Þjóðviljinn - 01.10.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 1. oktcber 1954
Nekkur orð um Skála heitinn
Arnason lækni, frá nemanda
Þegar ég las um lát latínu-
kennara míns gamla, Skúla
Árnasonar læknis, rifjaðist
upp fyrir mér, eins og reynd-
ar oft áður sú þakkarskuld,
,íem ég og fleiri skólabræður
rnínir, stöndum í við hann.
Ég minnist þess ætíð með
þakkarhug, er ég las 4. bekk
menntaskólans utanskóla, þá
"ar ég svo lánsamur að kom-
ast undir handleiðslu Skúla
heitins í 4 mánuði eða svo.
Það var þá sem ég loks lærði
bej'gingafræðina og setninga-'
íræðina — grammatík. Það
v'ar þá sem ég lærði áð brosa
ð hinum fyndnu tilsvörum
Ciderós og kynntist Fabíusi
Cuntator og ,‘sitt hvérju
íleiru.
Það hafa skiptst á skin og
skúrir í löngu námi. Eftir á
aö hyggja var maður ekki
alltaf heppinn með kennara,
ef syrti í álinn og þörf var á
að hraðbrynja sig til prófs.
Enda valt á ýmsu.
En þær birgðir latínukunn-
áttu, sem þessi meistari minn
efldi með mér á þessum tíma,
entust mér vel til stúdents-
prófs. Og nú löngu eftir að
-tirðleiki er hlaupinn í latn-
eska beygingarfræði hjá mér
■.egna notkunarleysis, minnist
ég margra annara hluta sem
hinn látni læknir kenndi mér.
Hann kenndi ekki latínu
eins og um væri að ræða fagr-
an en lífvana forngrip.heldur
lifandi mál ,sem veitti mikið
yndi og fróðleik. Stuttar,
skemmtilegar sögur aðallega
frá skólaárunum sagði hann
að réttu tilefni og myndaði
þar lifandi stoðvef í kennsl-
una. Sumar þær sögur hafa
orðið miklu lífseigari en jafn-
vel þau atriði í grammatík,
sem bezt voru lærð. Hann
virtist hafa smekk og valgáfu
svo góða að segja þær sögur
héizt, sem yoru up_ lífgandi
og Vörpuðu fojarma, eiiis' ,og:
litlir vitar ýfir éfníð og gérðu
það minnisstætt.
Til dæm'i'S sagði hann mér
söguna um það, þegar hann
dreymdi að hann væri áð gera
latneskan stíl í prófi og vant-
aði orðið nesti á latinu. Þá
sagðist hann hafa myndað
það í draumnum. Og það var
rétt (viaticum) samkvæmt
orðabók. Þetta sagði hann
mér sem dæmi um frjósemi
latneskrar tungu.
Maður vildi ógjarnan valda
slíku ljúfmenni, sem Skúla
vonbrigðum með vankunn-
áttu, en bæri svo við að mað-
ur væri háifkaraður í ein-
hverju, handlék hann mann
með slíkri varfærni eins og
væri hann að hlynna að sjúk-
ling og brosti eins og allt
væri honum að kenna. Gat
manni yfirleitt farið fram, ef
ekki hjá slíkum manni?
Ég vildi líkjast Skúla Árna-
syni lækni, þegar árin færast
yfir mig, lesa latínu eins og
hann og hafa eins farsæl og
varanleg áhrif á.unga menn
eins og hann hafði.
Ég kveð hinn látna læknir
með þakklæti og virðingu.
ÓI. Jensson.
Guðríður Hafliðadóttir frá
Strandseljum 75 ára
Guðríður Hafliðadóttir frá
Strandseljum vestra er 75 ára
í dag. Hún er fædd að Hesti
við Hestfjörð 1. október 1879.
Árið 1897 giftist hún Ólafi
Þórðarsyni og hófu þau fyrst
búskap að Hjöllum við Skötu-
fjörð, fluttu síðan að Skarði,
en árið 1899 að Strandseljum.
Þar bjó Guðríður í 46 ár
eða til ársins 1945 að hún flutti
búferlum hingað til Reykjavík-
ur. Hér liefur hún dvalið síðan
og er heimili hennar nú að
Snekkjúvogi' 21..
Mann sinn missti Guðríður
árið 1933. Eignuðust þau 9
börn, dóu tvö þeirra ung að
aldri, hin sjö eru á lífi og
hafa öll komizt vel til manns.
