Þjóðviljinn - 01.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1954, Blaðsíða 6
{3) __ ÞJÓÐVILJINN — Föstudag^ir 1. október 1954 þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. f „Lýðræðið" í Sjómannafélaginu 1 þrennum kosningum til Alþýðusambandsþings hafa blöð at- Vinnurekenda og hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum kennt Stuðningsmenn sína alveg sérstaklega við lýðræðishugtakið. Sendimenn atvinnurekenda og fylgismenn afturhaldssamvinn- tmnar liafa hlotið heiðursheitið „lýðræðissinnar" gagnstætt hinni fylkingunni í verkalýðshreyfingunni .einingarmönnum, sem jafnan eru í sömu blöðum titlaðir ,,kommúnistar“, ofbeldis- tnenn“, ,,einræðissinnar“ og annað þaðan af verra! Á þessum áróðri er auðvitað engin breyting í þeim kosning- tim til sambandsþings sem nú standa yfir, enda þótt fylking einingarstefnunnar sé nú mannfleiri í verkalýðshreyfingunni en áður hefur verið og krafan um samstöðu allra vinstri manna gegn áhrifum afturhalds og atvinnurekenda nái langt inn í raðir Álþýðuflokksins. Áfram síulu þeir meðlimir verkalýðsfélaganna lieita „einræðissinnar" og ,,ofbeldismenn“ sem vilja að verka- Jýðurinn ráði samtökum sínum sjálfur án afskipta atvinnurek- enda og annarra óviðkomandi afla en hinir ,,lýðræðissinnar“, sem berjast fyrir því að halda heildarsamtökunum undir áhrifa- valdi atvinnurekenda og Holsteinsklíkunnar. Um þetta vitna blöð atvinnurekenda, Morgunblaðið og Vísir undanfarna daga. Og Alþýðublað Haralds og Stefáns Jóhanns kyrjar sama sönginn eins og það hefur mátt til. En hvar er þá ást þessara herra á lýðræðinu, hver er af- 4taða þeirra til þess að meðlimir verkalýðsfélaganna fái að njóta sinna lýðræðislegu réttinda í yfirstandandi fulltrúalcosn- fngum? Hvergi hefur einmitt þetta komið jafn skýrt og ótvírætt í Ijós eins og í Sjómannafélagi Reykjavíkur s.l. sunnudag, þegar þetta fjölmennasta stéttarfélag sjómanna er látið kjósa 17 full- trúa á Alþýðusambandsþing á sára fámennum félagsfundi, að 'flestum starfandi sjómönnum fjarverandi. „Lýðræðis“-ást hægri mannanna og húsbænda þeirra í Hol- EÍeinsklíkunni lýsti sér í því, að hunza með öllu þá kröfu, sem fram var sett í eftirfarandi bréfi, sem nokkrir sjómenn sendu félagsstjórninni fyrir fundinn: „Við undirritaðir meðlimir í Sjómannafélagi Reykjavíkur telj- um bæði æskilegt og nauðsynlegt, að sameina alla krafta til íamstarfs um hagsmunamál og félagsleg málefni verkalýðs- Btéttarinnar. Við erum þeirrar skoðunar, að með gagnkvæmum vilja mætti takast að skapa þá félagslegu samheldni, sem myndi verða Sjómannasamtökunum og verkalýðssamtökunum ný lyftistöng J starfi. Við teljum okkur mæla fyrir munn margra sjómanna ,þegar við leggjum til, að hafnar verði viðræður um sameiginlegan fulltrúalista til Alþýðusambandsþings á þeim grundvelli, sem (.]] verkalýðsfélögin á Akureyri og Þróttur á Siglufirði hafa gert samkomulag um. Jafnframt teljum við rétt að viðhöfð verði allsherjaratkvæða- greiðsla til þess að hinir mörgu félagar okkar, sem fjarverandi eru, geti látið vilja sinn í ljósi. Við biðjum ykkur að leggja bréf þetta fyrir fund í Sjómanna- félagi Reykjavíkur, sem halda á í félaginu á morgun“. Svar „lýðræðissinnanna" var að drífa fulltrúakjörið af á hinum fámenna fundi, skipuðum mestmegnis mönnum sem ekki hafa komið nærri sjómennsku í áratugi. Þeir voru á flótta undan starfandi