Þjóðviljinn - 24.09.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.09.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN —r Piöstudagur 24. ■ septe.miber 1954 þJÓDVKUINN Útgefandi: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón nason. Blaðamenn: Ásmúndur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg j 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. . Prentsmiðja Þjóðvíijans h.f. Fyrir tveimur árum gerðust þau tíðindi á flokksþingi Alþyðuflokksins að hægri klifkunni undir forustu Stefáns Jóhanns var velt úr valdastóli. Margra ára megn óánægja og andúð á afturhaldsþjónustu Stefáns og kumpána hans Lrauzt þarna fram í kosningu formanns og flokksstjórn- ar. Eftir fall Stefáns sjálfs neituðu allir helztu samstarfs- menn hans þátttöku í miðstjórn og flokksstjórn. Meðal þeirra var Haraldur Guðmundsson, sem nú hefur verið kjörinn formaður flokksins fyrir atbeina hægri klíkunnar. í uppreisninni á Alþýðuflokksþinginu 1952 birtist krafa hins óbreytta flokksmanns um að horfið yrði frá þjón- ustunni við auðstéttina og flokka hennar. Ósjálfstæði hægri mannanna gagnvart Sjálfstæðisflokknum og Framsókn og þó alveg sérstaklega samvinnan við umboðs- menn atvinnurekenda í verkalýðshreyfingunni var oröin öilum heiðarlegum Alþýðuflokksmönnum sárasta raun. Þeim var ljóst aö með sama áframhaldi hlaut leið flokks- ins að liggja til áhrifaleysis og algjörs fylgishruns. Sam- ræmd sókn auðstéttarinnar og flokka hennar gegn verka- lýð og alþýðuhagsmunum kallaði á alla krafta verkalýðs- stéttarinnar til sameiginlegs viðnáms og undirbúnings að nýrri sókn alþýðunnar á hendur auðvaldi og afturhaldi. Enginn vafi leikur á því að viljinn til samstarfs við sósíalista á sviði verkalýðsmála og þjóömála almennt hefur eflst innan Alþýðuflokksins á þeim tveimur árum sem liðin eru frá flokksþinginu 1952. Um þetta ef- ast enginn sem til þekkir þrátt fyrir þau úrslit sem nú hafa oröið á nýafstöðnu ílokksþingi. Enda er valdataka Stefáns Jóhanns, Haralds Guðmundssonar og Guðmund- ar í. tiloröin með nokkuð óvenjulegum hætti. Mennirnir sem neituðu að starfa að málum flokks síns haustið 1952 hafa síður en svo legið á liði sínu. Þeir hófu þegar skipu- lega herferð gegn þeim samherjum sínum sem til forust- unnar völdust. Flokksskrifstofunni var breytt í baráttu- tæki gegn kjörinni forustu. Fyrirtækjum sem rænt hafði verið af verkalýösfélögunurn var fyrirskipað aö hætta fjárhagsstuðningi við blað flokksins og starfsemi. Með fjárhagslegu kverkataki sínu stöðvaði hægri klíkan út- gáfu Alþýðublaösins hvað eftir annað og nú slfðast fyrir örfáum dögum þegar hindra átti að blaðið birti ávarp gegn hernáminu og málefnasamning alþýðuflokksmanna og sósíalista á Akureyri í verkalýðsmálum. í undirbúningi kosninga á flokksþingið drógu hægri menn hvergi af sér og spöruðu ekkert sem orðið gat mál- stað þeirra til framdráttar. Skipulögðum undirróðri og rógstarfsemi var beitt hvar sem við varð komið. í kosn- jngunum í ílokksfélögunum í Reykjavík beittu þeir bíla- kosti og smölunaraðferðum eins og um alþingis- eöa bæj- arstjórnarkosningar væri að ræða og tókst þannig aö ná öllum fulltrúunum með veikum meirihluta. Sendi- menn klíkunnar geystust um landið þvert og endilangt, lýstu hættunni sem fylgdi Hannibal og vinstri mönnun- um og grátbændu gamia og trygga flokksmenn um að veita Stefáni Jóhanni & Co. það brautargengi sem dygöi til