Þjóðviljinn - 14.10.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Enn er fjarri því að franska
njósnamálið sé upplýsf
Ekkerf bendir fil jbess að leiðfogar
kommúnisfa séu viSriSnir n]6snirnar
Undirbúningsyfirheyrslum í njósnamálinu í Frakk-
landi á aö ljúka í þessari viku, en ennþá er málið aöeins
aö litlu leyti upplýst.
I rauninni má segja, að mál-
ið hafi orðið flóknara eftir því
sem lengra hefur liðið á yfir-
heyrslurnar. Á laugardaginn
var hér skýrt frá nokkrum
helztu atriðum úr yfirheyrsl-
um fyrstu dagana og hér skal
rakið nokkuð það helzta, sem
síðan hefur gerzt.
Labrusse lét Baranes
fá upplýsingar
Á miðvikudaginn í síðustu
viku játaði Labrusse, annar af
tveim háttsettum embættis-
mönnum landvarnaráðuneytis-
ins, fyrir rétti, að hann hefði
látið njósnaranum Baranes í
té upplýsingar um fundi land-
Varnaráðuneytisins. Þær upp-
lýsingar hafði hann fengið ó-
umbeðið hjá Turpin, hinum
embættismanninum, og Turpin
vissi ekki, að Baranes ætti að
fá þær. Labrusse lét Baranes
fá þessar upplýsingar, þar sem
hann taldi að hann mundi nota
þær í því skyni að vekja at-
hygli fransks almennings á
hættunni af stefnu Frakka í
Indókína .Hann taldi, að Bar-
anes væri hugsjónamaður, sömu
skoðunar og hann.
Aðeins lauslegt
yfirlit
Labrusse neitaði því, að hann
hefði látið Baranes í té annað
og meira en lauslegt yfirlit
yfir það, sem gerzt hefði á
fundum landvarnaráðsins, og
sagði, að hann hefði ekki feng-
ið nein skjöl hjá sér. Þegar
Baranes var leiddur fyrir dóm-
Brotizf inn í graf-
býsi Edensfjöl-
skyldunnar
Þjófar brutust um daginn inn
í grafhýsi fjölskyldu Edens, ut-
anríkisráðherra Bretlands og
gerðu þar usla þó þeir hefðu
lítið upp úr innbrotinu. Þetta
komst upp morguninn eftir,
þegar kista Roberts Edens, sem
lézt níu ára gamall fyrir 98
árum, fannst opin og færð úr
skorðum. Kistan lá við múrinn
sem liggur umhverfis grafhýsið.
Inni í grafhýsinu höfðu þjóf-
arnir fært tvær blýkistur úr
skerðum, en ekki opnað þær.
Þjófarnir hafa ætlað að ná i
blýið, sem er nú í háu verði,
en haldið er að þeir hafi
orðið hræddir þegar barns-
kistan opnaðist og þeir hafi þá
tekið til fótanna.
Þá voru smíðaðar
nothæfar hlukkur
Turnklukka dómkirkjunnar í
Strassburg er 600 ára gömul
um þessar mundir. Hún hefur
gengið óslitið síðan 1354 og
aldrei bilað.
arann, staðfesti hann þennan
framburð Labrusse.
Mótsagnir
Þegar Baranes var í fyrsta
sinn leiddur fyrir dómarann,
tók hann aftur það sem hann
hafði borið þegar öryggislög-
reglan yfirheyrði hann, að hann
hefði látið leiðtogum kommún-
ista í té ríkisleyndarmál. Á
miðvikudaginn breytti hann enn
framburði sínum, sagðist nú
hafa oft skýrt Duclos, ritara
flokksins, frá því, sem Labrusse
sagði honum, en Duclos hefði
þá svarað því til, að hann
hefði ekkert gagn af þessum
upplýsingum, „því að hann
hefði orðrétta skýrslu um allt
sem sagt var á fundunum
(landvarnaráðsins)“. Baranes
gaf í skyn, að leiðtogar komm-
únista hlytu að hafa góð sam-
bönd á æðstu stöðum, en gat
engu svarað spurningu dómar-
ans um hverja gæti verið að
ræða. Hins vegar benti hann
á, að e.t.v. væri þar um sama
mann eða sömu menn að ræða
og létu Parísarvikublaðinu L’
Express í té nákvæma frásögn
af leyniskýrslu Elys herráðs-
foringja um hernaðarástandið í
Indókína sl. vor. L’Express hef-
ur frá fyrstu tíð verið talið
helzta málgagn Mendés-France.
