Þjóðviljinn - 24.09.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.09.1954, Blaðsíða 7
- :Föstudíigi\r 24. scptembei*a951 — IXtÓftVILJÍNN — (7 Björn Þorsteinsson: Oddverjinn á Skálholtssióli KISMAL STOLL Siðmenntun og villimennska Fram undir miðja 11. öld voru íslendingar á stigi hálísiðun- ar og því hálfgerðir villimenn að dómi Vesturlandabúa, sem kynntust þeim. Á fyrri hluta aldarinnar var hér engilsax- neskur trúboðsbiskup, Hróðólf- ur að nafni. Þegar hann kom til Englands um miðja öldina segja engilsaxneskar heimildir, að hann hafi dvalizt meðal norraenna villimanna, svo að varla hefur hann borið ís- lendingum of vel söguna. En nú fór sá tími í hönd, að ís- lendingar réðust í það stói'- virki að tileinka sér siðmenn- ingu Vesturlanda undir forustu nokkurra ágætismanna. Braut- ryðjendur í þeirri menningar- baráttu voru fyrstu íslenzku biskuparnir, þeim eigum við rnest að þakka, hve siðmenn- ingin bar mikinn og skjótan á- vöxt hér á landi. ísleifur biskup Gissurarson er fyrsti siðmenntaði íslend- ingurinn og einnig sá fyrsti, sem gistir æðstu menn hins siðmenntaða heims: keisara, páfa og erkibiskup, og kemur þar íram sem fulltrúi íslenzku þjóðarinnar. Af frásögnum um för hans er auðséð, að þessum stórfurstum hefur þótt það allmikil nýlunda, að mann, kominn norðan úr hafsbotni frá furðulandinu Thule, bar að garði þeirra. Þeir hafa þurft margs að spyrja, og ísleifur svaraði vel og viturlega, svo að glæsilegri fulltrúa höfum við ekki cignazt á erlendum vettvangi. Eftir utanför hans til vígslu heyrist ekki framar minnzt á villimennina á ís- landi, heldur er nú getið um hina ágætustu þjóð, íslend- inga. sem hafi engan annan konung en lögin. Eftir að ís- lendingar glötuðu sjálfstæði sínu, kemur aftur upp kvitt- ur um það, að þeir séu hálf- gerðir skrælingjar. Það orð- spor höfum við ekki rekið fyllilega af okkur enn i dag nema austur í Ráðstjórnarríkj- urn. Biskupsstóll settur í Niðarósi Biskuparnir íslenzku voru á þjóðveldisöld langvirðulegustu höfðingjar íslenzku þjóðar- innar, enda segir í þýzkri 11. aldar heimild, að Islendingar virði biskup sinn sem konung og öll þjóðin fer eftir bending- um hans. Erlendis komu þeir fram fyrir hönd þjóðarinnar hjá æðstu valdhöfum og móta stefnu hennar í utanríkismál- um. Þá voru uppi mikil átök milli austurs og vesturs, norð- urs og suðurs. Vestrið klofnaði frá austrinu og vígbjóst af grimmd og fór í tveggja alda strið, en beið hinn ferlegasta ósigur. Þessi styrjöld var nefnd krossferðir, og þeim lauk með ósigri krossins, kirkjunnar og Vesturlanda, eins og kunnugt er. Bíðan komu Mongólar, Tyrkir og Tartarar og óðu langt inn í Þýzkaland, en þá var íslenzka þjóðveldið fyrir löngu úr sög- unni. Þótt átök milli austurs og vesturs væru geigvænleg á dögum fyrstu íslenzku biskup- anna, þá nær sú glíma lítt út til íslands. Hins vegar náði snemma hingað ut alls konar valdabrölt norrænna konunga, og hefur það hlotið að vera freistandi fyrir biskupana ís- lenzku að eiga slíka höfðingja að vildarvinum og njóta styrks þeirra til þess að efla hér völd og viðgang kirkjunnar. Fyrstu biskuparnir virðast alls ekki hafa fallið í þá freistni, heldur metið mest að tryggjá sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrstu tíu ár af biskupsdómi ísleifs ríkti Haraldur harðráði í Nor- egi, en hann reyndi að koma ár sinni vel fyrir borð hér' á landi. ísleifur snýst á sveif með andstæðingum Haralds og hefur því vart verið alls kost- ar vinsæll við hirð hans, og á konungur e. t. v. nokkurn hátt í að efla andstöðu gegn ísleifi hér úti. í Hungurvöku segir að ísleifur hafi haft nauð mikla í sínum biskupsdómi fyrir sakir óhlýðni manna, og hefur Haraldur sennilega eflt andstöðuna gegn honum með því að senda hingað biskupa „af öðrum löndum, og