Þjóðviljinn - 01.10.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.10.1954, Blaðsíða 12
Enn hopa þeir burt frá Aðalvík Föstudagur 1. október 1954 — 19. árgangur — 222. tölublað Vinnan og verkalýðurinn Nýtt hefti komið út Nýtt hefti er komið út af Vinnunni og verkalýðnum. Rit- stjórinn skrifar þar um sjó- mannakjörin og grein er hann nefnir Um bakdyr stjórnmál- anna. Björn Bjarnason skrifar þáttinn Af alþjóðavettvangi. Grein er eftir Eggert Þorbjarn- arson: Sameinuð verkalýðs- hreyfing er reginafl. Kvæði eru eftir Ásgeir Ingvarsson og þýtt kvæði: Það takmark er hátt. Smásaga er eftir Einar Krist- jánsson. Viðtal er við fyrrver- andi formann kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness, og nefnist það: Ættu að fá lausn frá störfum. Þá er ótalinn. vísnabálkurinn, myndaopna og margt stuttra greina. í tvö sumur hefur verið unnið að byggingu banda- rískrar herstöðvar í Aðalvik á Vestfjörðum. Ekki hafa þó bandarískir striðsmenn árætt að búast þar til vetrarsetu ehn, enda hefur Vestfjarða- kjálkinn reynzt þeim mesti ó- heihastaður, eins og frægt er orðið síðan floti þeirra var sendur til að skjóta þar á fjöllin, — og varð frá að hverfa. Um síðustu helgi hörfuðu bandarískir enn frá Aðalvík og fiuttu stríðsbúnað sinn til ísafjarðar, þar sem hann verður hýstur í vetur. Myndin hér að ofan er af einum innrásarpramma þeirra er hann kemur til ísafjarðar, hlaðinn herstöðvavélum á undanhaldinu. Herstöðin í Aðalvík er að eins ein af mörgum sem Bandaríkjamenn og leppar þeirra íslenzkir hafa fyrirhug- að að reisa hér á landi. Unn- ið er að byggingu samskonar stöðva á Langanesi og við Iíornafjörð. Stöðvum dreif- ingu hinna bandarísku spill- ingarbæla. Sameinumst um kröfuna um uppsögn her- námssamningsins og brottför erlends hers af íslandi. Merk bók um œvísögu |orð« arinnar kemur úf í dag f dag kemur í bókaverzlanir Þættir úr ævisögu jaröar og hefur Hjörtur Halldórsson tekiö hana saman, að' mestu eftir hinu bandaríska riti, The Biography of the Earth eftir próf. George Gamow. Er bókin hin fróöleg- ssta, prentuð á góðan pappír meö mörgum skýringar- myndum. I inngangsorðum segir dr. Sigurður Þórarinsson m.a.: Bók sú um sögu jarðar, sem hér um ræðir, er að meginefni endursögn á bók eftir rússnesk- ameríska stjarneðlisfræðinginn George Gamow, prófessor við háskólann í Washington. Gam- ow er heimsfrægur fyrir vís- indarannsóknir sínar, einkum íyrir rannsóknir á orkumynd- un í sólinni. Hann er og víð- kunnur fyrir alþýðleg fræðirit sín, sem þýdd hafa verið á fjölda tungumála. Þar á meðal er sú bók,. Biography of the Earth, sem hér er byggt á. Ekki get ég neitað því, að sumt af því, sem Gamow. segir í þessari bók og þó einkum sumt af því, sem hann segir um Ioftslagssögu jarðar, virðist Sésíaiistar | Fyrsta spik- | | kvöH haustsins | í; á sunnudagskvöldið [ kemuf I U r ' B ■ Fyrsta spilakvöld Sosialista- • S félags Reykjavíkur á þessu * ■ hausti verður á sunnudags- • 5 kvöldið kemur, 3. okt. í : S Skátaheimilinu við Snorra- * • braut og hefst ki. 9. : Spiluð verður félagsvist, • » flutt erindi crg að lokum dans- • : að til kl. 1. : Spilakvöld Sósíalistafélags- • s ins á s.l. vetri voru hin