Þjóðviljinn - 21.07.1954, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.07.1954, Qupperneq 1
VILJINN Miðvikudagur 21. júlí 11'. I — 19. árgangur — 161. tölublað Beaverbrooh sezt í helgait stein Brezki blaðaútgefandinn Beav- erbrook lávarður tilkynnti í gær að hann hefði dregið sig í hlé úr stjórn blaða sinna. Beaver- brook er kominn hátt á áttfæð- isaldur. í qær náðist s'amkomulag í Gení um öll megin- atriði samninga um vopnahlé í Indó Kína og var búizt við í gærkvöld að samningarnir yrðu undirrit- aðir rétt íyrir miðnætti. Stóðst b&ð á endum að þá var útrunninn frestur sá, sem Mendés-France, for- sætisráðherra Frakklands, setti sér til að semja um vcpnahlé eða láta af völdum ella. Srax í gærmorgun skýrði so- vétfréttastofan Tass frá því að samkomulag hefði orðið í Genf. Talsmaður frönsku sendinefndar- innar sagði í gærkvöld að ekki væri eftir að ganga frá öðru en orðalagi á nokkrum atriðum samninganna. Mendés-France, Eden utanríkis- ráðherra Bretlands, Molotoff ut- unríkisráðherra Sovétríkjanna og Pham Van Dong, varafor- sætisráðherra stjórnar sjálfstæð- ishreyfingar Indó Kína sátu á fundum mestallan daginn við að leggja síðustu hönd á samning- ana. Mun taka hálfan mánuð. Samningarnir verða ekki birt- ir fyrr en gengið hefur verið frá þeim að fullu en vitað er um aðalefni þeirra. Vopnahlé á helztu vígstöðvun- um í Indó Kína á að hefjast þrem sólarhringum ef.tir undirrit- unina. Þar sem einangraðir her- flokkar hafast við fjarri megin- herjunum er vonazt til að vopna- hlé verði komið á innan hálfs mánaðar. 13 milljónir og níu milljónir. Viet Nam, stærsta og mann- flesta ríkinu í Indó Kína, verður skipt i tvennt þar sem það er mjóst nálægt 17. breiddarbaug Kort af Indó Kína. Viet Nam er skipt nokkru fyrir norðan hafn- arborgina Hué, sem merkt er á kortið. norðurbreiddar. Sjálfstæðishreyf- ingin fær nyrðri hlutann til um- ráða en Frakkar og leppstjórn þeirra þann syðri. Norðurhlutinn er 165.000 fer- kílómetrar og þar búa 13 mill- jónir manna. Suðurhlutinn er 164.000 ferkílómetrar og íbúatal- an þar um níu milljónir. Tilflutningur herjanna. Aðilar flytja heri sína brott hver af annars yfirráðasvæði og á þeim tilflutningum að vera lokið innan tiu mánaða. Frakkar munu yfirgefa Rauðársléttuna með borgunum Hanoi og Haiphong. Sjálfstæðisherinn yfirgefur stór svæði á víð og dreif um suður- hluta landsins. Hersveitir Frakka og sveitir úr sjálfstæðishernum eiga að yfir- gefa ríkin Laos og Kambodía. Sveitir skæruliða í þessum ríkj- um eiga að safnast saman á á- kveðin svæði og leggja niður vopn. Framkvæmd kosninga. Allir hlutar Indó Kína munu standa utan hernaðarbandalaga og þar mega ekki vera herstöðv- ar neins erlends ríkis. Ekki síðar en 20. júlí 1955 eiga stjórn sjálfstæðishreyfing- arinnar og leppstjórn Frakka að hefja sameiginlegan undirbúning að kosningum um allt Viet Nam. Kosningarnar eiga að fara fram fyrir 20. júlí 1956. Að þeim af- stöðnum verður mynduð ein stjórn í landinu og franski her- inn yfirgefur jafnframt suður- hlutann. Eítirlitsnefnd. Nefndir fulltrúa frá Indlandi, Kanada og Póllandi eiga að sjá um það að samningernir séu haldnir í öllum rikjum Indó Kína. Risi ágreiningur í nefndunum verður honum skotið til úrskurð- ar ríkjanna níu, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni í Genf. Bandaríkin neita a§; t'amþykkja. Ekki var búizt við að öll skjöl varðandi þessa samninga yrðu tilbúin til undirskriftar í gær- kvöldi. Var því talið að formlegur fundur ráðstefnunnar yrði ár- degis í dag. Um hádegið fer Mendés-France til Parísar, þar sem hann gefur franska þinginu skýrslu á morgun. Eitt af þeim atriðum, sem mest- um erfiðleikum ullu í viðræð- unum í gær, var afstaða Bedell Smith, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann þvertók fyrir að undirrita fyrir