buðu þeir margt linara en Isleifur. Urðu þeir því vinsælir við vonda menn“. Englendingar drápu Harald harðráða, eins og frægt er orðið, árið 1066, og þar með var úr sögunni öll valdabar- átta hans hér á landi. En þar með var ekki öll nótt úti. Þeg- ar Gissur ísleifsson fer utan til vígslu 1081, stóð deilan milli páfa og keisara sem hæst um veitingu háembætta kirkj- unnar. Gissur fylgdi stefnu föður síns í þeim málum og skipaði sér í fylkingar páfa. Þessi stefna fyrstu íslenzku biskupanna, að ganga ekki á mála hjá veraldlegum furst- um í kirkjudeilunni, er af þjóðlegum rótum runnin. Þeir voru fulltrúar helztu höfðingja á fslandi, og þessir höfðingjar viðurkenndu ekki drottinvald neins fursta yfir sér, liöfðu engan annan konung cn lög- in. íslenzku biskuparnir forð- ast því öll samskipti við þá kirkjunnar menn, sem voru handbendi keisara og kon- unga, og hindra þannig, að þessir aðilar gætu hlutast til urn íslenzk málefni. Konungur, erkibiskup og efnalegt sjálfstæði Á þjóðveldisöld var yfirmað- ur íslenzku kirkjunnar, erki- biskupinn, fyrst búsettur í Brimum (til um 1104), síðan í Lundi í Danmörku (1104— ’53) og að lokum í Noregi. Konungur og yfirstétt þeirra þjóðlanda, þar sem erkistólar vðru,' 'béittu áhrifúm kirkjunn- ar til þess að auka veldi sitt innan endimarka erki- biskupsdæmisins. Þess vegna máttu íslendinga eiga vísa von sameiginlegra árása kon- ungs og erkibiskups, þegar þessir aðilar voru sáttir að kalla. íslendingar virðast hafa gert sér grein fyrir þessari liættu frá upphafi, og þess vegna leituðu þeir beint til páfa með kirkjuleg vandamál, meðan bess vrar kostur. En þegar kirkjuvald og yfirstétt efldist á Norðurlöndum, þrengdi að íslendingum, og hættan á erlendri íhlutun óx hér heima. Á vikingaöld varð Noregur eitt konungsríki, en konungar 10. og 11. aldar í Noregi voru engir einvaldsherrar, ekki kon- ungar af guðs náð, heldur vilja fólksins. Bændur hröktu kristniboðskonungana Ólaf Tryggvason og Ólaf Haralds- son frá ríkjum og drápu sjálf- ir hinn síðarnefnda, en um- boðsmenn Knúts ríka urðu að flýja land. Frá falli Ólafs digra 1030 til andláts Sigurð- ar Jórsalafara 1130 er frið- aröld í Noregi, sökum þess að friðsamur bændaalmúgi var enn svo efnalega sjálfstæður, að konungar og lendir menn, biskupar og prestar urðu að hlíta vilja hans við stjórnar- íramkvæmdir. Þegar Magnús Ólr, '"sson ætlaði að fara fram með ofbeldi á hendur bændum, er íslenzka skáldið Sighvatur Þórðarson fengið til þess að segja hönúm til syndanna, og eftir að hann hefur hlýtt á Bersöglisvisur íslendingsins, sér konungur sitt óvænna. Ef hann vill ekki verða höggvinn fyrir örn og úlf af bændum, varð hann að gerast góður stjórnandi, þ. e. a. s. viður- kenna takmörkun konungs- vaidsins: Pólitík, austur og vestur En það er svo bágt að standa í stað. Stóreignir söfn- uðust á hendur einstaklinga, og yfirstétt leik og lærð, efld- ist stöðugt í landinu með þvi að sölsa undir sig jarðeignir bænda. Um 1130 er norska y£- irstéttin orðin svo sterk, að vilji fólksins er henni ekki íramar mikið áhyggjuefni, hennar var mátturinn, þótt enn væri lítið um dýrðina. Stórhöfðingjar Noregs voru ' drottnendur þjóðarinnar, en þeir voru alls ekki á einu máli um skiptingu valdsins súi á milli. Þess vegna hófst hundrað ára borgarastyrjöld í landinu. Sókn lcirkjuvaldsins er helzta einkenni fyrsta stigs þessarar baráttu. Norska rikið náði þá yfir Orkneyjar, Suður- eyjar, Mön og Færeyjar auk heimalandsins. Lentu skozku eyjarnar undir ensku kirkjuna, var öruggt, að Norðmenn háldu þeim ekki lengi innan ríkisins. Þeim var því nauðsyn Framh. á 8. siðu. Eskimóar á íslandi! Fyrir nokkrum árum birti vandaöasta viðskiptatímarit Breta þessa íslandskynningu á kápu sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.