vin- : ■ : sælustu og mjög f jölsótt. Er : « því vissara að koma tíman- • : lega. : : Sósíalistar. Komum saman í: ■ . s í Skátaheimilinu á sunnudags- • • kvöldíð kemur. : mér orka tvímælis, enda erfitt að skrifa bók um það efni, svo að öllum fræðimönnum líki. Hér er um fræðigrein að ræða, þar sem stöðugt er verið að leiða nýjar staðreyndir í Ijós, og nýjar kenningar og tilgátur eru stöðugt að koma fram. Skipta þær sjálfsagt tugum til- gáturnar um orsakir loftslags- breytinga, sem nú eru á baugi. En Gamow kann þá kúnst að skrifa við leikmanna hæfi um torskilin efni og vekja áhuga lesendanna á því, sem hann skrifar um, og er það mikils- vert atriði.Mér virðist mikil bót að því, að Hjörtur Halldórs- son hefur ekki haldið sig ein- göngu að bók Gamows, held- ur lagfært hana að ýmsu leyti í meðförunum, fellt úr ýmis vafasöm atriði, skotið inn skýr- ingum og gert grein fyrir skoð- unum öðrum en þeim, sem Gamow heldur fram. Eins og bókin er nú úr garði gerð, get ég eindregið mælt með henni sem alþýðlegu fræðsluriti og hygg, að hún muni verða mörg- um til gagns og ánægju. Hefur veiH 575 f. sildar i Reyðarfirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Vélbáturinn Snæfug) hefur stundað reknetjaveiðar héðan um skeið. í gær kom hann úr þriðju veiðiförinni með 265 tunnur. Hefur hann þá veitt, alls 1 575 tunnur af reknetjasíld nú í haust. Báturinn verður nú útbú- inn á línuveiðar. 1000 haínaive?kamenn í veskfalii Eitt þúsund hafnarverka- menn í London, sem vinna við kjötafgreiðslu í höfninni, hafa ákveðið að gera verkfall, segir í fregn í brezka 'útvarpinu. Tjarnarbíó sýnir Martein Liíthcr Um miðjan þennan mánuð byrjar Tjarnarbíó sýningar á nýrri amerískri kvikmynd um ævi Marteins Lúthei's. Myndin er gerð af bandaríska kvik- myndafélaginu Louis de Roehe- mont í samvinnu við lúthersk ltirkjufélög í Bandaríkjunum, og var unnið að kvikmynda- tökunni í Þýzkalandi í fyrra. Titilhlutverkið leikur írski leik- arinn Niall MacGinnis, en leik- stjóri er Irving • Pichel frá Hollywood. Lízt vel á viniiu isi, skipasmiða Blaðamönnum var í gær boð- ið að sjá kvikmynd af einum þætti framleiðslunnar í hinum miklu Lister-vélaverksmiðjum í Bretlandi, en verksmiðjur þess- ar eru nú með stærstu véla- fyrirtækjum Breta. Tilefni þess- arar kvikmýndasýningar var þoð, að hingað er kominn einn af fulltrúum Lister-verksmiðj- anna á Norðurlöndum, Norð- maðurinn Hans Zimmer skipa- verkfræðingur. Hefur hann ferð azt nokkuð um landið og m.a. skoðað taátasmíðastöðvarnar við Faxaflóa og litizt einkar vel á allt handbragð íslenzku skipa- smiðanna. Brezku Lister-verksmiðjurn- ar framleiða alls konar vélar allt að 500 hö.. m.a. báta- og skipavélar, rafstoðvar, hev- vinnsluvélar, o. s. frv. Er talið að um 1000 Lister-vélar séu nú starfræktar hér á landi, á s.ió og landi. Umboð fyrir vérk- smið-jurnar hefur Vélasalan h.f., en forstjóri hennar er Gunnar Friðriksson. írnasonar keimir út í næsta inánuði Gefin út effir handiiitum höíunða — Fyllri og skemmtilegri en fyrri útgáfur Þjóðsögur Jóns Árnasonar eru nú i prentun og munu koma út seint í næsta mánuöi ,en þær hafa nú um niargra ára skeið verið ófáanlegar. Þjóðsögur Jóns Ámasonar hafa