Þjóðviljinn - 17.07.1954, Page 4

Þjóðviljinn - 17.07.1954, Page 4
4) — I>JÖÐVILJINN — Laugardagur 17. júli 1954 Ábyrgðarleysi „áhyrgu flokkanna ★ Verst launuðu menn á íslandi -Auðvitað er hin yfirlýsta steína ríkisstjórnarinnar að styðja og efla atvinnuvegi landsins og skapa öllum lands- mönnum næga atvinnu við þjóðar-nauðsynleg störf. í framkvæmd er stefna stjórnarinnar algjör andstæða við þessa yfirlýsingu. í stað þess að styðja atvinnu- vegina, styður hún þá, sem okra á atvinnuvegunum, og í stað þess að efla atvinnuveg- ina, hrekur hún vinnuaflið frá þeim og í þjóðhættulega vinnu suður í Miðnesheiði. Árlegt verðmæti útfluttrar vöru íslendinga er um 700 milljónir króna. Langmestur hluti þessa útflutnings eru sjáv- arafurðir. Það er alkunna, að íslenzk- ir sjómenn eru fengsælli en sjómenn nokkurrar annarrar þjóðar. Norskir sjómenn koma næst íslenzkum í afköstum, en þó veiða okkar sjómenn 7-falt meira fiskmagn hver maður en þeir norsku. Hvernig býr svo ríkisstjórnin að aðalatvinnuvegi landsins, þeim sem leggur til gjaldeyr- inn, — sjávarútveginum? í hverju birtist stuðningurinn og hvernig er búið að afkasta- mestu fiskimönnum heimsins? Er afkoma þeirra fiskiskipa, sem veiða þrefaldan og fjór- faldan afla í hverri veiðiför á við önnur skip, ekki góð? Og eru ekki kjör þeirra afreks- manna, sem draga 7 fiska að landi á móti 1, — eru þau ekki góð? Nei, — afkoma íslenzkra fiskiskipa er ekki góð, og kjör íslenzkra sjómanna eru heldur ekki góð. Það er algengt fyrir- bæri að fiskiskipin séu seld á nauðungaruppboði, eða liggi mánuðum saman í reiðileysi vegna fjárskorts. Og sjómenn- irnir flýja fiskiskipin svo að til vandræða horfir, enda eru þeir verst launuðu menn í okkar landi. ★ Hvað verður um gróðann? Hvernig getur þetta átt sér stað, einmitt hjá okkur, þar sem veiðin er svona stórkost- leg? Hvað getur verið að? Ekki skortir þó væntanlega rétta fjármálastjórn? Og ekki skortir þó rétta for- ystu fyrir sjávarútvegsmálun- um? En hvað er þá að? Óþarfi er að efast um, að íslenzka þjóðin græðir vel á sj ávarútveginum. Engin störf skila í þjóðarbú- ið jafn miklum hagnaði og fiskveiðarnar. Á útgerð okkar er því stórkostlegur gróði. En hvað verður um gróðann? ★ Okurgróði olíu- . íélaganna Ðagana fyrir Alþingiskosn- ingarnar í sumar slettist nokk- uð upp á vinskapinn hjá stjórn- arflokkunum. Þá gleymdu þeir um stund samábyrgðinni og sögðu hvor frá skömmum hins. Meðal þess, sem þá varð uppvíst, var gífurlegur okur- gróði olíufélaganna. Morgunblaðið upplýsti þá, að olíufélag þeirra Framsókn- armanna hefði stolið 700 þús- und krónum af íslenzku út- gerðinni, á einum olíufarmi, á þann hátt að segja fragtina sem þessu nam hærri en hún i rauninni var. Olíufélag Fram- Auk þess er svo dreiiing tog- araolíu og benzíns. . Til sönnunar því hverskonar okurstarfsemi þarna er rekin á sjávarútveginum má nefna að þau olíusámlög útvegs- manna, sem beztum samningum hafa náð við olíufélögin, hafas' fengið um 100 krónur í afslátt af hverju tonni, en þá taka samlögin á sig alla áhættu og allan smásöludreifingarkost lað. Þessi olíusamlög sýra hag- <*>- -4> Það er athyglisverð staðreynd að Sósíalista- flokkurinn einn hefur rakið fyrir þjóðinni hvernig högum togaraútgerðarinnar er komið og borið fram raunhæfar tillögur um hvernig eigi að leysa úr þeim vandkvæðum. „Ábyrgu flokkarnir“ hafa hins vegar fjallað um málið af fullkomnu ábyrgð- arleysi, horft á togarana stöðvast einn af öðrum, látið allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta og hunzað allar tillögur. Þjóðviljanum þykir rétt að rifja upp það sem Lúðvík Jósepsson sagði um vandamál togaraút- gerðarinnar í eldhúsdagsumræðunum s.l. haust. Varnaðarorð hans hafa öðlazt margfalt gildi af þeim staðreyndum sem nú blasa við öllum — og enn er allt við þaö sama! é- -4> sóknar var