Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 2
r- £■ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. október 1954 Þá lagðist Fróðafriður Fróði konungur sótti heimboð í Svíþjóð til |;ess konungs, er Fjölnir er nefndur; þá keypti hárih ambáttir tvær, er hétu Fenja og Menja; þær voru miklar og sterkar. f þann tíma fannst í Danmörku kvernstein- ar tveir svo miklir, að engi var svo sterkur, að dregið gæti; en sú náttúra fylgdi kvernunum, að það mólst á kverninni, sem sá mælti fyrir, er mól. Sú kvern hét Grótti. Hengikjaptur er sá nefndur, er Fróða konungi gaf kvern- ina. Fróði konungur lét leiða ambáttirnar til kvernarinnar og bað þær mala gull, og svo gerðu þær, mólu fyrst gull og frið og sælu Fróða. Þá gaf hann jjeim eigi lengri hvíld eða svefn en gaukurinn þagði eða ljóð mátti kveða. Og áður en létti kvæðinu, mólu þær her að Fróða, svo að á þeirri nótt kom þar sá sækonungur, er Mýsingur hét, og drap Fróða, tók þar herfang mikið. I>á lagð- ist Fróðafriður. (Úr Snorra-Eddu). □ f dag er laugardagurinn 9. okt., ! dagur ársins. Díom ýsusmessa. Tungl í hásuðri kh 23:13. Árdegisháflæði kl. 3:55. 12.50. Óskajiög '.júklinga (Ingi- ijörg Þorbergs). (3.30 Setning Al- Dingis: a) Guðs- þjónusta í Dómkirkjunni (Ás- mundur Guðmundsson prédik- 'ar. Organleikari: Páll Isólfs- son). b) Þingsetning. 19.30 Þingfréttir. 20.30 Tónleikar: Cor de Groot leikur píanólög eftir ýmsa höfunda. 21.00 Leik- rit: Næturregn eftir H. C. Branner, í þýðingu Gunnars Árnasonar — Leikstjóri: Valur Gíslason. Leikendur: Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Róbert Arnfinnsson. 22.10 Danslög pl. — 24.00 Dagskrárlok. Kvæðamannafélagið Iðunn heldur fund í Baðstofu iðnaðar- manna í kvöld klukkan 20:00. Kvöld- og næturvörður er í læknavarðstofunni, Austur- bæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvarzla í Lyfjabúðinni Iðunni. — Sími 7911. En hyað . er þetta — hikk — hikk er íangur veggnr — hikk. Er liann alveg endalaus? V erkakvennaf élagið Framsókn heldur fund á morgun kl. 3 e.h, í Alþýðuhúsinu. Fundar- efni: Kosning fulltrúa á Ál- þýðusambandsþing, rætt um 40 ára afmæli félagsins, og önn- ur mál, sem fram kunna að koma. Félagskonur sýni skír- teini eða kvittun. Söfnin eru opinl Listasafn Einars Jónssonar er nú opið aðeins á sunnudög- um kl. 13:30—15:30. Landshðkasafnlfl -:: Kí. 10-12, 13,-49 ftg . 20^22 alla virka de.ga, nema laugardaga kl. 10-12 og 13-16. < • • i .'•» • 'I f J AÍL*-’ l> > . N fiitúrugrlpasaínlB kl. 13:30-15 á sunnudögum, kl. '14-15 á þrlðjudöglim og ffirirótu- dðguzn. ' ■ M e s s u r á m o r g u n Laugarnesprestakall Enginn messa. Sóknarprestur. Nesprestakall Messað í kapellu Háskólans kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Langholtsprestakall Messa kl. 2 í Laugarneskirkju. Ferming. Árelíus Níelsson. Háteigsprestakall Messað í hátíðasal Sjómanna- skólans kl. 2. Sr. Jón Þorvarðs- son. Bústaðaprestakall Messað í Fossvogskirkju kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sr. Gunnar Árnason. Fríkirkjan Messað kl. 2. Sr. Þorsteinn Björnsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. Sr. Öskar J. Þor- láksson. Síðdegismessa kl. 5. Sr. Jón Auðuns. Sigfúsarsjóður Þeir sem greiða smám samai framlög sín til sjóðsins en minntir á að skrifstofan á Þórs götu 1 er opin alla daga kl 10—12 og 2—7, nema laugar daga aðeins fyrir hádegi. Minningargjafarsjóður Landspítala lslands. Spjöld sjóðsins fást afgreidd á eftirgreindum stöðum: Landsíma Islands, á öllum stöðvum hans; Hljóðfæraverz’.un Sigríðar Helga- dóttur, Bókum og ritföngum Laugavegi 39, og hjá forstöðukonu Landspítalans. Skrifstofa hennar er opin kiukkan 9-10 árdegis og 4-5 síðdegis. Æ. F. II. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 6—7 nema laugar- dasa kl. 3—5. Listasafn ríkisins kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13- 15 á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum. Vlinningarspjöid Krabbamelns- félags fslands fást í öllum lyfjabúðum í Reykja- vik og Hafnarfirði, Bióðbankan- um við Barónsstíg og Remedíu. Ennfremur í öllum póstafgreiðsl- um á landinu. Bæjarbókasafpi^ ,. Æ, (Jtlán virka daga kl. 2-10 síð- degis. Laugardaga kl. 1-4. Les- stofan er opin virka daga kl. 10-12 átdegis og 1-lQ ,§íðdegi§. Laugardág'a kí. lÓ-ÍÍTí&g vl-*4. Lokað á sunnudögum yfir sum- armánuðina. G^ngÍKfikráning 1 steriingspund ...... 45,70 kr 1 Bandaríkjadoilar .. 18,32 — 1 Kanadadollar ........ 16,90 — 100 danskar krónur .... 236,30 — 100 norskar krónur .... 228,50 — 100 ssenskar krónur .... 315,50 — 100 finnslc mörk ........ 7,09 — 1000 franskir frankar . • 46,63 — 100 belgískir frankar .. 32,67 — 100 svissneskir frankar . 374,50 — 100 gyllini ........... 430,35 — 100 tékkneskar krónur . 226,67 — 100 vestur-þýzk mörk .. 390,65 — 1000 lírur ............. 28,12 — Kaupgengi: 1 sterlingspund ...... 45,55 kr 1 Bandaríkjado’.Iar .. 16,26 — 1 Kanadadollar ........ 16,26 — 100 danskar krónur .... 235,50 — 100 norskar krónur .... 227,75 — 100 ssenskar krónur .... 314,45 — 100 finnsk mörk ......... 1000 franskir frankar .. 46,48 — 100 belgískir frankar .. 82,56 — 100 svissneskir frankar . 373,30 — 100 gyllini ............. 428,95 — 100 tékkneskar krónur . 225,72 — 100 vestur-þýzk mörk .. 389,35 — 1000 lírur ................ 26,04 — Bókmenntagetraun Vísurnar í gær voru úr man- söng eftir Sigurð Breiðfjörð. Þetta er öllu eldra. Selja mun eg við sufli sverð mitt, konungr verða og, rymskyndir randa, rauðan skjöld við brauði. Hungrar hilmis drengi. Hér göngum vér svangir. Nær dregr hrygg að hvoru (Haraldr sveltir mig) belti. Millilandaflug: Hekla, millilanda flugvél Loftleiða er væntanleg til Rvíkur kl. 11 í dag frá N. Y. — Flugvélin fer héðan klukkan 12:30 áleiðis til Gautaborgar og Hamborgar. Gullfaxi fór í morgun til Kaup- mannahafnar og er væntanleg- ur aftur til Reykjavíkur kl. 17:45 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætl- að að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Isafjarð- ar, Patreksf jarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. Á morgun eru ráðgerðar flugferðir til Ak- ureyrar pg Vestmannaeyja. ■ -r. . Krossgáta nr. 483. Lárétt: 1 fljóðið 4 ábendingar- fornafn 5 boðháttur 7 fora 9 fæddu 10 yfir á 11 erlent nafn 13 tónn 15 tenging 16 karl- mannsnafn. Lóðrétt: 1 nautgrip 2 veiðar- færi 3 ónotuð 4 sæti 6 kristnin 7 lin 8 fyrstir í stafrófinu 12 elskar 14 ryk 15 tilvísunar- fornafn. Lausn á nr. 482. Lárétt: 1 krakkar 7 ao 8 árla 9 uku 11 ólu 12 ná 14 ið 15 garg 17 oo 18 áar 20 kristni. Lóðrétt: 1 kaus 2 rok 3 KÁ 4 kró 5 Alli 6 rauði 10 Una 13 árás 15 bor 16 gat 17 Ok 19 RN. E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Rotterdam í gær til Hull og Rvíkur. Detti- foss fór frá Rvík 5. þm. til N. Y. Fjallfoss kom til Rvíkur í gærmorgun 8. þm. frá ísafirði. Goðafoss hefur væntanlega far- ið frá Hamborg 7. þm. til R- víkur. Gullfoss fór frá Kaup- mannahöfn í dag til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá K- höfn 6. þm. til Leníngrad, Ham ina og Helsingfors. Reykjafoss fór frá Vestmannaeyjum 4. þm. til Rotterdam og Hamborgar. Selfoss fór frá Rotterdam 7. þtm. til Rvíkur. Tröllafoss fór frá N.Y. 28.9. væntanlegur til Rvíkur síðdegis í dag. Tungu- foss fór frá Gibraltar 4. þm. til Rvíkur. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell er i Ábo. Arnarfell er í Hafnarfirði. Jökulfell fór frá Akureyri í gær til Vest- fjarðahafna. Dísarfell er á Norðurlandshöfnum. Litlafell er.á Norðurlandshpfnum; Helga fell er í Keflavík. Magnhild er í Hafnarfirði. Baldur fór frá Rvík 29. fm. áleiðis til Ham- borgar. Sihe Boye Iqstar kol í Póllandi. H t -v> -,.r. Ríkisskip Hekla kom til Reykjavíkur í gærkvöld að vestan. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu breið er á Austfjörðum á leið til Bakkafjarðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík til Snæfells- ness og Breiðafjarðarhafna. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfell- ingur fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Vestmannaeyja. t=£K5= Kvenréttindafélag íslands. Fundardagur félagsins í vetur er 3. mánudagur í hverjum mánuði en ekki 2. eins og áð- ur hefur verið tilkynnt. Stjórnin. Handavinnudeild Kennaraskólans, Laugaveg 118, efnir til 3ja mánaða námsskeiðs í handa- vinnu. — Upplýsingar í síma 80807 næstu daga klukkan 9—3 e.h. Hví gefur þú þeim það? Þeir launa þér aldrei, sögðu hermennirnir. — Og svo hvísluðust þeir á og sögðu sín á milli: — Hann hefur lofað að frelsa þá. Við skulum gæta hans vel. Þeir komu til Brýlu í morgunsárið. Hraðboði bar aðmírálnum fréttina um komu þeirra. Hann kom ríðandi og, fylgdu honum margir menn alvopnaðir. —- Sælir verið þið, munkar, sagði Lummi aðmíráll og var enn grimmdarlegri en vanalega. Hann var hár vexti með hauk- frán augu. — Upp með hendurnar! sagði hann hranalega. Hendur ykkar sýnast hvítar sem mjöll. En þið gabbið mig ekki. Eg veit að hendur ykkar eru roðnar blóði margara góðra föðurlandsvina, munka- hundar. Laugardagur 9 október 1954 — ÞJÓÐVIUINN — (3 Öðrum en Íögskipuðum uppboðshöldurum er óheimilt að fara með opiubert uppboðshald Hæstirétfiur dæmir Sigurð Benediktsson i 2000 króna sekt fyrir að hafa haldið listmunauppboð án þess að hafa tii þess réttindi S.l. miðvikudag kvaö Hæstiréttur upp dóm 1 máli, sem ákæruvaldiö höfðaöi gegn Sigurði Benediktssyni fyrir að halda tvö listamannauppboð á síðast liönu sumri án þess að hafa til þess réttindi. í sakadómi var Sig- nrður dæmdur í 2000 króna sekt og staðfesti Hæstirétt- ur þá niðurstöðu. Forsendur dóms Hæstaréttar eru þessar: „Opinber uppboð munu lítt hafa tíðkazt hér á landi fyrr en á 18. öld, en á 19. öld eru þau orðin algeng söluaðferð, bæði um frjálsa sölu og nauðungarsölu og jaínt um sölu á fasteignum sem lausafé. Tilskipun um upp- boðsþing í Danmörku og Noregi frá 19. desember 1693, sem til er vitnað í ákæruskjali, mun aldrei hafa verið birt hér á landi og því ekki öðlazt hér gildi sem' sett lög. En tekið var að fylgja ákvæðum tilskipunar þess- arar í framkvæmd fyrir alda- mótin 1800 og býggt á þeim sem gildándi rétti í filskipun frá 21. júní 1793, sem löglega var birt hér- á landi árið 1794. Tilskipun- in frá 1693 eða ákvæði úr henni hafa þannig verið framkvæmd hér á landi í meira en hálfa aðra öld og jafnan verið tekin upp