Þjóðviljinn - 10.07.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.07.1954, Blaðsíða 8
bezta knattspymuþ j óð heimsins44 — - seg/V Sporísmanden Frá landsleik Englendinga og Ungverja í Búdapest I vor. Pusk- as, fyrirliði ungvcrska landsliðsins (nr. 10) og Merrick, fyrir- liði ensl«i landsliðsins, ganga saman út af vellinum I hléi milli hálfleika. Úrslit „íþróttadags F.R.Í." Strandamenn sigruðu Héraðssambandið Skarphéðran hlaut ílest stig ■Eftirfarandi grein er tekin úr norska íþróttablaðinu Sports manden: Og svo tók Þýzkaland heims- meistaratitilinn í knattspyrnu. Sá sem hefði þorað að veðja á Þýzkaland hefði orðið ríkur maður! Hægt og skipulega tókst þe'm að koma jafnvægi í stöð- urta eftir að Ungverjar höfðu sett 2 mörk gegn engu, og 6 mín. fyrir leikslok fauk úr- sliíaskotið í mark bak við lista- manninn Grosics. Hvað getur maður sagt um þessi úrslit? 1 fyrsta lagi verðskulda auð- vitað Þjóðverjarnir fyllstu við- Urkenningu fyrir afrek sitt og s5gur, og þeir unnu úrslitaleik- inn verðskuldað. Ennfremur er það víst að það bragð Herrbergers að spars marga af leikmönnum sínum í fyrsta leiknum gegn Ungverja- Isnd var snilldarlegt. Að hinu leytinu er það víst að leikir Ungverja gegn Bras- ilíu og Uruguav á 5 dögum h?Ta hlotið að slíta kröftum þe'rra. Og þrátt fyrir tapið í þe -.sum úrslitum mun áreiðan- lega enginn neita því að Ung- VftT-jar séu bezta knattspymu- þj.Cð heimsins. Það sýndu leikir þe'rra fyrir úrslitaleikinn á stnnudag. / Auk þess lagði liðið til leiks sigurstranglegra að allra dómi en nokkurt annað lið sem leik- :íð hefur í úrslitum í sögu heimsmeistarakeppninnar. Kom til leiks með fyrirliðann illa jneiddan — en hann vildi leika —- og þetta varð sem sagt of mikið jafnvel fyrir hina ung- versku snillinga. Tlvaða ályktanir getur maður íiú dregið af þessu ? Knöttur er aHtaf eins í laginu og hinir ó- Væntu atburðir hans eru alltaf eins skemmtilegir, en það var leiðirilegt að það skyldi koma niður á Ungverjalandi — en þe ssi saga segir okkur að hina 'íæztu geta líka hent mistök. Tfmleikamenn Sovéfiíkj- aiina urðu heimsmeistar- ar í Róm Fyrir nokkrum dögum fór fram í Rómaborg heimsmeist- arakeppni í fimleikum karla. 'Ur.Iu fimleikamenn Sovétríkj- anna sigurvegarar í skylduæf- ingum, fengu 344.50 stig. — Þýzkaland . varð annað með 304,40 st. og Sviss varð í 3. Æ/rti með 333.65 stig. Urslit frá íþróttadegi F.R.l. sem fram fór um aðra helgi júnímánaðar s.l. eru nú kunn. Alls tóku 9 héraðssambönd þátt í keppninni ineð samtals 560 þátttakendur. Að þessu sinni var keppt í fjórum í- þróttagreinum, 100 m hl., 1500 m. hl., kúluvarpi og hástökki. Mest var þátttakan í kúluvarp- inu eða 527 keppendur, því næst í hástökki 479. 100 m .hlupu 319 og 1500 m. hlupu 74. Keppni þessi var stigakeppni milli héraðssambandanna og skyldi það hérað hljóta sigur er flest stig hlyti í hlutfalli við meðlimatölu, þó með þeirri und- antekningu, að kaupstöðunum var heimilað að deila með 2 í meðlimatölu sína og stigatala þeirra reiknuð út frá því. Úrslit keppninnar urðu þessi: 1. Héraðssamband Stranda- manna hlaut 190 stig; meðlima- tala 273 eða 69.6%. 