Þjóðviljinn - 19.10.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Fjármagn ríkisinsáað þjéna þjóðinni en ekki gera hana að þræli sínum Fjármálaspekingar ríkisstjórnarinnar telja aðalatvinnuvegina „émaga“ á þjóðinni en tolla og skatta hinar einn og sönnu tekjulindir! Þegar íslenzka ríkisstjóm- in gerir áætlanir um fram- kvæmdir og fjárreiður fram í tímann skeður það augsjá- anlega með þeim hætti að fjár- málaráðherrann dregur frani gamalt blað og rykfallið úr skáp sínum eða hillu, veltir því fyrir sér, strikar ofan í einhverja tölustafi, gætir þess þó að láta ekki muna miklu á einstökum liðum og síðan em fjárlögin frá fyrra ári end- urprentuð með ofaníkroti ráðherrans og heita nú fmm- varp til fjárlaga. Þetta plagg liggur nú hér fyrir Alþingi og hefur fjár- málaráðherrann fylgt því úr hlaði með ræðu. Þjóðin og ríkfsst|érniii Bæði ræðan og frumvarp- ið eru á sinn hátt athyglis- verð, því þau sýna það betur en flest annað, hve lítill skyld- leiki er með þjóðinni í land- inu og ríkisstjórninni og hve litla athygli hið lifandi starf þjóðarinnar vekur á hærri stöðum. I lífi þjóðarinnar eru sí- fellt að skapast ný vandamál, sem þjóðin glímir við í sínu ólgandi starfi. Afli þverr á einum stað og ný fiskimið finnast á öðrum. Til þess að mæta breyting- unni af fullri einurð og hag- nýta hina nýju möguleika og láta það sem tapaðist ekki á sig fá, þarf mörgu að breyta, margt að byggja og flytja. Verktækni gjörbreytist og krefst þess að með allt öðmm hætti sé unnið en áður var. Og fólkið í landinu skilur hvaða þýðingu aukin tækni hefur í för með sér og leggur sig fram um að brjóta niður þá þröskulda, sem í vegi eru og byggja það sem á vantar til þess að það úrelta víki fvrir því sem fullkomnara er Þannig starfar þjóðin eftir því sem ástæður hennar frek- ast leyfa á ótal sviðum að viðhaldi þess sem unnizt hef- ur og að framförum í fullri vitund þess, að framvinda tímanna treður hvern þann undir í lífsbaráttunni sem ekki fylgist með þróuninni, hvort heldur þar á hlut að máli einstaklingur, hreppur eða þjóðfélag. Alveg sérstak- lega er það þó áríðandi að þjóðfélagið geri allt, sem í þess valdi valdi stendur til þess að fylgjast með högum atvinnuveganna og undir- byggja þá sem bezt má verða til að skapa þjóðinni velmeg- un. Slíkt verður auðvitað ekki gert án þess að móta fjármálastefnuna eftir þörf- um þjóðarinnar. En ríkisstjórnin kýs sem sagt að rýna í gömul blöð og endurprenta þau frá ári til árs sem sínar tillögur um fjármálastefnu ríkisins, hvað sem líður lífi og starfi þjóð- arinnar. <- Gódæri skattameist- araiEs Af ræðu þeirri, sem fjár- málaráðherra flutti svo til á- réttingar þessu frumvarpi sínu og ríkisstjórnarinnar rifjast það upp að á fjárlög- um fyrir yfirstandandi ár eru tekjur ríkisins áætlaðar 443!/2 millj. — Fjármálaráð- herrann taldi sig við setningu þeirra laga sýna hina ítrustu bjartsýni og taldi alla þá sýna gáleysi er töldu tekj- urnar þar vanreiknaðar. Nú upplýsir þessi sami ráð- herra að tekjumar muni fara á annað hundrað millj. krón- ur fram úr áætluninni og væntanlega verða 550 millj. og telur hann þetta stafa af alveg einstöku góðæri. — Jafnframt byrjar hann sinn sama gamla söng um, að fá- víslegt væri að áætla tekjum- ar í samræmi við það sem veruleikinn sannar að þær em. I ýmsu hefur verið góðæri í okkar landi á yfirstandandi ári en ekki öllu. Síldveiðarn- ar hafa t.d. gengið með allra lakasta móti og togaraflot- inn hefur legið í höfn um margra mánaða skeið. Það hefur því alls ekki verið góð- æri í þeim skilningi, að þjóð- inni