Þjóðviljinn - 21.07.1954, Page 6

Þjóðviljinn - 21.07.1954, Page 6
6) — WÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. júlí 1954 ------------- þJÓOVILJINN Wt*«fan<ll: Samelningarflokkur alþýSu — Sóslallstaflokkurlnn. Bttstjórar: Magnúa Kjartansaon (é.b.), Slgurður Guðmundaaoa. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Aamundur Sigurjónssor., Sjarni Benediktason, Qu8- mundur Vlgfúsaon, Magnús Torfi Ólafsson. AuglýBÍngaatjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjóm, afgreiCala, auglýsingar, prentsmlOja: BkólavörBustíg 18. — Sími 7500 íS línur). ÁakxtftarverS kr. 20 & ménuSi i ReykjavQc og nágrenni; kr. XT annara staðar A landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f. é—------------------------------------------------------é> Morgunblaðið og kaupgjaldsbaráttan Af forustugrein Morgunblaðsins í gær mætti ætla að merkileg hugarfarsbreyting væri að gerast meðal forustumanna Sjálf- stæðisflokksins. I upphafi ræðst greinarhöfundur gegn stéttar- baráttunni sem hann kveður „einn af hymingarsteinum sósíal- isma og kommúnisma“ og finnur léttvæga þá kenningu að höf- uðstéttir auðvaldsþjóðfélagsins, verkalýður og eignastétt hljóti að heyja baráttu um skiptingu þess arðs sem vinnan skapar. Síðan koma venjulegar bollaleggingar um hvað Sjálfstæðis- menn telji frumskilyrði heilbrigðrar þróunar og framfara. Og vitanlega er það bróðurleg og náin samvinna auðmannastéttar- innar og verkalýðsins, arðræningja og arðrændra. Segir Morg- unblaðið að þessir aðilar eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta, því „það sé t. d. hrein falskenning þegar komraúnistar halda því fram að atvinnurekandinn hagnist mest á því, að verkamenn hans hafi sem lægst laun. Sjálfstæðismenn benda á, að hagiiaður framleiðandans byggist fyrst og fremst á kaupgetu þeirra, sem hann vili selja framleiðslu sína. Af því leiðir, að það er beint hagsmunamál fyrir t. d. iðnaðarframleiðanda eða bónda að verka- mennirnir við sjávarsíðuna, sjómenn og iðnaðarfólk, hafi góð lau:n og þar af leiðandi mikla kaupgetu." Svo mörg eru þau orð í forustugrein Morgunblaðsins í gær, og gefa þau vissulega tilefni til nokkurra hugleiðinga. Það er að vísu ekkert nýtt að málgagn atvinnurekenda og auðmannastétt- ar fordæmi hagsmunabaráttu verkalýðsins og alþýðunnar. Það er því síður nýmæli að Morgunblaðið flytji boðskapinn um stéttasamvinnu, það hefur verið og er einn þátturinn í þjónustu ■ hJutverki þess við íslenzka auðmannastétt, og umbúðalaust þýðir sá boðskapur að alþýðan skuli hlíta forustu og forsjá auðkóng- anna og einokunarherranna sem hirða arðinn af vinnu hennar og nota Sjálfstæðisflokkinn til að tryggja völd sín, aðstöðu og gróðamöguleika. En það er kenningin um að launin eigi að vera góð og kaupgetan mikil sem er nýmæli í málflutningi Morgun- blaðsins og er þess verð að henni sé veitt nokkur athygli. Þetta er að vísu ekki ný kenning þótt hún sé það á síðum Morgunblaðsins og stingi í stúf við alla sögu þess og málflutn- ing í fjóra áratugi. Þetta hefur verið boðskapur íslenzkrar verk- lýðsþreyfingar og flokka hennar frá upphafi vega og fyrir þessu hefur verið barizt af þeim aðilum á vettvangi íslenzkra