Þjóðviljinn - 10.10.1954, Side 7
Sunnudagur 10. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Mörðisr ágústsson:
'i
VSL
Þegar hugsað er til þeirra
ungu manna, sem lögðu út í
heiminn af íslandi um og eftir
aldamótin síðustu, í þeim til-
gangi að gerast listamenn, þá
kemur manni ekki nema eitt í
hug: hvílík ofdirfska.
Það þarf að vísu, á hvaða
tíma sem er og undir betri skil-
yrðum en á hinu fátæka og
umkomulausa ættlandi þessara
æskumanna, sérstaka tegund af
harðvítugri bjartsýni, til þess
að leggja út á listamanna-
braut. Svo virðist heimurinn
einatt hafa litla þörf fyrir
það sem beztu menn hafa kall-
að fegurð.
í þessu tilfelli þurfti þó
bjartsýni og dirfska að vera
það umfram meðallag sem
smæð þjóðarinnar og getuleysi
á veraldlegan mælikvarða var
meiri en flestra annarra.
Að leg'gja upp frá mynd-
snauðu landi með tvær hendur
tómar, ókunnur jafnvel ógn-
andi heimur fyrir stafni, haf-
a»' ö ekki einu sinni í fórum
s i þá lágmarksundirstöðu
st.i_ þegnar menningarþjóða
drekka með móðurmjólkinni,
og eiga það hlutverk fyrir
höndum að leggja grundvöll
að list, meira: skapa list i landi
sem enga átti; að minnsta kosti
ekki meðvitaða — það hefur
verið erfið ferð. Gera menn
sér, á því sama landi, íslandi,
árið 1954 grein fyrir því og
gera þeir sér grein fyrir þeim
heiðri sem þeim ber er reynast
menn til þess, eins og á daginn
hefur komið?
Einn þessara fullhuga sýnir
okkur verk sín í Listamanna-
skálanum um þessar mundir:
Kjarval.
Frá því maður man fyrst eft-
ir sér, lagði sérstaka töfrabirtu
af þessu nafni. Síðan hefur að
sjálfsögðu margt breytzt, víða
verið farið í leit að málverkum
og meisturum, en þegar maður
svo stendur niðri í Listamanna-
skála þessa daga, þá er eins og
það sé allt gleymt: maður er
kominn heim. Þetta er ég, upp-
runi minn, ísland með öllum
þess kostum og göllum: Kjar-
val.
List Kjarvals virðist ofin
tveim megin þáttum: náttúru-
skoðun og fantasíu.
Náttúrudýrkun Kjarvals er
bundin ást íslendingsins á landi
sínu. Hún er fersk af því hún
er brautryðjandaverk, sýn ó-
bundin fyrirfrdm ákveðnum
reglum eða vanaformum. Ár-$
angurinn er eftir þvi. Fyrir-
myndin er tekin föstum tökum,
svo einbeittur og fastur vilji
hefur verið hér að verki að
loppin og ofþreytt hönd lista-
mannsins hlýddi ekki lengur,
pensillinn datt oft úr hönd
hans.
Þegar Ásgrímur málar veðr-
ið og hina síbreytilegu birtu
þess og landsins og Jón Stef-
ánsson dregur fram byggingu
þess, borg þess, þá málar Kjar-
val jörðina, svörðinn, lit hans,
Jóhannes Kjarval.
Jóhannes Kjarval: Teikning.
safamikinn og ríkan eins og
ræturnar sem halda honum
saman.
Það leiðir næstum því af
sjálfu sér, því Kjarval er fædd-
ur koloristi, allt verður að lit
undir pensli hans, hann miðar
allt við lit, jafnvel þegar hann
teiknar. Hann er litameistari.
Hann seiðir fram hin örfínu
blæbrigði litborðans og gefur
þeim tengsl við hrjóstruga nátt-
úru lands síns, fíngráa mosa-
þembu, blásvart hraunberg,
brúna uppblásna moldina. En
um leið binzt litur hans aldur-
lausri þjóðsögu, lifi landsins og
fólksins; í beinu framhaldi eða
uppaf náttúrudýrkun hans
vex fantasían eins og blóm á
stilk. Hún er óhugsandi án
hinnar miklu vinnu við mótív-
ið; og mótívið, landslagsmynd-
in, fær ljóma sinn oft og tíð-
um af þessari lýrisku æð, sem
mér finnst persónulega hafa
skapað eða standi að beztu
myndum Kjarvals, sem og að
fremstu listaverkum síðustu
sýningar. Hann byggir betur,
sér litinn hreinar og ákveðnar,
hann er þar mestur málari og
um ieið sjálfur mestur.
Tækni Kjarvals, stuft, nokk-
uð þykk pensilför, eru tengsl
hans við heimslistina, það er
myndtækni impressionismans,
töfrar enska snillingsins Turn-
er hafa einnig heillað hann,
það er kannski engin tilviljun,
þvi hann er að sumu leyti faðir
ofannefndrar stefnu. Að öðru
leyti er list Kjarvals alíslenzk.
