Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. október 1954 Stigamaðurinn Eftlr Giuseppe Berto 20. cLagur ' Loks gerði móðir mín sig líklega til að að loka dyrun- um. Michele Rende sneri sér snöggt að henni. „Ég vil ekki aö neinn fari út úr þessu húsi,“ sagði hann. „Ég ætla að loka dyrunum,“ svaraði móðir mín án þess að stanza. Eftir þetta vissi enginn hvaö hann átti af sér að gera. Said hljóp í sífellu á milli mín og Michele Rende og það var eins og hann væri að spyrja okkur hvers vegna við værum ekká eins ánægðir og hann. En við stóðum þarna öll og biðum eftir einhverju og við forðuðumst jafnvel að líta hvert á annað. Loks lagði faðir minn byssuna frá sér á hliðarborðið. „Fáðu þér sæti,“ sagði hann. Hann settist sjálfur fyrst, á sinn stað við borðsend- ann. Michele Rende settist ekki strax. „Hvert liggja þessar dyr?“ spurði hann. Hann bar fram spurninguna hvassri röddu eins og við stæðum honum neðar á einhvern hátt. Faðir minn tók fram pípu sína og fór að fylla hana í mestu mak- indum. „Inn í gripahúsið,“ svaraði ég. „Og þessar?“ spurði Michele Rende án þess að snúa sér að mér. „Að stiganum sem liggur upp á loftið,“ svaraði ég. Hann settist við langhliðina á borðinu, sneri bakinu að veggnum sem engar dyr voru á. Um leið og hann settist lagði hann byssuna á borðið. Og með annarri hendi þurrkaði hann regnvætuna af enni sér með þreytulegri hreyfingu. En allt í einu harðnaði svipur hans aö nýju. Ég sat á móti honum og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ef mér datt eitthvað í hug vax það eitthvað fáránlegt. Hann virtist ekki hafa áhuga á neinu okkar. Faðir minn var farinn að reykja og hall- aði sér fram á borðið meðari hann beið. Miliella sat nú við hliðina á Michele Rende. Hún var aftur búin að taka upp handavinnu sína og fingur hennar hreyfðust mark- visst og örugglega. Feimni hennar var horfin. Nú hafði hún jafnvel öðru hverju hugrekki til að líta upp og®. h'orfa á hann; hún leyfði sér að horfa á hann rólegu, hugsandi augnaráði, en það var ómögulegt að sjá á henni hvað hún hugsaði, hvort hún var gagntekin undr- un, samúð með manni sem hafði ef til vill orðiö öðrum manni aö bana, eða einhverri annarri tilfinningu sem erfitt var aö lýsa. Michele Rende veitti henni enga at- hygli. Hann tók ekki eftir neinu í kringum sig held- ur sat þarna svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að það' lá við að okkur liði illa. Hann hefði átt að láta sér skilj- ast, að það var ekki skemmtilegt fyrir föður minn að hafa í húsi sínu mann sem sloppið hafði úr fangelsi. Faðir minn var gæddur mikilli þolinmæði, en það kæmi að því fyrr eða síðar aö hann neyddist til að lýsa því yfir að hann væri húsbóndi á sínu heimili. Ég fór aft- ur að óttast að eitthvað óheppilegt kæmi fyrir. Og móð- ir mín virtist gripin sama ótta, því að þegar þögnin var orðin óbærileg, sagði hún fljótmælt: „Ef til vill langar hann í eitthvað að borða.“ ' Þaö var augljóst að hún var að ávarpa föður minn, en| faðir minn lét sem hann heyrði það ekki. Og eftir and- artak varð Michele Rende fyrir svörum. „Já, þökk fyr- ir,“ svaraði hann án þess að líta upp. „Ég gæti soðið handa þér nokkur bjúgu,“ sagði móð- ir mín. „Og egg.“ „Já, þökk fyrir,“ svaraði Michele Rende aftur. En í þessum þrem oröum vottaði hvorki fyrir þakklæti né auðmýkt. Það var einhver stirðleiki í fasi hans sem breyttist ekki þótt við sýndum honum góðvild. Þaö virtist helzt sem hann væri okkur gramur. En hvers vegna hafði hann þá komiö til okkar? Ef til vill var þessi framkoma hans sprottin upp úr illgirni og órétt- læti mannanna sem höfðu sent hann í fangelsi. En það var ekki okkur að kenna. Við höfðum hvorki sett hann í fangelsi né vitnað gegn honum. Ég hafði sjálfur þjáðst vegna ógæfu hans og hafði gert allt sem ég gat til að hjálpa honum; en ef hann leit á mig þá var augnaráð hans ískalt og hart, rétt eins og ég væri honum aló- kunnugur. Hann kærði sig ekki um samúð mína né annarra. En þótt hann segði ekkert við mig, hefði hann : átt að segja eitthvað við föður minn, gefa einhverja j skýringu á návist sinni, fyrst hann var