Þjóðviljinn - 10.10.1954, Síða 11

Þjóðviljinn - 10.10.1954, Síða 11
Sunnudagur 10. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Lu HSUN og kinverska byltingin Framhald af 4. síðu. Hann hafði verið dœmdur til dauða af japönskum herrétti og voru herlögrreg'lumenn að búa sig undir að há'shöggva hann. Kin- verjamir hinir höfðu safnazt þar saman til að skemmta sér við þá sjón. — Áður en kennslumisserinu lauk, fór ég aftur til Tokyo. Þeg- ar ég hafði séð mynd þessa, fannst mér sem læknisfræðin væri ekki eins mikiivæg og ég hafði haldið. Þjóð, sem stendur öðrum að baki um þekkingu og andlegt atgervi ,þótt hún kunni að vera vel á sig komin líkam- lega, er ekki til annars nýt en að vera öðrum víti til að varast, og það er verra hlutskipti en verða sjúkdómum að bráð. Það sem mestu máli skiptir er að breyta viðhorfum manna, og þar sem ég var þeirrar skoðunar, að bók- menntir hefðu bezta aðstöðu til þess að móta hugi manna, af- réð ég að beita mér fyrir nýrri bókmenntastefnu. • Byltingin 1911, sem batt enda á keisaradæmið, olli Lu Hsun sár- um vonbrigðum. Víðs vegar í iandinu hófust tii valda hershöfð- ingjar, sem áttu í látiausum styrj- öldum sín á miFi. Hlutur Kína varð enn verri en fyrir bylting- una. Hingað til hafði Lu Hsun stefnt að því að komið yrði á fót í Kína borgaralegu lýðræði að vestrænum fyrirmyndum. Skýra grein hafði hann þó ekki gert sér fyrir, hvaða þjóðfélags- afl ætti að ryðja því stjórnarfari braut og tryggja það í sessi. Al- þýðuna til sjávar og sveita taldi hánn ekki vera því hlutverki vaxna. Nú duldist honum ekki, að hanni yrði að endurskoða af- stöðu sína til stjórnmála frá rót- um. Byltingin í Rússla.ndi 1917 vis- aði honum sem öllum þorra kín- verskra menntamanna leiðina sem fara þurfti. Hreyfingin, sem hófst árið 1919 að verulegu leyti fyrir áhrif rússp,esku, byltingarinnar og lcennd er við 4. maí fór eins og eldur í sinu um landið. Maó Tse- tung hefur farið þessum orðum um 4. maí-h reyf ingu na: „Áhrif hennar náðu svo langt og máttu sín svo mikils, að ekkert stóðst fyrir henni. Hún á eng,an sinn lik- an í kínverskri sögu. Og Lu Hsun var fræknasti og herskáasti merk- isberi hennar. Hann var höfuð- leiðtogi kinversku menningarby't- ingarinnar." Fram til 1918 fékkst Lu Hsun við ritstjórn tímarita, útgáfustarf- semi og þýðingar. En það ár scndi hann frá sér fyrstu smásögu sina og siðan hverja á fætur annarri? 1 sögum sínum dregur hann upp svipmyndir úr kínversku þjóðlífi og með þeim hefst nýtt tímabil í bókmenntum Kína. • Smásögurnar voru þó ekki það bókmenntaform, sem honum féll bezt, heldur voru það ritgerðirnar sem hann tók að skrifa um líkt leyti og smásögurnar. Jöfnum höndum skrifaði hann hárbeittar þjóðfélagsádeilur og ritgerðir um sögu og menningarmál. Ritgerða- söfn hans eru sextán talsins. • Þótt verk Lu Hsun séu mikil að vöxtum, fer þó enn mcira fyrir þýðingum hans, enda vann hann manna mest að því að kynna evr- ópskar, sérstaklega þó rússnesk- ar, bókmenntir í Kína. Meðal ann- ars þýddi hann bækur eftir Gorki. • Lu Hsun varð prófessor við Þjóðháskólann í Peking 1920-1926. Eftir gagnbyltingu Tsjanj Ka.j sjiks gegndi hann engum opinber- um embættum. Hann lézt 1936. • Fyrir nokkru voru gefnar út á ensku á vegum Foreign Lang- uages Prcss í Peking úrval smá- sagna hans og „sanna sagan um um Ah Q,“ sem bezt er talin sagna hans. Þcir sem áhuga hafa á Kína eða