður ekki með mér. Látið það ékki bregðast að koma, Lovísa, um sjöleytið. Ég hlakka til að njóta návistar yðar og fullvissa yður um að ég skal ekki svíkja yður eins og kom fyrir í hitt skiptið. Yðar einlægur Páll. uðu hann og suðuðu í honum að koma með, en kona hans stóð álengdar, brosti og sagöi: „Þú hefðir gott af því, vinur minn. Þú hefur unnið alltof mikið upp á síðkastið“. Hún var grannvaxin, fíngerð kona, fölleit og grönn á vangann, svipurinn frábærlega mildur. Þótt hún væri fertug að aldri var andlit hennar svo fíngert að hún var enn svo grannvaxin að hún minnti á unga stúlku, en þó mátti sjá þess merki að hún hefði um alngt skeið átt við vanheilsu að stríða. Hvít og falleg húð hennar var glær og fingurnir langir og veikbyggðir. Sprott horfði á hana með óduiinni aðdáun og hikaði andartak, strauk vísifingrinum um varirnar — það var kækur hjá honum. Svo reyndi hann aö draga úr neit- un sinni með gamansemi. „Hver á að vinna fyrir heimilinu ef ég fer út að skemmta mér með ykkur?“ Harm opnaði fyrir þær útidyrnar. Bíllinn beið þeirra fyrir utan og Banks, bilstjórinn stóð hjá honum. Þegar hann ók af stað veifaði Katrín honum gegnum aftur- gluggann á bifreiðinni. Hann gekk hægt aftur inn í húsið, gegnum bókasafn- ið í áttina að skrifstofu sinni, nam staðar öðru hverju til að horfa á dýrmætustu málverkin sín. Þetta var fallegt og ríkmannlegt heimili — síðast liðin tíu ár. hafði hami gert sér far um að eignast listræna og dýrmæta hluti með aöstoð konu sinnar, sem hlotið hafði óbrigöula smekkvísi í arf. Hann var hreykinn af þessum kjörgrip- um, stólunum, ábreiðunum, bronzstyttunum eftir Rodin og Maillol, málverkunum tveim eftir Constable. Þessar eigur hans voru óbrigðult merki um velgengni hans. Hann hafði komizt áfram af eigin ramleik upp úr minna en engu. Hann var munaðarlaus, frænka hans hafði alið hann upp, útþrælkuð kona sem dró fram lífið við snatt við kolanámumar, með sjal og tréklossa, ötuð kolaryki frá morgni til kvölds í bláfátæku námuhverfi í Gadshill í nágrenni Nottingham. Frá upphafi, þrátt fyrir þetta lamandi umhverfi, ömurlegt húsnæði, skort og illa /*------------------------------------------------------- OC GAMNa J einu útlendu blaði sem vér les- um birtist um þessar mundir frainhaldsmyndasagra er nefnist Sköpun heimsins. Er guð þar mjög önnur kafinn við hin fjö'.- breytilegu verk sköpunarinnar, og eru þar gefnar skemmtilegar skýringar á ýmsum fyrirbærum í r'ki manns og náttúru. Þar fáum við til dæmis upp ýsingar um það hversvegna hjartað í okkur flestum er vinstra megin. Á einum stað er guð að stinga því inn í mannskepnuna, og segir um leið: Það er snjailast að hafa það vinstra megin, úr því það er rautt. Og er þess að vænta að fyndnin i þessu sé ekki of fíngerð fyrir hinn græskúfuilá kímnlsmekk landa vorra Stundum kemur djöfu'linn i Spil- ið i þessari sköpunarsögu, og undrar það sjá fsagt engan. Og þvi er það að þegar guð hefur loksins gengið frá öllum innýfl- um mannsins og hefur gengið afsíðis tii að hvi’a sig, þá kem- ur djöfullinn með horn upp úr ska’lanum, fer að pota eitthvað i neðanverðan magann á mann- inum og segir Um leið: Hann skal líka hafa boitn'anga. Það er i rauninni í hæsta máta kynlegt að nef skuli geta orðið rautt af glæru brennivíni. Hversvegna ertu skö lóttur, afi? Vegna þess að ég hugsa svo mikið. Hugsar þá arnma ekki? Tveim dögum síðar fékk hann eftirfarandi bréf: Kœri herra. — Mér langar agalega að hitta yður en þér veröið að passa að koma ekki aftur inn 1 garðinn eða að bakdyrunum. Þér skuluð barasta koma á sama stað og síðast og ég skal reyna að koma. Kær kveðja, hvorki meira né minna til að byrja með. Útsaumaðir