Þjóðviljinn - 14.10.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.10.1954, Blaðsíða 10
“10)' — ÞJÓÐVILJINN — Fimxntudagur 14. október 1954 Stígamaðurinn Eftir Giuseppe Berto 24. dagur að rigna og svo stytti upp aftur. Nú heyrðist ekkert ‘úr gripahúsinu, en úr næsta herbergi heyrðist öðru ‘ hverju marra í rúmi. Miliella virtist sofa óvært. Ef til 1 vill hafði hún ekki sofnað heldur, heyrt mig fara nið- ur, og svo kæmi hún inn til að spyrja mig hvað ég hefði verið að gera. Ég vonaði að hún kæmi, því að ég var einmana og ringlaður. Ég beið hennar lengi og enn var farið að rigna. Og svo fór mig að dreyma — um Michele Rende. Við vomm saman og lágum í leyni bak- við eitt furutréð hjá húsinu í Acquamelo. Hann hélt á byssu föður míns og beið þess aö Giulía Ricadi birtist í dyrunum. En dyrnar voru lokaðar og þegár þær opn- uðust, var það bróðir hennar sem kom í ljós, klæddur veiðifótum eins og dagmn sem hann kom auga á mig við húsið. Svo miðaði Michele Rende byssunni og ég vissi að hann ætlaði að skjóta hann og ég sagði ekki neitt, vegna þess að ég var því feginn. Og hann skaut hann, og þegar Giulía Ricadi kom hlaupandi út skaut hann hana líka með byssu föður míns. Og allt fólkið hrópaði að Giulía Ricadi væri orðin blind. Ég vaknaði áðar en móðir mín kallaöi í mig, þegar rétt var að byrja að elda af degi. Þaö rigndi ekki, en það var dimmt yfir og lágskýjað, svo að fjöllin voru hulin niður undir skóg. Húsgarður- iinn var tómur. í aurnum sáust greinilega fótspor. Þau^. lágu frá gripahúsdyrunum og þvert yfir húsgarðinn áður en þau hurfu undir olívutrén. Þau gáfu til kynna að einhver heföi gengið þreytulega og ég varö þreyttur þegar ég horfði á þau. Og í raun og veru var ég þreytt- ur, vegna hinna löngu andvökustunda, draumanna sem á eftir komu og vissunnar um það að hann hefði fariö burt með hatur sitt og stórlyndi og ótta. Hann var að minnsta kosti farinn. Nú kæmi hann ekki aftur, og það var sennilega bezt. Frá þeirri stundu sem hann neyddist til að fara huldu höfði, í trássi við lög og rétt og friðsældina sem faðir minn mat svo mikils — frá þeirri stundu var hann laus úr tengslum við okkur. Líf okkar var byggt upp úr fábreyttum, nauðsynlegum atr- iðum, sem var stjórnað af tíma og árstíðum. Hlutverk okkar allt árið um kring var að bogra yfir moldinni, nytja hana til þess sem við þurftum með. En Michele Rende hafði um blóðhefnd að hugsa. Það var betra að gleyma honum og vona aö skýin hyrfu með hækkandi sól, svo að við gætum byrjað aö lú akurinn áður en korninu yrði sáö. Ég tíndi saman fötin mín sem lágu á víð og dreif um gólfið. Móðir mín var ein í eldhúsinu, en hún fór ævinlega fyrst á fætur. Hún var búin að kveikja upp og var aö| taka til morgunmatinn. Á borðinu lá eitt teppið okkar samanbrotið. Ég sneri rriér við til að líta á móður mína og um leið tók ég eftir því aö byssan hékk á sínum staö á veggnum fyrir ofan skápinn. Ég flýtti mér inn í gripa- húsið. Þar var allt í röö og reglu, gólfið hreint og hálm- ■arinn í snyrtilegri hrúgu. Hvernig gat mér dottið í hug, að hann væri þarna? Hafði ég ekki séð fótspor hans í húsgarðinum? Og vissi ég ekki að hann var flóttamaður og gat ekki verið um kyrrt í húsi okkar? Móðir okkar horfði hugsandi á mig þegar ég kom aft- ur inn í eldhúsiö. „Horfðir þú gegnum rifuna í gær- kvöldi?“ spurði hún. „Já“, svaraði ég. „Og fórst þú meö þetta til hans?“ spurði hún og benti á teppið. Ég leit á hana „Já“, svaraði ég. Móðir mín strauk mér blíðlega um höfuðið. „Segöu föður þínum ekki. að þú hafir gægzt gegnum rifuna“, sagði hún. Mikið gat móðir mín verið ástúðleg! „Sástu hann ekki þegar þú komst niður?“ spurði ég. „Nei, hann var farinn“. „Og hann hefur ekki skilið eftir bréf?