allt frá fyrstu útkomu sinni verið í hópi vinsælustu bóka sem út hafa komið á íslenzku, og mun svo enn verða. Úígáfan sem nú er á ferðinni verður á marg- an hátt skemmtilegri og fróð- legri en fyrri útgáfur. í fyrri út- gáfum var ekki aðeins sleppt nöfnum margra sögupersónanna, heldur einnig höfunda þeirra, og var það aðallega gert vegna þess að þá voru sögupersónurn- ar á lífi. í nýju útgáfunni verður farið eftir upphaflegu handriti höf- unda, sögupersónur og sögumenn eru nafngreindir og öll frásögn verður fyllri. Ilafa þeir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálms- son unnið að útgáfunni og er óhætt að treysta því að verk sitt hafi þeir rækt af alúð og sam- vizkusemi. í nýju útgáfunni. verða einnig myndir af helztu mönnum er á sínum tíma stóðu að söfnun og útgáfu þjóðsagnanna. í haust koma út, tvö bindi af þjóðsögunum, þær þjóðsögur er áður hafa verið út gefnar. En mikill hluti af því sem Jón Árnason safnaði hefur aldrei verið út gefinn og á sá hluti þjóðsagnanna að koma út að ári og mun verða 1—2 bindi til við- bótar. — Þessa dagana geta menn gerzt áskrifendur að þjóð- sögunum og eiga þær að kosta 450 kr. en verða töluvert dýrari í búðum. Geta menn snúið sér lil Hafsteins Guðmundssonar prent- smiðjustjóra í Hólaprenti. Fyrsti kjamorkHkaí- káturmn Tilkynnt var í Bandaríkjun- um í gær að fyrsti kjarnorku- knúði kafbáturinn væri' full- gerður, en hann hefur verið í smíðum í tvö ár. Framhald af 1. síðu næði til annarra hernaðartækja en kjarnorkuvopna, gasvopna og sýklavopna. Blöð í Vestur-Evrópu ræða. mikið tilboð Edens um tiltek- inn brezkan herstyrk á megin- landi Evrópu allt til næstu aldamóta, og telja að með henni hafi Bretar gengið lengra í skuldbindingum við meginlands- ríki Evrópu en nokkru sinni fyrr. Nefnd sem falið hafði verið að gera tillögur um aðferðina. við að veita Vestur-Þýzkalandi fullt sjálfstæði skilaði tillögum sínum í gær. í dag koma á fund utanríkisráðherrar Bret- lands, Frakklands og Banda- ríkjanna og Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands, til að ræða þær tillögur. Sérleyfishafar stofsia eigin afgreiðslu Sérleyfishafar á langferöum hafa nú stofnaö sína eig- in bifreiðaafgreiðslu og tekur hún til starfa frá og meö- tleginum í dag. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur undanfarin ár annast afgreiðslu flestra sérleyfisbifreiða og einnig fyrir hópferðir. Nú hafa sérleyf- ishafarnir stofnað sína eigin bif- reiðaafgreiðslu og verður hún í húsnæði því sem bifreiðaaf- greiðsla Ferðaskrifstofunnar hef- ur verið í. Verða afgreiddar þar bifreiðir allra sömu sérleyfishafa og áður. Sérleyfishafarnir munu kappkosta að veita almenningi alla þá þjónustu varðandi ferðir og ferðalög með bifreiðum sem frekast er kostur á- og hafa á- vallt til leigu 8—24 manna bif- reiðir til hópferða og annarra ferðalaga. — Sími Bifreiðaaf- greiðslunnar er 81911. Afgreiðslutíiní sölubúða breytist m belgina Vetrarafgreiðslutími sölubúða hefst um helgina. Sölubúðir verða opnar til klukkan sex síðdegis í dag (föstudag) og á morgun (laugardag) til kl. 4 s.d. — (Frétt frá Sambandi smásöluverzlana).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.