Þjóðviljinn - 17.07.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.07.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Frændur okkar - mannaparnir Framhald af 7. síðu. hann var svo önnum kafinn við að vinna sér fyrir fé, að hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að safna peningun- um hverjum fyrir sig, heldur kastaði þeim á gólfið, þar sem brátt myndaðist heil hrúga. Sumir aparnir voru eyðslu- samir, aðrir sparsamir — al- veg eins og menn. Velt — gamall karlapi — gat ekki átt peninga. Þegar hann hafði stritað til að komast yfir þá, þaut hann þegar að sjálfsalanum og eyddi hverjum eyri. Bimba sparaði hinsvegar sína. Stund- um var hún mjög áfjáð að vinna sér inn peninga, en þegar hún hafði safnað nógu, hélt hún frí og hvíldi sig í nokkra daga. Þegar apamir voru komnir þetta langt í „efnahagsþróun- inni“ kom Wolfe með nýjar tegundir peninga — bláa, sem færðu tvær vínþrúgur í sjálf- salanum og rauða, sem færðu vatnssopa. Auk þess fengu aparnir útreiðartúr á bakinu á sálfræðingnum sínum ef þeir settu gulan pening í rif- una á hurð:nni á tilrauna- búrinu. Aparnir voru ekki lengi að þekkja sundur hin mismun- andi verðmæti. Senn vildu þeir aðeins hvíta, ef engir bláir fengust, en ef simpans- arnir voru látnir verða þyrst- i'r völdu þeir hiklaust þá rauðu til að fá vatn. Síðdegis einn daginn sýndi Búla greinilega að henni var fullkomlega ljóst til hvers hægt var að nota gulu pen- ingana. Þegar hún var önnum kafin við að draga vínber í sjálfsalanum laumaðist Wolfe heim að henni og setti hvíta rottu á gólf’ð. Nú eru simp- ansakonur ekki síður hrædd- ar við rottur en aðrar konur. Búla stóð andartak stirðnuð af hræðslu, þegar hún sá rottuna, en allt í einu hljóp hún að öskjunni með gulu peningunum. Með leifturhraða setti hún einn þeirra í rifuna á hurðinni og þeyttist síðan upp á bakið á sálfræðingnum, og þannig fékk hún hann til að flytja sig burt af þessum skelfilega stað. Ctundum hefur það lcomið ^ fyrir að sólfræðingar hafa tekið simpansa í fóstur — til þess að sjá hvernig þeir að- löguðust siðmenningunni. Frægasta apabarnið hét Gúa. Gúa fæddist í rannsóknar- stöð og átti þar heima í 7y2 mánuð. Þá var hún flutt á heimili bandarískra hjóna, Kellogg, en þau ólu hana upp ásamt syni sínum Dónaldi, sem var 2Vi mánuði eldri. Tilraunin stóð í 9 mánuði, og þróun félaganna hefur síð- an verið lýst bæði á kvik- mynd og í bók. Fýrstu dagana var Gúa agn- dofa yfir öllum þeim undrum sem fyrir henjii urðu í heimi mannanna. Brátt fékk hún þó traust á stjúpföður sínum og lét hann leiða sig í rann- sóknarferð um nýja heimilið. Á hverjum mánuði voru þau bæði látin ganga undir sam- ræmd smábamapróf. í fyrstu gekk þeim ámóta vel — drengurinn leystl þrjár þrautir sem apinn réði ekki við; hinsvegar var apinn langtum duglegri að klifra og hann gat géngið ef h&nn var studdur. Hann klifraði eftir köku eins léttilega og tveggja ára barn — og hann hafði mikinn áhuga á spegilmyndinni af sér. Þegar börnin voru orðin 10 og 121/2 mánaðar gátu þau bæði leikið að „þau væru týnd“ — en eftir það fór apinn smátt og smátt að dragast aftur úr. Á sjöunda tilraunamánuði gekk Dónaldi betur en apan- um að „apa eftir“, en Gúa gat opnað hurð með þvi að taka í snerilinn, og hún hafði miklu meiri áhuga á því að athuga myndirnar í mynda- bókinni sinni en drengurinn. Um þær mundir sannaðiGúa greind sína á svo furðu’egan hátt, a3' stjúpforeldrarnir telja það einstæðan vott um heilbrigða skynsemi. Kellogg hafði sett hana á lítinn stól, og henni var sagt að sitja kyrr meðan hann væri að vinna v ð skrifborð:ð sitt skammt frá. Af einhverjum ástæðum vildi hún endilega komast til hans einmitt þá, og hún grét og veinaði af því hún fékk ékki viija sínum framgengt. Margsinnis réýndi litla dýr- ið að laumast niður af stólnum, en hún sér strax að sér, þegar hún er minnt á að hún á að vera róieg. Eft- ir hverja tilraun veinar hún og æpir. Nokkrum sinnum veltur hún aftur fyrir sig í örvæntingu niður á gólf, en er svo hlýðin að hún flýtir sér að setjast aftur. Að lokum datt Gúu ráð í hug: Hún þýtur upp af stóln- um, ýtir honum í snatri upp að stól Kelloggs, hoppar aft- ur upp á hann — og nú sit- ur hún kyrr — ánægð og glöð af því að hún getur snert hinn elskaða stjúpföður sinn með fingurgómunum. I næstu tilraun er Dónald 171/2 mánaðar og