Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.09.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. september 1954 þlÓOVBUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Hitstjórar: Magnús Kjartansson, SiguifSur Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, lvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasö'.uverð 1 kr. eintakið. Prentsrniðja Þjóðviijans h.f. Horfnir frá „jafnvæginiiu í desemberverkföllunum miklu 1952 lögSu stjórnar- völdin á það þunga áherzlu að stærsta áhugamál þeirra væri að halda niðri dýrtíðinni, og fóru mörgum fögrum orðum um þann ásetning sinn að lækka verðlagið í landinu. Verkfallsátokin leystust í meginatriðum með þeim hætti að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu um verð- lækkun ákveðinna vörutegunda. Atburðir sem gerzt hafa á þessu ári benda ótvírætt til þess að nú hafi stjórnarvöldin snúið gjörsamlega við blaðinu. Nú er ekki lengur hamrað á nauðsyn þess að halda verðlagi í skefjum af málgögnum ríkisstjórnar- innar eöa málsvörum hennar. Fyrstu merkin um svik stjórnarinnar viö desembersamkomulagið voru gefin meö nokkurri hækkun á kaffiverði á s.l. vori, sem verkalýðs- hreyfingin mótmælti þá þegar. Síðan hefur ríkisstjórn- in vegið aftur í sama knérunn með enn stórfelldari hækkun á kaffi. Nam síðari hækkunin hvorki meira né minna en kr. 15.40 á hverju kílói. Hefur verkalýðshreyf- ingin enn mótmælt og bent á það með réttu aö hér sé um augljóst brot að ræða á desembersamkomulaginu frá 1952, en forsenda þess var verðlækkunaryfirlýsing r í kisst j órnarinnar. En stjórnarvöldin ætla sýnilega ekki að láta við það sitja að hækka kaffiverðið eitt. Fyrir röskri viku gerði bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hér í Reykja- vík þaö heyrum kunnugt, að áform hans væri að hæklca verð á rafmagni um 27,5% að meðaltali og þó öllu meira á þeim liö gjaldskrárinnar sem rafmagnsnotkun heim- ilanna er greidd eftir. Nemur þessi nýi neyzluskattur sem Reykvíkingar eiga í vændum ekki minna en 8 milljón- um króna, miðað við rafmagnsnotkunina á s.l. ári og þykir að vonum því furðulegri ráðstöfun þegar þess er gætt að Rafmagnsveitan hafði 9,8 millj. kr. tekjuafgang á s.l. ári af rösklega 34 millj. kr. sem voru heildartekjur fyrirtækisins á árinu. Það er svo saga út af fyrir sig, hvernig stjórnarvöldin skipuleggja þessar nýju verðhækkanir á nauösynjum al- mennings. Eru verðhækkanirnar látnar koma til fram- kvæmda skömmu eftir útreikning kaupgjaldsvísitölu sem gilda skal um þriggja mánaða skeið. Þannig á að ræna verkalýð og aðra launþega þeirri hækkun vísitöl- unnar sem verðhækkanirnar orsaka. Með þessum hætti á að hafa 2 vísitölustig af verkamönnum eða 18 aura um klukkustund miðaö við kaup Dagsbrúnarverka- manna. Jafnvel þessa uppbót, sem þó er í engu samræmi við raunverulega notkun almennings á kaffi og rafmagni, mega verkamenn og aðrir launþegar ekki fá á kaup- gjaldið. Að áliti stjórnarvaldanna nægir ekki að svíkja bein og óbein loforð um að halda verðlaginu niðri held- ur skal almenningur einnig rændur samningsbundinni vísitöluuppbót. Þessar nýju verðhækkanir, svik stjórnarvaldanna og skipulagt vísitölurán sýnir svo ljóslega sem verða má, að hafi stjórnarflokkunum einhverntíma verið það áhuga- mál að halda verðlagi stöðugu þá er sá áhugi úr sög- unni. Og raunar hefur áhuginn beinzt alla tíð fyrst og fremst að því að halda vísitölunni niðri án tillits til vöruverðsins. Er ekkert sennilegra en ríkisstjórnin og hagspekingar hennar hyggist að finna einhverja leið til þess að hinar nýju verðhækkanir hafi aldrei áhrif á vísi- töluna til hækkunar, ekki einu sinni þegar nýr vísitölu- útreikningur