Þjóðviljinn - 18.07.1954, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 18.07.1954, Qupperneq 12
Síðasti áfangl Genferráðstef nunnar Ágreiningur enn í veigamiklum atriðum Fulltrúar á Genfarráð'stefnunni héldu áfram einkaviö- ræöum í gær. Reyndu þeir aö ná samkomulagi um á- greiningsatriðin, ágreiningur er aðallega um þrennt: skiptingu Víet-Nams, kosningar í Víet-Nam, og ábyrgð aðildarríkjanna á vopnahléi. móÐVIUINM Sunnudagur 18. júlí 1954 -19. árgangur — 159. tölublað Flóð í Ungverjalcuidi í Tékkósióvakíu hafa flóðin rénað nokkuö síðastliðinn sólarhring, en ná hámarki í Ungverjalandi í dag. Neyðar- ástandi hefur verið lýst yfir í iðnaðarborginni Györ, og íbúar borgsH-intiar hafa flúið hana þúsundum saman. 1 gær héldu fulltrúar þeir er sæti eiga á Genfarráðstefn- unni áfram einkaviðræðum. — Chou En Lai, utanríkisráð- herra Kina, ræddi við Eden, utanríkisráðherra Bretlands, og jþeir Eden og Mendés-France ræddu við Molotoff, en þær viðræður báru engan árangur svo vitað sé. (Eftir hádegi ræddi Chou En Lai við Eden og Mendés-France og brezku og frönsku ráðherr- arnir við Molotoff. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Walter Bedell Smith, kom til Genfar um há- -dégisbilið og gekk þegar eftir komu sina á fund þeirra 'Men- dés-France og Edens. Ágreiningsatriðin þau sömu Samkomulag hefur enn ekki náðst um þrjú höfuðágreinings- atriðin, og hafa fulltrúarnir þó haldið langa fundi og marga. Enn ber aðallega á milli um þessi þrjú atriði: Hvar draga beri línu milli herjanna í Víet-Nam ef vopna- hlé kemst á. Vilja vesturveldin að línan sé dregin eftir 18. breiddarbaug, en fulltrúar Víet- Minhs, Kína og Sovétríkjanna að farið sé eftir stöðu herj- anna eins og hún er nú, en þá yrði línan dregin allmiklu sunnar. En þó að fallist yrði á að línan yrði dregin um 16. breiddarbaug yrði sjálfstæðis- herinn að yfirgefa stór land- svæði í suðurhluta landsins sem hann hefur nú á valdi sínu. Annað atriði er um skipt- ingu landsins. Fulltrúar Víet- Minhs hafa lýst því yfir að varanleg skipting landsins komi ekki til greina, eins og gert var í Kóreu. Af þeim sökum krefjast þeir frjálsra kosninga í landinu þegar eftir að vopna- hlé er komið á. Þetta mál hafa fulltrúar Frakka neitað að ræða hingað til, enda munu utanríkisráðherrar vesturveld- anna þriggja hafa komið sér saman um skiptingu Viet- Nams, þar sem Bandaríkja- stjórn muni aldrei viðurkenna stjórn Ho Chi Minhs. Þriðja atriðið er um trygg- ingu fyrir því að vopnahlé verði haldið. Fulltrúar Víet- Minhs, Sovétríkjanna og Kína krefjast að öll ríkin taki á sig ábyrgð á vopnahlénu sameigin- lega og álíti e'.tthvert þeirra að vopnaliiésákvæðin séu brot- in, skuli ekkert ríki grípa til aðgerða sem hin 8 ríkin fall- ast ekki á. Bandaríkjastsórn hefur vísað þessum kröfum al- gerlega á bug og lýst þvi yfir að hún muni aldrei undírrita neinn samning sem Viet-Minh og Kína eiga hlutdeild í og veita þar með Víet-Minh ó- beina viðurkeúningu. Ráðherrarnir reyná nú að ná samkomulagi um þessi atriði og er engu hægt að spá um hvort