verk- lýðsmála og stjórnmála allt frá þeim tíma er verkalýðurinn skóp fyrstu stéttarsamtök sín og hóf sjálfstæða stjórnmálastarfsemi í landinu. Og rökin hafa ekki verið ósvipuð þeim sem Morgun- blaðið færir nú fram, að því viðbættu að hinar vinnandi stéttir þyrftu sjálfar á góðu kaupi og mikilli kaupgetu að halda til þess að geta veitt sér og sínum heilnæmt fæði, hlý föt, góð húsa- kynni og aðstöðu til menntunar og þroska. En þessi barátta og árangrar hennar, sem hafa þó óumdeilanlega fært íslenzkt þjóð- félag í nútímahorf, innleitt hér tækni, framfarir og stóraukin afköst og gjörbreytt lífskjörum þjóðarinnar, hefur sannarlega aldreí átt upp á pallborðið hjá Morgunblaðinu og aðstandendum þess. Hverja einustu kauphækkun og kjarabót hefur alþýðan orð- ið að sækja með samtakamætti sínum í greipar þeirrar auð- mannastéttar sem er eigandi Sjálfstæðisflokksins og Morgun- blaðsins. Og aldrei hefur Morgunblaðið brugðist eigendum sínum. í hverri kauphækkunarbaráttu sem verkalýðurinn hefur háð hef- ur Morgunblaðið lagst gegn honum og beitt allri orku sinni í þágu stéttarandstæðingsins. Þar hafa skipst á lævísar úrtölur, beinar og óbeinar hótanir, hvatningar til ofbeldis og verkfalls- brota og hverskonar skemmdarstarfs. Engin vopn voru svo sora- Jeg að Morgunblaðið teldi eldd sæma að beita þeim gegn verka- mönnum sem börðust fyrir betri launum og bættum lífskjörum. En samkvæmt skrifum Morgunblaðsins í gær hefur því illa yfirsézt á langri leið og lífsvenjubreytingin er framundan. Nú boðar Morgunblaðið nauðsyn góðra launa og mikillar kaupgetu. Verkalýðnum hefur bæzt nýr og óvæntur liðsauki í hagsmuna- baráttunni ef marka má orð þess í gær. Það er bezt að vera ekki með neinar hrakspár að sinni en láta reynsluna dæma um orð- held'ni og staðfestu Morgunblaðsmanna. Þess gæti orðið skammt að bíðá að þeir fengju tækifæri til að’ ganga undir próf sem skæri á ótvíræðan hátt úr um raungildi hinna nýju. yfirlýsinga tim afstöðu Sjálfstæðisflokksins til kaupgjaldsmálanna. Vísindi í Ráðstjómairíkjunum 2. Uppruni jnrðnrinnnr Visindamenn í Ráðstjórnar- ríkjunum líta svo á að uþpruni jarðarinnar og annarra reiki- stjarna hérna í sólkerfinu sé þáttur í þróunarsögu heimsins og skuli skoðast í því Ijósi, að lykilinn að uppruna sólkerfisins sé að finna í uppruna sólar-- innar sjálfrar. Gátan um uppruna jarðar- innar hefur lengi valdið ágrein- ingi. Sú var tíðin að afturhald- ið barðist gegn þeirri kenningu Kants og Laplace að sólin og reikistjörnurnar væru fram komnar úr efnisþoku sem snú- izt hefði um sjálfa sig og dreg- izt saman. Þessar ljómandi kenningar, sem táknuðu miklar framfarir þegar þær komu fram, hafa síðan sætt gagnrýni vísindamanna. Það var í samræmi við þess- ar kenningar að líta svo á að jarðskorpan, sem mundi vera meira en hundrað kílómetrar að þykkt, flyti ofan á kjarna jarð- arinnar, bráðnum og fljótandi, en hann kallast magma. En það sannaðist af jarðskjálftamæling- um að „skjálftinn" hafði farið gegnum 1600 kílómetra af þykkt jarðarinnar, sem virtist mundi vera fast efni. Rannsóknir, sem fram hafa farið í Ráðstjórnarríkjunum á uppruna jarðarinnar og sólar- innar, ásamt rannsóknum stjörnufræðinga á geimryki, ó- hemjuþunnu