Þjóðviljinn - 20.10.1954, Síða 1
Miðvikudagur 30. október 1954 — 19. árgangur — 238. tölublað
Til fullfiúa á þing Æ.F*
Stjórn Æskulýðsfylkingar-
innar- í Reykjavík óskar eftir
að allir fulltrúar deildarinnar,
sem fara á XIII. þing Æ.F. á
Akureyri, komi á skrifstofuna
á morgun og taki farmiða sína.
Lagt verður af stað norður á
fimmtudagskvöld.
Vélar I senienfsverksmíðju og raforku
ver frá Austur4>ýzkalandi fyrir fisk
Einar Ölgeirsson og LúSvik Jósefsson
flytja þingsályktunartillögu um máliS
Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósefsson flytja á samein-
uðu þingi þingsályktunartillögu. Er tillagan þannig:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leita fyrir
sér eða láta leita um möguleika á því við stjórn Austur-
Þýzkalands (Deutsche Demokratische Republik) að
kaupa þaðan vélar til sementsverksmiðju með gjald-
fresti til nokkurra ára gegn greiðslu í fiskafuröum, sem
samið væri um til sama árabils. Enn fremur heimilast
ríkisstjórninni aö athuga, hvort samsvarandi mögu-
leikar Væru um kaup á vélum til fyrirhugaðra raforku-
vera“.
Tillagan er rökstudd af fiutn-
ingsmönnum á þessa leið:
„Erfiðlega hefur gengið um
útvegun lána til byggingar sem-
entsverksmiðju. Samkvæmt upp-
lýsingum; er fram komu á Al-
þingi í fyrra, er svo að sjá, að
sett séu þau skilyrði fyrir slíkum
lánveitingum í Bandaríkjunum,
að sementsverksmiðjan sé eign
einkaaðila, en ekki íslenzka rík-
isins, eins og lög mæla fyrir.
Vitað er, að möguleikar eru á
að kaupa vélar til sementsverk-
smiðju í Austur-Þýzkalandi.
Ætla má, að verð á þeim sé sam-
keppnisfært, því að þaðan eru
seldar slíkar vélár víða um
heim.
Hins vegar er það staðreynd,
að möguleiki er á að selja miklu
meirá af freðfiski frá íslandi til
Austur-Þýzkalands en nú er gert.
En verð á þeim fiski, sem samið
hefur verið um við Austur-
Þýzkaland, er mun hærra en vér
Dönsku Atlanzhaísbandalagsflokkarnú
hafita þj óðar atk vædi
um vesturþýzkan her
Harðar umræður voru á danska þinginu í gær um af-
stöðu Dana til hervæðingar Þýzkalands.
Róttæki flokkurinn, hinn
frjálslyndi borgaraflokkur sem
á sínum tíma greiddi atkvæði
gegn inngöngu Danmerkur í
A-bandalagið, bar fram tillögu
Vill hitta
Malénkoff
Þegar brezka þingið kom sam-
an í gær til funda eftir hálfs
þriðja mánaðar hlé, lögðu ýmsir
Verkamannaflokksþingmenn þá
spurningu fyrir Winston Church-
ill forsætisráðherra, hvort hann
væri með öllu afhuga því að
eiga fund með Malénkoff, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, til
þess að reyna að leysa alþjóðleg
deilumál.
Churchill svaraði að hann
væri eins fús og nokkru sinni að
hitta .Malénkoff á stað sein báð-
ir samþykktu og stund sem væn-
leg væri til árangurs. Hinsvegar
teldi hann að ekki mætti grípa
fram í viðræðurnar innan SÞ
uin afvopnun. Nýjar aðstæður
hefðu skapazt við hinar nýju
afvopnunartillögur Sovétríkj-
; {■ •: ' .V . X
anna.
um að Hansen utanríkisráð-
herra verði falið að fá ákvörð-
un um upptöku Vestur-Þýzka-
lands í bandalagið frestað á
fundi ráðherra bandalagsríkj-
anna í París á föstudaginn.
Fari síðan fram í Danmörku
þjóðaratkvæðagreiðsla um það,
hvort þjóðin samþykkir þýzka
hervæðingu.
Sérhvert aðildarríki hefur
neitunarvald i ráði A-banda-
lagsins.
Kommúnistar lýstu yfir
fylgi við tillögu róttækra en
flokkarnir sem stóðu að inn-
göngu Danmerkur í A-banda-
lagið snerust gegn henni. Báru
þeir þrír saman, sósíaldemó-
kratar, íhaldsmenn og vinstri
menn, fram tillögu um að lýsa
yfir fylgi við þá afstöðu Han-
sens að Danmörk styðji her-
væðingu Vestur-Þýzkalands og
inngöngu þess í A-bandalagið.
Þó beri honum að revna að
nota málið til að fá einhverju
um þokað til að bæta aðstöðu
danska þjóðernisminnihlutans
sunnan landamæra Danmerkur
og Þýzkalands. Þjóðernis-
minnihlutinn hefur nýlega
verið sviptur fulltrúum sínum í
fylkisþingi Slésvíkur og Holt-
setalands með breytingu á
kosningalögum.
fáum víða annars staðar.
I viðræðum, sem fram hafa
farið við stjórnarvöld í Austur-
Þýzkalandi, hefur það komið í
ljós, hvað vélar til hraðfrystihúsa
snertir, að hugsanlegt var að
semja um 3—5 ára gjaldfrest á
slíkum vélum, einkum ef samn-
ingar væru gerðir til sama tíma
um sölu á fiskafurðum. Ekki
væri óhugsandi, að svipaðir
samningar gætu fengizt um vél-
ar til sementsverksmiðju, og er
því rétt, að það sé athugað. Ef
vel gengi með slíkt, væri og rétt
að reyna svipaða samninga um
vélar til raforkuveranna, sem nú
eru fyrirhuguð í Sogi, Lagar-
fossi og Dynjanda.