að lyfta þeim aftur til valda og metorða í flokknum og tryggja þannig sambandið við hina „lýðræöisflokk- ana“.! Árangurinn af öllu brambolti Stefáns Jóhanns og fé- laga hans er furðulega lítill þegar tekið er tillit til fyrir- hafnarinnar og þess ofurkapps sem þeir lögöu á að ná völdunum. Fast að helmingi fulltrúanna neitaði að kjósa hernámsdýrkandann Guöm. í. sem varaformann flokks- ins, og var þó handjárnunum óspart beitt til að tryggja ,.varnarmálanefndarmanninum“ forustusess við hlið Haralds og Stefáns Jóhanns. Andstaðan gegn hernámi og íhaldsþjónustu hægri klíkunnar er því sterk meðal alþýðuflokksmanna og á áreiðanlega eftir að eflast. Plægri klíkan hefur unnið „Pyrrhusarsigur“ sem fagnað er af ííhaldsöflunum en þarf á engan hátt aö tefja eða tor- velda sókn alþýðunnar til samstarfs og einingar sé rétt á málum haldið. Jakobína Sigurðardóttii Orrusta maur Selvr sefur á steini, svartur á brún og brá. Drunur rjúfa dá. Undrast hann meira en óttast: hver er par kominn á stjá? Móri stiklar um Stapann, svartur á brún og brá, höfuðið aftan á. Hrökklast það upp á hálsinn: Hver er kominn á stjá? Skotta skjögrar um gjótur, hugsar um horfinn skjá, gott var að glettast þá; vaknar af vœrum draumi: hver er þar kominn á stjá? Drísill dottar í þangi, flennir upp augu flá: Nú verður nýtt að sjá! Kross er þar enginn undir né ofan á. Stríðsmenn farnir á stjá. Mardöll situr á miði, gullin á brún og brá. Undrast hún aðferð þá: Er þar eitthvað til fanga annað en hraunin grá? Hetjur slást af hreysti. Hnígur í valinn þá mosi af grjóti grá. Enginn steinninn stakur standa upp úr má, þá sennu svifar frá. Vanþakklátt skal hyskið heyra hljóöin eigi smá! Hér skal fenginn frægur sigur. Felmtruð endurtjá hergný háfjöll blá. Stríðsmenn eiga í ströngu, svartir á brún og brá, herja á hraunin grá. Skotta skyggnist úr gjótum: Ekkert aðhald að sjá! Móri mœnir á. Hrolli slœr að hetjum, höfuðið axlar sá, geigar í greipum efldum beinskeytt byssan þá. Drísill dansar hjá. Sauðkind sefur á mosa, mjallhvít á brún og brá, lúrir lömbum hjá. Hrekkur hún upp og hlustar. Stríðsmenn farnir á stjá. Hrœdd við lömbin hjalar: hlaupi hver sem má vernd að varast þá. Selur syndir frá landi, svartur á brún og brá, vill eigi vígmóð sjá, Mardöll grœtur á miði, mjúkur var mosi sá, veit ei hvað slíku veldur. Unnu þér augu bíá, klæddir þú grjótin grá. Fast sækja hetjur hildi, livergi er lát þar á, vísan sigur sjá. Móri stikar í Stapann, glyrnur af öfund gljá; undrast hann hví enginn prestur angrar feigðarspá mosamyrða þá. Drísill dansar um valinn, dillar skotti sá, kallar á glóða-krá: Nií er úr nógu að moða, nú er margt að sjá. Kross er þar enginn undir né ofan á. Stríðsmenn halda frá hildi, svartir á brún og brá, vilja vœrðir fá. Skotta skjöktir á eftir, gjörn á girndastjá, ófrýn á að sjá: „Einn er mestur mosaskelfir, honum sef ég hjá, honum sef ég hjá“. Mardöll gengur af miöi. Hittir í hrauni grá vin sem vœnstan á. Lífgrös leggur sárum Ijúflingshöndin smá. Rótarvissa í valnum von hún græðir þá: Líf mun leiðir sjá. Húseigendur - 50 þúsustd krónur 4ra — 5 herbergja íbúð óskast til leigu eða kaups nú þegar. & Vil greiða allt að 50 þúsund kr. fyrir- fram. Ef um kaup er að ræða gæti útborgun orðið allt að 200.000.00 kr. Tilboð óskast lagt inn á afgreiðslu Þjóðviljans fyrir laugardag, merkt „Hús — STItAX“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.