Þjóðviljinn - 18.07.1954, Síða 5
Sunnudagur 18. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Plógurinn er 55oo ára gamall
Plœging. Ævaforn klettarista frá Bohuslan í Svíþjóð.
Milljónaradóttir velur úr níu biðlum:
Skorcði þé á héisn í drykkju,
hnefaleik ®g relmennsku
Mörg ung stúlka hefur fj’rr og síðar átt erfitt með að
gera upp á milli biðla sinna, en bandaríska milljónara-
dóttirin tJladys Fitzburgh kunni ráð til að velja úr þeirn.
Elzta mynd af plógi sem
menn þekkja fannst þar sem
nú heitir Irak og er talin 5500
ára gömul, segir norski mann-
fræðingurinn og þjóðfræðing-
urinn prófessor Gutorm Gjess-
ing í grein í danska tímaritinu
Vor Viden. Þá bjó þarna þjóð
sem hét Súmerar. Engin vissa
er þó fyrir að þeir hafi fund-
ið plóginn upp, því að tækið
sem myndin er af er svo vand-
að að það hlýtur að hafa átt
sér aldalanga þróunarsögu.
Drógu plóg með halanuin.
Það er þó nokkurnveginn
víst að plógurinn hefur breiðzt
út frá Mið-Austurlöndum til
annarra hluta Asíu, Norður-
Afríku og Evrópu. Víða hefur
hann lítið sem ekkert breytzt
fram á okkar daga.
Húsdýrahald og plógurinn
fylgdust að. Fyrsta dráttardýr-
ið var uxinn, hann þekkist á
mörgum klettaristum af plæg-
ingu frá Norðurlöndum. Oftast
eru uxarnir með ok á herðum,
en stundum virðist plógnum
hafa verið fest aftan í halann
á vesalings skepnunum.
Gerði menningarlíf mögulegt.
Áður en plógurinn kom til
sögunnar erjuðu menn jörð-
ina með grefi. Það var. sein-
legt og erfitt verk, plógurinn
var margfalt stórvirkara tæki.
Akrarnir stækkuðu og uppsker-
an jókst. Bóndinn gat fram-
leitt meira en hann þurfti til
viðurværis fyrir sig og sína.
Þar með hafði skapazt grund-
völlur fyrir mvndun borga og
verzlunarviðskipti.
Öþekktur í Amerílm.
Fornu menningarríkin í Asíu
og Evrópu hefðu ekki getað
myndast ef ekki hefðu komið
Ðunrmni
Franska heilbrigðisstjórnin
hefur skipað lyfsölum að
skila tafarlaust öllum birgð-
um af nýju kýlalyfi, stalin-
on, sem'reynzt hefur stór-
hættulegt. Að minnsta kosti
20 manns hafa þegar látizt
af því að taka það inn.
Stalinon eru töflur, sem
innihalda bæði tin og brenni
stein. Lyfjaeftirlitið sam-
þykkti í janúar í vetur að
hefja mætti sölu á lyfinu.
Voru þúsundir askja með
töflunum komnar til lyfsal-
anná þegar tilraunir á
músum leiddu í ljós að stal-
inon veldur banvænni heila-
bólgu. Nær samtímis fóru
fréttir að berast af fyrstu
mannslátunum af völdum
til bóndinn og plógur hans. En
hvergi meðal Indíána í Amer-
íku, ekki einu sinni í háþróuð-
ustu menningarríkjum þeirra í
Mexíkó og Perú, þekktist plóg-
urinn áður en Evrópumenn
komu þangað.
Þótt ótrúlegt sé er það engu
síður satt, að indíánaþjóðirnar,
sem lifað hafa af á nokkrum
lándskikum í Bandaríkjunum,
kynntust ekki plógnum fyrr en
á fjórða áratug. þessarar ald-
ar, þegar stjórn Roosevelts
geríi ráðstafanir til að bæta
hag þeirra.
Það af þessum efnum, sem
athygli geðlæknanna beinist
einkum að sem stendur, er tví-
ethylamíd lysinsýrunnar, oftast
nefnt LSD 25. Tveir svissneskir
vísindamenn, Stoll og Hoffman,
fundu efnið árið 1938.
