Þjóðviljinn - 14.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.10.1954, Blaðsíða 6
g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 14. október 1954 tlléÐVlUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. -9 1 Nöidur hægri kratanna Haraldi Guðmundssyni, Stefáni Jóhanni og Guðm. í. virðist ætla að verða það ofraun að fylla dálka Alþýðu- blaðsins með frumsömdu efni eftir að þeir hafa hrakið Hannibal Valdimarsson frá ritstjórninni. í stað þess að skrifa sjálfir um hugðarefni sín endurprenta þeir dag eftir dag 6—8 ára gamlar skýrslur Alþýðusambands- stjórnar með veigalitlum formála og eftirmála frá eigin brjósti. Auk þess skorts á frumleika og áhugamálum sem þessi endurprentun ber vott um er tilgangurinn sá að reyna að ýfa upp gömul deilumál sambandsstjórnar ein- ingarmanna í Alþýðusambandinu og þáverandi stjórnar- andstööu ef það mætti verða til að torvelda það sam- starf sósíalista og alþýðuflokksmanna í verkalýðshreyf- ihgunni sem nú er hafið og stefnir að því að gera heild- arsamtökin á ný að öflugu tæki í hagsmunabaráttu hins vinnandi fólks. Þetta nöldur Alþýðublaðsins er fyrirfram vonlaust og yerður til þess eins að vekja meiri athygli en ella á um- komuleysi hægri kratanna. í fullkominni óþökk þeirra er víða um land hin bezta samvinna milli sósíalista og alþýðuflokksmanna í kosningunum til Alþýðusambands- þings. í mörgum verkalýðsfélögum standa verkalýðs- flokkarnir saman að uppstillingu og fulltrúakjöri. Á öör- 'um stöðum styöja sósíalistar og vinstri sinnaöir alþýðu- flokksmenn hvorir aöra á víxl til þess að tryggja kosn- ingu stéttvísra verkalýðsfulltrúa gegn frambjóðendum atvinnurekenda og íhaldsafla. Þetta samstarf hefur gef- jzt vel, einingaröflin hafa verið í samfelldri sókn allan kosningatímann og ósigur afturhaldsins er fyrirsjáan- legur. Þetta eru staöreyndir hvort sem hægri broddum Al- þýðuflokksins líkar þær vel eða illa. Og þeim verður ekki breytt með nöldri Alþýðublaðsins og uppprentun gamalla skjala, sem ekki snerta þau mál sem nú eru efst á baugi í verkalýðshreyfingunni. Stærsta verkefniö nú er aö treysta samstarf vinstri aflanna, skapa Alþýðusamband- inu örugga og sókndjarfa forustu, sem fær er um aö leiöa hagsmunabaráttu verkalýðsins til nýrra sigra. Og kosn- ingaúrslitin að undanförnu gefa vissulega glæsileg fyrir- heit um að þetta muni takast þegar fulltrúar þeirra tuttugu og sex þúsunda vinnandi fólks sem í Alþýðusam- bandinu eru koma saman til hins mikilvæga sambands- þings í næsta mánuði. „Vestræn menning" ..Vestræn menning" skartar nú rétt einu sinni sínu fegursta S ..forustulandi frjálsra þjóða“, Bandaríkjunum. Hæstiréttur þar í ’andi komst fyrir nokkru að þeirri niðurstöðu að það væri brot é mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar að skilja sundur kynþætti í opinberum skólum og samkvæmt því skyldu öll börn hafa jafnrétti til skólasetu hver sem hörundslitur þeirra væri. 'Atti þessi niðurstaða að koma til framkvæmda á þessu hausti En úrskurður Hæstaréttar var ekki fyrr fallinn en upp hóf- wst skipulagðar æsingar í Bandaríkjunum til þess að koma í veg fyrir jafnrétti barna og hafa þær árásir náð hámarki sínu í haust. I sumum ríkjum hefur þegar verið gripið til þess ráðs s 5 afnema opinbert skólahald til þess að koma í veg fyrir að börn með dökkleitt hörund fengju að læra til jafns við þau hvítu. Ógeðslegast af öllu er þó að í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, og fleiri stöðum hafa hvít börn verið æst upp í það að ofsækja skólasystkini sín af öðrum kynþáttum, mis- þ; rma þeim, hæða þau og spotta, og hafa fullorðnir tekið þátt í því menningarstarfi og skipulagt það. Verður vart sokkið öllu dýpra en að beita börnum til jafn einstæðra óþokkaverka. Það