Þjóðviljinn - 17.07.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.07.1954, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. júlí 1954 -<$> þlÓOVIillNN tjtgefandlc’JSamelning-arflokkur alþýfiu — Sósíallstaflokkurina. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurQur Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónssor.. fijarni Benediktsson, Gu8- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmHJja: íSkólavörðustíf •19. — Síml 7600 (3 línur). ‘ Askriftarverð kr. 20 é mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 11 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. „Bjargráð" ríkissljérnarinnar Það fer ekki mikið fyrir skrifum stjórnarblaðanna um eitthvert alvarlegasta ástand sem dunið hefur yfir íslenzkt atvinnulíf: stöðvun togaraflotans. Yfirleitt láta þau eins og ekkert hafi gerzt og að það sé sjálfsagður hlutur að afkastamestu framleiðslutæki landsmanna séu ónotuð á sama tíma og betri og víðtækari markaðir bjóðast en nokkru sinni fyrr. í gær rýf;ur Tíminn þó þögnina — til þess eins að bera sig upp undan því að Þjóðviljinn skuli sífeldlega vekja athygli þjóðarinnar á þessu mikla vanda- máli og krefst þess að ríkisstjórnin láti af skemmdar- verkum sínum. Tíminn segir að Þjóðviljanum farist ekki að tala því sósíalistar hafi haldið „því fast fram á sínum tíma, að þessir nýsköpunartogarar væru svo fullkomnir að með tilkomu þeirra væru öll rekstrarvandamál úr sögunni“H Þessi kenning er aðeins tilgreind hér til aö sýna hversu iila Tímamenn eru á sig komnir andlega, en hún gefur raunar tilefni til að rifja annað upp. Þegar núverandi stjórnarflokkar börðu gengislækkun- ina í gegnum Alþingi, var sú aðgerð rökstudd með því að hún myndi koma sjávarútveginum á heilbrigðan grund- völl. Ráðamennirnir viðurkenndu að vísu að gengislækk- unin skerti kjör allrar alþýðu að mun, en sú skerðing væri óhjákvæmileg vegna atvinnulífsins. Gengislækkunin mvndi tryggja það að bátaflotinn og togararnir myndu geta starfað á fullum afköstum — og lofsöngur stjórn- arflokkanna um þessa framtíð blekkti marga. Sósíalistar bentu hins vegar á það þá þegar að þessi kenning væri blekking. Gengislækkunin hefði í för með sér að allur kostnaður við útgerðina myndi aukast svo stórlega að það^meira en æti ábatann upp. Stjórnarflokkarnir héldu sarrít fast við sitt, skertu krónuna svo stórlega að erlend- ur gjaldeyrir hækkaði um 75%, rændu sparifé og lækk- uðu raunverulegt kaup. Reynslan hefur nú sannað að sósíalistar höfðu á réttu að standa. Hagur útgerðarinnar var aldrei verri en eftir þetta margauglýsta „bjargráð“. Fljótlega kom að því að bátaflotinn komst algerlega í þrot og var þá enn vegið í sama knérunn með bátagjaldeyrisokrinu, sem nemur nú nær 100 milljónum króna á ári til útvegsins. Það sam- svarar um 50 aura hækkun á fiskverðinu til bátaflotans — en togararnir fá ekki eyri af þeirri stóru upphæð. Og nú er röðin komin að þeim til að sýna þjóðinni hversu haldgóð eru „bjargráð“ stjórnarflokkanna. En al- menningur hefur lært svo mikið að stjórnarflokkunum mun ekki takast einu sinni enn að vega í sama knérunn. Verkalýðssamtökin hafa lýst yfir því skýrt og skorinort að þau muni ekki þola neina nýja kjaraskeröingu og þau hafa gert sérstakar ráðstafanir til að hefja tafarlausa gagnsókn ef sú leið verður reynd. Jafnframt hefur ríkis- stjórninni verið bent á aö af nógu er aö taka hjá millilið- um þeim sem hirða arðinn af ‘útgerðinni, bönkum, fisk- kaupmönnum, olíufélögum, tryggingafélögum, heildsöl- um og öðrum slíkum. Ríkisstjórninni er ljóst að verka- lýðssamtökunum er alvara — og af því stafar allt ráð- leysiö og fátið. Það tók ekki langan tíma aö berja gengis- lækkunina í gegnum þingið, en það vefst fyrir erindrek- um auðmannastéttarinnar að taka yfirboðurum sínum blóð og þaö verður að gerast á mjög mildilegan hátt! Og á meðan er togarafloti landsmanna bundinn. En hver dagur sem líður er nýr áfellisdómur yfir stjórnar- flokkunum ,,bjargráðum“ þeirra og getuleysi ef ekki er talið fært að ráðast á lífskjör almennings. Það er óhætt að fullyrða að 1 engu landi heims — nema íslandi — myndi ríkisstjóm treysta sér til að sitja við völd ef hún hefði stöðvað mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar án þess að hafa manndóm til að benda á nokkur haldgóð úrræði. f Vestur-Þýzkalandi er mikil andstaða gegn hervæðingunni. Myndin sýnir lögreglu í Munclien ráðast á mótmælafund verkamanna gegn Evrópuherssamningunum Evropuher - þrætuepli Vesturveldanna OsamkomulagiS milli Frakklands annars vegar en Breflands og Bandarikjanna