„Lísa í Undralandi“
Fyrstu verulegu tilraunirnar
með LSD 25 fóru þó ekki fram
fyrr en nú nýskeð í geðveikra-
hælinu Powick í Englandi. —
Læknarnir sem beittu þvi við
sjúklinga sína hafa skýrt frá
reynslu sinni. Þeir stinga upp
á því að lyfið fái nýtt nafn,
Lísa í Undralandi, eftir sögu-
hetjunni í barnasögunni frægu.
Lísa varð fyrir hinum kynleg-
ustu myndbreytingum í Undra-
landi.
Vitundin klofnar
Áhrif LSD 25 eru einkum
fólgin í því, að sá sem tekur
það inn getur lifað aftur löngu
liðna atburði, fundizt að þeir
séu að gerast og þó vitað að
þeir eru ekki v.eruleiki. Þetta
er ekki ósvipað því, þega-r menn
dreymir en vita jafnframt af
því að draumurinn er draumur.
Reynt á 3(5 sjúklingum
Ensku geðlæknarmr Sandi-
son, Spencer og Whitelaw, sem
reyndu LSD 25 við 36 sjúk-
linga, segja í grein í lækna-
blaðinu Journal of Mental Sci-
ence, að það sé áhrifaríkast
allra slíkra lyfa, sem þe;r hafa
spurnir af.
Venjulegur skammtur, sem
þeir gáfu sjúklingunum, var
TiU til Picasso
málverka úr-
skurðað tilefn-
islaust
Dómstóll í París hefur vís-
að frá máli sem kona nokkur
höfðaði til að krefjast 37 mál-
verka eftir Picasso, sem sýnd
hafa verið í París undanfarnar
vikur, en tilheyra söfnunum í
Moskva og Leníngrad.
Konan, frú Irone Kesser-
Stjúkín, er dóttir rússnesks
iðnrekanda, sem fór úr landi
eftir byltinguna. Hún heldur
[)ví fram að faðir sinn hafi átt
málverkin og sovétstjórnin hafi
náð þeim af honum með rang-
indum.
Dómarinn úrskurðaði að
kæra og málflutningur frúar-
innar væru ekki á minnstu rök-
um byggð.
25 míkrógrömm. Fyrstu áhrif-
in eru lík og af neyzlu hashish.
Neytandinn fer að flissa eða
gráta, svo þagnar hann en
rekur öðru hvoru upp óp. Hann
titrar og svitnar og sýnir öll
merki um nagandi kvíða. Síð-
an hefst „reynsla" hans, sem
getur verið margskonar.
Allt Ijóst og skýrt
Stundum lifðu sjúklingarnir
á ný löngu liðna atburði eins
skýrt og þeir væru að gerast
á ný.
Kona nokkur komst svo að
orði: „Mér varð ljóst að ég var
að lifa aftur atburð, sem gerð-
ist þegar ég var lítil og við
vorum í sumarleyfi....... Ég
varð ekki hið minnsta hissa
þótt ég horfði á höndina á mér
og handlegginn minnka, þangað
til þau urðu eins lítil og á sjö
til átta ára barni, og mér
fannst ég vera úti með mömmu
að fara í búðir. Hún hafði
gengið spölkorn á undan mér,
og þegar ég varð þess alit~i
einu vör að ég gat ekki fundið
hana, fannst mér ég vera svo
einmana og yfirgefin“.
Aftur í aklir
Öðrum finnst þeir fara langt
aftur í tímann: „Það var eins
og hluti af mér væri skilinn frá
mér.... Þegar ég horf ði á
höndina á lækninum, sá frá-
skildi hlutinn hana eins og hún
var, hinn hlut'nn fylltist hryll-
ingi.... höndin var svo forn að
hún hefði getað verið til frá
örófi alda.... það var sand-
ur og skærir litir.... egypzk
skreyting og sfinx“.
Ungfrú Fitzburgh er nítján
ára gömul og dóttir forríks
kaupsýslumanns í Pittsburgh.
Hún átti níu pilta að nánum
vinum, og allir vildu fegnir
giftast henni — og milljónun-
um.
Vildi fá mann sem væri
sér meiri.