er móðgun við vestræna menningu að kenna hana við éstand það sem drottnar í Bandaríkjunum; það er svívirðing við lýðræðið að telja það eiga griðland í ríki þar sem slíkir atburðir geta gerzt. En þótt alla Islendinga hrylli við að lesa fregnir af þessum menningarfyrirbærum, skulum við minnast jbess um leið að íslenzk stjórnarvöld lúta í auðmýkt forustu þeirra valdamanna vestanhafs sem ofsækja börn. Krafa Kýpurbúa um sjálfsákvörðunar- rétt vekur úlfúð milli Breta og Gríkkja Bretar eru á hrakmngí með herstöSvar sinar v/ð MiÖjarSarhafshotn TT'rímerkjaútgáfa í áróðurs- skyni er ekki ný bóla og stundum hafa þessir lituðu pappírsbleðlar valdið heitum milliríkjadeilum, þegar frí- merkin eru gefin út til þess að vekja athygli á landakröfum útgefanda á hendur öðru ríki. Gríska póststjórnin er nýbúin að gefa út frímerki af þessu tagi, en það er svo hugvitssamlegt að sá aðili, sem þvi er beint gegn, getur með engu móti haldið því fram, að honum sé gert rangt til. Á frímerkinu er ekkert annað en ljósprentun á kafla úr brezku þingtíðindunum og á miðju lesmálinu er svört klessa. Ljósprentaða málið er nokkrar setningar úr umræð- um brezkra þingmanna um framtíð eyjarinnar Kýpur og blekklessan minnir á það að nýlendustjórnin á Kýpur hefur sett þar svo stianga ritskoðun, að hver sá ritstjóri á eynni sem endurprentar í blaði sínu nokkuð það, sem sagt er á brezka þinginu til stuðnings kröfu eyjarskeggja um að fá sjálfir að ráða framtíð sinni, á yfir höfði sér margra ára fang. elsisdóm fyrir drottinsvik við hennar hátign Elísabetu II. Bretar sjálfir hafa þannig lagt upp í hendur grisku póststjórnarinnar ómetanlegt tækifæri til að gera þá að at- hlægi svo vítt sem grískar póstsendingar berast. Aðstaða brezku stjórnarinnar í Kýpur- málinu er líka slík, að full- trúi hennar á þingi SÞ hefur boðað að hann muni ekki taka þátt í umræðum og jafnvel ganga af fundi þegar kæra grísku stjórnarinnar fyrir hönd Kýpurbúa kemur á dagskrá á þingi SÞ sem nú stendur yfir. Brezki málstaðurinn er ger- samlega óverjandi. Yfirgnæf- andi meirihluti Kýpurbúa er grískumælandi og hefur lengi barizt fyrir sameiningu eyjar- innar og Grikklands. Nýlendu- stjórnin hefur frá upphafi beitt þvingunum til að halda bar- áttu þeirra fyrir sjálfsákvörð- unarrétti í skefjum. Þó keyrði um þverbak á þessu hausti, þegar nýlendustjórnin tilkynnti að hver sá sem minnist á sam- einingu Kýpur og Grikklands í ræðu eða riti verði tafarlaust látinn sæta sektum og margra ára fangelsisvist fyrir drottin- svik. CJamtímis því að þetta var kunngert í Nicosia, höfuð- borg Kýpur, var Oliver Lyttle- ton að syngja sitt síðasta vers á brezka þinginu í hlutverki nýlendumálaráðherra í stjórn íhaldsmanna. Hann lýsti yfir, að Kýpur væri ein af þeim brezku nýlendum, sem væru heimsveldinu svo þýðingarmikl- ar að ekki kæmi til nokkurra -mála að veita landsbúum nokkru sinni fullt sjálfstæði. Þar yrði vald brezku stjórnar- innar jafnan að vera óskorað. Astæðan til þessarar íastheldni á eyjuna er hernaðarþýðing hennar; Nokkru áður en Lyttle- ton boðaði ævinleg umráð brezku stjórnarinnar yfir eyj- arskeggjum hafði Churchill- stjórnin ákveðið að flytja til Kýpur aðsetur herstjórnar innar við Miðjarðarhafsbotn. Eftir langt þóf hafði samizt um það milli Breta og Egypta að 70 ára hersetu hinna fyrr- nefndu á Súeseiði skyldi vera lokið. Herstjórn og herlið Breta á þessum slóðum þurfti að fá nýjan samastað og ekki var í önnur hús að venda en til Kýpur. En áður hafði Palestína verið meginherstöð Breta við Miðj arðarhafsbotn. TTersetan á Súeseiði hafði valdið slíkri úlfúð Egypta í garð Breta að þar var ekki />--------------------\ Erlend tíðindi i. > sætt lengur og játaði Eden ut- anríkisráðherra það hreinskiln- islega