í lagasöfn um gildandi ís- lenzk lög; og er þess þá að jafn- aði getið, að tilskipunin hafi ekki verið birt hér, e'n fylgt í fram- kvæmd. Þar sem svo lengi hefur verið farið eftir ákvæðum til- skipunarinnar frá 1693, hafa þau helgazt af venju og yngri Iögum og orðið gildandi íslenzk- ar réttarreglur. Þau ákvæði tilskipunarinnar, sem hér skipta helzt máli, eru i 1. og 5. gr. hennar. Segir þar, að mönnum skuli vera heimilt að láta selja fjármuni sína á opin- beru uppboði, hvort heldur fast- eignir eða lausafé, en þó verði það að gera menn þeir, sem til þess eru skipaðir, þ. e. bæjar- fógetar í kaupstöðum og héraðs- fógetar til sveita. Samkvæmt 29. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 3. gr. laga nr. 65/1943, og 2. gr. íaga nr. 57/1949 fara nú með uppboð sýslumenn í sýslum, bæjarfóget- ar í kaupstöðum og borgarfógeti í Reykjavík. í framangreindri tilskipun frá 21. júní 1793 segir svo í 3. gr.: „Lausafjármuni má seljandi... láta flytja'til sölunnar hvert er hann vill, og þangað er hann ætlar, að þeir seljist bezt, ög ber uppböðshaldaránum, þar sem þeir eru seldir, uppboðshald- ið á þeim“. Hefur þannig þegar á 18. öld verið ákveðið í setturn lögum, að opinberir uppboðshald- arar einir hefðu rétt til að halda opinber uppboð. Nefnd 3. gr. er talin meðal lagaákvæða, sem felld voru úr gildi með 50. gr. laga nr. 57/1949, en þar sem þau lög taka ekki til frjálsra upp- boða, eins og ljóst er af orðum þeirra og greinargerð við frurn- varp til laganna, þá breytir þetta Silfurtúnglið frumsýnt í kvöld Framhald af 12. síðu. i hafa lagt mikla vinnu í það að væru þessar aðstæður til stað- | strika út úr leikritinu allt bók- legt mál og mál, sem bæri Bðrgarfjsrðarkvikmyndin sýnd í kaust heima í héraði, siðan hér Bntnf»3ingafélagið heldar áfram kvik- myndmt þréunarsögn héraðsins Borgfirðingafélagið, sem er eitt athafnasamasta áttliagafélagið, hélt aðalfund sinn 1. þessa mánaðar. Starfsemi félagsins var með svipuðu sniði sl. ár og undan- farið, en aðalverkefni félagsins var kvikmyndun héraðsins og er því verki nú það langt kom- ið, að þegar er komin löng og fróðleg mynd af héraðinu. Er ráðgert að sýna hana í Borg- arfirði á þessu hausti og síð- an hér í Reykjavík. Kvikmynda- tökunni verður þó haldið áfram þvá ætlunin er að kvikmynda ekki aðeins héraðið á yfirstand- andi tíma heldur og síðar, og geyma þannig á kvikmynd þró- unarsögu héraðsins. Unnið var áfram að örnefna- söfnun. Hefur Ari Gíslason kennari ferðazt um al't hér- aðið, hæði Mýra- og Borgar- fjarðor<:’',7qiur, komið á hvern bæ í b'iðum súolum, auk þess sem hann hefur átt tal við fjölda hrottfhittra, kunnugra manna, og á. bann bát.t skráð mikinn fjölda brottfluttra ör- nefna. Örnefnaskráin er nú orð- in 1300 vélritaðar blaðsíður og í henni eru 25 þús. örnefni, er skiptast þannig að á hvern bæ í Borgarfirði koma ná- lega 60 örnefni en um 80 í Mýrasýslu. Hagur félagsins batnaði um 30 þús. kr. á árinu og er eign þess nú rúmlega 135 þús. kr. er skiptist milli ýmissa sjóða, byggðasafnssjóðs, Snorrasjóðs, trvggingarsjóðs, íþróttasjóðs, félagssjóðs og byggingarsjóðs, en hinn síðastnefndi var stofn- aður á fundinum með 10 þús. kr. framlagi, og skal sjóðurinn vera grundvöúur að væntan- legri húsbyggingu félagsins ein- hverntíma í framtíðinni. Var ákveðið að halda hlutaveltu í haust til ágóða fyrir bygging- arsjóðinn. Starfsemi félagsins í vetur verður með liku sniði og áður. Félagsmenn