F.n Gladys litla vissi hvað
hún vildi, það kom ekki til
mála að hún gæfi öðrum hönd
sína en þeim, sem væri henni
meiri. En slíkir karlmenn eru
sannarleg ekki á hverju strái,
þvi að Gladys Fitzburgh er
ekki fisjað saman.
200 gestum boðið til
keppninnar.
I húsi föður síns, sem er í raun
og veru höll, efndi ungfrúin til
Lifðu aftur fæðingu sína
Enn öðrum fannst þeir verða
að vinum sínum e!a ættingj-
um. Allmargir héldu sig vera
mæður sínar, en vissu þó að
svo var ekki, og tve’r lifðu aft-
ur fæðingarstund sína með allri
þeirri reynslu, sem henni
fylgdi.
Ensku læknarnir segja að
LSD 25 hafi sjálft engan lækn-
ingamátt en geti þó komið að
miklu gagni við lækningu geð-
sjúklinga. Það hvetur J)á til að
túlka ímyndanirnar, sem þjaka
hug þeirra, og minningarnar
sem rifjast upp koma læknun-
um að haldi við að ákveða frek-
ari meðferð sjúklinganna. Af
23 sjúklingum, sem hlotið höfðu
fulla meðferð með LSD 25 og
geðiækningum, telja læknarnir
14 albata og einum að auki fór
mik:ð fram.
einstæðrar keppni. Hún skoraði
biðlana níu á hólm í þrem
greinum, drykkju, hnefaleik og
reiðmennsltu. Sá einn, sem yrði
meynni yfirsterkari í þessu
þrennu, gat talizt þess verður
að fá hennar. Tvö hundruð
gesturp var boðið að horfa á
keppnina.
Sló tvo í rot.
I hnefaleikahringnum sigraði
Gladys sjö af biðlunum, tvo
með rothöggi en fimm á stig-
um. Tveir sigruðu hana á stig-
um. Dómnefnd úi'skurðaði að
einungis einn af karlmönnun-
um sæti betuf hest en Gladys.
Drakk alla undir borðið.
Þá var komið að drykkjunni.
Þar reyndist telpa ósigrandi.
Hún drakk biðlana alla með
tölu undir borðið. Þegar því
var lokið hafði hún innbyrt
tvær flöskur af viskí og hálfa
aðra flösku af gin.
Atvinnulaus blaðamaður.
Þegar farið var að reikna út
eftir keppnina kom í ljós, að
eini pilturinn sem sigraði Glad-
ys í reiðmennsku var annar af
tveimur sem höfðu borið hana
ofurliði í hnefaleikum. Hann
varð einnig seinastur til að
detta undir borðið í kapp-
drykkjunni. Þetta er atvinnu-
laus blaðamaður, og hann vann
kvenmanninn.
Fannst Eagið
falskt
Nágrannar kirkju nokkurrar
í Amsterdam í Hollandi sendu
sóknarnefnd kirkjunnar tilmæli
um það fyrir skömmu að stunda
klukka kirkjunnar yrði látin
leika annað lag er hún sló.
Þeir gátu ekki lengur þolað að
heyra á hverri klukkustund
lagið: „Hamingjusamir og
frjálsir við lifum á Holland3
kæru jörð“. Tilmælin voruiund-
irrituð af föngunum í aðalfang-
elsi borgarinnar.
TJm daginn gerði ægilegt þrumuveður á Sjálandi. Því fylgdi
eitt mesta haglél, sem komið hefur í manna minnum í Danmörku.
Höglin voru svo stór að þau brutu gluggarúður og rotuðu fugla.
Stærð þessara risahagla má rnarlta af liöndum stúlkunnar, sem
heldur á nokkrum þeirra.
„Ég horfði á höndina á mér minnka þar
til hún varð eins og á sjö ára barni44
Nýtt lyf lœtur menrt lifa aftur HSna atburSi
Á síð'ustu áratugum hafa vísindamenn fundi'ö ýmis efni,
sem geta haft hin kynlegustu áhrif á hugarástand manna
og sálarlíf ef þeir neyta þeirra. Tekið er að beita sumum
þessum efnum við geðlækningar með töluverðum árangri.