sjómönnum, sem voru að störfum sínum á haf- inu. Eftir þeim mátti kosningin ekki bíða og því síður að við- hafa allsherjaratkvæðagreiðslu, en það fyrirkomulag eitt gerir fcjómönnum fært að láta vilja sinn í ljósi, þar sem óhugsandi er að þorri þeirra sé í landi á sama tíma. Þannig lýsir lýðræðis- Sst „lýðræðissinnanna" sér í framkvæmd, þannig reyndist virð- Sng þeirra fyrir mannréttindum sjómanna, sem eiga hag sinn Cg lífsafkomu undir skipan Alþýðusambandsþingsins. Erindrekar atvinnurekenda og afturhalds í verkalýðshreyf- íngunni eru sífellt með lýðræðið á vörunum .En í framkvæmd afneita þeir lýðræðinu og troða það undir fótum. Það sýnir feleggst kosningin í Sjómannafélagi Reykjavíkur, þar sem sjó- tnenn voru sviftir öllum möguleikum til áhrifa. Dómur hægri mannanna um stjórn Alþýðusambandsins Framkoman v/ð forseia AlþýcSusam- bandsins einsfœít dæmi um virSingu þá sem forusta heildarsamtakanna nýtur Það fer ekki mikið fyrir því að afturhaldsblöðin telji upp afrek núverandi Alþýðusam- bandsstjórnar í þágu launþega og skori á verkamenn að kjósa frambjóðendur hennar á þeim forsendum, enda er það skilj- anleg't. Vinnubrögð Alþýðu- sambandsstjórnarinnar eru með þeim endemum að afturhalds- blöðin vilja umfram allt forð- ast að minnast á þau — þótt þögnin komi raunar ekki að haldi, því ekki er um annað meira talað meðal verkafólks en nauðsyn þess að tryggja nýja og starfshæfa forustu sem hafi til þess vilja og þrek að taka upp virka og árangurs- ríka baráttu fyrir hagsmunum alþýðusamtakanna. Það má segja að núverandi forusta Alþýðusambandsins sé persónugerð í einum manni, I-Ielga Hannessyni forseta sam- bandsins. Ekkert sýnir betur virðingu þá sem Alþýðusam- bandsstjórnin nýtur en fram- koma hægri broddanna sjálfra við þennan fulltrúa sinn. Skulu nú rifjuð upp nokkur nýleg dæmi: ★ Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar í Hafjiarfirði töldu hægri broddarnir það vænleg- ast til kjörfylgis að strika Helga Hanuesson — forseta Al- þýðusambands íslands — út af framboðslista sínum og fela<4> hann algerlega í sjálfri kosn- ingabai'áttunni. ★ Þegar Alþýðuflokksforustan í Hafnarfirði samdi um stjórn bæjarins næsta kjörtímabil taldi hún það sjálfsagða ráð- stöfun að reka Helga Hannes- son -— forseta Alþýðusam- bandsins — úr embætti bæj- arstjóra. ★ Fyrir nokkrum vikum skrif- aði Helgi Hannesson mikla grein í Alþýðublaðið um kosn- ingarnar ' til Alþýðusambands- þings og rakti þar störf stjórn- ar sinnar og sjónarmið. Þeg- ar greinin var fullsett og átti að birtast í blaðinu komu hægri mennirnir vaðandi og heimtuðu að þessari ritsmíð forseta Alþýðusambands ís- lands, yrði stungið undir stól og kváðust að öðrum kosti kæra ritstjórnina fyrir flokks- svik. Var greininni þá kastað samkvæmt þessari kröfu. ★ I uppliafi Alþýðuflokksþings- ins var kosin verklýðsmála- nefnd eins og lög gera ráð fyr- ir. Var auðvitað stungið upp á því að Helgi Hannesson — forseti Alþýðusambands ís- lands — yrði kosinn í nefnd- ina. En þegar kosningu var lokið kom í ljós að Helgi Haim- esson hafði kolfallið; forseti sambandsins hafði ekki verið talimi hæfur til þess að fjalla um verklýðsmál á þingi Al- þýðuflokksins. A í þinglok var kosin ný mið- stjórn eins og alkunnugt er. Einn þeirra sem stungið var upp á var Helgi Hannesson — forseti Alþýðusambands ís- lands. Hann fékk einna lægsta atkvæðatölu