“ „Nei ,ekkert“, svaraði hún. „Viö skulum vona að guð hafi hjálpað honum til að skipta um skoðun“. Eitthvað hafði orðið til þess að Michele Rende skipti um skoðun. Hann sem hafði erfiðleika og andstööu ann- arra aö engu ,hafði í þetta skipti afsalað sér hefnd sinni. Hann hafði farið burt byssulaus. Fótatak föður míns heyrðist í stiganum. „Farðu [ þarna inn andartak“, sagði móðir mín og ýtti mér að [ gripahúsdyrunum. Ég fór þangað inn og leysti Martino til að gefa hon- [ um að drekka. Ég heyrði aö móðir mín sagði: „Ég fann [ byssuna þína í gripahúsinu, þegar ég kom niður í morg- j un“. Hún talaði hranalega eins og hún var vön þegar [ hún vildi gera sem minnst úr því sem hún sagði. Faðir minn svaraði ekki. ■ ,,Seztu“, sagði móðir mín. „Kaffið er tilbúið“. : Ég brynnti Martino og gaf honum korn og fór síðan [ aftur inn í eldhúsiö. Ég bauð föður mínum góðan dag-1 og hann svaraði án þess að líta á mig. Hann var að [ borða brauð sem hann dýfði niður í kaffi. Og í hjarta ■ sínu hefur hann skammazt sín fyrir það sem geröist [ kvöldið áöur. Það gat jafnvel verið að Michele Rende [ hefði aðeins verið að stríða honum. Strax og hann hafði [ lokið við að borða fór hann út til að gá til veðurs. j Skömmu seinna fór hann út á akrana. ■ Svo kom Miliella niður og sá byssuna — hún hlaut [ að hafa séð hana án þess að líta á hana — og lét sem [ ekkert væri; eins og ekkert væri eðlilegra en hún væri j þar. Móðir mín var búin að sjóöa hænsnamatinn. Mili- [ ella tók pottinn og fór út í húsagarðinn. Hún vildi forð- [ ast mig. En ég fór á eftir henni. „Hvar er Michele ■ Rende?“ spurði ég hörkulega. [ Hún nam staðar. Ég hélt aö hún yrði vandræðaleg, en [ hún hvorki roðnaði né leit undan. Hún horfði á mig [ ögrandi augnaráði, með nýju óttaleysi sem sprottið var j upp úr óþekktum djúpum sálar hennar, eins og hjarta [ hennar væri þrungið tilfinningu sem skildi ekki eftir [ rúm fyrir feimni eða blygöun. „Hvar er Michele Rende?“ spurði ég aftur. „Hann er farinn burt“, svaraði hún. „Þú fórst niður í gripahúsið til hans í gærkvöldi, j var það ekki?“ „Jú“, svaraði hún. : Síðastliðið sumar var í Kaup- mannahöfn haldin sýning á e!d- húsum af ýmsu tagi, gömlum, úreltum og óheilsusamlegum eldhúsum og nýtízku fyrir- myndareldhúsum. Þarna var að finna margar góðar hugmyndir til að breyta og lagfæra gömul og ófullkom- in eldhús. Trélistar og snagar á veggjunum í mismunandi hæð til að hengja á potta og skaft- potta er ágæt hugmynd, því að allt of oft beygir maður sig niður og fálmar eftir pott- um í djúpum og dimmum skápi. Notið veggplássið Ef þið getið með einhverju móti notað veggplássið yfir eldhúsborðinu ykkar með ská- slcáp (lausum skáp með renni- hurð) eða skynsamlega upp- festum hillum þá er sjálfsagt að gera það. Það má ekki mis nota plássið frá eldhúsborði og upp í seilingarhæð, því að það er dýrmætasta plássið í eld- j OC GAMÞN Kona ein hafði gefið litlum dreng, sem bjó í nágrenni við hana, brauðsneið og drengur- inn þakkaði kurteislega fyrir sig. Þá sagði konan: — Það er rétt vinur, mér þykir alltaf vænt um þegar litlir drengir þakka fyrir sig. Drengurinn svaraði: — Ef svo er, væri rétt af þér að gefa mér sultu á brauðið. =^SSJ==> Frægur rithöfundur dvaldi um skeið í borg einni í Bandaríkj- unum og ætlaði að nota tím- ann til skrifta, en friðurinn var lítill, því að ýmsir betri borgarar linntu ekki látum við að bjóða honum heim. Frú ein gekk þó harðast fram, og í tólfta skiptið, sem hún hringdi lét rithöfundurinn loks tilleiðast og lofaði að heimsækja hana um kvöldið. Þegar hann kom svo í heim- sóknina og var rétt setztur inn hringdi síminn í íbúð frú- arinnar og var óskað eftir rit- höfundinum í símann. Er húsmóðirin flutti honum þau boð svaraði hann: — Ég sé ekki ástæðu til að svara, því að þetta eruð ugglaust þér í þrettánda skiptið. húsinu. Þar er hægt að hafa ýmsa þá hluti sem að staðaldri eru notaðir við matseldina og 1 það sparar óþarfa snúninga. Það er hægara að vinna verk sín vel þegar maður þarf ekki alltaf að vera á þönum um eldhúsið í leit að hinum ýmsu hlutum. Fjörlegir litir Plast í öllum regnbogans lit- um er ríkjandi í nýtízku eld- húsum Á eldhúsborðum hefur plast reynzt mjög vel; það hef- ur sýnt sig að það eyðileggst ekki þótt á það séu settir sjóð- heitir pottar. Teakviður, ryð- frítt stál og gler eru líka efni sem mikið eru notuð og í æ ríkara mæli. Hentug innrétting á eldhús- um sparar ótrúlega mikla vinnu og nú á síðari árum er farið að gera mikið til þess að eld- húsin séu fyrst og fremst góð- ur og þægiegur vinnustaður fyrir húsmæður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.