Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 8
Cgf — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 9. október 1954 Ðémsmálaráðherm um Bárð Daníelsson: Ámælisvert misferli í opinberu starfi Á s. 1. vetri var samkvæmt ósk Bárðar Daníelssonar, verk- fræðings, fyrirskipuð dómsrann- sókn vegna blaðaummæla varð- andi störf hans hjá Raforku- xnálaskrifstofunni. Að rannsókn lokinni var endurrit hennar lög- um samkvæmt sent til umsagn- ar ráðuneyti því er fer með raforkumál. Umsögn þess var á þá leið, að ráðuneytið taldi bendingar hans til viðskipta- manna sinna um afnot af síma Raforkumálaskrifstofunnar til einkaviðskipta, svo og slíka notkun símans á skrifstofutíma vera ámælisvert misferli í opin- heru starfi, sem ráðuneytið hefði látið varða áminningu, ef hann hefði enn gegnt starfi hjá stofn- uninni, en hann hafði áður látið af störfum þar. Að öðru leyti taldi ráðuneytið að rannsóknin hefði ekki leitt í Ijós verulegt misferli í störfum Bárðar og því ekki ástæða til málshöfðunar. Með vísun til þessa og að öll- um málavöxtum athuguðum tel- ur dómsmálaráðuneytið ekki á- stæðu til að sækja Bárð Daní- elsson til refsingar vegna starfs hans hjá Raforkumálaskrifstof- unni, þó að ráðuneytið sé því sammála, að þau hafi um sumt verið atfinningarverð. (Frá dómsmálaráðuneytinu). Samsöngur: Karlakórinn Fóstbrœður Stjórnandi Jón Þórarinsson Einsöngvari Kristinn Hallsson Undirleikari Carl Billich Samsöngur í Austurbæjarbíói á morgun, sunnudag, kl. 5 síödegis. Aögöngumiöar seldir hjá EymuilÖsson og Blöndal r Höfum opnað % _ kjötverzlun í Hólmgarði 34 Kjöt og ávextir Kaplaskjóli 5 — Sími 82245 Hólmgarði 34 — Sími 81995 Itdíu - Spánn m.s. „TUNGUFOSS“ fer frá íslandi um 11. nóvember til (Genoa) ítalíu og Spánar og fermir vörur í þessum löndum 23.—30. nóvember. Flutningur frá og til íslands óskast tilkynntur aöalskrifstofu vorri sem fyrst. H.F. Eimskipafélag fsiauðs -----------------------—-------------------<s> A ÍÞRÓTTIR RITSTJÖRl. FRtMANN HELGASON >■_________________________________________________ Árangur sovézkra frjálsíþrófta- mairna í ár feetri en nokkru sinni Keppnistímabil það, sem nú ei’ að enda, þ. e. sumarkeppnin, er það bezta sem um getur í sögu sovézkra íþróttamanna. Hvorki meira né minna en 41 sovétmet hefur séð dagsins ljós árið 1954 en 29 árið áður. 16 Evrópumet og 15 heimsmet hafa sovétíþrótta- menn sett á árinu og hafa sovét- konur sett 8 af þeim siðastnefndu. Árangur Rússa í Bern á EM- mótinu sýnir gífurlegar fram- farir miðað við árangurinnn á OL. 1952 og í EM í Brussel 1950. Hér fer á eftir skrá yfir beztu afrek karlanna. Hlaup: 100 m. Rajboff 10,4 — — Sanadse 10,4 200 — Ignatéff 21,1 400 —• Ignatéff 46,1 800 — Agejeff 1,49,4 1500 — Moritséff 3,48,4 3000 — Kutz 8,05,8 5000 — Kutz 13,56,6 10000 m Kutz 29,21,4 110 m grindahl. Stoljaroff 14,3 400 --------Julin 50,5 3000 m hindr. Kurtsjavoff 8,49,0 Maraþonhl. Grisjaéff 2,24,55,6 Kappg. 10 mílur Jegaroff 43,19,8 Kappg. 