veröur ekki umflúinn þ. e. 1. des. n. k. Hin nýja verðhækkunarstefna og fjárplógsherferö stjórnarvaldanna er í raun og veru hólmgönguáskorun til verkalýðssamtakanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn eru formlega horfnir frá sínu marglof- aða „jafnvægi“. Um þaö ber atferli ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórnarmeirihlutans óbrigðult vitni. Verkalýðs- samtökin verða því óhjákvæmilega að endurskoða af- stöðu sína alla til kaupgjalds- og kjaramála 1 nánustu framtíð og gera þær gagnráöstafanir sem duga til þess að vernda afkomu og hagsmuni verkalýðsins og launa- þeganna. ViStal viS Elisahetu Eirlksdóttur Elísabet Eiríksdóttir, for- maður Verkakvennafélags- ins Einingar á Akureyri er nýkomin heim úr rúmlega tveggja mánaða dvöl í Sov- étríkjunum. Skömmu eft- ir heimkomuna átti Verka- maðurinn, blað Sósíalista- flokksins á Akureyri eftir- farandi samtal við hana um hvíldarheimili í Sovét- ríkjummi. Hvar dvaldir þú aðallega? Eg dvaldi á þriðja mánuð í Sovétríkjunum og lengst af þeim tíma á tveimur hressingar- og hvíldarheimilum. Fyrst var ég í 5 vikur á hressingarheim- ili, sem Barvik nefnist, skammt frá Moskva. Síðan fór ég, eftir nokkurra daga dvöl í höfuð- - * borginni, suður að Svartahafi og dvaldi þar um hrið á hvíld- arheimilinu Lívadía, í grend við Jalta. Hressingarheimilið í Barvik er meðal þeirra fullkomnustu í Sovétríkjunum. Það er byggt 1935 í fögru umhverfi. Umlukt furuskógi, en næst byggingum heimilisins er lystigarður, vel hirtur og fagurlega skreyttur. Heimilið er búið öllum hugsan- legum þægindum nútímans og þar starfa valdir læknar og sér- fræðingar í öllum helztu grein- um læknisfræðinnar. Þetta heimili og önnur svipuð eru ein- göngu ætluð fólki, sem þarfn- ast einhverra bóta minniháttar sjúkleika, en hefur þó fulla ferlivist. í Lívadía, aftur ó móti, dvaldi fólk, sem var fullkomlega heilt heilsu. Þar var eingöngu um að ræða orlofsheimili til hvíld- ar, hressingar og skemmtunar. Hver rekur dvalarheimilin? Flest hressingarheimilin eru eign verkalýðsfélaganna og eru rekin af þeim með ríkisstyrk. Allmörg eru einnig rekin beint af ríkinu. Á keisaratímunum áttu aðalsmenn og auðmenn hallir víðs vegar á fegurstu og heilsu-samlegustu stöðum lands- ins, ekki sízt við Svartahafs- ströndina, „Rivieru Rússlands“, en þangað streymdu þeir til þess að njóta unaðssemda bað- lífsins og óhófslífs í höllum sín- um. Eftir byltinguna tók ríkið allar þessar hallir í sína vörzlu og hefur breytt þeim í hress- ingarheimili verkafólksins. En miklu fleiri heimilanna eru þó byggð eftir byltinguna og stöð- ugt bætast fleiri vé* Það er stefnt að því hröðum skrefum að orlofsdvöl á góðu hressingar heimili verði fastur þáttur í lífi hvers manns. Sá ég þess greinileg merki að hvarvetna, þar sem ég kom á Svartahafs- ströndinni voru ný heimili í smíðum. Hvað um dvalarkostnaðinn? Nákvæmar tölur hef ég ekki handbærar í því sambandi, en hann er mjög hóflegur. Þeir sem búa við bezt launakjör, greiða hann sjálfir, en kostn- aður fjölmargra er greiddur að miklum hluta af verkalýðs- félögunum, en þeim ber að sjá um að enginn fari á mis við nauðsynlega hressingarvist af efnahagsástæðum. Enn aðrir njóta ókeypis vistar (og ferða- kostnaðar) á fullkomnustu heimilunum, sem verðlauna fyr- ir vel unnin störf, mikil vinnu- afköst og áhuga í starfi. Er þá venjulega um að ræða orlofs- dvöl fjarri heimahögum eða heimalandi viðkomanda. Dval- artíminn er venjulega 3—5 vikur og fer eftir því hve or- lofstíminn er langur, en hann er mismunandi eftir starfsgrein- um. Námumenn og þeir, sem vinna í þungaiðnaði eða fást við óholla vinnu, hafa lengst sum- arleyfi. Hvernig er