neytt til þess að skila þessari fjárhæð að mestu aftur vegna kosninganna, sem þá fóru í hönd. En blað þeirra Framsóknarmanna, Tíminn, kom þá strax á eftir með heila upptalningu á olíuskipum, sem íhaldsolíufélögin hefðu leigt, og reiknaði blaðið út hvað þau hefðu stolið miklu af olíukaup- endum með of háum frögtum af þeim skipum. Tíminn sann- aði að uppgefnar fragtir þess- ara skipa hefðu verið miklu hærri en meðalfragtir voru um þetta leyti. Þessi þjófnaður hefur numið milljónum króna. Fyrir skemmstu var gerður viðskiptasamningur við Sovét- ríkin, þar sem samið var um kaup þaðan á ársnotkun ís- lendinga af olíum. Verðið á olíunni var lægsta heimsmark- aðsverð. En hvernig hefur ríkisstjórn- in hagað. framkvæmd þessa samnings? Gerði hún ráðstaf- anir til þess að tryggja lands- mönnum eins hagstæðan flutn- ing á öllu þessu mikla magni af olíum og hægt var? Nei, — þvert á móti. Hún afhenti gömlu olíufélögunum samninginn — olíufélögum stjórnarflokkanna, — þeim hinum sömu og sannað var fyrir síðustu kosningar, að hefðu stórsvindlað á olíuflutn- ingunum til landsins. Og hvernig er svo háttað dreifingarkostnaði olíufélag- anna? Nú er opinberlega upplýst, að hráolía — olía sú sem báta- flotinn notar, — kostar hingað komin til landsins 490 krónur tonnið. Útsöluverð er svo 840 krónur tonnið. Eða með öðrum orðum: 350 krónur taka olíu- félögin af hverju tonni í dreif- ingarkostnað. Alls munu olíufélögin taka 35—40 milljónir króna á ári fyrir dreifingu þessacar oliu. stæðan rekstur og sanna þar með, að allur dreifing&rkcstn- aðurinn er langt unilir 100 krónum á tonn, en o.'íuféiögin fá alls 350 kr. fyrir tonnið. Það er því augljóst, að clíu-. félögin græða ekki aðeins stór- fúigur á flutningi olíunr ar til landsins, heldur 20—30 roillj- ónir á dreifingunni innan lands á þessu ári. Ríkisstjórnin sem þykist styðja sjávarútveginn og er alltaf að bauka við einhver fríðindi fyrir bátaflotann, gef- ur því miður ekki hreyft við þessu olíuokri, það verður að vera eins og það hefur vetið, því þó að hún elski ýmsa út- gerðarmenn nokkuð, þá elsuar hún olíufélögin sín enuþá melra. ★ Okurgróði skipa- íélaganna Olíufélögin eru ekki þau einu, sem draga sér gróða út- gerðarinnar. Samkvæmt nýút- kominni skýrslu frá Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda, þá lækkuðu fragtir stórkostlega frá árinu 1951 til 1951. í skýrsl- unni segir, að fragtir á salt- fiski frá íslandi til Miðjarðar- hafslanda hafi lækkað um 100 sh. á tonn á þessum tíma. Sú lækkun nemur um 230 krónum á tonn, eða 23 aurum á hvert saltfiskkíló. Lækkunin nemur því miðað við allan útflutninginn á saJt- fiski árið 1951 um 7 milljónum króna. Enginn þarf að efast um, að enn er góður hagnaður á rekstri vöruflutningaskipa, en þá er lika augljóst hvað gerzt hefur árið 1951. Að minnsta kosti 7 milljónir króna hafa verið teknar í hreinan gróða skipafé- laganna aðeins af útflutrt'ingi á saltfiski árið 1951. Það sama hefur gerzt með frosna fiskinn og aðrar útflutt- ar vörur. Og við þetta allt bætist svo gróðinn af innflutningi vara til landsins. Það þarf engan að undra þó Hvert er íegursta húsið í bænum — Sýning á kven- íólki, hestum og húsum — Að stunda fegurðina HÉR ER EITT íhugunarefni fyr- ir bæjarbúa: hvaða hús er feg- urst i borginni? Það er ekki fráleitt að ýmsir mundu nefna Háskólann. Hann er stílhrein bygging og björt yfirlitum. Mörgum finnst eitthvað stór- brötið við Þjóðleikhúsið, en annars er torvelt að meta það hús sökum þess hve það er innilokað. Landsbókasafnið, sem stendur þar einmitt við hliðina, fengi áreiðanlega mörg atkvæði í kosningum um feg- ursta hús bæjarins — Arnar- hvoll fengi að sama skapi fá. Húsið hans Sveins Egilssonar við Hlemmtorg er mikilfeng- legt álitum, en á því er sá mikli galli að það stendur þarna alltaf ópússað og því ó- málað. í