efni sem er víða á sveimi um geiminn, hafa borið mjög markverðan árangur. Hér verður sagt frá þessum niðurstöðum af rannsóknum sem stjórnað er af prófessor Schmidt, en hann staðhæfir að reikistjörnur og tungl þeirra séu til orðnar úr köldum þétt- um efnisögnum, runnum af þeim mekki sem sólin myndað- ist úr. Prófessor Schmidt álítur að það hafi verið aðdráttaraflið, sem fyrst og fremst olli þessari þróun, og í því lýsir sér að hitaorkan leysist úr læðingi. Hann álítur að það hafi byrjað með því að efnisagnir tóku að rekast á. Við bað mynd- aðist hiti sem geislaði út í geiminn. Ef mökkurinn hefði ekki verið að snúast um sólina, hefði hann hlotið að þyrlast inn í hana. En svo varð ekki. Mökkurinn hélt áfram að snú- ast og efnisagnirnar að safnast saman í sístækkandi hópa. Því olli snúningurinn að mökkurinn flattist út, tók á sig lögun svipaða og fljúgandi diskur, en aðdráttaraflið milli hinna sístækkandi hnatta af því efni sem saman dróst, varð æ sterkara, unz kraftur sólar- innar hlaut að lúta í lægra haldi; og myndun hnattanna varð örugg úr því. Stundum urðu árekstrar milli þessara smáhnatta, sem við það urðu að einum, og svo koll af kolli; og sífellt miðaði smíð- inni áleiðis, þó að mistök yrðu oft: hnettir fóru í mola, en molamir sameinuðust ætíð aft- ur, og að síðustu var smiðin fullnuð og reikistjömumar tóku að renna þær brautir sem þær renna enn í dag. Þetta kemur vel heim við byggingu sólkerfisins. Eins og kunnugt er renna reikistjörn- umar allar í sama fleti, snúast ailar í sömu átt. Snúningur reikistjamanna um öxul sinn hefur lengi verið vándskýrður. Mönnum hefur virzt hann vera öfugur við það sem vera ætti. En prófessor Schmidt hefur tekizt að sanna, að þá' er orka efnisins breytist í hitaorku, eins og orðið hefur þegar hnett- jrnir mynduðust úr mekkinum við árekstra, snýst snúningur- inn við; og kemur þá fram ein- mitt þessi öfugi snúningur reiki- stjarnanna, öfugur við það sem áður var haldið eðlilegt. Það er aðalatriðið í kenning- um prófessors Schmidts, og helzta nýungin, að hann hefur rannsakað það hvað fram kem- ur þá er orka efnisins breytist í hitaorku eða aðrar tegundir orku. Og einmitt þetta var það sem stefnunni réð, er mökkur- inn varð sólkerfi í fyrndinni. Þessar kenningar eru einnig hinar fyrstu sem sýna samheng- ið milli myndunar jarðarinnar og ævi hennar úr því. Þar áður þorði varla nokkur að kveða sér hljóðs um það að efnið í plánetunum hefði upprunalega verið kalt. í kenningum Schmidts styður hvað annað. Hvernig samræmast nú þessi sjónarmið þeirri staðreynd, að jörðin gýs heitri eimyrju og glóandi hrauni? Eendir það ekki til þess að æði heitt sé i iðrum jarðar? Hingað til hef- ur ekkert fullnægjandi svar fengizt við þessu. Líklega er ástæðan sú að þarna hafa átt sér stað geislaverkanir um langan tíma og í miklum mæli, og valdi þetta jarðhita á stöku stað. Samkvæmt hinum nýju kenn- ingum prófessors Schmidts fór það saman að jarðhiti myndað- ist og að lofttegundir og vatn gufuðu upp úr grjóti jarðarinn- ar. Vatnsgufan þéttist svo að úr henni urðu höfin, en Ioftteg- undirnar urðu að lofthjúpnum sem utan um jörðina er; og hef- ur hann breytzt fyrir áhrif frá Hfinu