kominn inn á j heimili okkar. En þess 1 stað sat hann þarna þegjandi j eins og hami væri húsbóndinn og við værum ekki til. j Ilmurinn af bjúgunum var farinn að berast um her- j bergið og hann var góður. MilieUa lagði frá sér vinn- j una og lagði á borð handa honum og vandaði hverja j hreyfingu sína. Hún kom meira að segja með stóran j brauðhleif og hníf, svo að hann gæti skorið handa sér j eins mikið og hann vildi. Michele Rende leit ekki einu j sinni á hana. Hann horfði á hendur sínar sem hvíldu j á borðinu; og þær sýndust óeðlilega stórar og úlnlið- • irnir stóðu framundan ermunum sem voru allof stuttar. S ■ Og Miliella sagði við hann: „Ef þú vilt fara úr jakkan- 5 um, getum við þurrkað hann við eldinn.“ Ekkert okkar hafði búizt við að hún legði orð í belg E og sízt hann; hann leit upp ósjálfrátt, en leit sam- 5 stundis niður aftur. „Það er óþarfi,“ sagði hann. „En það er betra að þurrka hann,“ sagði Miliella. 5 „Það er óþarfi,“ endurtók Michele Rende með hörku- j legri rödd. Miliella settist; hún þorði ekki að líta upp. Ég var j gramur — ég vissi ekki hvort það var við hana fyrir j afskipti hennar eða við Michele Rende fyrir svar hans. E Mér hafði ekki dottið í hug að stinga upp á því að hann 5 færi úr jakkanum, enda virtist það ekki skipta neinu j máli. Móðir mín flýtti sér að setja á borðið leirskálina með 5 bjúgum og eggjum. Michele Rende skar sér stóra brauð- j sneið og hellti víni í krukku handa sér. Svo fór hann [ að borða. Þáð leyridi sér ekki að hann var mjög svang- E ur. Brátt tók hann eftir því að Said horfði á hann von- j araugum, svo að hann fleygði til hans bita. Said greip [ hann á lofti og beið síðan eftir meiru. Michele Rende [ fleygði til hans öðrum bita. „Farðu burt, Said,“ sagði móðir mín. Said fór ekki burt, en Michele Rende hélt áfram að S borða án þess að veita honum meiri athygli. Faðir minn [ horfði á hann. Það var dautt í pípunni hans og hann j kveikti ekki aftur í henni, þótt eldspýturnar væru á j borðinu fyrir framan hann. Hann beið þolinmóðm’ eft- E ir því að Michele Rende lyki við að borða og það kæmi j í ljós hvort hann ætlaði að leysa frá skjóðunni eða j fara burt. En Michele Rende lauk við að boröa, þreifaöi | kæruleysislega niður í vasa sinn eftir sígarettu og j kveikti í henni. Faðir minn ræskti sig. „Ertu langt að j kominn?“ spurði hann. Michele Rende þagði andartak áður en hann svaraði. [ „Já, langt að,“ sagði hann áhugalaust. : GLVJHS OC CAA4ÞN Góð og guðhrædd frænka hins mikla ameríska náttúru- fræðings Thoreau, spurði hann á banasænginni hvort hann hefði fengið frið við guð. — Ég veit ekki til að við séum á kanti, svaraði Thoreau. Manning kardináli sat eitt sinn miðdegisveizlu og lenti þar við hlið æðsta prestsins. Er- honum hafði verið skenktur fleskbiti á diskinn, sneri hann sér að æðsta prestinum og sagði: — En að hugsa sér, að þér megið ekki borða þetta. Æðsti presturinn svaraði þurrlega: — Ég mun fúslega brjóta regluna í brúðkaupsveizlu yðar. Mannæta: — Rétt í þessu náðum við í leikara. Höfðingi: — Húrra, mig lang- aði einmitt í góða samloku. Það skiptir ekki máli hvaða konu maður velur sér. Maður kemst hvort eð er alltaf áð. því, að hún var ekki sú rétta.. Til liggnx leiðin Peysur með pokasziiði / sýning u í Kelvin Hall í Glasgow, par sem skozkur iðn- aður sýnir framleiðslugetu sína verður m.a. sýndur pessi eldhúsvaskur, par sem pvottavél er innbyggð við hliðina á sjálfum vaskinum. Stundum er nauðsynlegt að þvo þvottasnúruna. Þið skuluð þó ekki láta hana beint niður í þvottabalann. Vefjið henni í staðinn um þvottabrettið og skrúbbið hana vel báðum megin. Látið snúnina vera á brettinu þangað til hún er orð- in þurr. Pokasnið á kjólum er yfir- leitt dæmalaust ólánlegt. En á peysum og golftreyjum getur það litið vel út. Hér er ný- tízku frönsk módeltreyja, sem er mjög snotur þótt á henni sé pokasnið. Takið eftir að prjónapeysan er með leggingar úr taui. Það getur verið fallegt og þá hugmynd getur verið hægt að notfæra sér, ef maður á gamla peysu sem farin er að trosna á jöðrunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.