„Þjóðernissinnaður
marxisti“
Yfirheyrslurnar yfir Baranes
hafa fyllilega staðfest réttmæti
þeirra fullyrðinga leiðtoga og
málgagna franska kommúnista-
flokksins, að hann hafi verið
laumumaður í flokknum og í
þjónustu andkommúnista. — I
réttarhöldunum á miðvikudag-
inn komst hann svo að orði, að
hann „væri þjóðernissinnaður
marxisti, sem hefði gengið í
flokk kommúnista í því skyni
að afla samtökum andkommún-
ista upplýsinga". Og hann
bætti við: „Ég álít, að mig
hefði ekki átt að læsa inni í
fangaklefa í Fresnesfangelsi,
það hefði miklu heldur átt að
sæma mig orðu Heiðursfylking-
arinnar!“ Þegar Baranes var
leiddur út úr réttarsalnum,
sagði hann við blaðaljósmynd-
arana sem biðu hans úti fyrir
dyrum, að þeir myndu fá
„miklu mikilvægari menn en
sig að ljósmynda", áður en
þessu máli væri lokið.
„Monsieur Cliarles“
gefur sig fram
Seint um kvöldið þennan
sama dag, gaf gestapóagent-
inn og strokufanginn „Monsie-
ur Charles", réttu nafni Álfred
Delarue, sig fram við rann-
sóknardómarann. Lögreglufor-
inginn Dides, sem fylgdi hon-
um til dómarans, sagði að nú
myndi málið komast á nýtt
stig, þar sem Delarue myndi
geta hresst upp á minni Bar-
anes og ekki yrði eins auðvelt
fyrir Wybot, yfirmann leyni-
lögreglunnar að halda hlífi-
skildi yfir háttsettum mönnum,
er væru riðnir við þetta mál, en
enn þá hefðu ekki verið bendl-
aðir við það opinberlega. Eng-
inn óviðkomandi fékk að vera
viðstaddur, þegar dómarinn yf-
irheyrði Delarue og er enn ó-
vitað, hvað þar hefur fram
farið.
Nýjar móts'agnir
Einn af leiðtogum kommún-
ista, Waldeck Rochet, hafði
verið kallaður fyrir rétt vegna
þess framburðar Baranes, að
náið samband hefði verið milli
þeirra. Um leið var fyrirskip-
uð húsrannsókn á skrifstofum
blaðsins la Terre, sem Rochet
er ritstjóri að. Þegar þeir voru
leiddir saman fyrir dómárann,
neyddist Baranes til að viður-
kenna, að áður nefnd ummæli
Væru uppspuni frá rótum. „,Ég
þekki herra Waldeck Rochet
ekki“, sagði hann, „og þegar
ég bendlaði hann við þetta mál,
þó fór ég með ósatt mál, ég
viðurkenni að ég hafi sagt ó-
satt. . . .“.
Yfirlýsing Duclos
í yfirlýsingu þeirri, sem Ja-
cques Duclos lagði fyrir rétt-
inn, þegar hann var kallaður
sem vitni, þverneitaði hann því
að hafa haft nokkurt samband
við Baranes og sagði fram-
burð hans um það vera „hlægi-
legan uppspuna.“ Duclos sýndi
fram á hyílík fjarstæða það
væri að halda fram að Baran-
es hefði vérið erindreki komm-
únistaflokksins. Hér fara á eft-
ir nokkur atriði úr yfirlýsingu
Duclos:
„Baranes er: a) erindreki
lögreglumannsins Dides, sem
var á hernámsárunum í þjón-
ustu gestapó, b) starfsbróðir
Delarue, sem var í hjálpar-
sveitum Þjóðverja á hernáms-
árununum, c) höfundur and-
Grátittlingur setti
eimreið af sporinu
Lítill grátitlingur vann á dög-'
unum það afrek að setja stór-
eflis eimreið af sporinu á járn-
brautarstöðinni í Hróarskeldu
í Danmörku.
