Þjóðviljinn - 19.10.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. október 1954 -
Gunnar Jchannsson
Skattfríðindi sjómanna er
réttlætis og nanðsynjamál
MARÍA MARKAN ÖSTLUND
endurtekur
Söngskemmtun
sína í Gamla bíói miðvikudaginn 20. október
kl. 7.15 síðd.
Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og Ritfangaverzlun ísafoldar í
Bankastræti.
í Reykjavík. Laugaveg 166
Björu Th. Björnsson
Björn Tfc. Bjömsson
listfr. byrjar miðvikud.
20. þ m. fræðslunám-
skeið í myndlistarsögu
með fyrirlestrum og
skuggamyndum.
Efni fyrixlestxanna;
er:
Þróun myndiistarinnar
frá nýklassiskatíma-
bilinu, seinnihluta 18.
aldar, til vorra daga,
stílþróun þessa tímabils
og helztu meistarar.
Fyrirlestrarnir verða alls
átta, fluttir alla mið-
vikudaga kl. 8—10 e.h.
Námskeiðsgjald kr.: 100.
Innritun í símum 80901
og 1990.
Bréfáhrak í fyrra og dittó núna — Framlag skálds-
ins — og ritvélin seldist
Frumvarp Gunnars
Jóhannssonar um
skattfríðindi sjómanna
er komið til annarrar
umræðu og nefndar.
Verður frumvarpinu
ekki betur lýst en með
orðum flutningsmanns,
og er hér birt fram-
söguræoa hans við
fyrstu umræðu máls-
ins.
-------------
Herra forseti.
Frumvarp það, sem hér er
flutt á þingskjali 21, hef-
ur inni að halda nokkrar
ívilnanir á tekjuskatti fyrir
þá launþega, sem tilneyddir
eru að sækja atvinnu sína til
staða fjarri heimili sínu. Þá
er í sömu grein lagt til að j
hækkaður verði frádráttur til
skatts á tekjúm sjómanna á
fiskiskipum vegna hlífðarfata-
kostnaðar, úr kr. ' 200.00 til
kr. 300,00 á mánuði eins og
nú er upp í kr. 600,00 á mán-
uði miðað við þann tíma, sem
þeir stunda fiskveiðar. Eins
og nú er háttað atvinnumál-
um hér á landi er í sumum
landshlutum hið mesta at-
vinnuleysi. Sérstaklega er
þetta mjög áberandi í kaup-
stöðum og sjávarþorpum norð-
anlands. Á hverju hausti fer
fjölmennur hópur verkafólks
og iðnaðarmanna í atvinnuleit
til suðurlandsins og hefur
fólksstraumurinn farið' ört
vaxándi ár frá ári. Veldur
þar um miklu hið mikla og
a’varlega síldarleysi, sem nú
í heilan tug ára hefur þjak-
að heil byggðarlög norður þar
méir en orð fá lýst. Það hefði
mátt ætla að hið opinbera
hefði fyrir löngu séð sér
fært að taka að einhverju
leyti tillit til hins mikla
kostnaðar, sem því er sam-
fara, að þurfa að sækja at-
vinnu sína suður á land í 6
til 10 mánuði á ári Það er
algengt að menn þurfa að
greiða fvrir unpihald mikið á
' annað þúsund krónur á mán-
uði og sjá jafnframt fjöl-
skyldu sinni heima fyrir far-
borða fjárhagslega. í núgild-
andi skattalögum eru engin
ákvæði sem heimila frádrátt á
• tekjum til skatts vegna kostn-
aðar við að sækja atvinnu til
fjarlægra staða.
Þetta er hið mesta misrétti,
sem hið opinbera verður að
leiðrétta. Það er lágmarks-
krafa að það fólk, sem til-
neytt er að sækja atvinnu
sína til fjarlægra staða vegna
atvinnuleysis heima fyrir, fái
• að minnsta kosti allan uppi-
1 halds- og ferðakostnað til frá-
■ dráttar á tekjum sínum til
I skatts.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
&ð við ákvörðun þessa kostn-
aðar sé farið eftir mati skatt-
yfirvalda.