2. Hafnarfjörður hlaut 265 stig; meðlimatala 420 eða 63.1%. 3. Vestmannaeyjar hlaut 254 stig; meðlimatala 416 eða 61.1%. 4. U.M.S. Kjalarnesþings hlaut 252 stig; meðlimatala 465 eða 54.2%. 5. Akureyri hlaut 338 stig; rtieðlimatala 656 eða 51.5%. 6. Héraðss. Skarphéðinn hlaut 560 stig; meðlimatala 1.660 eða 33.7%. 7. ísaf jörður hlaut 141 stig; meðlimatala 429 eða 32.9%. 8. Reykjavík hlaut 523 stig; meðlimaatala 4.489 eða 11.7%. 9. Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands hlaut 150 stig; meðlímatala 1.780 eða 8.4%. Héraðssamband Strandam. hefur á undanfömum árum vakið á sér athygli fyrir það, að þaðan hafa komið góðir frjálsíþróttamenn og má þar til nefna Sigurkarl Magnússon, sem er núverandi Islandsmeist- ari í fimmtarþraut. Með sigri sínum í þessari keppni hafa þeir sýnt að hjá þeim er áhugi almennur fyrir frjálsum Sþrótt- um og er það vissulega aðal- atriðið. v-sé* Sérstaka eftirtekt vekur hin mikla þátttaká frá Héraðssam- bandinu Skarphéðni.,Hið þrótt- mikla ungmennasamband á Suðurlandsundirlendinu átti um 1/5 allra þátttakenda og hlaut fleiri stig en Reykjavík. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkur íþróttadagur er haldinn á Islandi. Hafa Frjálsíþrótta- sambandinu borizt nokkur bréf frá ýmsum stöðum á landinu þar sem ræddir eru kostir og gallar á því fyrirkomulagi og þeirri framkvæmd, sem nú var á höfð. Eru bréfritarar á einu máli um að halda beri íþrótta- dag á hverju ári og að slíkt al- menningsmót geti orðið frjáls- um íþróttum til mikils gagn. Vonandi verður sú reynsla sem fékkst af íþróttadeginum að þessu sinni- til: þess að næsti íþróttadagur verður enn betur heppnaður en þessi. EINKENNILEG Framhald af 4. siðu. heyra íslenzk tónverk flutt hér heima. Hér var því gott tækifæri til að kynna þeim eitt. fagurt íslenzkt tónverk, sem- alltof lengi hafði láðst að koma á framfæri, en fyrir atorku dr. Urbancic hljóm- sveitarstjóra, sem hafði búið verkið út til flutnings, og ann- ars góðs manns, hafði tónverk þetta verið endurvakið úr sínum langa svefni í skrif- borðsskúffu. Vissulega var flutningur slíks tónverks tón- listarviðburður, scm hlaut að vekja athygli. Engin samtök ráðamanna tónlistarhátíðarinn ar munu hafa verið um það, að sjá svo um að hinir er- lendu tónlistárgést'r vorir væru þar viðstpddir til að hlýða á verk þetta. Einhverj- ir þeirra voru þar þó við- staddir og hlýddu á blandað- an kórsöng sem tókst ágæt- lega, en er verk Emils var flutt milli kl. 7-8 e.h. .um- ræddan þjóðhátíðardag, voru hinir erlendu gestir leiddir burtu að sögn til veizluhalda. Einkennileg var sú ráðstöf- un, og ómakleg lítilsvirðing á þessari merku viðleitni til landkynningar. Og nú spyrja menn: Hversu lengi á tónlist- arlíf hér í höfuðstaðnum að vera í molum, vegna ósam- komulags og innbyrðis deilna ? Væri ekki okkar fámennu þjóð meiri greiði ger með samein- uðum átökum í tónlistarmál- um en sundurlyndi sem ávallt rifur niður hverja góða við- leitni. Mættu slík atvik, sem það er hér hefur verið nefnt, vera til vamaðar þess, hvern- ig ekki á að haga sér undir sambærilegum kringumstæð- um. Tillitssemi og kurteisi við þá, sem vel vilja gera kostar ekkert. Sýnum verkum