Fyrir þjóðarbúið væri það mik-
ill kostur að geta fengið vélar
þessar með slíkum samningum.
Jafnvel væri það hreinn ávinn-
ingur fyrir þjóðarbúið að eign-
ast slíkar vélar fyrir fisk, sem
ella hefði ekki verið framleidd-
ur. En svo sem kunnugt er, hef-
ur það borið við stundum undan-
farið, að togarar og bátar hafa
legið aðgerðalausir um nokkurn
tíma árs, er vel var hægt að
nota til fiskframleiðslu.
Ef slíkir samningar tækjust,
þá væri þar með tryggður mest-
allur gjaldeyrir, sem þyrfti til
vélakaupa í þessu nauðsynja-
fyrirtæki. Lánsútvegun til þess
að gera þjóðarbúinu auðveldara
um afborgun þessara fyrirtækja
væri þá einvörðungu innanlands-
mál og undir því komið, hvort
rétt fjármálastefna er höfð til
þess að hagnýta sem bezt af-
kastagetu þjóðarinnar“
Sjú Enlæ
Nehru
Nehru og Sjú Enlæ
ræða alþjóðamál
Aístaða Asíuiikja til Vesturveldanna á
dagskrá í Feking
Nehru, forsætisráðherra Indlands, kom í gær til Pe-
king í boði Kínastjórnar.
Sjú Enlæ forsætisráðherra
sem heimsótti Nehru í Nýju
Dehli í sumar, tók á móti
Nehru á flugvellinum. Á leið-
inni til Peking hitti Nehru Ho
Chi Minh, forseta lýðveldis-
stjórnar Viet Nam.
Friðsamleg sambúð
Nehru mun dvelja tíu daga
í Kína Þremur dögum verður
varið til viýræðna milli hans
og Sjú Enlæ.
Fréttaritarar segja, að við-
ræður þeirra forsætisráðherra
muni snúast um alþjóðamál.
Einkum séu það tvö mál, sem
þeir muni ræða ýtarlega.
Annað er samskipti Asíuríkj-
anna og vestrænna ríkja, eink-
um nýlenduveldanna: Er tal-
ið að þeir muni velta því fyrir
sér, að hve miklu leyti geti orð-
ið um samstöðu Asíuríkja a<5
ræða á alþjóðavettvangi.
Hitt umræðuefnið er frið-»
samleg sambúð ríkja með mis-
munandi þjóðskipulag.
Rœða Saar
Adenauer, forsætisráðherra
Vestur-Þýzkalands, kom til Par-
ísar i gær. Ilóf hann þegar við-
ræður við franska forsætisráð-
herrann Mendés-France um
framtíð Saarhéraðs. Samkomu-
lag utn það mál er skilyrði af
Frakka hálfu fyrir samþykki við
hervæðingu Vestur-Þýzkalands.
Á morgun bætast utanríkisráð-
herrar Bandaríkjanna og Bret-
lands í hópinn og verður þá tek-
ið að ganga frá yfirlýsingu Vest-
urveldanna um fullveldi Vestur-
Þýzkalands.
Brezkir hægrikratar ráðast
aftan að verkfallsmönnum
Helmingur hafnarverkamanna i Englandi
hefur nú lagf niSw vinnu
Verkfall enskra hafnarverkamanna hélt áfram aö breið-
ast út í gær og hefur nú helmingur hafnarverkamanna
í Englandi lagt niöur vinnu. Hundruð hafskipa bíöa af-
greiöslu í hafnarkvíunum.
Verkfallið er eins og áður
algert í London. Verkfalls-
stimpluð ólögleg og verkfalls-
menn hvattir til að „hætta að
mönnum fjölgaði í Liverpool og 1 færa gagnsiausar fórnir“.
í Hull tÓku verkamenn að j Verkfallið stafar af því að
leggja niður vinnu. Tala verk- 1 hafnarverkamenn krefjast að
fallsmanna er komin yfir 40 þeim sé í sjálfsvald sett, hvort
þúsund. I þieir vinna eftirvinnu eða ekki.
Fordæma verkfallsmenn
Stjórn brezka Alþýðusam-
bandsins, þar sem hægrikratar
eru í meirihluta, sendi í gær
frá sér yfirlýsingu um verk-
fallið. Er vinnustöðvuUin ’ þar
Ástandið alvarlegt
Monckton, verkalýðsmálaráð-
l^erra í ríkisstjórn íhaldsmanna,
sagði á brezka þinginu í gær,
að alvarlegt ástand væri að
skapast vegna verkfallsins. TJt-
flutningsverzlunin væri á ring-
ulreið, matvælaskortur vofði
yfir og hætta væri á að verk-
smiðjur stöðvuðust vegna hrá-
efnaskorts.
Smjörloftbrú
Farið er að flytja smjör og
önnur matvæli, sem ekki þola
langa geymslu, með flugvélum
frá Amsterdam í Hollandi til
London. Átta flugvélar tóktt
þátt í flutningunum i gær og
voru fjórar fullfermdar smjöri.
Hafnarverkamenn í Rotter-
dam í Hollandi hafa ákveðið að
afgreiða engin skip, sem þang-
að kunna að leita vegna verk-
fallsiris í Englandi. j