Þjóðviljinn - 10.09.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 10.09.1954, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. september 1954 INNAN VÍÐ MÚRVEGGINN EFTXR A. J. CRONIN 97. ósennilegt að Collins tæki eftir honum, sem var oft á götunum um þaS leyti“. „Ég .... Ég geri ráð fyrir því. Svo kom spurning, snögg eins og hnífsstunga : „Notaöi Oswald reiðhjól þegar hann fór í þessar heim- sóknir?“ „Þó svo væri — og þótt þaö væri grænt!“ sundi Burt, „þá kom það mér ekkert við.“ Ókyrrð í salnum. „Eina lokaspurningu," sagöi Grahame íhugandi eins og honum dytti eitthvað nýtt í hug. „f gær og í dag hef- ur oft verið minnzt á örvhendan mann. Er herra Oswald örvhendur?“ Það var steinhljóð í salnum. Nú var Burt allri okið. Hún leit ofsalega kringum sig og gaf frá sér skelfingar- stunu. „Já, hann er það,“ hrópaði hún. „Og mér stendur á sama hver veit það.“ Síðan fékk hún móðursýkikast. Þaö varð allt !í upp- námi í salnum. Nokkrir blaðamenn tóku upp plögg sín og flýttu sér út til þess að komast í síma. Þegar búið var aö leiða Burt úr vitnastúkunni varö áhrifamikil þögn, síðan sneri Grahame sér að réttinum til að flytja lokaræðu sína. Rödd hans sem hingað til hafði verið róleg og stillt, fékk nú á sig blæ ákafa og^ einlægni. „Ég vil þakka réttinum fyrir umburðarlyndi þaö sem xnér hefur verið sýnt svo lengi. Nú mun ég vera stutt- orður. Herrar mínir, í lagakerfi okkar stærum við okkur af því, að allir menn séu taldir saklausir unz sök þeirra sé sönnuð. Maður er ef til vill grunaður, en það er hlut- verk krúnunnar að sanna sekt hans. ' „En herrar mínir,' hvað nú ef krúnan rækir ekki skyldu sína samvizkusamlega? Hvað nú ef verðir laganna, haf- andi tekið höndum grunaðan mann, beita öllum hugsan- íegum brögðum, mælskulist, fortölum, leynt og ljóst, þvingunum og ofsóknum til þess að sanna að þeir hafi rétt íyrir sér, að þeir hafi náð hinum seka! ,Krúnan, herrar mínir, ræður yfir áhrifamiklum með- ulum — hugviti, peningum og tv.'í'mælalausu valdi. Starfsmenn hennar eru mannlegir og þeim er umhugað um — ekki eingöngu að fá réttlátan grun sinn staö- festan — heldur einnig að komast áfram, njóta álits almennings. Sérfræðingarnir sem þeir leita álits hjá, láta almenningsálitið oft hafa áhrif á sig. Lögreglustjór- inn sem telur víst að hann hafi hinn seka undir hönd- um, setur allt á annan-endann til að tryggja sektardóm. Lögreglulæknar sem krúnan lætur skoða hnífa, hamra og vopn, segja sjaldan: „Það er ekkert blóð á þessu vopni.“ Þeir segja: „Engar ályktanir urðu dregnar af efninu." Eða jafnvel: Þar voru leifar af efni, sem kynni að hafa verið blóð.“ í stuttu máli sagt, herrar mínir, um leið og grunur hefur fallið á ólánsaman mann eða hann hefur með einhverjum athöfnum sínum gert sig tortryggilegan, snýst álit manna gegn honum, fjand- skapur og fordómar sýna sig hvarvetna. „Lítum á mál þessa venjulega borgara. Hann er ekki mikið karlmenni, dálítið ábyrgðarlaus, ef til vill full hégómlegur, en á engán hátt verri né betri en félagar hans. Heima er hann óhamingjusamur, hjónabandið er þvingað og kalt, og eðlilega lítur hann í kringum sig í leit að skilningsbetra andliti. Um þetta leyti kynn- ir vinur hans hann fyrir aðlaðandi kvenmanni, hann daðrar lítið eitt við hana og nokkrum vikum seinna er hann aleinn á leiðinlegu gistihúsi í fjarlægri borg og þá sendir hann henni póstkort ’— sem hann hefur teiknað á sveitalandslag, því að hann hefur gaman af aö teikna — og býður henni til kvöldverðar. En nokkrum dögum síðar kemst hann að raun um það sér til skelfingar af æsifregnum blaðanna, að konan "hefur veriö myrt á hinn hroðalegasta hátt, að lögregl- an leitar alls staðar að sendanda póstkortsins og mvnd- ir af því eru birtar í öllum blöðum. „Hvað í ósköpunum á hann að gera? Hann veit að hann ætti að gefa sig sjálfkrafa fram við lögregluna. En óttinn við umtalið, óttinn við að verða flæktur í málið, heldur aftur af honum. Og hann veit að hann verður spurður einnar spurningar. Hvar var hann milli klukkan átta og níu að kvöldi hins áttunda september? Þegar hann lítur til baka, man hann að hann fór einn í þíó og hafði meira að segja sofnað á meðan á sýning- unni stóð,. Þet,ta. var alyeg gagnslaus fjaryistarsönnun. Enginn . hafði : sjálfsagt tekið eftir honum þarna "i; myrkrinu. Og þegar hann kom inn hafði stúlkan í miðasölunni ekki einu sinni litið á hann, og enginn gat vitnað þetta með honum. „Hann fyllist skelfingu, missir stjórn á sér og í stað þess að fara til yfirvaldanna útbýr