Þjóðviljinn - 17.07.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.07.1954, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. júlí 1954 INNAN vro MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 51. , / gengur á afturfótunum og lögreglan angrar þig, er ekki aö undra þótt þú missir móðinn.“ Hann þagnaði og hristi höfuðið. „Þú ert að berja höfðinu við steininn. Þess vegna vildi ég að þú sæir þessa mektarmenn í dag. Ekki beinlínis Oman — hann er hundgamall andstuttur rakki, þótt hann renni enn á blóðlyktina. Það er Sprott sem ég á við.“ Þegar Castles sagði þetta nafn varð and- lit hans ljótt og skuggalegt og þrátt fyrir viðleitni hans til að tala með hæðnishreim, varð rödd hans ísköld og hörð. „Það er hann sem stendur á bak við þetta allt saman, bölvaðasti afturhaldsseggurinn í allri Wortley. Ég mundi aldrei endast til að telja upp allt það sem hann ber á- byrgð á — alltaf óbeint, alltaf í felum. Það er hann sem sendi föður þinn í þetta helvíti. Og meöan hann er lif- andi nœrðu honum aldrei út.“ í þögninni sem á eftir fór leið myndin af Sprott, ör- uggum og sjálfsánægðum, fyrir hugsjónir Páls og hleypti kynlegri ólgu í blóð hans. * Castles hélt áfram, hann hafði náð aftur rósemi sinni, og nú var eins og hann hugsaði upphátt. „Já, hinir voru aðeins heimskingjar — Dale er til dæmis þverhaus, þrælbundinn af alls konar fordómum. Hann hefur sennilega talið sjálfum sér trú um að hann hefði gert það sem rétt var. Það tekur því ekki að hata hann. Oman, dómarinn vinnur eftir ákveðnum reglum en Sprott, já, Sprott er allt öðru vísi. Sprott er Ijóngáfaður maður. Hann hlýtur að hafa kynnt sér alla málavexti og séð samstundis að sannanirnar voru einsk- is virði. Samt sem áður hélt hann áfram, tillitslaus og notaði allar þær aðferðir sem tiltækar voru. Sprott dæmdi föður þinn til þess sem verra var en henging, íifandi dauða í fimmtán ár. Það er hann sem gerði það. Já, það er hann.“ Meðan á þessari röksemdafærslu stóð hafði ólgan í blóði Páls aukizt svo, að hún varð nær óbærileg. Hann sá allt málið í skýru ljósi og eins og leiftrandi elding opinberaðist honiun enn á ný vissan um ábyxgð Sprotts. Næstum af tilviljun hvíldi Castles hönd sína blíðlega á öxl imga mannsins. „Ég skil hvernig þér líður. Ég kenni í brjóst um þig. Mirernig er hægt að komast að svona manni. Hann er víggirtur.“ Páll leit upp og horfði brennandi augum á Castles. „Það hlýtur að vera hægt að ná til hans á einhvern hátt.“ „Nei, Páll .... þaö er ekki hægt.“ Það var samúðar- hreimur í rödd hans. Svo hikaði hann og reyndi að dyija kippina sem fóru um andlit hans. „Að vísu er ein leið .... en hún er auðvitað ófær.“ Augu Páls voru dökk og gljáandi í hvítu andlitinu. „Hvers vegna ófær?“ Castles braut heilann íhugandi á svip; svo var eins og hann tæki ákvörðun. „Nei. Þú ert of ungur. Þú gætir ekki farið til Sprotts .... heim til hans .... og jafnað sakirnar við hann . .“ Um leið og Castles sagði þetta leit hann snöggt á Pál og andardráttur hans varð of ör fyrir mann sem var á- hugalaus og rólegur. En Páll var ekki lengur fær um að skynja þá geðshræringu sem gagntók hinn manninn. Hann tautaði og það fóru viprur um munn hans? „Því skyldi ég ekki fara og tala við Sprott? Ég get það.“ „Geturðu það?“ spurði Castles með sama leynda á- kafanum. Páll starði á hann á móti og hafði óljóst hugboð um, hvað hann átti við. Blóðið þaut fyrir eyrum hans, barð- ist í höfði hans eins og slegið væri með ótal hömrum. „Geturðu það?“ endurtók Castles enn ísmeygilegri. Páll kinkaði kolli. „Það er eina leiðin til að framfylgja réttlætinu. Að taka málið í þínar eigin hendur. Enginn mun ásaka þig. Allar staðreyndimar koma í dagsljósiö. Ef þú gerir það .... þá geta þeir ekki lengur stungið máli föður þíns undir stól. Þetta berst til allra. Hugsaðu þér það? Fullkomin uppljóstrun á öllu því sem þeir eru nú að reyna að leyna. Þeir verða sér til skammar .... ef þú gerir það. Þeir bera ábyrgðina á öllu saman .... frá upphafi tii enda. Og Sprott, agentinn, forsvarsmaður óréttlætisins úr vegi, búinn að vera .... ef þú gerir það. Hann átti það skilið .... það munu allir segja .... Þú ert löglega afsakaður .... enginn mun ásaka þig .... ef þú gerir það .... ef þú aðeins gerir það .... “ Páll reis á fætur, þessi orð komu honum gersamlega úr jafnvægi, ofaná það sem hánn hafði verið vitni að í rétt- inum, ofaná eymd og volæði undanfarinna tíu daga. Það var eins og ljósglampar leiftruðu í sífellu í heila hans. Hann hellti era í glasið sitt og tæmdi þaö. „Hérna,“ hvíslaði Castles hásri röddu. „Ef þeir reyna að stöðva þig .... taktu við þessu.