allra manna og var fjarri því að komast í mið- stjórnina. ★ Þessi dæmi eru ekki rakin hér sérstaklega til að ófrægja Helga Hannesson; þess gerist ekki þörf og persóna hans skiptir ekki meginmáli. Þau eru hins vegar einstæð sönnun Haraldur Guðmundsson birt- ir í gær forustugrein í Alþýðu- blaðinu um kosningarnar til Alþýðusambandsþings og segir þar að rneginverkefnið sé að koma í veg fyrir einræði og ofbeldi í verklýðssamtökunum: „Ofbeldi og einræði í hvaða mynd sent er og hver sem beit- ir því er andstætt eðli og til- gangi verklýðshreyfingarinnar. Ef unnt á að vera að tryggja heilbrigða þrómi í framfara- málum íslenzkrar alþýðu, er því nauðsynlegt að liindra að slík öfl nái að festa rætur i starfi og stefnu lieildarsamtaka verkalýðsins.“. Þetta eru fróðleg ummæli af vörum Haralds Guðmundsson- ar. Það er aðeins einn íslenzk- ur stjórnmálaflokkur sem með ofbeldi og einræði hefur reynt að hrifsa til sín öll völd í heild- arsamtökum íslenzkrar alþýðu. Það er aðeins einn flokkur sem hefur reynt að skammta að- eins flokksbræðrum sínum að- gang að Alþýðusambandsþing- um og útiloka alla aðra flokka, meirihluta samtakanna. Þessi flokkur er Alþýðuflokkurinn, sem reyndi að gera alþýðusam- þess hvernig hægri mennirnir sjálfir dæma verk Alþýðusam- bandsstjórnar og hverrar virð- ingar forustumaður hennar nýtur af athöfnum sínum. í öll- um löndum öðrum nýtur mað- ur sá sem heildarsamtökin hafa valið til æðstu forusfu hinnar mestu virðing'ar og er talinn sjálfkjörinn til þeirra trúnað- arstarfa sem hann vill taka að sér; hér er hann orðinn horn- reka og háðsefni. Og þetta staf- ar ekki af því að Helgi Hann- esson sé illa gerður; maðurinn er greindur og duglegur að eðlisfari; honum hafa aðeins verið falin þau verkefni sem hann fær ekki undir risið: að gera heildarsamtök verkalýðs- ins háð atvinnurekendum og flokkum þeirra. Og dómurinn um stefnuna hrín þannig á honum persónulega. Samt er það nákvæmlega ó- breytt stefna sem afturhalds- öflin boða, þau vinnubrögð sem birtast í starfsferli Helga Hannessonar. Stjórnarblöðin og Alþýðublaðið skora nú á verka- fólk að halda Alþýðusamband- inu áfram í sömu niðurlæging- unni, svo að kjarabaráttan verði engin og forseti heildar- samtakanna hornreka. Skyldu margir verkamenn, sem annt er um samtök sín, vilja ljá þeirri stefnu lið? tökin að flokksfyrirtæki undir leiðsögn Haralds Guðmunds- sonar og annarra hægrikrata — og ummæli Álþýðublaðsins í gær geta engan hitt nema hann. Og' víst hitta þau í mark. ís- lenzkur verkalýður hefur eng- an áhuga á því að færa hægri krötunum aukin völd. Af þeim er margfengin sú reynsla að þeir eru óbrigðulustu hækjur íhaldsins, sem staðið hafa að þrælalögum, vísitölubindingu, tollahækkunum og öðrum hlið- stæðum aðgerðum í hvert skipti sem þeir hafa haft að- stöðu til áhrifa á stjórn lands- ins og hafa reynt að beygja alþýðusamtökin undir sömu vinnubrögð. Haraldur Guð- mundsson veit það fullvel að nú er hafin sókn um allt land geg'n þessari þróun, ekki sízt innan Alþýðuflokksins sjálfs, og honum er það algerlega um megn að stöðva þá sókn. Draumurinn um einræði og of- beldi hægri klíkunnar í Al- þýðusambandinu mun ekki rætast; það tímabil í sögu verklýðshreyfingarinnar er lið- ið og kemur ekki aftur. Hverjir hafa beitt einræði og ofbeldl í verkalýðssamtökunum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.