hann í örvæntingu sinni falska fjarvistarsönnun með aðstoð vinar síns. Skömmu síðar sannast það á hann að hann hefur sent póstkortiö. Hann leggur fram fjarvistarsönnun sína og það er hægt aö sanna að hún er fölsk. Frá þeirri stundu er hann dæmdur — falsus in uno falsus in omnibus. Allt snýst gegn honum. En samt kemur ýmislegt kyn- legt í ljós, — óvenjuleg pyngja sem finnst hjá llíkinu, grænt reiðhjól sem moröinginn notaði sennilega, en ekki er hægt að koma í neitt samband við fangann. En þessar upplýsingar eru taldar lítils virði, þeim ekki sinnt, þær þaggaðar niður. Þær falla ekki inn í heildar- myndina og þess vegna er þeim ekki sinnt. Og þegar ofsóknirnar í réttinum hefjast, þrungnar réttlætislöng- un, er ekki einu sinni minnzt á þær . „Herrar mínir, það er álit mitt að framkoma krún- unnar í málinu gegn Rees Mathry hafi miðað að því aö hindra og hafi hindrað réttlátan gang málsins. Þótt lýsing mín á málsatvikum hafi verið ófullkomin, hljótið þið, herrar mínir, að draga þá ályktun af henni að gengið hafi verið framhjá þýðingarmiklum sönn- unargögnum. Ennfremur bar saksóknarinn í réttinum fram alvarlegar og hættulegar ásakanir meðan á rétt- arhöldunum stóð, einkum þó !í ávarpi hans til kviö- dómsins. Notalegt vinmiskot í eldhúsinu Eiginlega er nauðsynlegt að hafa í eldhúsinu dálítið notalegt horn, þar sem maður getur setzt, litið í matreiðslu- bækur, blaðað í reikningum o. s. frv. meðan maður lítur eft- ir matnum. Hér er mynd af slíku horni, sem hægt er að útbúa meira að segja í litlu eldhúsi. Undir eldhúsborðinu er rúm fyrir fæturna og það er hægt að ýta stcdnum undir borðið, svo að hann sé .ekki fyrir þegar ekki er verið að nota hann. Skúffa og hilla er ágætt undir pappír, blýant og ýmsa smámuni sem maður þarf stundum á að halda í eldhús- inu. Yfir borðinu er hilla með rúmi fyrir matreiðslubækur og úrklippubækur með uppskrift- um. í skápnum er innbyggð klukka og innbyggt útvarp, sem er ef til vill óþarfa mun- aður, en getur þó verið kon- unni til ánægju, sem er megn- ið af deginum í eldhúsinu. Ef maður er dálítið hugmyndarík- ur er hægt að útbúa skot í líkingu við þetta. Sumum oc gam^n Smithhjónin höfðu lengi búið saman í hamingjusömu hjóna- bandi en nú loks hafði frúnni tekizt að fá mann sinn til að leyfa sér með í veiðiferð. Hann sat nú á bakkanum nið- ursokkinn í veiðiskapinn og leíðsögumáður þéirra var einhig með állan: hugann við veiðina. Frú Smith hélt aft- ur á móti stöðugt áfram að spyrja um alla mögulega hluti, sem hún gat látið sér detta í hug. Allt í einu kom hún auga á olíubrák, sem lá eftir ánni eins og breiður veg- ur. „Ó, ó, hrópaði hún, hvað er þetta þarna á vatninu?“ „Hvar frú?“ spurði leiðsögu- maðurinn og hélt áfram að beita. „Þarna beint fyrir handan. Hvað er það?“ „Já, þetta“ sagði leiðsögu- maðurinn rólega, „það var einmitt þarna, sem vegurinn lá yfir ísinn síðasliðinn vet- ur. Trúboði einn var að útskýra fyrir hóp kínverskra kvenna, hversu elskuríkur guð krist- inna manna væri, fullur misk- unnsemi við synduga og þjáða. Þá heyrðist ein í hópi Kín- verjanna segja: — Hef ég ekki alltaf sagt, að svona ætti guð að hegða sér? finnst meira að segja þægilegt að geta stagað í sokka og bætt flíkur í eldhúsinu til þess að róta sem minnst til í stof- unni. Fertugasti hver karlmað- ur er litblindur — aS- em ein kcna a! bveijum 12.000 1 grein í brezka tímaritinu British Medical Association er skýrt frá því að því nær fer- tugasti hver karlmaður sé lit- blindur þegar um rautt og grænt er að ræða, en aðeins ein Icona af .hverjum 12.000. Greinarhöfundur skýrir þenn- an mikla mun með þeirri stað- reynd að aðeins þurfi einfald- an arfgjafa til þess að karl- maður verði litblindur, en tvö- faldan arfgjafa til þess að kvenmaður verði litblindur. Annað sem bent er á í grein- inni er hæfileikaskortur viss fólks til að heyra lág hljóð, nema um leið heyrist annar sterkur hávaði. Þetta stafar af of þykkri hljóðhimnu, þeirri himnu sem titrar þegar hljóð- bylgjur lenda á eyranu. Ef hún er mjög þykk titrar hún alls ekki, en ef sterkari bylgjur koma lienni af stað tekur hún einnig við veikari bylgjum sem komu um leið og hinar. Þetta fólk getur aðeins heyrt saum- nál detta ef mikill hávaði heyr- ist samtímis. Ef glugginn hefur „bólgn- að“ vegna rigningar eða ráka, svo að ekki er liægt að loka honum þegar maður er búinn að berja hann upp með mikl- um erfiðismunum, bætir stund- um úr skák að núa ramma með dálitlu paraffíni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.