geta orðið allir Borgfirðingar hér og heima í héraði. Er árgjaldið 20 kr. fyr- ir karla og 15 kr. fyrir konur, en ævifélagsgjald 150 og 200 kr. Stióm. félagsins var öll end- urkjörin og skipa hana Eyjólf- ur Jóhannsson formaður, Guð- mundur IUugason, Þórarinn Magnússön, Steingrimur Þóris- son, Sína Ásbjamardóttir, Þor- geir Sveinbjamarson og Sig- urður Halldórsson. engu um réttarreglur þær, sem um frjáls uppboð hafa gilt og gilda. Samkvæmt því, sem hér hefnr verið rakið, er öðrum mönnum en lögskipuðum upp- boðshöldurum óheimilt að fara með opinbert uppboðs- hatd. Ákærði hefur því, með þvs að halda opinbert uppboð, svo sem í héraðsdómi greinir, hrotið gegn ákvæðum 116. gr. lag nr. 19/1940. Og með því að fallast má á ákvæði hins áírýjaða dórns um sektargreiðslu, vararefsingu og sakarkostnað, ber að staðfesta dóminn, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber á- kærða að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar á meðal laun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir Hæstarétti, kr. 1500.00 til hvors“. Byggingu sjúkra- hússins miðar vel Neskaupstað Frá fréttaritara Þjóðviljans. Byggingu sjúkrahússins í Nes- kaupstað hefur miðað vel á- fram á þessu ári. Múrhúðun beggja aðalhæðanna má heita lokið, miðstöð er að mestu lögð og verið er að Ieggja síðustu hönd á húsið úti. 1 sjúkrahúsinu verða um 30 rúm og elliheimili bæjarins verður á efstu hæð. Þá hefur og komið til tals að hafa lækn- isíbúð í húsinu. Tekizt hefur að útvega lán fyrir öllum lækningatækjum, húsbúnaði ofl. og á húsið að geta tekið til starfa þegar er byggingu þess er lokið. Það virðist tryggt að unnt verði að vinna að byggingunni í allan vetur. Ekki verður um það sagt að svo stöddu hvenær sjúkrahúsið getur tekið til starfa, en komi ekkert ófyrir- sjáanlegt fyrir má gera ráð fyrir að það verði á árinu 1956. Leikhnsgestír hresstir 1 vetur verða veitingasalir Þjóðleikhúskjallarans opnir sér- staklega fyrir leikhúsgesti í sambandi við leiksýningar. Sal- imir verða opnaðir kl. 6 á kvöldin og geta leikhúsgestir þá fengið mat, í sýningarhléi verða kaffiveitingar eins og verið hefur, en að loknum leik- sýningum fást allskonar veit- ingar. í matmálstímanum verð- ur leikin sígild tónlist en á kvöldin dansmúsik. ar í Þjóðleikhúsinu og því hefði hann ráðizt í samningu leikritsins, en auk þess væri geysileg eftirspum eftir leik- ritum ekki aðeins hér á landi heldur og hjá leikhúsum um alla Evrópu, og þetta „leik- ■ritahungur“ hefði m.a. átt þátt í því að hann spreytti sig á þessu ágæta tjáningarformi. Gamanleikur með tragiskum undirtón Um efni leiksins vildi Lax- ness lítið segja. Segja mætti að þetta væri gamanleikur með tragiskum undirtón og gæti gerzt hvar sem væri í heim- inum, nokkur hluti hans kannski helzt fyrir noi'ðan á Blönduósi eða Sauðárkróki nokkur hluti í Reykjavík. Ann- ars hefði leikstjórinn, Lárus Pálsson, ekki lagt neina á- herzlu á að binda leikinn við ákveðna staði. Ágætt samstarf. Halldór Laxness rómaði mjög allt samstarf við Lárus Páls- son ög kvaðst háfa liáft ó- blandna ánægju af því að vinna með öllum leikendunum. Þá kvaðst hann einnig vilja minna sérstaklega á þann á- gæta þátt, sem Jón Nordal ætti í verkinu, en hljóðfærin, sem leikið er á, em næsta ó- venjuleg, þ e. saxófónn, túba, trompet, harmoníka, og munn- harpa. Skrifað í fyrra Laxness kvaðst hafa haft leikritið lengi í huga en skrif- að það mest í fyrrasumar og fram eftir vetri. Hann kvaðst Kllt Aðalfundur ÆFR verður haldinn þriðjudaginn 12. okt. í Baðstofu iðnaðannanna og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1 Venjuleg aðalfundarstörf. 