Þjóðviljinn - 24.09.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.09.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. september 1954 i N0E3/EN A F£ L A GIÐ Jörgen Bukdahl rithöíundur heldvr fyrirlestur um HandritcmáliS í Tjarnarbíó í dag, föstudaginn 24. sept. kí. 18.00 stundvíslega. Aðgöngumiðar hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn ef eitthvað verður óselt. ' Fjölbreytt úrval af enskum alullarefnum fyrirliggj- asidi. Tökum á móti pöntunum daglega. — Saumum elnnig úr tillögðum efnum. Aiiderseii og Sólbergs Laugavegi 118 — Súni 7413 BðTiSALA Mjög ódýris; biítar Týsgötu 1. — Sími 2335. DRENGJÁSKYRTUR á 5—10 ára, smágallaðar, seljast í dag og næstu daga á aðeins 50 krónur stykkið. ðDÝ-BI MARRADURINN, Templarasundi 3 og Laugavegi 143. ——-------------—---•--->-■-------- lltanríkismál og erkibiskupsstóil Framháld af 7. síðu. að koma upp norskum erki- stól, sem hefði drottinvald yf- ir þeim löndum, sem lutu norsku krúnunni, og æski- legt var að það drottinvald næði einnig til íslendinga og Grænlendingd og þessar þjóðir yrðu þannig innlimaðar að nokkru í norska ríkið. Að þeim áfanga náðum hlaut eftrrleik ■ urinn að verða auðveldur. En með þessu er ekki allt talið. Þyngst á metunum hjá fram- sj'masta hluta novskrar yfir- stéttar var það að slíta kon- ungsvaldið að fullu úr tengs’- um við þing og þjóð. Konung- ar landsins voru enn hylltir á allsherjarþingum og kjörnir tií tignar af fólkinu, en kirkjúnn- ar mönnum og 'eikum stór- höfðingjum var slík skipan ærinn þyrnir í augum. Þeirra hagsmunum var bezt borgið með því, að ríkið væri erfða- konungsdæmi og konungur þægi völd sín af kirkjnni, væri konungur af guðs náð, krýnd- ur til tignarinnar með guðs- orða lestri, pompi og prakt, sem ægði almúganum svo, að hann fyndi til smæ’ðar sinnar og umkomuleysis frammi fyrii’ hátign þeirra, sem höfðu rænt hann löndum og lausura aur- um. Ef mönnum sýndist ein- hver blettur á hátigninni og vildu þeir standa á rétti sín- um gegn hinum nýju herrum, þá var þeim að vísu ekki ógn- að með Rússum og kommúnist- um, því að menn voru ekki búnir að finna upp þau heim- ilistæki í pólitískri baráttu. Engu að síður áttu þeir skæð vopn í hinni pólitísku baráttu. Árið 1153 var erkistóll settur í Niðarósi, og náði umdæmi hans yfir norska ríkið, ísland og Grænland. Með stofnun hins norska erkistóls hafði ís- lenzka kirkjan eignazt hús- bónda, er var að sama skapi ráðríkari hér úti sem aðsetur hans lá betur við samgöngum hingað en erkistóllinn í Lundi. Nú var ekki langt að bíða þess, að hin stríðandi kaþólska kirkja tæki að marki að hlut- ast til um íslenzk málefni og beita áhrifum sínum til þess að vinna á íslenzka þjóðveld- inu. Skeið hinna sjálfglöðu höfðingjabiskupa hér úti var á enda kljáð. r f ÞRÓTTIR RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Fréttobréf frá Frimanni Helgasyni Valur sigraði úrvals sambands Holfseta Oldesloe 19.9. ’54. Þriðji leikur Vals var í Old- esloe við úrval úr Knattspyrnu- samb. Hoitsetalands og Sles- víkur. Nær hérað þetta yfir svæði sem hefur 125 þús. íbúa. Var liðið valið úr sex félög- um af svæðinu. Veður var sér- staklega gott, hiti um 17 gráð- ur og logn. Völiurinn var líka sléttur og góður eða sá bezti sem Vals- menn hafa leikið á hingað til. í gær og í dag hefur verið hér mikil íþróttahátíð fyrir unglinga, bæði drengi og stúlk- ur. Keppt hefur verið í ýms- um greinum m.a. frjálsum í- þróttum, handknattleik og knattspyrnu. Meðan flokkaleik- irnir fara fram inn á grænum grasteppunum eru hlaup og stökk framkvæmd samtímis á brautum og við stökkgryfjur. Leikur Vals var því einn þátturinn í þessum hátíðahöld- um. Alls voru um 400 þátttak- endur í keppni þessa móts. Til að byrja með var leik- urinn nokkuð jafn, báðir aðilj- ar dálítið taugaóstyrkir, en þegar hrollurinn fór að fara úr þeim mátti oft sjá góð til- þrif hjá báðum. Valur átti á- gæt áhlaup og vantaði ekki nema