á jörðinni, einkum jurt- unum. Prófessor Oparin hefur rann- sakað þennan uppruna lífteg- undanna, þessa þróun sem gert hefur hnöttinn miklu byggilegri en hann var í önd- verðu. Kenningar hans um uppruna lífsins eru eftirtektar- verðar, og verður skýrt frá þeim í sérstakri grein. Eins og áður hefur verið sagt, hafa kenningar prófessors Schmidts varpað nýju Ijósi á marga ráðgátu jarðfræðinnar og jarðefnafræðinnar, sem menn héldu að tekizt hefði að leysa fyrir löngu. Fram að þessu hafa flestir jarðfræðingar, jarð- eðlis- og jarðefnafræðingar tal- ið víst að hið innra væri jörð- in gerð úr járni blönduðu öðr- um málmi (nikkelY, og hafa þeir hagað rannsóknum sínum á jarðskorpunni eftir þessari trú. Það var haldið að járnið hefði setzt að í miðju jarðar, þegar hún var ennþá sjóðandi heit. Ekki voru allir jafnsannfærð- ir um þetta, en það þykir nú sýnt að jörðin sé ekki að innan úr eintómu járni, heldur sé líklegast að hún sé gerð úr grjóti sem þjappazt hafi sam- an við hinn geisilega þrýsting. í 250 km dýot er þrýstingurinri orðinn 100 þúsundfaldur á við þrýsting loftsins við yfirborð jarðar, kominn upp í 1400 þús- undfaldan loftþrýstinginn Við yztu mörk jarðkjamans, og í 3 milljónfaldan loftþrýstinginn í miðjunni. Tilraunir sem gerðar hafá verið með háan þrýsting, eink- um þó tilraunir prófessors Zel- inskys, hafa sýnt svo ekki er um að villast ýmiskonar ástand efna við geisilegan þrýsting og afarhátt hitastig. Það er haldið að efnið inni í jörðinni miðri sé ekki fljótandi, heldur seig- fljótandi (plastískt), og muni það geta færzt til smám saman undan jöfnum þrýstingi um langan tíma. Þetta skýrir þá lögun sem jörðin hefur, en hún er flatari um heimskautin, og veldur því miðflóttaaflið. En þó að jörðin sé ekki fullkomlega föst í sér að innan, fara jarð- skjálftabylgjur um hana eins og fast efni væri og stæltará én‘ stál. Það veldur því að efnið í kjarna jarðarinnar er ekki alveg fast í sér, heldur nánast seigfljótandi (og þó með öðr- um hætti en vant er að leggja í merkingu þess orðs), þannig að hið þyngra efni sekkur en hið léttara kemur upp. Þessar breytingar, sem gerast á millj- ónum ára og þúsundum millj- óna, hafa þó ekki gert mikið að verkum að því að safna hinu þyngsta efni inn að miðju jarðarinnar. Það er haldið að þessi jarðlagamyndun í jörð- inni miðri sé aðeins að byrja, og hafi hún valdið miklu um ýmsar náttúruhamfarir á jörð- inni, þá voðalegu jarðskjálfta sem orðið hafa þá er hinir miklu fjallgarðar rísu (Hima- laya og fleiri) og lönd sigu (Gangesdalurinn t. d.). Hinar nýju kenningar um uppruna jarðskorpunnar hafa gerbreyt.t viðhorfi jarðfræðinga til vísindagreinar sinnar. Sam- kvæmt þessum nýju kenning- um um uporuna jarðarinnar myndaðist yfirborðið á hnettin- um fyrir áhrif frá hitanum í iðrum jarðar og' breytingunum sem hann olli, en þær voru í því faldar að hið léttasta af hinum bráðnu bergtegundum kom upp á yfirborðið. Þessar kenningar munu verða undir- staða nýrra vísindakenhinga um mvndun fjall<?arða, og lík- legt er að þá verði það staðfest að beim valdi tilfærsla efnisins í iðrum jarðar. Málfríður Einarsdóttir þýddi.-> ■ •■■•;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.