hinna látnu íslenzku tónskálda meiri ræktarsemi en áður, látum ríkisútvarpið flytja verk tón- slcálda okkar oftar en áður, og þá ekki hvað sízt þau verk, sem talin eru bera af og al- menningur þekk’.r sízt, og sýnum þeim mönnum, sem f--------------------S Ódýrt—Ödýrt Chesterfieldpakkinn 9.00 kr. Dömublússur frá 15.00 kr Dömupeysur frá 45.00 kr Sundskýlur frá 25.00 kr Barnasokkar frá 5.00 kr Bamahúfur 12.00 kr Svuntur frá 15.00 kr Prjónabindi 25.00 kr Nylon dömuundirföt, karl- mannanærföt, stórar kven- buxur, bamafatnaður í úr- vali, nylon manchetskyrtur, herrabindi, herrasokkar. Fjölbreyttar vörubirgðir ný- komnar. IAGT VERÐ. Vörantarkaðurínit Hverfisgötu 74 V -------- MÐSTÖFUN taka sig fram um að vinna að flutningi slíkra verka verð- uga viðurkenningu í stað tóm- lætis. Loks má og minna á það, að það mun næstum ein- róma krafa tónlistarunnenda, að Þjóðleikhús okkar, sem telja verður menningartæki, flytji oftar ópemr eða klass- ískar óperettur, með sem flestum. íslenzkum kröftum í aðalhlutverkum, auk Þjóð- leikhússkórsins. Þetta er á- reiðanlega fært, a.m.k. á með- an við njótum handleiðslu slíks meistara til undirbún- ings þessa, sem dr. Urbancic hljómsveitarstjóra Þjcðleik- hússins. — Einþór. Upphaf sfríSsÍRs ílndóKsna Framhald af 7. síðu. úrslitakosti og krafðist af- vopnunar öryggislögreglu og heimavamarliðs Hanoiborgar. En þjóð Víet-Nams reis til vamar föðurlandi sínu gegn hinum árásarsinnuðu ný- lendukúgurum. Samt sneri stjóm alþýðuríkis Víeb-Nams sér til frönsku stjómarinnar á þessum tíma og mæltist til þess að vopna- viðskiptum yrði hætt. Hinn 19. des. 1946 sendi Ho Chi Minh forseti forsætisráðherra Frakklands og forseta franska þingsins tilmæli um að æsing- um og blóðsúthellinum af völdum hinna frönsku her- sveita í landinu yrði hætt þegar í stað. Jafnvel eftir að styrjöldin brauzt út hefur Ho Chi Minh forseti skorað á hina frönsku ríkisstjórn að hætta vopnaviðskiptum og taka upp samninga um vopna- hlé og frið. Hinn 19. apríl 1947 þegar stjómarfulltrúi Frakka, Em- ile Bollaert tók við embætti, birti utanríkisráðherra Víet Nams opinberlega tilboð til frönsku stjórnarinnar um' að endi verði bundinn á vopna- viðskipti og samningaumleit- anir teknar upp um friðsam- legar endalyktir deilunnar. Hhm 13. maí 1947 lét Bollaert koma áleiðis til Ho Chi Minh forseta tilboði um vopnahlé. Þar vora m.a. þessar kröfur: Stöðvun vopnaviðskipta; Afhending allra vopna innan þriggja vikna; Leyfi til handa herliði Frakka að athafna sig að vild á yfir- ráðasvæði Víet-Nams. Þetta var krafa um skilyrðis- lausa uppgjöf. En slíkum skil- málum hafnaði stjórn Víet- Nams. 1 lok árs 1947 hóf franska nýlendukúgaraherstjórnin mik- ið áhlaup gegn Víet-Bac og vonaðist til að vinna þar sig- ur sem bindi endi á styrjöld- ina. En áhlupi þessu var hrandið. Þjóð Víet-Nams vann þýðingarmikinn sigur og sýndi þar með afl sitt og styrk. Nýtt tímabil hófst í sögu styrjaldarinnar, harka hern- aðaraðgerðanna jókst og þiró- un stríðsins verður Víet-Nam æ meir í hag. En þá hófu hinir bandarísku heimsvaldasinnar íhlutun sína í styrjöldina í Indó-Kína.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.