Þjóðviljinn - 18.07.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 18.07.1954, Qupperneq 8
Elziti bifzeiðahamleiðendur heims sýna Gerð 300, bifreið hinna vandlátustu MERGEDES-BENZ ; ■ bifreiðir á sérstakri sýningu, sem haldin verður í K.R-húsinu við Kaplaskjólsveg, dagana 27., 28. og 29. júlí 1954. Sýndar verða eftirtaldar hifreiðir: 4ra dyra, gerð 180 4ra dyra, gerð 180 D (dieselvél) 2ja dyra, gerð 220 A 4ra dyra, gerð 300 5 tonna vörubifreið ( dieselvél) UMIMOG-landbúnaðarvél Vér ráðleggjum yður ein- dregið að kynna yður kosti þessara bif- reiða áður en þér festið kaup á annarri bifreið. Einkanmbeð á íslandi fyrir DAXM£BJT-S21ir.Z ;ftK.TXBlirG.BSB.X.BSCTA STUTTGAaT-UNTERlUBKHEIM RÆSIR H.F, Skúlagötu 59. 8) ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 18. júlí 1954 A ÍÞRÓniR RITSTJÓRI FRlMANN HELGASON Knaffspyrna: íþréti í öldudal Inngangur Með landsleik Noregs og Is- lands um daginn má segja að hámarki vorkeppnistímabilsins hafi verið náð, síðan kemur um mánaðarhvíld þar til leikir hefjast aftur. Er ekki úr vegi að staldra örlítið við og virða fyrir okkur þetta nýliðna vor- keppnístímabil. Ef við hlerum samræður áhorfendanna eru þær flestar á þá lund að aldrei hafi knattspyrna Reykjavíkurfélag- anna verið eins léleg og í vor, og ef við rifjum upp fyrir okk- ur áhorfendafjöldann á leikjum Reykjavíkurfélaganna þá fáum við sönnun fyrir því, að áhorf endur eru óánægðir og vilja ekki nema takmarkað horfa á þá léiki. Það eru. ekki sterk rök að slá því fram að áhorfendurn- ir kunni ekki að meta knatt- spyrnu. Það sannar. okkur bezt aðsókn þeirra að íþróttavellinum þegar erlendir flokkar keppa hér og eins þegar lið Akraness kepp- ir. Að þeir fjölmenna þá er ein- ungis vegna þess að þeir fá góða skemmtun. Ef við flettum upp í um- sögnum blaðanna um leiki reyk- vísku liðanna verður niðurstaðan svipuð þegar allt kemur tijl alls, og staðfestingu á þessu öllu saman má finna þegar rifjaður er upp leikur úrvalsliðs Reykj- vikur við Norðmenn um daginn. Allt þetta er vert að hafa í huga þegar rætt er um þessi mál „því sjaldan lýgur almannaróm- ur.“ Því verður sem sagt ekki móti mælt að knattspyrnan í dag er í djúpum öldudal hér í Reykjavík. Og menn spyrja hvernig á þessu standi. Meira að segja forustumennirnir í sjálfum félögunum virðast ekkert botna í þessu. Leikmennirnir eru alveg eins, þeir horfa undrandi hver á annan og skilja ekkert í því hvað leikurinn var lélegur, og þegar þeir sjálfir koma í keppn- ina endurtekur sagan sig og hin- ir sem áður léku eiga ekki orð! Sannleikurinn er sá að höfuðá- byrgðina bera forustumennirnir í félögunum, og leikmennirnir sjálfir. Inn í þetta grípa svo önnur atriði, svo sem aukin pen- ingageta, óregla og vissar skemmtanir sem teknar eru fram yfir Skemmtun félagslífsins. Við þetta bætist svo að sjálf knattspyrnan hér hefur afvega- leiðst á síðustu árum og er það einn þátturinn í þeim leikleiða sem virðist þjá flesta reykvíska knattspyrnumenn í dag. Á sama tíma má benda á að reykvískir knattspyrnumenn hafa aldrei búið við betri skilyrði við knattspyrnuæfingar og einmitt nú. Þeir hafa aldrei séð eins mik- ið af erlendum knattspyrnu- mönnum og á síðustu árum. Þetta virðist því allt fara í öfuga átt við það sem eðlilegt verður að kalla. Það er því ekki ástæðu- laust að reyna að gera sér grein fyrir þessum málum. Knatt- spyrnuíþróttin er það vinsæl í- þrótt og iðkun hennar það góð dægradvöl að hún verðskuldar Framhald á 11. síðu. Sex Ungverjar í heimsiiðimi í sambandi við HM-keppnina í Sviss hefur franskt blað gert sér það til gamans að velja heimslið, eða 11 sterkustu leik- mennina sem fram komu á mót- inu. Lið blaðsins er þannig skip- að: Grosics (Ungverjal.), Andr- Sandor Kocsis. ade (Uruguay), Giacomazzi (ítalia), Boszik (Ungverjaland), Liebrich (Þýzkaland), Martinez (Uruguay), Julinho (Brasilía), Kocsis, Hidegkuti, Puskas og Czibor (allir frá Ungverjal.), þ. e. 6 frá Ungverjalandi, 2 frá Uruguay og einn frá hverju land- anna Brasilíu, Ítalíu og Þýzka- landi. Blaðið hefur einnig dregið fram ýmsar niðurstöðutölur frá rnóti þessu sem hafa að geyma vissan fróðleik um keppnina. Nær þessi skýrsla aðeins til þeirra leikja sem fóru fram í Sviss. Alls voru dæmdar 8 vítaspyrn- ur, og varð mark úr 7 þeirra. Fjórir leikmenn gerðu sjálfs- mörk. Þrjá leiki varð að framlengja og í tveim þeirra náðust ekki úr- slit. Alls voru sett 140 mörk eða að jafnaði 5,38 mörk í leik. Flest mörk voru gerð í leikn- um Austurríki—Sviss 7—5. Þrjú lönd settu 'ekkert mark í þessari lokakeppni en það voru Kórea, Tékkóslóvakía og Skotland. Af einstökum leikmönnum skoraði Sandor Kocsis frá Ung- verjalandi flest mörk eða 11 og hlaut að launum bikar mexi- kanska knattspyrnusambandsins. Næst flest mörk, 6, setti Austur- ríkismaðurinn Probst. Fjögur mörk settu Puskas, Csibor og Hidegkuti Ungverjalandi, Otmar Walter Þýzkalandi, Hugi Sviss og Burham Tyrklandi. Þrjú mörk: Borges, Miguez og Hoh- berg Uruguaý, Stojaspal og Wagner Austurríki, Rahn Þýzka- landi, Lofthouse Englandi, Balla- mann Sviss og Anpul Belgíu. 880.000 áhorfendur sáu leikina ekki þá meðferð sem hún fær Framhald á 11, síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.