Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.10.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 9 október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (U Stúdentamót Framhald af 7. síðu. láta ekki kommúnistagrýluna, sem er mikið afl í þjóðfélagi okkar um þessar mundir, villa sér svo sýn, að þeir reyni ekki að taka þátt í al- þjóðasamvinnu stúdenta, hvort .sem hún er við austur eða vestur. Væri þörf, að ís- lenzkir stúdentar gerðu sitt til að draga úr öfgum þeim, sem nú drottna. VI. Að lokum vil ég þakka rót- tækum stúdentum fyrir að hafa gefið mér kost á að sækja þing þetta. Þótt löngun- in væri mikil að kynnast stúdentasamtökunum, skal ég játa, að enn meiri var ákefðin í að kynnast Ráðstjórnarríkj- unum, þessu stórkostlega og umdeilda landi. Eg hef notið ómælt sovét- listar: ballets, kvikmjmda, hljómleika, þjóðdansa, óperu- söngs o.s.frv Eg hef siglt á skipaskurði Moskvuborgar og Dnjepr, skoðað samyrkjubú, kynrizt skólum og rússnesk- um ptúdentum — og drukkið vodká! ' " 1 ' 'A n,- :»0'3 I. . -■ Eg hef því fræðzt og séð, að það er fjölmargt, sem við getum lært af Rússurn og hitt/iA að;-það *-er .margt,, ekld á erindi til okkar. Mév ei' enn Ijósar en áður, að íslend- ingar eiga að vara sig á þeirri blekkingu, að allt sé annað- hvoi't svart eða hvítt í einu landi, því að sú forsenda hef- ur leitt til þess, að íslending- ar hafa látið ginna sig til að ganga í hernaðarbandalög, verða liður í slíkum öfgum. íslendingar eiga hvorki að vilja hernaðarbandalag við Bandaríkin, Sovét eða neina aðra þjóð; þeir eiga að lifa einir í sínu landi, rækta það og ala sína þjóð á eigin fjár- magni og styrkja sína sér- stæðu menningararfleifð. Állt annað er blekking. St jörnubíó: Ógiftur faðir (sænsk) Sænskum kvikmyndastjórum, hefur ástin verið hugleikið við- fangsefni, og er það að vonum: En oft hefur þeim tekizt betur og er þó ekki þar með sagt, að þeim hafi tekizt illa í þetta skipti. -— Eilífðarvandamálið mikla: Hvað á að gera við ó- velkomið barn? er sýnt í til- tölulega réttu ljósi án allra sið- ferðisprédikana. — Leikurinn er mjög þokkalegur og ljó’s- myndun allgóð; einkum ber mikið á skemmtilegum útisen- um. — Sem sagt sjáandi. — H. E. Samhent verkalýðshreyfing Elnkcsritari Starf einkaritara flugmálastjóra ríkisins er laust til umsóknar frá 15. nóvember n.k. að telja. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu minni á Reykjavíkurflugvelli fyrir 1. nóvember n.k. .^eykjayjík, 9r pkt.óbpr 1^54 ‘pr. Fiugmálasfjóriin Húsnæði Flugmálastjórnin óskar eftir fæði og húsnæði fyrir danskan kennara 1 mánaðartíma. Æskilegt í nágrenni Melaskólans eða miöbæjarins. Upplýsingar í síma 7430 Framhald af 4. síðu. stundarsigri bitlingaklíkunnar í Alþýðuflokknum. Alþýðusambandið telur nú hátt á þriðja tug þúsunda vinn- andi manna. Engum blandast því hugur um að undir sterkri og samhentri forustu er það sterkasta samtakaheild, sem til er í landinu. Gegn henni er ekki hægt að standa, ef hún sækir fram í einni fylkingu. Þetta vita auðmennirnir, sem standa að málgögnum afturhaldsins og þess vegna reka þau upp rama- kvein, þegar nokkur hundruð verkamenn á Akureyri ríða á vaðið og móta sameiginlega stefnu sína á sinn einfalda og augljós hátt. Þau vita ofurvel að þegar verkamennirnir gera sér Ijóst, hvers samtök þeirra eru megnuð og kasta fyrir borð allri beinni og óbeinni leiðsögn afturhaldsins, þá hriktir í þeim feisknu viðum, sem enn styðja völd þeirra yfir örlögum alþýð- unnar og þjóðarinnar allrar. Þær fregnir, sem nú þegar hafa hafa borizt af kosningun- spá góðu um úrslitin. Fyrsti stórsigur einingarinnar var unninn hér í verkalýðsfélögun- unum með allsherjarbandalagi verkalýðsflokkanna, sem skotið hefur sundrungaröflunum hér slíkum skelk i bringu, að þau þora sig hvergi að hræra. Ann- ar stórsigurinn vannst fyrsta kosningadaginn í Félagi járn- iðnaðarmanna í Rvík, er listi sameiningarmanna var kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og vikapilti og aðal- fulltrúa íhaldsins í stjórn ÁSÍ, Sigurjóni Jónssyni, var alger- lega hafnað sem hæfum full- trúa félagsins á alþýðusam- bandsþingi og fleiri og stærri sigrar munu á eftir fara. Stundarsigur hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum, sem á mál- gögn ríkisstjórnarinnar að einkavinum getur á engan hátt orðið til þess að hindrá eða tefja sameiningu alþýðunnar. Samhent og sterk verkálýðs- hreyfing er orðin söguleg nauð- syn, sprottin af knýjandi þörf alþýðunnar til þess að hrista af sér klafa hrakandi lífskjara og sækja fram í baráttu sinni fyrir betri framtíð. r kápu MARKAÐURINN Laugaveg 100 er komin í bókaverzlanir um allt land. í leikritinu „Silfurtúnglið“ segir skáldið söguna af Lóu, íslenzkri konu fyrir noröan, sem unir þar glöö við sitt, litla snotra heimilið, drenginn sinn og barnagæluna sem hún hefur tileinkaö honum. En jafnvel á bak við heiminn leitar hinn mikli freistari manninn uppi og bíður okkur í ferð um ríki veraldar til aö sjá þeirra dýrö, og ef við erum ístööulaus og kannske ekki fullkomlega ánægð með okkar hlutskipti, þá bíður hann jafnvel að gefa okkur þetta allt. Silfurtúnglið er eitt þeirra leikrita, sem nauðsynlegt er cið lesa, helzt áður en hlustað er á það frá sjálfu ieiksviðinu. HELGAFELL Fastir áskrifendur geta vitjað bókarinnar á afgreiðslu okkar Veghúsastíg 7 (Sírni 6837) til klukkan tíu í kvöld og á morgun til liádegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.