hins vegar fer stöSugt vaxandi F1 ftir þrjá daga sést, hvort stjórn Pierre Mendés- France í Frakklandi verður lengra lífs auðið eða hvort hún verður aðeins mánaðar gömul. Þegar Mendés-France myndaði stjórn um miðjan júní lýsti hann yfir, að hann myndi einbeita sér að því að ná samningum um vopnahlé í Indó Kína fyrir 20. júlí eða segja af sér ella. Utanríkis- ráðherrar allra stórveldanna nema Bandaríkjanna eru nú í Genf í Sviss að ræða þessa samningagerð. Viðræður allar hafa verið leynilegar upp á síðkastið og fregnir blaða- manna, sem þykjast hafa fengið einhverja nasasjón af því, sem ráðherrunum hefur farið á milli á leynifundunum, eru allt annað en samhljóða. Þó ber þeim saman um að Mendés-France sé bjartsýnn á að samningar takist, Bret- arnir telji það undir hælinn lagt hvað ofaná verður og hin höfuðlausa, bandaríska sendi- nefnd telji öll tormerki á því að semjist um frið í Indó Kína. Hyfestu máli skiptir í þessu efni, hvað ráðherrum Vesturveldanna hefur farið á milli í París fj'rr í vikunni, þegar Dulles skundaði þangað til að hitta Eden og Mendés- France. Heita mátti að Banda- ríkjamenn drægju sig út úr samningaviðræðunum í Genf þegar Mendés-France afréð í óþökk þeirra að ræða einslega við Sjú Enlæ, forsætis- og ut- anríkisráðherra Kína, og Pham Van Dong, utanríkisráðherra stjórnar sjálfstæðishreyfing- arinnar í Indó Kína. Banda- rískir ráðamenn hafa hvað eftir annað lýst yfir andstöðu við friðarsamninga í Indó Kína. Hinsvegar hafa þeir ekki viljað lofa Frökkum, sem háfa ekki lengur bolmagn til að berjast þar einir, aðstoð bandarískra hersveita. Þetta varð til þess að stjórn Laniels og Bidaults, sem var litlu fús- ari til samninga en Banda- ríkjamenn, féll og Mendés- France, sem árum saman hafði krafizt friðar í Indó Kína, Er lend tíðindi v ______________✓ komst til valda. Eftir er að vita hver loforð Dulles hefur tekið af honum í París til end- urgjalds fyrir þá tilslökun að senda aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Bedell Smith, til Genf. i^angi allt að óskum ætti ^ vopnaviðskiptum að ljúka í Indó Kína um næstu mán- aðamót. Myndi þá fljótt hljóðna um atburðina austur þar eins og Kóreu á sínum tíma. Enginn vafi er á því, hvert athygli þjóðanna myndi beinast næst. Fyrirætlanirnar um að hervæða Vestur-Þýzka- land myndu verða brennidepill heimsmálanna. Það var fyrir rúmum tveim árum, í maí 1952, sem fulltrúar frá Banda- ríkjunum, Belgiu, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Italiu, Luxemburg og Vestur-Þýzka- s lands komu saman í Paris og undirrituðu tvenna samninga. Aðrir fjalla um það, að Vest- ur-Þýzkaland sku4i fá fullveidi og hernámi þess ljúka að nafn- inu til þótt hernámsliðið eigi reyndar að vera um kyrrt og hafa rétt til að grípa fram í þróun innanlandsmála undir nánar tilteknum kringumstæð- um. Hinir samningarnir fjalla um það að þau þessara ríkja, sem eru á meginlandi Evrópu, stofni sameiginlegan her, sem nefnist Evrópuher. Hluti af þeim her verði hersveitir, sem komíð verði á laggirnar í Vestur-Þýzkalandi. ■— Þessir tvennir samningar eru tengd- ir á þann hátt, að Vestur- Þýzkaland fær ekki fullveldi fyrr en allir aðiiar hafa full- gilt samningana um Vestur- Evrópuher. ^íll aðildarríkin að þessum ” samningum nema tvö hafa nú fullgil't þá. Undantekning- arnar eru Frakkland og ítalía. Horfur eru á að samningarnir verði samþykktir á ítalska þinginu seint og um slðir en í Frakklandi er meirihluti þingmanna þeim andvígur. Landvarnanefnd, utanríkis- málanefnd og laganefnd þings- ins hafa með miklum meiri- hluta samþykkt nefndarálit, þar sem lagt er til að þingið hafni samningunum. Engu að síður hafa allar ríkisstjórnir, sem setið hafa í Frakklandi síðan samningarnir voru gerð- ir, lýst yfir fylgi við þá. Þetta breyttist ekki fyrr en Mendés- France tók við stjórnartaum- unum. Hann hefur í stjórn sinni bæði fylgismenn og and- stæðinga samninganna og skipaði sinn ráðherrann úr hvorum hópi til að bera ráð sín saman og reyna að komast að því, hverjar breytingar þurfi að gera á samningunum til þess að verulegur meirihluti þingmanna geti sætt sig við þá. amningarnir um Evropu- herinn voru gerðir að frumkvæði Bandaríkjamanna, sem kröfðust þess að Vestur- Þýzkaland yrði hervætt. — Stjórnir Vestur-Evrcpuríkj- anna dröttuðust með af fylgi- spekt við Bandaríkin. Liðið er ár síðan Dutles utanrikis- ráðherra tók að hóta því að stefna Bandaríkjanna gagn- vart Vestur-Evrópu yrði tekin til gagngerðrar endurskoðun- ar ef samningarnir úm Evr- Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.