rauninni er það enn í smíðum, og ekki gott að segja hvenær því verður lokið. Bæjar- pósturinn er fyrir sína persónu ekki í neinum vafa um það hvert sé fegursta hús bæjarins. Það er barnaskólinn í Lang- holtinu — séður frá Suður- landsbraut. HÉR AÐ FRAMAN er sem sé aðallega miðað við opinberar stórbyggingar, enda er enginn í standi að dæma um íbúðar- húsin, af þeirri einföldu ástæðu að enginnchefur nokkru sinni séð þau öll. Hins vegar er vart um að ræða fleiri íbúðarhús, er sameini fegurð og þægindi, en svo að vel mætti koma því við að meta það — ekki síður en til dæmis garðana í bænum. Undanfarin ár hefur verið haldin hér hver fegurðarsýn- ingin af amiarri á kvenfólki, um fyrri helgi var samskonar sýning á hestum í Eyjafirði, margir leggja mikið á sig til að sigra í samkeppni um ágætasta garðinn í borginni. Náttúrlega eru góðir hestar mikils virði, fegurð kvenna er eitt ánægju- legasta fyrirbæri „mann“lífsins, og um garðana gildir Ijóðlína Keats að fagur hlutur er æ til yndis. En ætli hún gildi þá ekki einnig um húsin sem við búum í? Sannleikurinn er líka sá að kvenleg fegurð fölnar ein- kennilega fljótt í vondum húsa- að upp rísi á örfáum árum heill skipastóll hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga með mörgum skipum og þó að Eim- skip græði álitlega á hverju ári. Tugir milljóna króna hafa af gróða íslenzkrar útgerðar runn- ið á ári hverju til þeirra skipa- félaga sem ríkisstjórnin hefur haft velþóknun á, og ekki séð ástæðu til að draga úr gróðan- um hjá. ★ Okurgróði bankanna Bankar landsins hafa ekki farið varhluta af þeim gróða, sem íslenzk útgerð hefur skap- að á .undanförnum árum. Landsbankinn sýndi í reikn- ingum sínum fyrir árið 1951 28 milljón króna gróða. Það sama ár var vélbátafloti landsmanna tekinn til al- mennra skuldaskila. ★ Okurgróði vátrygg- ingaiélaganna Vátryggingarfélög taka drjúgan hluta af gróða útgerð- arinnar á ári hverju. Samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar greiddu íslendingar árið 1951 21 milljón króna meir út úr landinu i vátrygg- ingargjöld en greitt var til landsmanna það ár í bótum. Árið á undan voru trygging- arnar íslendingum óhagstæðar um 13 millj. Þannig græða er- lend vátryggingarfélög stórfé, en auk þess er svo gróði inn- lendra umboðsfélaga þeirra. ★ Okurgróði ríkissjóðs Enn er einn aðili, sem rétt er að nefna, þegar ræt er um þá, sem draga sér gróða ís- lenzkra atvinnuvega, en það er rikissjóðurinn sjálfur. Rík- isstjómin, sem heldur vemd- arhendi sinni yfir þeim, sem ég hef hér gert að umtalsefni, Framhald á 8. síðu. kynnum, og sýnist af þeirri á- stæðu einni ekki alveg út í blá- inn að fara að leggja opinbert mat á fegurð og þægindi í í- búðarhúsum; og gæti það einn- ig orðið til að skapa smám saman betri smekk í þessari grein en ríkt hefur hér í þessu landi fornra torfbæja. ÞESSAR hugleiðingar spruttu í rauninni út af því að Pósturinn sat í fyrrakvöld frá kl. 9—11 á einu kafíihúsi bæjarins og ræddi við vin sinn um pólitík og heimspeki og skáldskap og önnur víðáttumikil og stórbrot- in viðfangsefni. Er andgift- in var þrotin og kaffikann- an tæmd í annað sinn héldum við út í borgina, lögðum leið okkar bráðlega suður með Tjörn og settumst á bekk í Hljómskálagarðinum. Það var mikið fallegt veður, og þar sem við horfðum út yfir Tjörnina, og höfðu skógivaxna Sóleyjar- götuna á hægri hönd, þá urð- um við sammála um það að þessi höfuðborg okkar væri á ýmsa lund vingjarnlegt þorp og byggi jafnvel yfir ýmsum til- hneigingum til fegurðar. En öll fegurð krefst þess, af sjálfu eðli sínu, að rækt sé við hana lögð; hún móðgast og felst fljótlega ef henni er ekki sýnd umönnun er byggist á virðingu fyrir eiginleikum hennar. Þess- vegna ættum við að hugsa dá- lítið um húsin 'hérna í þorpinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.