hafi notazt möguleikar sínir til hlítar. Það einstaka góðæri sem ráðherrann talar um er því ekki nema að nokkm góðæri íslenzku þjóðarinnar og at- vinnuvega hennar, heldur góð- æri skattameistarans í stjórn- arráðinu, sem tókst að pressa rúmlega 100 millj. kr. út úr landsmönnum umfram það sem fjárlög fyrir yfirstand- andi ár gerðu ráð fyrir. Það varð augljóst af ræð- unni að ráðherrann er ánægð- ur. Að vísu er ánægja hans eitthvað blandin várðandi suma þætti fjármálanna og framtiðarhorfurnar em allt annað en glæsilegar í hans hugskoti — þar era ó- tal blikur á lofti. Þegar nán- ar er aðgætt hvað það í raun- inni sé, sem ráðherrann er á- nægður með þá er það fátt annað en stjórnvizka þess manns, sem getur fengið talnadálka til að skila hærri útkomu tekna megin en á gjaldahliðinni og í framhaldi af því hringlað aurakistlinum sínum og látið glamra í. Með öðrum orðum: ráðherrann er ánægður með sjálfan sig og fjármálaspeki sína, hann tel- ur sig hafa bjargað öllum vandanum með því að koma með ríflega afgangsaura í rikiskassanum út úr öllum þeim voða, sem sigla þurfti fram hjá, og þótt hann fyrir látleysissakir segi það ekki bemm orðum, mátti vel af máli hans ráða, að hinn eini vonarneisti, sem þjóðin ætti á sínum uggvænlegu framtíð- arbrautum væri hans frábæra Ræða Karls Guð- jónssonar við 1. umr. fjárlaga fyrir 1955. (Fyrri hluti). —.—> fj ármálastj órn. Þeir sem ekki vilja rengja ráðherrann eða draga ágæti hans í efa hljóta því að sitja uppi með þá hugmynd að all- ir aðalatvinnuvegir þjóðarinn- ar: sjávarútvegur, landbúnað- ur og iðnaður séu í eðli sínu níðþungir ómagar, sem í raun réttri séu ekki á vetur setj- andi og öllu ætli að ríða á slig, einkum þó sjávarútveg- urinn, en fyrir frábæran dugn- að og búhyggindi Eysteins Jónssonar bjargist þetta allt af, lífinu sé haldið í ómögun- um og gróði á búskapnum þrátt fyrir allt. I framhaldi af þessu má telja víst að ráð- herrann og hans skoðanabræð ur teldu þjóðarhag þá fyrst vel borgið ef þessir ómagar væru úr sögunni svo miklu angri sem þeir valda ráðherr- anum og svo þungir sem þeir eru honum í skauti. JEinkeimiIeg- ar kenniiigar Við íslendingar höfum á síðustu árum fengið allmikla undirbúningsþjálfun í því að meðtaka einkennilegar kenn- ingar úr hugmyndaheimi hinnar ráðandi stéttar. Lengi höfum við verið frædd á því til dæmis að Kóreumenn hafi gert inn- rás í Kóreu, en þangað hafi til allrar hamingju kom- ið Bandaríkjaher til varnar. —- Þótt mér og öðrum fávís- um finnist eitthvað bogið við þetta munu þeir þó ófáir sem taka þennan boðskap sem góðan og gildan varning. Þá höfum við einnig fengið að heyra þá kenningu að það sé þjóðinni lífsnauðsyn að landið sé hersetið og vígbún- aður hafður uppi og ógnanir gegn þeirri þjóð sem bezt hef- ur reynst okkur í viðskiptum til þessa, þeirri þjóð sem reynslan sannar, áð jafn- skjótt og viðskiptasambönd okkar við hana rofna, er hér skollin á fjárhagskreppa. — Við erum líka margir, sem ekki föllumst á réttmæti þeirra ráðstafana ríkisvalds- ins að halda landinu í her- námsástandi, þótt ef til vill finnist einhverjir sem ekki telja sig menn að minni, þótt þeir jánki kenningum ríkis- stjórnarinnar í hermálum En þrátt fyrir marg-endur- teknar tilraunir valdaklíkur.n- ar á Islandi til þess að fá lirekklaust fólk til að fallast á fjarstæður, og þrátt fyrir nokkurn árangur í þeim efn- um, þegar um fjarlæga at- burði er að ræða, þá hygg ég, að hæstv. f jármálaráðhci ra gangi skrefi of langt, þegar hann opinberar þá skoðun sína, að atviiuiuvegirnir og þá fyrst og