Þau eru Guðrún, sem gift var
Helga Guðmundssyni, bónda í
Unaðsdal. Hann er nú dáinn.
Hafliði, sern býr stórbúi á hin-
um forna sögustað, Ögri, Þórð-
ur, iðnaðarmaður hér í Reykja-
vík, Sólveig, gift Hannibal
Valdimarssyni, alþingismanni,
Árni, verkamaður í Reykjavík,
Kjartan, verzlunarstjóri í Hafn-
arfirði og Friðfinnur, fram-
kvæmdastjóri Tjarnarbíós.
Auk barna sinna ólu þau
Guðríður upp þrjú fósturbörn
og komu einnig þeim vel til
manns.
Mér er Ijúft að minnast Guð-
<?>
Söngkennarafélag íslands
heiur gengizt fyrir því að fá
hingað sérmenntaðan mann í
íönguppeldi barna og fram-
haldsskólanemenda. Hefur dr.
Edelstein verið félaginu hjálp-
.egur með að útvega einn hinn
frægasta söngfræðing og kenn-
ara sem völ var á, hr. Paul
Nitsche.
Paul Nitsche nýtur hinnar
mestu viðurkenningar bæði í
heimalandi sínu og víðar, þar
sem hann hefur starfað sem
frábær kórstjóri, uppalandi og í DAG BIRTIR Bæjarpósíurinn
lát og við vonum í fullri alvöru
að hann komi hér aftur, ann-
aðhvort sem kennari eða söng-
stjóri, og þá helzt hvort
tveggja.
Hann mundi vissulega vel-
kominn sem hverskonar kenn-
ari og ráðgjafi — og þó helzt
sem söngvari sjálfur um leið.
Þökkum við honum hið bezta,
öll sem ndtið höfum kennslu
hans og leiðbeininga.
Hjörtur Halldórssou.
ÞJÖÐVILJANN vantar ungíinga
til að bera blaðið til kaupenda í eftirtöldum hverf-
um:
Grímsstaðaholt
Skjól
Ásvallagata
Þingholt
Óðinsgata
Grettisgata
Blöndulilíð
Háteigsvegur
Langahlíð
Höfðaliverfi
Hraunteigur
Hafnarfjörður (suðurbær)
Talið við afgreiðsluna, sími 7500.
þJÓÐVIUINN
• Gljóir vel
■ Drjúgl
• Hrainleot
■h
1*5» rf •
AtLT
FYRIR
KjÖTVERZl-ANÍR
þórSur KTe.tjson Grtttljgotu 3. jinu 80360.
ríðar. Hún er mikil mannkosta-
kona. Óvenjulega dugleg og
hjálpfús.
Þegar þau Guðríður hófu
búskap voru þau bókstaflega
með tvær hendur tómar. Auk
þess var jörð þeirra harðbýl.
Þar við bættist að Ólafur
bóndi var lengi heilsuveill.
Þrátt fyrir allt þetta, tókst
þeim að koma börnum sínum
og fósturbörnum vel upp svo
sem áður segir.
Ef það táp er enn með þjóð-
inni, sem Guðríður býr yfir
og aðrir þeir, sem maður minn-
ist og komnir eru á efri aldur
— þá mun þess ekki langt að
bíða að við hrindum af okkur
hinu bandaríska drepi.
Ég árna henni allra heilla.
/Haukur Helgason
kennari, bæði eldri og yngri
nemenda í hinu vandasama og
rurðu flókna viðfangsefni, að
beita rödd til söngs, lagfæra
hana og þjálfa og vekja skiln-
ing nemenda á því hvað hægt
er að gera, sér og öðrum til
ánægju, enda þótt meðfædd
geta og hæfileikar séu af nokk-
nð skornum skámmti.
Nitsche er kennari við
menntaskóla í grennd við Köln,
og sjálfur afbragðs söngmað-
nr. Hefur hann háskólapróf
sem söngkennari og raddþjálf-
ari og gegnir mörgum störfum
á því sviði í heimalandi sínu.
Undanfarinn hálfan mánuð
Iiefur hr. Nitsche haldið uppi
kennslu fyrir félagsmenn hér
fimm klukkustundir dag
hvern. Hefur hann notið að-
stoðar þeirra dr. Edelsteins og
Róberts A. Ottóssonar sem hafa
-úlkað og veitt hverskonar lið-
sinni af alkunnri elju og dugn-
aði.