5 mílur Uhoff Langst.: Grigoréff 7,52 Hástökk: Stepanoff 1,98 Þrístökk: Tserbakoff 15,90 Stangarst.: Denisenko 4,46 Kringluk.: Matvéff 54,63 Spjótk.: Kusnetsoff 78,19 Sleggjuk.: Krivonosoff 63,24 Kúíuvarp: Grigalka 17,20 Svíþjóð tapaði fyrir Tékkósló- vakíu í frjálsum íþróttmn Svíþjóð og Tékkóslóvakía kepptu í frjálsum íþróttum um s.l. helgi og fór keppnin fram á Strathov leikvanginum í Prag. Vann Tékkóslóvakía bæði karla og kvennakeppnina með 117:106 og 63:42. Sá sem sigraði með mestum yfirburðum var Jirij Skobla, sem varpaði kúlunni 17,03 m eða næstum 2 m lengra en næsti maður. Zatopek var 1 mínútu á und- an næsta manni í 10 k^. hlaup- inu. Aftur á móti var Bengt Nilson öruggur í há- stökkinu og lét Zatopek sér sér nægja 2 m. Árangur tveggja beztu manna í karlakeppninni: 400 m grindahlaup: Ericsson Sv. 53,2 — Bertos T 53,6. Kúluvarp: Skobla T 17,05, Stak- lasa T 15,23. Sleggjukast: Malek T 57,47, Maca T 55,49. 800 m hlaup: Jungwirth T 1,50,4, Ekfeldt Sv. 1,50,9. Hástökk: Bengt Nilsson 2.00 m. Holmgren Sv. 1,93 m. 200 m hlaup: Janacek T 21,8. Manson Sv. 21,9. 10 km. hlaup: Zatopek T 29,43,8, Santrucek T 30,39,2. Spjótkast: Bengtson, Sv. 72,30, Frederiksson Sv. 69,76. Langstökk: Fikejz T 7,18, Marti- nek T 7,11. 4x100 m boðhlaup: Svíþjóð 3,16,0, Tékkóslóvakía 3,15,6. 100 m hlaup: Janecek T 10,7, Carlsson Sv. 10,9. 400 m hlaup: Brennström Sv. 48,3, Wolfbrandt Sv. 48,9. 1500 m hlaup: Jungwirth T 3,55,8, Zwolensky T 3,56,2. 110 m grindahlaup: E. Johanns- son Sv. 14,9, Krulz T 15,0. Stangarstökk: Lundberg Sv. 4,40, Alord Sv. 4,15. Kringlukast: Chak T 51,61, Merta T 51,50. 3000 m hindrunarhlaup: Brlica T 9,04,4, Söderberg Sv. 9,05,6. 5000 m hlaup: Zatopek T 14,24,4, Kjelevág Sv. 14,33,4. 4x100 m boðhlaup: Svíþjóð 41,8 Tékkóslóv. 41,9. Þrístökk: Rehak 15,48 (nýtt tékk- neskt met), Norman Sv. 15,16. SEFURTHGUÐ hið nýja leikrit Kiljans, er komið út Kaupið það og lesið áður en þið sjáið leikritið — og kaupið það í VSÁLS 0G MENNINGAR, ’avöröustíg 21, sími 5055. Lítúéff, heimsmethafinn í 400 m grindahlaupi er ekki á skránni; liann beið lægri hlut fyrir Julin á EM. Tugþraut: Kusnetsoff . 7,959 st. í knattspyrnu er rætt um að leikur standi í 2x45 mín eða samtals 90 mín. I öðrum greinum t. d. ísknatt- leik og sundknattleik er miðað við þann tíma sem knötturinn er í leik þ. e. allar tafir frédregn- ar sem fyrir koma. En hvernig er það í knattspyrnunni? Hve marg- ar mínútur er knötturinn í leik þær 90 mínútur sem hann stend- ur? í sumar gerði áhugasamur knattspyrnumaður það sér til gamans að athuga hve langan tíma hvort lið hafði knött- inn. í fyrri hálfleik sagði tafl- klukkan að Valur hafði knöttinn 16 mínútur en Fram í 15 mín., því þetta var í leik í meistara- fl. milli Fram og Vals. Það sagði ennfremur að í 14 mín. hefði hvorugur haft knöttinn, þ. e. tírninn sem hann var ekki i leik. Hver hefði trúað að nærri einn þriðji tímans væri óvirkur ef svo mætti segja. Sænskur maður Ceve Snide gerði mjög margar athuganir í þessu efni og meðaltal af öllum þeim leikjum sem hann athugaði var að um 22 mín. færu í „ekk- ert.“ í Englandi er þetta mál tölu- vert rætt og Daily Express lætur athuga þetta á hverjum laugar- degi. Hér fer á eftir skrá yfir það sem gerðist í leiknum Blackpool — Tottenham sem leikinn var 25. sept. s.l. Blackp. Tottenh. Mörk 5 i Spyrna fr. marki 10 17 Horn 6 5 Aukaspyrnur 9 6 Vítaspyrnur 1 1 Innvarp 46 30 Rangstaða 3 4 Skot á mark og f. utan 38 10 Misheppn. send. 9 10 Beztu menn Taylor Hapkins Leikurinn: f meðallagi. Leikurinn stöðvaður alls: 145 sinnum. Knötturinn í leik: 61 mínúta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.