fremst sjávarútveg- urinn sé ómagi á þjóðfélaginu, en skattarnir hins vegar Jiinn raunverulegi bústofn, enda er líklegast að það verði að vera einkaálit hans cg taismanna ríkisstjórnarinnai’, og flestir aðrir afsali sér þeim heiðri að taka undir þá kenningu. Eeynslan er ólygsmst Við höfum nú orðið nokk- urra ára reynslu af þeirri fjármálastjórn sem að setn- ingu fjárlaga mun standa á þessu þingi og vinnur með þeim hætti að fjárlagafrum- varpi sínu sem áður er lýst. Árangurinn af tillitsleysi hennar í vandamálum at- vinnulifsins er sá sem allir þekkja að 2-4 mánuði ár hvert er togaraflotin bundinn við landfestar og þannig glat- að stærstu möguleikum sem þjóðin á þessum tímum á til verulegrar fi-amleiðsluaukn- ingar og þar með til bættra lifskjara. Vélbátaflotinn hefur einnig á undanfarandi ámm verið látinn liggja í mánuð eða stundum á annan mán. í ver- tíðarbyrjun í hálfopinberu stríði við ríkisstjórnina um það, hvort ríkisvaldið, sem einokar alla afurðasöluna undir gæðinga sína, skapar þessum útvegi nokkra rekstr- armöguleika eða enga. Það em aldrei mál ríkis- stjórnarinnar hvort sjór er sóttur af hálfu landsmanna eða ekki fyrr en hún er tog- uð og neydd til að gera ein- hverjar ráðstafanir. Hún hef- ur þegar fyrir alllöngu gert þær einu ráðstafanir útgerð- inni til handa, sem hún hefur nokkurn raunverulegan á- huga fyrir, en það er að veita gæðingum sínum aðstöðu til að okra á útgerðinni og flbkk- ar hv. ríkisstjórnar þurfa um það eitt að semja, hversu skipta skuli milli Framsókn- ar og Sjálfstæðisgæðinganna gróðamöguleikunum. Sam- band ísl. samvinnufélaga og Sölusamband ísl. fiskframleið- enda hafa t.d. einkarétt á saltfiskútflutningnum, en Esso og Shell fá að okra á olíu þeirri er ríkið kaupir sjálft til landsins. Um nokkurra ára skeið hef- ur ríkisvaldið með fjármála- stjórn sinni stöðvað að mestu eða öllu smíði nýrra fiskibáta í landinu og jafnframt synjað að miklu leyti um leyfi til innflutnings á fiskibátum. Þetta er auðvitað skiljanleg ráðstöfun út frá því sjónar- miði að útvegurinn sé ómagi á þjóðinni, enda margþekkt fordæmi um það að oddvitar, eða hreppstjórar sem ábyrgð báru á sveitarsjóðum fyrr á árum gerðu allt sem í þeirra valdi stóð tii þess að hrepps- ómagar ykju ekki kyn sitt. Hins vegar keppa stjórnar- flokkernir um það að greiða fyrir því að þeir sem hirða milliliðagróða af sjávarútvegi landsmanna fái að flytja inn allt, sem þeir girnast, þar á meðal skip og leggja þeim meira að segja til ábyrgð rík- isins fyrir greiðslu skipanna 1 fjárlagafrumvarpinu er hvergi gert ráð fyrir því að ríkið ráði í einu eða neinu bót á þeim vandkvæðum, sem út- gerðin á við að stríða og eru þó vandkvæðin til komin fyr- ir beinar aðgerðir ríkisvalds- ins eins og ég hef áður rakið. Það væri því enganveginn óhugsandi að enn á næsta ári mætti þjóðin eiga von á að saga síðustu ára endurtæki sig, þannig að stöðvun yrði á einhverjum þætti framleiðslu- starfanna, þjóðin tanaði nið- ur svo og svo stórum hluta af I framleiðslumöguleikum sínum og ríkisstjórnin yrði um síðir dregin til að hafa afskipti af málinu og þau af- skipti mundu auðvitað verða á sama hátt og svo oft áður. nýir skattar á þjóðina, hvort þeir yrðu nú nefndir, bíla- skattur, bátagjaldeyrir, geng- isbreyting eins og hingað til hefur verið eða eittlivað enn nýtt uppfundið. Islendingar eru orðnir ýmsu vanir í þessum efnum, en þó má fullyrða, að tak- mörk eru fyrir því, hvað hægt er að leggja af sköttum og tollum á þegnana í okkar þjóðfélagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.