daglegt líf á hvíld- arheimilunum? Það er viíanlega nokkuð mis- jafnt eftir aðstæðum og um- hverfi, en sameiginlegt er það öllum heimilumim, að dvölinni er ætlaðui-'sá tilgangur að veita fullkomna og áhyggjulausa hvíld og skila dvalargestunum verkamönnunum, verkakonun- um, iðnaðarmönnunum, verk- fræðingunum, samyrkjubænd- unum og hinu vinnandi fólki, hvaða starf sem það vinnur, starfhæfara og hamingjusamara en áður. Heimilin eru rekin með föstu starfsfólki og þurfa dvalargest- ir því engar áhyggjur að hafa af neins konar störfum, sem af dvölinni leiða. Lítið er um fast- skorðaðar reglur en óskráð lög eru fyllsta reglusemi í um- gengni og að snemma sé lagst til svefns og snemma risið úr rekkju. Matur og drykkur er svo mikill og góður, sem framast verður á kosið, en áfengra drykkja er ekki neytt. í þeirra stað eru drukkin óáfeng vín og ávaxtasafar. Við Svartahaf og annarsstað- ar, þar sem aðstæður leyfa, eru böð og sund einn helzti þáttur daglegs lífs á hvíldarheimilun- um. Einnig eiga menn kost á fimleikum og yngra fólkið iðkar ýmsa leiki, en það eldra unir sér oft við domino, tafl og ýms- ar hægari skemmtanir, margir nota mikinn tíma til lestrar, enda hef ég aldrei séð líkan lestraráhuga sem í Sovétríkjun- um, margir hafa bækur með- ferðis þegar gengið er til matar. Vönduð bókasöfn eru í hverju dvalarheimili. Á hverju kvöldi eru kvik- myndasýningar, ballettsýning1- ar, söngskemmtanir eða leiksýn ingar, og oft fá heimilin heim- sóknir frægra listamanna. En útivistin, böðin og aðrar heilsu- lindir eru þó aðalatriðið. Hvernig er húsbúnaður? Þau heimilanna sem eru í hinum gömlu keisarahöllum, bera enn mjög keim af hús- búnaði og kröfum fyrri eigenda, þunglamaleg og íburðarmikil, stoppuð húsgögn, þykk, flosofin gluggatjöld og annar íburður að hætti þeirra tíma og þeirrar stéttar, sem þá gekk um sali. Á hressingarheimili því, sem ég •dvaldi á við Svartahafið, var t.d. ein byggingin einkahöll Leisarans, byggð á árunum 1909—’ll. Að lýsa henni væri efni í margar blaðagreinar. Höll þessi sem byggð er af hvít- um marmara, hefur m. a. innan veggja tvo skrúðgarða, alsetta blómabeðum og skrautjurtum, en sæti í kring. Bera þessir inn- anhúsgarðar enn sín fyrri nöfn: ítalski garðurinn og Vetrargarð- urinn. f hinum nýrri heimilum er húsbúnaður nýtízkulegri, en byggingarstíllinn virðist enn mjög undir. áhrifum fyrri tíma. Afar mikil áherzla er lögð. á blómskraut, jafnt úti sem inni. Telur þú að hvíldarheimilin í Sovétríkjunum eigi sér nokkrar hliðstæður í auðvaldsheimin- um? Það held ég áreiðanlega ekki. Árlega dvelja álíka margir á hvíldarheimilum Sovétríkj anna og meðlimafjöldinn er í verka- lýðssamtökunum og fer aðsókn- in stöðugt vaxandi, eftir því sem heimilunum fjölgar og af- koma fólksins batnar. í löndum auðvaldsins er r'étturinn til hvíldar sérréttindi yfirstéttar- innar, en í Sovétríkjunum er hann einn af frumþáttunum í réttindum fólksins og bundinn í stjórnarskrá lýðveldanna jafn- hliða réttinum til atvinnu. Starf hvíldarheimilanna er mik- ilvægur liður í raunhæfri fram- kvæmd þess réttar. Hvað telur þú að við getum af þessu lært? Enginn nema sá, sem reynt hefur, getur fyllilega gert sér í hugarlund, hvers þær tug- og hundruð milljóna verkafólks, sem aldrei hafa minnstu mögu- leika á áhyggjulausri hvíld frá striti og starfi fara á mis, en það er engu saman að jafna aðstöðunni til þess að bæta úr þessu efni, þar sem ríkis- valdið er í höndum alþýðunn- ar sjálfrar og þar sem það er Framhald á 8. síðu, Hressingarheimili kolanámuinanna, kennt við verkalýðsleiðtog- ann Ordsonikidse, í Sotsí á Svartahafsströnd Kákásus.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.