Það er ávallt viðburður að
stofna til kynna við beztu
menn stórra þjóða: -Við sem
höfum notið leiðsagnar þessa
góða gests, erum honum þakk-
tvö bréf: annað frá Flugfélagi
íslands í tilefni af fyrirspurn
sem birtist hér í dálkunum
hinn 8. sept. um það hvort
Ameríkaninn margnefndi á
Melatanga sé á vegum Flug-
félagsins eða ekki. Kemur í
ljós að svo er ekki, heldur
virðist þessi Hornafjarðarkani
vera á sjálfs sín vegum. Bréf
Flugfélagsiris er svohljóðandi:
„Til Bæjarpósts Þjóðviljans.
Vegna fyrirspurnar í Bæjar-
pósti Þjóðviljans þann 8. þ.m.,
vildum við taka fram eftirfar-
andi:
Starfslið Flugfélags íslands,
sem nú er orðið 150 manns, er
alíslenzkt, og hefur enginn út-
lendingur verið í þjónustu fé-
lagsins síðan 1948. Forráða-
menn félagsins vænta þess og,
að svo verði einnig í framtíð-
inni.
Tilgátur um, að erlendir menn
séu starfandi hjá félaginu eru
því algjörlega úr lausu lofti
gripnar. — Flugfélag íslands“.
A. P. SKRIFAR: — „Eg las í
dag (laugard. 25. sept.) bæði í
Flugfélag íslands svarar fyrirspurn — Fáein orð
írá A.P. um frétt — Út af hvaða brú ók bíllinn?
— Ónákvæm fréttaþjónusta
Morgunblaðinu og Þjóðviljan-
um frétt um útafakstur bifreið-
ar, sem þó eftir frásögnunum
að dæma er ekki gott að átta
sig á hvar hafi skeð.
í Morgunblaðinu stendur að
maður hafi ekið út af Foss-
vogsbrú og bifreið hans fallið
í meters djúpan sjó. Kunnugir
vita að þetta er óhugsandi,
Fossvogsbrúin er að minnsta
kosti 200 metra frá fjöruborði
sjávar, svo það er ekki senni-
legt að maðurinn hafi ekið
þessa 200 metra eftir að hafa
ekið útaf brúnni, og velt svo
bifreiðinni í sjóinn.
í Þjóðviljanum er „sagt að
bifreið hafi verið ekið útaf
veginum rétt sunnan við brúna
á Reykjanesbraut, og lenti bif-
reiðin út í sjó.
Ósennileg er fréttin í Morgun-
blaðinu um slysstaðinn en öllu
lakari er hún þó í Þjóðviljan-
um, af þeirri einföldu ástæðu
að það er engin brú til á
Reykjanesbraut hvorki stór né
smá, og brautin liggur hvergi
svo nærri sjó að hugsanlegt sé
að bifreið geti fallið í sjóinn
þó henni sé ekið út af vegin-
um, ekki einusinni þó um há-
nótt sé og bifreiðarstjórinn
væri mikið miður sín.
Hvar hefur þá óhappið - skeð?
mætti spyrja, það er að segja
ef einhver hefur þá nokkurn
áhuga á að vita nokkuð nánar
um slysstaðinn, og það er ó-
hætt að segja að það hafi
hvorki verið við Fossvogsbrú
né á Reykjanesbraut.
Að líkindum hefur þetta skeð
við Kópavogsbrú, en sú brú
er á Hafnarfjarðarvegi og er
stærsta brúin af fjórum sem
eru á Hafnarfjarðarveginum.
Kópavogsbrúin er eins og nafn-
ið bendir til gerð yfir Kópa-
voginn, þar er möguleiki fyrir
því að bifreið geti lent í sjó-
inn ef henni er ekið út af veg-
inum en vegurinn og brúin eru
þarna 8 metrar á breidd, ekki
meira um það.
Þegar blöð sem hafa bæki-
stöðvar sínar og blaðamenn
eins nærri atburðarstaðnum
sem hér var raunin á, geta ekki
greint rétt frá heiti staðarins,
hvort má þá ekki ætla að eitt-
hvað brenglist í frásögnum
þeirra um atburði sem eru
lengra í burtu, t. d. um asíu-
bandalag án asíuþjóða, fölsuð
eða ófölsuð leyniskjöl hins
rússneska Petroffs í Ástralíu
eða kvennamál Síamskóngs,
Líklega; er ekki allt satt sem
stendur á prenti. — A. P.“