samkomulag náist fyrir þann 20. er frestur Mendés- France til að ná samkomulagi um frið í Indó Kína rennur út. Samkomulagshorfur hljóta að fara mikið eftir því hvort Bandaríkjastjórn reynist fáan- leg tii að gefa eftir af hinum óvsagilegu kröfum sínum. Geri hún það ekki eru líkindi til að samkomulag náist ekki fyrir 20., þar sem lítil líkindi eru til að fulltrúar Víel-Minh faliist á kröfur, Bandaríkjastjórnar. Blöð í Vestur-Evrópu hika við að spá nokkru ákveðnu um endalyktir ráðstefnunnar. Þann ig.segir Times í London að hin- ar alvarlegu horfur á Genfar- ráðstefnunni þurfi ekki nauð- synlega að þýða það að allt samkomulag sé útilokað. Liðsauki enn til rri r . lunis Enn eru óeirðir í Túnis og enn hafa Frakkar aukið herlið sitt þar til baráttu gegn sjálfstæðishreyf- ingu nýlendubúa. Formælandi frönsku stjórnarinnar sagði í gær að ætlunin væri nú að ráða nið- urlögum hermdarverkaflokka í eitt skipti fyrir öll. Leiðtogi sjálfstæðishreyfingar- innar, Habib Bourgiba, sem tvö síðastliðin ár hefur verið í fang- elsi á eynni Gaux undan strönd- um Bretagneskaga í Frakklandi var í gær fluttur í annað fang- elsi á meginlandinu. Mun hann hafður þar í strangari gæzlu, þar sem honum hafði tekizt að ná fundi blaðamanna í fangelsinu á Gaux og ítreka þar kröfur Túnis- búa um frelsi og sjálfstæði. Forsetakjör í Vestur-Þýzkalandi Þing vestur-þýzka sambands- lýðveldisins kom saman í Vestur- Berlín í gær til að kjósa forseta lýðveldisins fyrir næsta kjörtíma- bil sem er fimm ár. Núverandi forseti landsins, dr. Theodor Heuss var einn í kjöri. Haft var eftir formælanda Bonnstjórnar- innar að Berlín hefði verið valin fyrir fundarstað til þess að leggja áherzlu á að Berlín væri ekki höfuðborg Þýzkalands, en Bonn- stjórnin myndi ekki láta sitt eftir liggja að sameina Þýzkaland undir einni stjórn og gera Berlín að höfuðborg þess ríkis. Tilkynnt var í Moskvu í gær að Sovétstjórnin hefði útnefnt nýjan sendiherra í Austur-Þýzkalandi í staj5 Vladímír Semjonoffs, sem Georgi M. Púskín. nú lætur af því starfi og tekur við öðru embætti. Hinn nýi sendi- herra heitir Georgl Maximovits Púskín en hann hefur síðastlið- in þrjú ár verið aðstoðarutan- Signor Fanfani var í gær kjör- inn aðalritari Kristilega demó- krataflokksins á Ítalíu og De Gasperi var endurkjörinn for- seti flokksins á þingi hans í Róm. Fréttaritarar segja að búast megi við að De Gasperi láti lítið að sér kveða í stjórnmálum á næstunni, en muni bjóða sig fram til forsetakjörs. Flóðin í Mið-Evrópu gera nú einna mestan usla í Hhgverja- landi. Flóðaldan í Dóná hefur náð höfuðborginni Búdapest. Búist er við að flóðaldan nái þar hámarki um helgina. í borg- inni Györ hefur verið lýst yfir neyðarástandi og þúsundir af íbúum borgarinnar fluttar brotit, og verksmiðjur í borginni hættar störfum. Forsætisráð- herra og innanríkisráðkerra landsins hafa undanfarið ferð- azt um flóðasvæðin. ríkisráðherra í stjórn Sovétríkj- anna. Ilirm nýi sendiherra verður jafnframt stjórnarfulltrúi Sovét- ríkjanna í Austur-Þýzkalandi. Vladimí|r Semjonoff varð stjórnarfulltrúi