hefur iangað til að kynna-st þessum öndvegishöfundi, þykir fengur í útgáfu þessari. Halldór Stefánsson er sá íslenzk- ur lithöfundur, sem heizt minnir á Lu Hsun. Báðar bækurnar hafa fengizt í Bókabúð K.R.O.N. Haraldur Jóhaimsson. Norðmenn hafa sett 29 norsk met Framhald af 8. síðu. arþraut Jorun Tangen 3928 st. Norðmenn hafa lagt mikla vinnu í að byggja upp frjáls- íþróttir sínar, bæði hvað snert- ir áhugaþjálfara og keppnis- fyrirkomulag, og form sem flokkar frjálsíþróttafél. nokk- uð eftir hæfni. Telja þeir að þetta hafi haft mikil örvandi álirif á iðkun frjálsíþrótta. Við þetta má bæta að Norð- menn hafa unnið Svía, Júgó- slava og Grikki í frjálsum í- þróttum í landskeppni. m innincjarópjo Þá er hún loks komin NÝJA EVAR-Faghókin Plade- Rör og Installationsarbejde I.-II. bindi (fyrir plötusmiði, rörlagningamenn o. fl. o. fl.). Verð: kr. 330,00, bæði bindin Pantanir óskast sóttar strax! ALLAR IVAR-fagbækurnar eru nú fyrirliggjandi hjá oss, og vér biðjum yður að athuga vel hin hagkvæmu. af- borgunarkjör vor á þessum hagnýtu bókum. Mcrkið þýðir góð fagbók BÓKABÚÐ N0RÐRA Hafnárstræti 4 — Síini 4281. Nýkomin sending af heintilistœk|um KITCHEN AID HRÆRIVÉLAR Westinghouse kæliskápar Strauvélar, 3 stærðir Hraðsuðukatlar, margar gerðir Sjálftrekkjandi kaffikönnur Straujárn, niargar gcrðir Vöfflujárn — Brauðristar Hárþurrkur — Rafmagnsofnar Hitapúðar — Dyrabjölhir _.V , • ' . Dráttarvélar h.f. Hafnarstræti 23 Sími 81395 Um bækur o. fl. Framhald af 7. síðu. kvikmyndarinnar, sem nýraun- sæið er talið hefjast með. "ITið og við birtir ritið mónó- * lógíur, eða safn greina um ákveðinn höfund eða atburð, og mætti af slíkum ritum nefna auk heftisins um Tsékoff sem áður var nefnt, hefti um George Sand, sem einnig kom út á þessu ári, og önnur um Aristofanes og Romain Rolland, sem eru væntanleg. Febrúar- marz heftið á þessu ári var helgað franska guðfræðingnum og rithöfundinum Lamennais, en þá voru liðin 100 ár frá dauða hans. Lamennais var einn þeirra sjaldgæfu kenni- manna, sem láta sig varða líf mannanna hér á jörðu, og má hann vera okkur íslendingum hugstæður vegna þess að ka£L ar úr einu riti hans, Paroles d’un Croyant, birtust í fyrsta hefti Fjölnis. Meðal annarra slíkra safnrita, sem nýlega hafa komið út og enn eru fáanleg, má nefna rit um Balzac, París-i arkommúnuna, Victor Hugo, Leonardo da Vinci, Gogol, Paul Eluard, Emile Zola óg Rabe- lais. Þessi rit má kaupa hv'ert um sig og er verð þeirra frá 175 upp í 390 franka (8—16 kr.), en áskriftarverð ritsins er 2000 frankar (um 90 kr.) á á ári. Hægt er að sjálfsögðu að panta ritið í bókaverzlunum hér, en ódýrara er fyrir menn að panta það beint, bækur og tímarit eru á frílista og auð- velt að fá gjaldeyrisleyfi fyrir þeim. Áskrift ritsins er 33, rue Saint-André-des-Arts, Paris VI. 5 FYRSTA FEGURÐARSAMKEPPNI Á ÍSLANDI 1 nýútkomnu októberheíti tímaritsins SATT eru 18 myndir aí íslenzkum íegurðardísum írá 1930 SATT er 44 bls.-------SATT kostar kr. 9.50 -Ýl Salirnir opnir í kvöl „S YL V AN A" PARI Ð skemmtir. Sóló dans o. fl. Hjálmar Gíslason: Gamanvísnasöngur Skemmtiatriði í báðum sölum Dansað í báðum söhim 10 iegimdir: Romm Vanilkí ' Súkkulaði Ananas Aþpelsín Sítrón Hindberja Jarðarberja Karamellu Butterscots Landsþekktir að gæðum. Lágt verð. — Fást í næstu búð. REK0RB Rrautarholti 28 Sími 5913

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.