sumar- kjólar Kjólarnir með útsaumi eru vinsælir sumarlcjólar og ef maður ætlar að koma sér upp útsaumuðum sumarkjól er rétí að fara að hefjaet handa, þvj Páll gat ekki varizt ánægjuhrópi. Burt var enn græskulaus og tækifærið stóð honum opið. Hann gat varla beöið komu miðvikudagsins. Næstu tvo sólar- hringa á undan hafði hann fundið til stöðugs ótta við það að aðgerðir Birleys hefðu komið honum í frekari ónáð hjá yfirvöldunum. En nú létti honum og hann var þess fullviss að litla greinin í Courier um föður hans hefði farið framhjá ráðamönnunum í Worthley. En til allrar óhamingju skjátlaðist honum í þessu filliti. Hvernig verSa haBfötin? Átjándi kafli Þennan sama morgun, á sömu stundu og Páll tók við bréfinu frá Burt, stóð miöaldra maður, dálítiö þrekvax- inn en með reglulegt andlit eins og leikari, við glugg- ann sinn og horfði út á stóra velhirta grasflöt með skrautlegum blómabeðum og rhododendron runnum. Úr næsta herbergi heyrðist skvaldrið í dætrum hans tveim sem voru að búa sig til að horfa á hrossasýningu í St. Winifred skólanum, og öðru hverju heyrðist dýpri rödd skjóta inn í gamansömum athugasemdum; ástkær rödd Katrínar konu hans. En þrátt fyrir þessi skemmtilegu merki um ánægjulegt fjölskyldulíf, var Sir Matthew Sprott gramt í geði. Þjónustustúlka kom inn, og fór þegjandi að taka til á borðinu og truflaði hann í hugsunum sínum; hann ieit hvasst á hana eins og hann var vanur að gera við vinnufólk sitt og gekk síðan fram í anddyrið. Þar stóð hópurinn ferðbúinn, kona hans var að draga á sig hanzkana, falleg og aðlaðandi í loðskinnsjakka meö sam- 'svarandi hálsband, stúlkurnar snyrtilegar og vel búnar í réiðfötum með knapahúfur úr flaueli með gullbúnar svipur sem hann hafði gefið þeim um jólin. Hin eldri var orðin sextán ára, grannvaxin, dökk yfirlitum og al- varleg eins og móðirin, hin yngri lágvaxin, búlduleit og blómleg var nýlega tólf ára. Svipur hans varð léttari þegar dætur hans umföðm- Nú eru sundbolir því nær ein- göngu gerðir úr lastex, nælon og öðrum nýjum efnum, og þeim fær mölur að minnsta kosti ekki grandað. Sniðið breytist ekki mikið frá ári til árs, bolirnir eru yfirleitt í einu lagi, ýmist hlíralausir eða með mjóum hlír- um. Svartir rennisléttir og skraut- lausir sundbolir eru mjög í tízku og sama er að segja um mynstr- aða marglita sundboli. Mynstr- uðu bolirnir eru ýmist rósóttir röndóttir eða doppóttir svo að það ætti að vera úr nógu að velja. Sterkmynstruðu efnin eru einnig notuð í stutt sólföt sem minna oft á sundboli en eru ekki ætluð sem slík. Það eru sóibaðsföt og á þeim er oft of- urlítið pils. Þessum búningi til heyrir oft vítt pils sem hægt erj að hneppa upp á hann og sömu-' leiðis bólerójakki til að skýla berum öxlunum. Mikið er einnig um stuttar strandskyrtur sem notaðar eru yfir sundboii og eru oft með venjulegu skyrtusniði og löng- um ermum. Skringilegri nýjungar eru pokabuxnasundbolimir. Þeir eru flestir heldur hvimleiðir en geta þó litið skemmtilega út á unglingum. Svartir sundbolir með bogadregnu hálsmáli og hvítri líningu í kring eru einn- ig nýir af nálinni og á sumum þeirra eru vasar með hvítri bryddingu. Flest straridíötin eru mjög stutt. Það sjást mjög stutt pils og mjög stuttar stuttbuxur. Oft fylgja búningunum pils með venjulegri kjólsídd til að bregða yfir sig þegar sólbaðinu er lokið. BómuIIarefni eru algengust í þessa búninga en nokkuð ber eiruiig á silkiefnum. að saumaskapurinn tekur sinn tíma. Kjólarnir tveir á mynd- unum eru báðir með flegin hálsmál og eru ermalausir. — Annars eru þeir likir. Franski kjóllinn er hvitur og á víðu pilsinu er stór útsaum- L.B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.