Stöðvarstarfsmennirnir vita
að minnsta kosti enga aðra
skýringu en aðgerðir fuglsins
á því, að eimreið, sem átti að
fara að beita fyrir farþega-
lest, rann allt í einu út af tein-
unum og varð ekki komið á þá
aftur fyrr en eftir langa mæðu. 1
Fuglinn fannst heldur úfinn'
kúrandi inni í aðal tengidósinni
á staurnum, þaðan sem liggja
leiðslurnar sem stjórna spor-
skiptunum. Raftæki þessi eru
svo viðkvæm, að talið er mjög
líklegt að umbrot smáfuglsins
hafi getað orðið til þess að
80 tonna eimreiðarbákn fór af
sporinu.
kommúnízkra greina, sem birt-
ust í Fígaro, þar sem hann
leitaði hælis, áður en herra
Hugues tók hann að sér, d)
undirróðursmaður sem tókst að
laumast inn í Kommúnista-
flokkinn. Framburður hans,
sem reyndar er mjög mótsagna-
kenndur, hefur mótazt af ósk
um að skaða kommúnistaflokk-
inn“. Duclos gerði að kröfu
sinni að hætt yrði að misnota
þetta mál til árása á kommún-
ista og rannsókninni í staðinn
beint að þeim aðiljum, sem í
rauninni hafa brotið af sér
gegn öryggi ríkisins.
Hann minnti á, að Dides lög-
regluforingi, sem í upphafi
málsins var handtekinn af
leynilögreglunni og hafði þá í
fórum sínum ríkisleyndarskjöl,
var látinn laus aftur ög hefur
ekki verið ákærður.
„Þetta gæti verið
barn yðar“
Á fimmtudaginn var René
Turpin leiddur fyrir dómar-
ann. Þegar hann hafði svarað
spurningum um stjórnmála-
skoðanir sínar (hann kvaðst
hafa fylgt sósíaldemokrötum að
málum frá æskuárum), kvart-
aði hann sáran yfir þeirri með-
ferð sem hann hefði sætt hjá
leynilögreglunni, meðan hún yf-
irheyrði hann. Hann sagði, að
reynt hefði verið að neyða hann
að játa sakir á yfirmanh sinn,
Mons. Lögregluforinginn sem
yfirheyrði hann hefði 'bent sér
á lítinn dreng, sem var á leið í
skóla, og sagt: „Þetta gæti
verið barn yðar. Ljóstrið upp
um herra Mons og þér eruð
frjáls maður. Við gefum yður
drengskaparloforð. Ef ekki, þá
verðið þér dæmdur og börn
yðar munu ekki þekkja yður
aftur þegar þér hafið verið tíu
eða fimmtán ár í fangelsi". En
ég lét ekki undan, sagði Túrpin.
Mendés-France bendlaður
við málið
Turpin sagðist hafa tekið að
skýra samstarfsmanni sínum,
Labrusse, frá því sem gerðist
á fundum landvarnaráðsins eft-
ir fund, sem haldinn var 26.
maí sl. Hann hefði álitið að
ákvarðanir sem teknar voru á
þeim fundi gætu haft svo al-
varlegar afleiðingar, að rétt
væri að fregnir af þeim bær-
ust til manna, sem gætu tekið
í taumana. Labrusse sagði hon-
um, að hann myndi setja sig í
samband við d’Astier de la Vig-
erie, ritstjóra dagblaðsins Lib-
eration, og hann myndi koma
upplýsingunum áleiðis til Men-
dés-France. Turpin sagðist ekki
hafa vitað um samband La-
brusse við Baranes, en liins
vegar hlyti Baranes að hafa
fengið vitneskju um fundi lana-
varnaráðsins hjá öðrum mpnn-
um en Labrusse, því að í skjöl-
um þeim sem hann hafði fjall-
að um og nú eru í höndum
réttarins, væru mörg atriði,
sem Labrusse hefði ekkert vit-
að um.
★
Af þessari frásögn af helztu
atriðunum úr réttarhöldunum,
sem fréttir hafa borizt um,
verður Ijóst, að enn er margt
óupplýst í þessu máli. Það virð-
ist samt vera óhætt að fullyrða
að tilr.aunin til að nota það til
að klekkja á franska kommún-
istaflokknum liefur mistekizt
Nýja borgin Nova Huta
7 námunda við hina fornu borg Krakow í Póllandi er nú
að rísa frá grunni ný borg, sem gefið hefur verið nafnið
Nova Huta. Þar verður miðstöð hins nýja pólslca punga-
iðnaðar og í borginni fullbyggðri munu búa 100.000
manns. Nú pegar búa par 40.000. Þrjú ár eru liðin síðan
framkvœmdir hófust og peim á að vera lokið að fullu ár-
ið 1956. — Myndin er af einum hluta hins mikla stáliðju~
vers sem nú er í smíðum í borginni. j