Um frádrátt á launum sjó-
manna á fiskiskipum til
skatts vegna hlífðarfatakostn-
aðar er það að segja að það
opinbera hefur þegar viður-
kennt þi kröfu að nokkru. 1
þessu frv. er enginn mis-
munur gerður á því hvort
menn stunda fiskveiðar á tog-
urum eða öðrum fiskiskipum,
heldur skuli draga frá tekjum
sjómanna sem fiskveiðar
stunda, kr. 600.00 á mánuði
vegna hlífðarfatakostnaðar.
Allir þeir, sem eitthvað
þekkja til sjósóknar og fisk-
veiða vita að engin atvinna,
sem stunduð er hérlendis, út-
heimtir eins mikil og góð
hlífðarföt og fiskveiðar. Mað-
ur, sem fer til dæmis á togara
og þarf að kaupa allan nauð-
synlegan hlífðarfatnað í för-
ina kemst ekki af með minni
upphæð en kr. 2000.00 til
slíkra hluta. Eftir hverja
veiðiferð þarf hann að endur-
nýja hlífðarfatnað sinn að
meira eða minna leyti.
Hið sama gildir um þá sjó-
menn, sem stunda fiskve’ðar á
öðnim sk'pum. Þar er hlífð-
arfatakostnaður sjómanna far-
inn að skipta þúsundum yfir
hverja vertíð. Það er því fyllsta
ástæða fyrir hið oþinbera að
taka fr-ekara tillit en nú er
gert til hins mikla kostnaðar
sem fiskimenn okkar þurfa að
ieggja á sig fram yfir aðrar
starfsstéttir vegna liinna miklu
og dýru hlífðarfatakaupa.
★
2. grein gerir ráð fyrir, að
sjómenn á íslenzkum fiskiskip-
um njóti þeirra fríðinda að
mega draga Y3 hluta af sjó-
mannskaupi sínu frá brúttó-
tekjum sínum framtöldum til
skatts. Þetta mundi, ef að lög-
um yrði létta talsvert skatta-
greiðslur hlutaðeigandi sjó-
manna.
Aðalástæðan fyrir því, að
rétt þykir að veita fiskimönn-
um skattaívilnun fram yfir
aðra er að reynslan sýnir að
erfiðlegar hefur gengið að fá
menn til þeirra starfa en
flestra annarra, svo og hitt að
störf íslenzkra fiskimanna eru
erfið og hættuleg og vinnutími
langur.
Því verður ekki á móti mælt
með neinum rökum að tekjur
sjómanna, sem verða að dvelja
fjarri heimilum sínum í lengri
eða skemmri tíma reynast ó-
tryggari en tekjur þeirra, sem
vinna heima hjá sér og geta
því notað frístundir sínar til
ýmsra starfa fyrir heimili sín.
Sjómaðurinn verður aftur á
móti að kaupa margvíslega að-
stoð og vinnu fyrir heímilið
fram yfir aðra, þar sem hann,
atvinnu sinnar vegna, getur
ekki sinnt slíku sjálfur.
Á síðari árum hefur oft á
tíðum reynzt erfitt að fá menn
á fiskiskipin. Kjör fiskimanna
eru ekki í neinu samræmi við
hinn langa vinnutíma þeirra og
eru þau í mörgum tilfellum lak-
ari en landverkafólks. Auk þess
fylgir allri sjósókn mikil'slysa-
hætta fram yfir flesta aðra
vinnu.
Skortur á dugandi sjómönn-
um til fiskveiða er mikið á-
hyggjuefni þeirra manna sem
annast útgerð, enda beinn þjóð-
arvoði fyrir dyrum, ef ekki
fást. nægilega margir ötulir og
dugandi sjómenn á fiskiskipa-
flota landsmanna.
Skattfríðindi eins og þau sem
hér um ræðir og veitt- yrðu
fiskimönnum ættu að verða
einn þxttur í því, að örfa unga
og dugmikla menn til sjósókn-
ar vegna þess að þeir teldu
sér hag í því að gera sjó-
mennsku á fiskiskipum að lífs-
starfi sínum.