SoVétríkjanna í Austur-Þýzkalandi í maí 1953, en sendiherra þar í september sama ár er Sovétríkin viðurkenndu fullveldi Austur-Þýzkalands. Verkfall í Wales Verkamenn í stáliðnaðarfyrir- tækjum í Wales í Bretlandi lögðu niður vinnu í gær til að herða á kröfum sínum um hærri laun. Stálfyrirtæki þau sem verkfallið nær til eru ein þau stærstu í Bretlandi. Þau fram- leiða 30.000 tonn stáls á viku eða einn þriðja stálframleiðslu Breta. Hemco — Verzlun Helga Magn- ússonar & Co, í Hafnarstræti var stofnuð 1907 og er því hálfrar aldar gömul eftir þrjú ár. Hún er fyrir löngu orðin ekki aðeins bæjarkunn heldur landskunn verzlun. Undanfarið hafa farið fram breytingar og viðgerðir á húsnæði verzlunarinnar. Verzlun- í Tékkóslóvakíu eru flóðin í réaun, en þó hvílir vatn ena á slfórum svæður» umhverfis borg- ina Bratislava. Þúsundir sjálf- boðaliðe vinna að hjálpar- og björgunarstörfum á flóðasvæð- unum. Prag útvarpið sagði í gær að ástandið væri mjög alvarlegt í Tékkóslóvakíu, en færi þó batnandi þar sem fláðin þar væru nú tekin að sjatna. f Austurríki hatfa 30,000 manns misst heimili sín. Formælandi stjórnarinnar lét svo ummælt í gær að stjórnin hefði gert ailt sem kleift var til að koma í veg fyrir útbreiðslu farsótta og teldi hann enga hættu á að þær næðu að breiðast út. 70.000 manns hafa orðið fyrir tjóni af völdum flóðanna í Aust- ur-Þýzkalandi. Maiipfélags- k«miss á fes’áalagl Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Kaupfélag Árnesinga tók í fyrra uop þá nýbreytni að bjóða konum kaupfélagsmanna í ferðalgg og nú eru konurnar byrjaðar sumarferðalögin. Fár fyrsti hópurinn í boði kaupfé- lagsins á fimmtudaginn, næsti fer á mánudaginn og sá síðasti seinna í vikunni. Ferðast verður í Borgarfjörð .og e. t. v. út á Snæfellsnes. arstjórinn skýrði blaðamönnum frá þessu í fj'rradag, en Þjóð- viijinn getur því miður ekki lýst endurnýjun húsakynnanna, því einhver mistök urðu með boðun- ina, tilkynningu um viðtaiið kvaðst verzlunarstjórinn hafa sent íréttaritstjóra Þjóðviljans í pósti — og geta póstmeistari ann- arsvegar og afgreiðsla og skrif- stofa Þjóðviljans hinsvegar bitizt um hvar hún hafi glatazt. Bátur keyptur til Akureyrar Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Keyptur hefur verið hingað til Akureyrar vélbáturinn Grótta frá Siglufirði. Kristján Tryggva- son útgerðarmaður er kaupandi bátsins og ætlar að gera hann út á síldveiðar með hringnót og mun hann fara bráðlega á veiðar. Grótta er gamall bátur og frekar lítill. Amlsfaðan gegn endurhervieðingarstefnu stjórnar Adenauers í Vestur-Þýzkalandi eykst stöðugt, Myndtn er tekin á mótmælafundi í Miinch- en, er haldiim var tU að mótmæla endurhervæðingunnl og samnlngunum um Evrópuherijm. — Meira en 70.000 inann sóttu fund þennan. Nýr sendfherra Sovétríkjanna í Austur-Þýzkalandi Málfrar aldar verzlun breyt- ir finisakynnum i nýtízku horfi Verzlun Helga Magnússonar & Co., sem brátt verður hálfrar aldar gömul, hefur breytt húsakynnum sínum í nýtízku horf.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.