“ Það var svört Webley skammbyssa. Páll fann ekki til neinnar undrunar. Castles mælti ekki orð. Páll ekki held- ur. Castles opnaði dymar. Páll fór út. Á leiðinni niður stigann fann hann þennan þunga hlut í vasanum hvíla við lend sína. Harm gekk út á myrkt strætið. Castles var einn í herberginu, þrýsti höndinni að síðu sér, hallaði sér upp að dyrustafnum eins og hann væri að reyna að ná andanum og andlit hans var afmyndað. Svo vafði hann sér sígarettu með fingrum sem titruðu lítið eitt og leit síðan á úrið sitt. Lest lagði af stað norð- ur á bóginn eftir tíu mínútur. Það var óviturlegt að tef ja lengur. Hann fór í frakkann og sogaði síðan djúpt að sér reykinn úr sígarettunni. Hugsanir hans, hverjar sem þær voru, orsökuðu kynlega grettu á andliti hans svo að skein í blóðlausa gómana. Með ofsa í svipnum tróð hann sígarettuna undir fótum, snerist á hæli og fór út úr herberginu. arefnum og hafðar í sterkum litum sér mun minna á ]:eim en hvítum blússum. Skyrtu- sniðið er alltaf í sínu gildi, og ermarna") eru ýmist hafðar langar eða eins og sýnt er á myndinni- stuttar eða alls eng- ar. Margir eru hræddir vií erma- lausu blússurnar hér á norður- hveli, en þær hafa sína ágætu kosti. 1 fyrsta lagi geta alltaf komið heidr sumardagar og þá eru ermalausu blússurnar góð- ar (það munar ótrúlega xnikið um jafnvel örstutta ermi) og það er ódýrara að fá sér litla ermalausa blússu en heilan kjól. Það við bætist að erma- lausa b'ússan er góður arftaki platblússunnar sem var svo vinsæl í eina tíð, og var að vísu oft falleg á að sjá en hafði þann leiða galla að ekki var hægt að fara úr jakkan- um þegar maður var í henni. er notaður sem klútur í stað- inn fyrir bursta, og þegar hreingerningunni er lokið er töngin opnuð og pokinn hverf- ur niður í skálina. Hann er gerður úr uppleysanlegu efni, svo að engin hætta er. á að hann orsaki stíflu. Góð hugmynd við leiða viimu Varla er til leiðari vinna en að hreinsa klósettskálina. En trúlega munu allar húsmæður fagna hugmyndinni sem sýnd er á myndunum. Það er amer- ísk hugmynd og því miður er víst ekki enn farið að kynna þetta apparat hér á landi, en það hlýtur að koma að því, enda er þetta gagnleg og nyt- söm hugmynd. I staðinn fyrir hinn hvimleiða klósettbursta er notuð eins konar töng með góðu, löngu skafti, á töngina er settur dálítill poki, sem vættur er í efni sem hreinsar skálina og eycir lykt. Pokinn Fallegar sumarhlússux Mynstraðar sumarbiússur eru snotrar og skemmtilegar og svo eru þær hentugar um leið. Ef þær eru saumaðar úr bómull- OC CAMN Var það kaffi e3a te sem þér æt'uðuð að fá? Kaffi, takk — og rjómalaust. Þér verðið að fá það mjólkur- laust, því við höfum ekki rjóma. —O— Gesturinn: Eg er kominn til að spyrja yður ráða um það hvern- ig maður eigi að reka dagblað. Ritstjórinn: Þér eruð á röngum stað, spyrjið heldur einhvern af áskrifendunum. Hér er dæmi um það hve blöð eru áhrifarik á vorum dögum: „Kæri ritstjóri! Um daginn tap- aði ég úrinu minu. Það er mjög dýrt og vandað úr, og mér þótti skaðinn miki.l. Strax daginn eft- ir auglýsti ég í tolaði yðar að ég hefði tapað úrinu. 1 gær þegar ég kom heim fann ég það í kápuvasanum. Eg flyt yður og blaði yðar kærar þakkir". Tveir ferðamenn komu á hótel og pöntuðu herbergi. Þeim var sýnt eitt herbergi; og er þeir sáu það, sögðu þeir: Hvað á þessi svinastía að kosta? Stú kan svaraði: 50 krónur fyrir eitt sv!n, en 70 krónur fyrir tvö. UM egg Egg hafa löngum þótt herramannsmatur, og þótt þau séu sorglega dýr hér á landi freistast maður löngum til að hafa ]au á borðum. Og það er hægt að framreiða þau á marga skemmtilega vegu þótt lítið sé fyrir því haft. Það er hægt að skera har5- soðnu eggin á dálít:ð annan hátt en venju’ega og það gef- ur borðinu tiibreytni. Á mynd- inni er sýnt hvernig harðsoð- ið egg er skorið sundur eftir enáilöngu eins og epli og bor- ið fram í eggjabikar. Venju- legt linsoðið egg má sjóða með ögn af ávaxtallt í vatninu; þá verður skurnin skemmtileg á litinn. Erfiðara er að búa til fer- hyrnd steikt egg. Ferhyrnd egg eru skemmtileg og þau eru einmitt mátuleg ofaná ristaða formbrauðsneið. — Hægt er að skera utan af venjulegu steiktu eggi svo að það verði ferhyrnt, en þá þarf að gegn- steikja það svo að hvítan sé öll hlaupin, annars er erfitt að skera það fallega. En þau verða auðvitað aldrei eins fín og þau sem steikt eru á fer- hyrndri eggjapönnu en þó nógu nýstárleg til þess að börnin hafa áreiðanlega gaman af þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.