herzlumuninn. Þjóðverjar eiga líka áhlaup og góð tæki- færi cn þeir eru klaufar að notfæra sér þau og Grétar í markinu varði líka vel. Það skemmtilega var að upp- bygging Valsmanna var betri, jafnvel þó manni fyndist Þjóð- verjarnir vera ágengari við markið. Það fór líka svo að Valur gerði fyrstu tvö mörkin. Sigurður Ámundason óð með sínum alkunna hraða fram völlinn lék á tvo menn og sendi Hreini knöttinn, en Hreinn lék á einn Þjóðverjanna og skaut síðan upp undir netþakið 1:0. Hitt markið gerði Guðmundur Aronsson mjög laglega. Síðari hálfleikur var ekki eins góður af Vals hálfu en vörnin var sterk. Þó gerðu þeir mörg hættuleg áhlaup. Það lá meira á Val í þessum hálfleik en það vantaði sameig- inlega átakið þegar upp ao marki kom. Þýzkur knattspyrnusérfræð- ingur sem hjá mér sat áleit úrslitin sanngjörn ef tekið væri tillit til skipulegs ‘ leiks og tækni, þó segja megi að í síð- ari hálfleik hafi legið meira á Val. Mark Þjóðverjanna kom þegar sjö mín. voru eftir af leik. Árni Njálsson, Grétar Geirs- son, Hilmar Magnússon og Páll Áronsson voru beztu menn Valsliðsins. Eins og geta má nærri er gleði í hópnum yfir þeim á- rangri sem náðzt hefur en hann hefur frómt frá sagt farið langt fram úr því sem við þorðum að vona. Piltarnir hafa barizt hetjulegri baráttu og lagt sig alla fram í leikjum þessum. íþróttaskóli —- Eystrasalt. , I niórgun,. ,var. farið ~ með flokkinn í bifreið, til 'að skoða íþróttaskóla knattspyrnusam- bandsins og hvíldarheimili sem er þar skammt frá. Hvortveggja eru þetta glæsileg mannvirki. Skólinn stendur á sérlega fögrum stað við miklu útsýni yfir vötn og skógi þakta ása. Sögðu Þjóðverjarnir að þessi landshluti væri stundum kall- aður „Sviss“ Slesvíkur. Að vísu er hæsta hæðin ekki nema 164 m.! Þaðan var haldið til bað- strandar út við Norðursjóinn, sem logntær og sléttur teygði sig upp á hvíta baðströndina, Danmörk-Sviss 1:1 Danir og Svisslendingar háðu landsleik í knattspyrnu sl. sunnudag. Fór leikurinn fram í Kaupmannahöfn og lauk með jafntefli 1-1. Danir urðu fyrri til að skora mark og tókst .Svisslendingunum ekki að jafna fyrr en aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum. Marciano sigraði — en illa litleikinn Rocky Marciano varði heims- meistaratitil sinn í þungavigt sl. föstudag. Andstæðingurinn var Ezzard Charles, fyrrum heimsmeistari. Marciano sigraði á rothöggi í 8. lotu. Heims- meistarinn var illa útleikinn eftir keppnina, hafði mikinn skurð á nefi og enni. sem ekki var mannmörg enda snemma morguns og tekið að hausta. Er mikið af gistihús- um þarna og fögrum görðum. Þar gat líka að líta spilahús eitt mikið, og sjálfsagt getur lánið leikið þar við menn, en ekki kv.að, það einhlítt öllum þeim er inn ganga. Léleg uppskera. Það er sunnudagur, og þó eru víðsvegar fjöldi manna að vinna að uppskeru á ökrum. Uppskera hefur mjög eyðilagzt í Þýzkalandi í sumar af völd- um rigninga, og hafði þetta svæði orðið einna verst úti. Var talið að sumstaðar fengju bændur varla til útsæðis. — Ekið var í gegnum Trave- munde og framhjá Lúbeckborg. Ræðismaðurinn kom ekki. Umhverfi Lúbeck og land það sem við förum um er mjög fagurt. Við vissum að í þessari fögru borg byggi Árni Siemsen ræðismaður Islands. Fararstjór- inn Gísli Sigurbjörnsson sagð- ist hafa gert honum orð, að í Oldesloe færi fram í dag leik- ur íslenzkra æskumanna við úrval úr héraðinu. Við gerðum, ráð fyrir að þessi erindreki Is- lands mundi koma til leiksins og vera viístaddur. En það skeði að ræðismaðurinn lét ekki sjá sig. Urðu það nokkur vonbrigði þar sem þessir ungu menn komu nú þarna í fýrsta sinn fram sem fulitr. æskunnar á íslandi. Þeir voru þarna á næsta leiti við fulltrúa Islands, og töldu ekki óviðeigandi að hann heilsaði upp á þá og tæki á sinn hátt þátt í þessu kynn- ingarstarfi. Okkur virtist það vera í hans verkahring. — Góð líðan — Kærar kveðjur. Frímann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.