í brezka þinginu. Þegar æstustu heimsveldissinnarnir í þingflokki íhaldsmanna sökuðu stjórnina um að vera að sökkva undan sér heimsveldinu, svar- aði hann, að óframkvæman- legt væri að stritast við að sitja við Súes í óþökk landsmanna. Brezku stjórninni leizt ekki á að troða illsakir við 20 millj- ónir Egypta en hún telur sér ekki ofvaxið að halda hálfri milljón Kýpurbúa í skefjum. Hefðu brezkir íhaldsmenn loks verið komnir í skilning um, hvílík rangsleitni það alltaf er að neyða hersetu upp á fram- andi þjóðir, væri ekki látið við það sitja að flytja herinn frá Súes til Kýpur. Herstöðvarnar eru engu betur séðar á siðari staðnum en þeim fyrri. retar komust yfir Kýpur ár- ið 1878. Þeir komu þá Tyrkjasoldáni til hjálpar og hindruðu að Rússland limaði í sundur ríki hans. En Disraeli vildi hafa nokkuð fyrir snúð sinn og knúði soldán til að greiða björgunina úr greipum Rússa því verði að láta Kýpur af hendi við Breta. Rússar voru í raun og veru búnir að vinna sigur á Tyrkjum, en fyr- ir áhrif Breta voru engar breytingar gerðar á landamær- um ríkjanna. Þeir einu sem græddu á þessari stvrjöld voru því Bretar, sem tóku þó engan beinan þátt í henni. Rússar og Tyrkir bárust á banaspjót, Bretar komu þar hvergi nærri en hirtu þó ekki lakari sneið en Kýpur fyrir að koma á sættum. rátt fyrir þriggja alda stjórn Tyrkja er ekki nema fimmt- ungur eyjarskeggja af tyrk- nesku bergi brotinn og játar múhameðstrú. Hinir fjórir fimmtu hlutarnir eru grísku- mælandi og í grísk-kaþólsku kirkjunni. Eins og víðar í heimsveldinu hefur Bretum þótt það vænlegt til að treysta yfirráð sín að deila og drottna, nýlendustjórnin hefur frekar unnið að því að ala á gömlum væringum milli trúflokkanna en að draga úr þeim. Stjórnin hefur í öllu dregið taum Tyrkja, til dæmis er lögreglan nær einvörðungu skipuð þeim. Árangurinn af þessu eftirlæti er að Tyrkir á Kýpur og stjórn Tyrklands veita Bretum dyggi- legan stuðning gegn kröfum um sameiningu Kýpur og Grikk- lands. TJram hjá því verður þó ekki •*■ gengið að fjórir fimmtu er fjórum sinnum meiri stærð en einn fimmti og þótt Tyrkir og Bretar á Kýpur leggist á eitt eiga þeir fullt í fangi með að halda Grikkjunum í skefjum. Að vísu eru Grikkir á Kýpur klofnir í tvær fylkingar í stjórnmálum. Fyrir annarri eru klerkar grísk-kaþólsku kirkj- unnar og eru þeir mjög íhalds- samir sem vænta má. Á hinu leitinu er róttæk verkalýðs- hreyfing, sem hefur yfirhönd- ina í flestum stærri borgum á Kýpur. V.erkalýðsfélögin eru öflug og kommúnistar í meiri- hluta í stjórnum borganna. En þótt deilur séu harðar milli róttækra og íhaldssamra Grikkja hafa báðar fylkingar tekið höndum saman gegn Bretum. Hafna flokkar Grikkja boði Breta um takmarkaða sjálfstjórn en krefjast Kýpur- búum til handa réttar til að ráða framtíð sinni sjálfir og ákveða, hvort eyjan sameinast Grikklandi, verður áfram í brezka samveldinu eða gerist sjálfstætt ríki. • Críska stjórnin hefur nú skotið máli Kýpurbúa til þings SÞ. Var það tekið þar á dagskrá þrátt fyrir harða and- stöðu Breta og annarra ný- lenduvelda. Brezka aðstoðarut- anríkisráðherranum S e 1 w y n L1 o y d varð tíðrætt um þáð, að deilan yrði til þess eins að veikja Atlanzhafsbandalagið, sem báðir aðilar tilheyra. Bandaríski fulltrúinn vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga, vildi hvorki styggja Breta né Grikki og tók það ráð að sitja hjá. Kýpurdeilan er mikið hitamál í Grikklandi og hefur komið til uppþota fyrir utan brezka sendiráðið í Aþenu. Einnig hefur vinátta Grikkja og Tyrkja kólnað síð- ustu mánuði, vegna stuðnings tyrknesku stjórnarinnar við Breta. Deilan veikir því bæði Atlanzhafsbandalagið og Balk- anbandalagið. M. T. Ó,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.