A
Okkur flutningsmönnum er
það fyllilega ljóst að margt
fleira þarf að gera til að bæta
kjör íslenzkra fiskimanna en
það, sem felst í þessu frum-
varpi ef hægt á að verða að
snúa við á þeirri ólieillabraut
undanfarinna ára, að fleiþi og
fleiri menn telji sig neydda til
að flýja frá framleiðslustörf-
um þjóðarinnar, og þó einkum
fiskveiðum, til óarðbærra og
sumpart óþjóðhollra starfa í
landi svo sem vinnu við hern-
aðarmannvirki suður á Kefla-
víkurflugvelli.
Islenzkir fiskimenn eru marg-
falt afkastameiri við veiðiskap
en fiskimenn annarra þjóða.
Það ætti því að vera augljóst
mál að því opinbera ber skylda
til að sýna. þessum mönnum
fulla viðurkenningu með því
m.a. að minnka . að verulegu
leyti skattgreiðslur þeirra til
ríkissjóðs.
Útflutningur íslenzkra fisk-
afurða nemur hvorki meira né
minna en 90-95% af öllum út-
flutningi landsmanna svo ekki
verður um deilt hvers virði
störf fiskimanna okkar eru
fyrir þjóðarheildina og hversu
mikil þjóðarnauðsyn það er, að
hagur þeirra sé sem bezfur.
Skattfríðindi þau sem frum-
varp þetta felur í sér handa
sjómönnum á fiskiskipaflotan-
um eru aðeins smávægileg við-
urkenning til handa fiskimönn-
um okkar á hinu þýðingarmikla
starfi þeirra í þágu lands og
þjóðar, viðurkenning sem Al-
þingi ætti að sjá sóma sinn í
að veita á þessu þingi. Ég vil
að lokum geta þess að fulltrú-
ar togaraeigenda og fulltrúar
togarasjómanna, sem voru við
síðustu togarasamninga, voru
sammála um að vinna að því
að skattfríðindi til handa sjó-
mönnum næðu fram að ganga.
Vænti ég þess að fulltrúar tog-
araeigenda hér á alþingi leggi
þessu máli lið svo og aðrir
háttvirtir alþingismenn.
Að lokinni þessari umræðu
vil ég leggja til við hæstvirtan
forseta að málinu verði vísað
til annarrar umræðu og fjár-
veitinganefndar.
EINU SINNI í fyrra- var Bæj-
arpósturinn í bréfahraki. Það
er svo sem ekki frásagnar-
vert, enda svo altítt að það
telst varla til tíðinda, en það
vildi þannig til að um þetta
sama leyti var ritvélin ha’ns
að berja nestið og fyrir bragð-
ið varð Bæjarpósturinn einn
daginn nokkurs konar eftir-
mæli um ritvélina. Þetta
mætti mikilli krítik, og meira
að segja skáldin fóru af stað.
Og í merkilegu starfsmanna-
blaði sem út kom í mjög tak-
mörkuðu upplagi birtist lítið
ljóð um þetta efni í formi
bókmenntagetraunar. Og í
dag ætlar Bæjarpósturinn að
leyfa sér að birta þetta ljóð.
Gerið þið svo vel:
„Ekkert bréf
engin ídea —
ekki er það efnilegt með
Póstinn.
Slæ á einn tangentinn,
út kemur r.
Þarnæst kemur i og svo t.
Rit — bæti við það vél
ídean fundin:
skrifa ritgerð um ritvélina.
Þetta var nú ansi góð
ritvél á sínum tíma.
Og margt var nú skrifað í
þá daga —
sá sem bara vissi!
Sleppum því.
Nú ert þú orðin ónýt,
eins og gömul bréf
verða úrelt.
Eg sé mér ekki annað fært
en sakna þess.
Svona getur maður skrifað
heilan Póst —
án bréfs, án ídeu,
ef maður bara hefur
eitthvað til að skrifa með.
P.s.
Vil selja gamla ritvél,
módel 1928,
mikið notuð, en
nýsmurð."
EG SLEPPI síðustu línunum
sem eru upplýsingar um
símanúmer og viðtalstíma,
enda seldist blessað gamla
ritvélahróið út á þetta Ijóð
kollega míns, og Pósturinn
hefur ekki borið sitt barr upp
frá því.
i