2 Um 13. sambandsþing ÆF: Adda Bára Sigfús- dóttir. 3 Frásögn af Kínaför: Ingi R. Helgason. 4 Kvikmynd. Félagar f jölmennið. Stjórn ÆFR keim af þýðingu, og reynt að finna einhvern meðalveg máls- ins sem nota mætti á leik- sviði, mál sem yrði munntamt og létt í meðförum leikcnda. Sýningar erlendis Eins og áður hefur verið skýrt frá verður Silfurtúnglið sýnt í Moskvu á þessu hausti. en einnig í Folketeatret í Osló og Þjóðleikhúsinu í Helsinki. Sýnir trúarlega kvikmynd á á hverjum sunnu- degi Sunnudaginn 17. okt. n. k. byrjar skozki presturinn séra Lamont Murdoch sýningar í Stjörnubíói á nýrri trúarlegri kvikmynd, sem nefnist „Eg sá dýrð hans" (I Beheld His Glory). f rnynd þessari er rakin saga hundraðshöfðingjans Korneiíus- ar, sem snerist tii kristinnar trúar eftir að hafa séð þá atburði, er kvikmyndin feýnir: krossfestingu Jesú og upprisu. Á þessu ári munu 300 þús. manns hafa séð mynd þessa í New Gallery Centre í London, og töldu brezk blöð hana vera eina athyglisverð- ustu kristilegu kvikmyndina, sem sýnd hefur verið síðustu 25 árin. Kvikmyndin hefur verið lánuð hingað til afnota í fjóra rnánuði og verður sýnd í Stjörnu- bíói kl. 14.30 á hverjum sunnu- degi fram eftir vetri. Eins og áður var greint frá verður fyrsta sýning myndarinn- ar annan sunnudag og flytur þá séra Murdoch stutt erindi, Guð- mundur Jónsson syngur einsöng og Róbert Abraham aðstoðar við almennan söng. Aðgangur að öll- um sýningunum í vetur verður ókeypis og verða aðgöngumiðar afhentir í Stjörnubíói og í Rit- fangaverzlun ísafoldar. Börn fá því aðeins aðgang að þau séu í fylgd með fullorðnum. Séra L. Murdoch hefur starf- að í evangelísku kirkjunni í Skotlandi um þrjátíu ára skeið og haldið samkomur víða í Skot- landi og Norður-Englandi. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kem- Lur til íslands. Til aihuguitar lyrir gjaMeyrissaínara Sterlingspund eldri en 16 ára ógild Stolið úrum 1 fyrrinótt braut maður nokkur rúðu í sýningarglugga Úra- og skartgripaverzlunar Magnúsar Ásmundssonar Ing- ólfsstræti og stal sjö úrtim. — Ekki hefur þjófurinn náðst enn. Samkvæmt tilkynningu Eng- Iandsbanka eru allir 10 punða og stærri seðlar, sem gefnir eru út af Englandsbanka, ásamt 5 punda seðlum, sem gefnir eru út fyrir 2. septeinbcr 1944, hættir að vera löglegur gjaldmiðill. í þessu sambandi hefur verið gerð sú tilslökun varðandi inn- flutning á sterlingseðlum til Bretlands, að nú er eigendum framangreindra seðla heimilt, hvort heldur þeir vilja póstsenda þá beint til innlausnar í brezk- um bönkum eða að láta við- skiptabanka sína annast inn- lausn þeirra. Að öðru leyti gild- ir áfram bann við innflutningi á öðrum sterlingseðlum til Bret- lands að undanteknum þeim seðlum, sem ferðamenn mega taka með sér, að upphæð 10 pund hver einstaklingur. Alþjóðaráð tónskálda er stofnað var á Þingvöllum 17. júní sl. heldur stjórnarfund í París í lok þessa mánaðar um leið og haldinn er aðalfund- ur tónmenntaráðs UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Almennur alþjóða- fundur tónskálda verður þar einnig um sama leyti. — Jón Leifs, framkvæmdastjóri Tón- skáldaráðsins, mun sitja fundi þessa fyrir hönd Tónskáldafé- lags Islands. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.