Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 6
36) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. október 1954 þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður - Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, MagnÚ3 Torfi ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. i Prentsmiðja Þjóðviijans h.f. *>•-------------------------------—-------------------<9 ' ÞJénar braskaranna 1 I svari við fyrirspurn frá Sigurði Guðgeirssyni á bæjarstjórn- ferfundi í fyrradag gaf Gunnar Thoroddsen borgarstjóri þær upplýsingar að 204 fjölskyldur hefðu leitað aðstoðar bæjaryf- ■ irvaldanna vegna húsnæðisskorts um s.l. mánaðamót. Af þessum fjölda fékk tæplega helmingur einhverja fyrirframgreiðslu, svo •í?em lán til að fullgera eða kaupa íbúðir og aðrir aðstoð til að greiða húsaleigu fyrirfram. Hlutskipti hinna, eða meira en helm- ings þeirra er til bæjarins leituðu, hefur orðið það að leysa upp heimili sín, að svo miklu leyti sem fólkið hefur ekki getað bjarg- Að sér af eigin rammleik. Nær tuttugu fjölskyidur úr hópi þessa fólks eru enn í algerum húsnæðisvandræðum og útburðar hefur verið krafizt á 5 fjölskyldum. Þessar upplýsingar sýna ljóslega hve hörmulegt ástandið er S húsnæðismálum höfuðstaðarins og eru þó tölur borgarstjórans Ú engan hátt tæmandi. Fjöldi fólks sem er í húsnæðisvandræð- nm leitar ekki til bæjarins af þeirri einföldu ástæðu að það tel- það með öllu þýðingarlaust. Fjárhagsaðstoð bæjarins í þess- nm efnum er takmörkuð við lágar fjárupphæðir, sem ekki koma oðrum að gagni en þeim sem hafa nokkur fjárráð sjálfir eða íiðra lánsmöguleika. Svimandi fjárupphæða er nú krafizt sem fyrirframgreiðslu á húsaleigu í langflestum tilfellum og verð- lag íbúðarhúsnæðis sem gengur kaupum og sölum er orðið slíkt að það er flestu fólki með lágar eða miðlungstekjur óviðráðan- legt. Hér duga því engar skottulækningar eða bráðabirgðaráð- stafanir, það eitt er lausn á vandanum að byggðar séu hag- kvæmar íbúðir yfir fólkið og til þess varið nauðsynlegu fjár- magni með þeim kjörum sem almenningi eru viðráðanleg. Fyrir þessu hafa sósialistar barizt ■ árum saman á þingi og í bæjar- Btjórn Reykjavíkur en allar raunhæfar framkvæmdir verið hindraðar af fulltrúum auðmannastéttarinnar og braskaranna sem græða á húsnæðisneyðinni Sjálfstæðisflokkurinn sannaði það einu sinni enn á bæjar- (Etjórnarfundinum í fyrrakvöld að hann hefur ekkert lært og engu gleymt í þessum efnum. Guðmundur Vigfússon flutti á fundinum ýtarlega áskorunartillögu á næsta Alþingi um að gera gagngerðar ráðstafanir til að tryggja stórlega aukið fjármagn til íbúðarhúsabygginga. Voru meginatriði tillögunnar eftirfar- andi: 1. Að ríkissjóður leggi fram eða útvegi bæjar- og sveitarfé- löguninn nauðsynlegt fjármagn til þess að auðvelda þeim að vinna skipulega að útrýmingu liúsnæðisskorts og heilsuspillandi Sbúða. Lán þessi verði til langs tíma og með hagkvæmum vöxtum 2. Að Byggingarsjóði verkamanna og byggingarsamvinnufé- lögum verði séð fyrir auknu fjármagni eða nýjum tekjustofnum. 3. Að lánadeild smáibúða verði séð fyrir nauðsynlegu fjár- tnagni, lánin veitt til lengri tíma og vextir lækkaðir. 4. Að Veðdeild Landsbankans verði látin’taka til starfa af fullum krafti. I rökstuðningi fyrir málinu sýndi Guðmundur fram á nauð- Byn þess að gjörbreyting yrði á aðstöðu almennings, bygging- arsamtaka og bæjarfélaga í lánsfjármálum. Engin von væri um raunhæfar og varanlegar úrbætur á húsnæðisástandinu að öðru- iim kosti. Málsvarar Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til annars en viðurkenna þau rök. Eigi að siður mátti bæjarstjórn- in ekki skora á Alþingi að bæta úr lánsfjárskortinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar samþykktu sameiginlega að vísa tillögunni frá. Á þeirri stundu urðu Heródes og Pílatus vinir, Þórður Björnsson og íhaldið féllust í faðma um vernd Innsfjárskortsins, þessa sameiginlega afkvæmis stjórnarflokk- anna beggja. Reykvíkingar þurfa að festa sér í minni þessa afstöðu bæjar- íulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Hún sannar að þeir líta ekki á það sem hlutverk sitt að gegna hagsmunum almenn- ings og bæta 'úr vandkvæðum hans. Þeir eru bundnir á klafa þeirrar fámennu okurklíku sem vill viðhalda lánsfjárbanni og húsnæðisskorti í því skyni að græða á neyðinni. Þeir eru þjónar braskaranna. Verkefni almennings er að sameinast um að iosa sig við slíka fulltrúa strax og tækifæri gefst. Um það þurfa Reykvikingar að sameinast og knýja þannig fram þá gjörbreytingu á afstöðu bæjarfélagsins til húsnæðismálanna sem «in getur leyst vandamálið varanlega og í samræmi við hags- tjnuni almennings. Górilluveiðar í Kvöldlð fyrir veiðamar dansa Afríkumennimlr i leiðangrin- um eftir trumbuslætti. I'að er ekki heigium hent að fást við górllluapa, stóru mannapana, sem hafast \>ið í frumskógum Mið-Afríku. Dýr þessi hafa týnt svo töiuimi, að frönsku nýlenduyfirvöldin leyfa ekkl veiðar nema íyrir dýragarða. Þessar myndir eru frá einum slíkum leiðangri. Að ofan sjást leiðangursmenn vera að fjötra kvengórUlu, sem náðist með því að fella tréð sem hún sat í. Á myndinnl til hliðar heldur svertingja- drengur á górilluunga, sem fannst skjálfandi af ótta og handleggsbrotinn í limi trésdns. Hann hresst-st íljótt við að fá mjólk úr pela. Þessi þreklegi gór- illukari er ekki frýnilegur dauður og nærri má geta hvernig var að mæta honum Kf- andl við rætur trésins, þar sem kvennabúr hans og ungar höfðu leitað hælis. Tvær af konum hans lcituðu hefnda og voru felldar og tvær hröpuðu tll dauðs. Fimm dýr vom því felld til þess að eitt og ungi yrðu hand- sömuð en um tveir tugir af fjölskyld- unni komust und- an á flótta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.