Að lokum þetta: Mikið lif-
andis skelfing er gott til þess
að vita að við sem erum svo oft
að deila um málara og málara-
list, skulum þó eiga einn mann
sem við erum öll sammála um
að er snillingur: Kjarval.
* Um BÆKUR 09 annað
Minningardagar Heimsfriðarráðsins
EUROPE
Bókmenntaritið
¥ Tndanfarin ár hefur Heims-
friðarráðið gengizt fyrir
því, að minnzt yrði merkisaf-
mæla og ártíða látinna mikil-
menna í andans heimi og hefur
vakað fyrir því að minna mann-
kynið þannig á sameiginlegan
menningararf þess. í ár hefur
verið minnzt 50 ára ártíðar
rússneska skáldsins Antons
Tsékoffs, 50 ára ártíðar tékk-
neska tónskáldsins Antonins
Dvoraks, 2400 ára afmælis
gríska leikritaskáldsins Aristo-
íanesar og 200 ára ártíðar
enska rithöfundarins Henrys
Fieldings. Þeirra hefur verið
minnzt á ýmsan hátt víða um
heim, en þó sérstaklega í þeim
löndum, þar sem friðarhreyf-
ingin er öflug, eins og t. d. í
Frakklandi og Sovétríkjunum.
húsið í Moskvu, leikhús Stanis-
lavskís, sem enn þann dag í
dag er jafnórjúfanlega tengt
nafni Tsékoffs og Comedie
vikum í Frakklandi í nýrri þýð-
ingu, sem Elsa Triolet hefur
gert. Þessi útgáfa gæti orðið
leikstjórum góð hjálparhella,
því að með henni fylgja skýr-
ingar og athugasemdir eftir
Tsékoff sjálfan’ og Stanis-
lavskí. Bókin kom út hjá les
Editeurs Francais Réunis.
T¥ér hefur áður verið ætlunin
að minnast á áðurnefnt rit,
Europe, þó að úr því hafi ekki
orðið. Þetta er tvímælalaust
eitt merkasta bókmenntarit,
sem nú kemur út. Það var
stofnað árið 1923 og var Ro-
main Rolland aðalhvatamaður
að stofnun þess og stóð fyrir
útgáfu þess ásamt Jean-Ric-
hard Bloch, Pierre Abraham
heitir ritstjóri þess nú. Ritið
fjallar aðallega um bókmennt-
ir, en einnig um aðrar greinir
lista og birtir í hverju hefti
yfirlit yfir það, sem helzt ger-
ist í leiklist, tónlist, mynd-
list, bókmenntum og kvik-
myndum í Frakklandi. Meðal
greina sem birzt hafa í ritinu
undanfarna mánuði mé nefna
hina athyglisverðu grein Ehren-
búrgs um starf rithöfundar,
sem hér hefur verið sagt fri
áður, mjög timabæra grein eft-
ir Georges Sadoul um upp-
runa nýraunsæisins í ítalskri
kvikmyndagerð og aðra eftir
Carlo Lizziani um tvo helztu
meistara þeirrar stefnu, þá de
Sica (Reiðhjólaþjófurinn, LTndr-
in í Mílanó) og Visconti, braut-
rygðjandann, höfund Ossesione,
Framhald á 11. síðu.
Qíðasta hefti franska bók-
'k-z menntaritisins Europe er
þannig nær eingöngu helgað
Antoni Tsékoff. Á 150 þétt-
prentuðum blaðsíðum gera þar
franskir og sovézkir bókmennta-
fræðingar grein fyrir mörgu
því helzta úr lífi hans og starfi
og fylgja með 24 myndir - af
honum á ýmsum aldri, nákomn-
um vinum og .samstarfsmönn-
um (Stanislavskí) og húsum
þeim, sem hann bjó í, þegai
hann samdi sum helztu verk
sín. Flestar greinarnar eru eft-
ir sovézka höfunda. Sú lengsta
eflir skáldkonuna Lydíu Avi-
lovu, sem var honum mjög ná-
komin um langt skeið, en und-
irrituðum þótti einna skemmti-
legust grein eftir Veru Vol-
mane um Tsékoff og Listaleik-
Anton Tsékoff
>■'
Frangaise er leikhús Moléres
eða Konunglega leikhúsið í
Höfn ieikhús Holbergs. En all-
ar eru greinarnar fróðlegar
fyrir þá, sem' unna leiklist og
þessum höfuðmeistara leikbók-
mennta seinni tíma. Það hefði
verið vel við eigandi, að Þjóð-
leikhúsið hefði bætt fyrir van-
rækslusyndir íslenzkra leik-
húsmanna með því að sýna eitt
af snilldarverkum Tsékoffs á
þessu ári. Það má a. m. k. ekki
dragast lengi úr þessu, að ís-
lendingum gefist tækifæri að
sjá Kirsuberjagarðinn, Þrjár
systur, Mávinn eða Vanja
frænda. Öll þessi leikrit Tsé-
koffs komu úr fyrir nokkrum