Gúa 15. Þótt hún geti ekki lengur leyst sömu þrautir og Dón- ald, er hun hlýðnari en hann, hún býður „góðan dag“ með því að kumra vingjarnlega. Og hún er lengra komin í hreinlæti. Þegar Gúa er svöng, klifr- ast hún upp á háa stólinn sinn — þegar hún er södd tekur hún af sér smekkinn. Yfir 110 nanBs Framhald af 5. síðu. grjóti, kváðu við ógurlegar drunur. Hver reyndi að forða sér sem bezt hann gat. Allt umhverfið huldist mekki og þegar honum létti kom í ljÓ3 að stór klettur hafði sprungið úr hömrum sem þama eru og hrunið ofan á björgunarfólkið. Sjö manna er saknað úr einni fjölskyldu. Þegar hún kastar sér á gólfið og liggur kyrr nokkrar sek- úndur, eins og í svefni, er það merki þess að hún vill komast í rúmið. Stundum segir hún: „Úú- úú“ eins og þegar umlar á- nægjulega í barni. Hún notar þetta hljóð, bæði þegar hún verður fyrir ávítum, þegar vinir hennar fara frá henni, þegar hún hefur óhreinkað góðu fötin sín, og þegar hún heyrir annarleg hljóð sem hún er hrædd við. Hun skilur nokkur orð. Þegar á öðrum mánuði, sem hýn dvaldist í mann- heimi, urðu viðbrögð hennar rétt við sjö fyrirmælum — en drengurnn áttaði sig aðeins á tveimur — þótt hann væri hálfum þriðja mánuði eldri. Hún dró sig í hlé j egar sagt var „nei, nei“ — setti totu á munninn og kyssti þegar sagt var „kysstu,“ hún kom ef kailað var á hana, leit á þann sem talaði þegar nafn henn- ar var nefnt, sótti koppinn ef henni var sagt það, rétti fram hægri hönd ef henni var sagt að heilsa— og þaut upp á stólínn þegar henni var sagt það. Fimmtán mánaða; gömul gat bún ;bent á mynd, þegar Kell- ogg ‘ sagði: „sýndu pabba hvuttann" og „sýndu mér skóginn.“ I bílfercum leit hún út, ef einhver hrópaði „sko kúna“ eða „þarna er bíll.“ Ekki var frá því greint hvers vegna tilraunin var að- eins látin standa yfir í níu mánuði. Það er aðeins sagt að Gúa hafi verið flutt burt af uppeldisheimilinu, eftir að hún hafði verið vanin frá því, og að henni hafi aftur verið komið fyrir á rannsókn-' arstofnuninni þar sem hún var í upphafi. Það er erfitt að skilja að hjónin skyldu tíma því. Þeg- ar maður les um það hversu hænd Gúa var að stjúpföður sínum og hversu miklir vinir hún og barnið voru orðin, er ljóst að skilnaðurinn hefur valdið miklum sársauka og sorg bæði fyrir litla dýrið og húsbændur þess. En auðvitað hefur ekki verið auðvelt að hafa hana í húsinu. Á einum stað í bók- inni er skýrt frá því að hún hafi þurft að nota koppinn 17-31 sinni á sólarhring. Hún var mjög fljót að skelfast og reiðast ofsalega og hún hefur áreiðanlega ekki farið vel húsgögnin — en samt! Hvernig skyldi henni hafa liðið, apastúlkunni litlu, þeg- ar hún var loksin3 komin í endanlegan samastað ? Sam- lagaðist hún — eða skildi hún hálfan hugann eftir hjá mannlegri f jölskyldu sinni ? Um það er ekki getið. Sá er meginmunur á mann- öpum og fólki að þeir fyrr nefndu geta ekki talað — og sumir segja að það sé sönnun þess að menn séu miklu vitr- ari en vitrustu dýr. En -frumstæðar þjóðir eru annarrar skoðunar. Þeir innbornu á Borneó og Súmötru hafa alltaf borið mikla virðingli fyrir órangút- anginum. Þeir kalla hanh ,„skógarmanninn,“ og . telja hann mun vitrari en venju- lega menn. Hann þykist ekki geta talað' — segja þeir — vegna þess að ef hann not- aði mál mannanna myndi ekki líða á löngu þar til þeir neyddu hann til að vinna fyr- ir sig og greiða skatt — og „skógarmaðurinn" hefur ekki minnstu löngun til þess! ^FMagstíf Ferðafélag Islands fer gönguför á Esju, á sunnu- dag. Lagt af stað kl. 9 frá Austurvelli og ekið að Mógilsá gengið þaðan á fjallið. Far- miðar við bílinn. Ö c>> \ UO101GCÚ0 si6URmoRrauðoa Minningarkortin eru til ; sölu í skrifstofu Sósíalista- fiokksins, Þórsgötu 1; af- ; greiðslu Þjóðriljans; Bóka- ' búð Kron,- Bókabúð Máls- ; og menningar, Skólavörðu- I stíg 21; og í Bókaverzlun ; Þorvaidar Bjarnasonar i Hafnarfirði. tlk usetib icibui innmfyarápfo qOTT NEgTl ánægj 11 f erðalagsins Hjá okkur iáið þér allft þafi bezfta. sem völ er á í nes&ið, eins ®g S. d.: Úrvals grænmeti — Jaffa appelsínur — Þurrkaðð' og niðursoðna ávexti — Ávaxtasafa í dósum og flöskum — Úrvals harðfisk — Margar tegundir af kexi — Osta og reyktan rauðmaga ásamt ýmsu öðru góðgæti ofan á brauð o. m. m. fl. Leggið Imð ySar til okkar Matvörubúðir Öfrf. rí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.