hönd Bandarikjanna yfirlýsingu um að öll ríkin á ráðstefnunni í Genf séu samþykk samningum Frakka og sjálfstæðishreyfingarinnar. Hin ríkin öll voru fús til þessa en vegna afstöðu Bandarikjastjórn- ar varð það úr að orða yfirlýs- inguna þannig, að ráðstefnan taki það til greina að samningur hafi verið gerður um frið í Indó Kína. Þungt áfall fyrir stefnu Bandaríkjastjórnar. Sam-ningurinn um frið í Indó Framhald á 8. síðu. Ho Chi Minh Pierre Mendés-France Styrjöldin hefur staðið í átta ár Sjú Enlæ talar í brezka útvarpi Brezka ríkisútvarpið flutti í gær viðtal, sem Morgan Phillips, ritari brezka Verkamannaflokks- ins, átti í Genf við Sjú Enlæ, ut- anríkisráðherra Kína. Phillips fór á fund Sjú að ræða för nokkurra helztu foringja Verkamanna- flokksins til Kína í haust. Sjú kvaðst gera sér bjartar vonir um að friður í Indó Kína yrði saminn á ráðstefnunni í Genf. Ef það tækist ætti það að geta orðið byrjunin á árangurs- ríku starfi til að efla friðinn hvarvetna í Asíu. Stríðið í Indó Kína er búið að standa í tæp átta ár. Það hófst haustið 1946, þegar Frakkar gengu á gerða samn- inga við stjórn sjálfstæðis- hreyfingarinnar, sem mynduð var að afstöðnum kosningum síðla árs 1945. Frakkar viðurkenna stjórn Ho. Eftir uppgjöf Japana var allt Viet Nam á valdi sjálf- stæðishreyfingarinnar, sem hafði barizt gegn hernámsliði Japana. Frakkar viðurkenndu stjórn sjálfstæðishreyfingarinn- ar undir forystu Ho Chi Minh. í skjóli brezks flota settu þeir þó lið á land í suðurhluta landsins. Meðan Ho var í Frakklandi sumarið 1946 að semja um samband Viet Nam og Frakklands gekk franska herstjórnin í Indó Kína æ meira á gerða samninga. Um haust- ið hófu svo Frakkar allsherj- ar herferð gegn sjálfstæðis- hreyfingunni. Skæruhernaður framan af. Sjálfstæðisherinn snerist til varnar. Fyrst í stað háði hann skæruhernað og hafði engar fastar bækistöðvar. Eindregmn stuðningur almennings gerði sjálfstæðishernum þó brátt fært að hefja hernaðaraðgerðir gegn Frökkum í stærri stíl. Vegna yf- irburða sinna í vopnabúnaði gátu Frakkar komið sér upp virkjum nærri því hvar sern þeim sýndist, en landsbyggðinni á milli virkjanna réði sjálfstæð- isherinn. Hver hershöfðinginn á fætur öðrum var sendur frá Frakk- landi til þess að vinna bug á Framhald á 5. síðu IsL lögregian hefur látið rifa niður myndimar sem njósnadeildin festi upp íslenzki lögreglustjórinn á Keílavíkurílugvelli hefur látið rífa niður myndirnar og lýsinguna á Guðgeiri Magnússyni, sem herstjórnin bandaríska og njósnadeidd hennar festu upp. Eftir að lögfræðingur Guð- geirs Magnússonar hafði snú- ið sér til íslenzka lögÆglustjór- ans á Keflavílcurflugvelli sendi hann íslenzku lögregluna til að rannsaka málið og rífa myndir þessar niður. Myndum þessum og lýsingu hafði verið komið fyrir í mat- skálum, skrifstofum, íbúðar- bröggum íslenzkra og banda- rískra hjá Hamilton svo og víðs vegar hjá hernum. Munu Kan- arnir sjálfir hafa rifið allviða niður þegar þeir sáu að íslenzka lögreg’an hafði látið málið til sin taka. Þjóðviljanum er enn ákunn- ugt hver hefur orðið niðurscað- af rannsókn íslenzka lögreglu- stjórans á því hverjir hafi sett myndirnar upp og beri ábyrgð- ina á verknaðinum, en suður á flugvelli efast enginn um að njósnadeildin hafi þar að verhi verið, og víst er um að lýsmg- in á Guðgeiri, sem var fjölrit- uð, var fjölrituð hjá Hamilton. Reif niður fyrir. var kallaður Þá hefur Þjóðviljinn frétt að einn af tslendingunum, lögfræð- ingur, er starfar í skrifstofu Hamilton hafi rifið plagg nósnadeildc. rinnar niður i skrif- stofunni. Var han:i þá kallaður fyrir hina bandarisku yfirmenn og kvað hafa cngt þeim að upp- festingin á myndum og lýsingu Guðgeirs væri í senn brot á stjórnarskránni og „hervernd- ar“-samni:ignum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.