Þjóðviljinn - 20.10.1954, Síða 7
IV Aorguninn eftir að útvarpið
1VA skýrði frá því að Amerí-
kanar ætluðu í stríð við há-
hyrninginn, sagði Vigfús Gutt-
ormsson: „Það verður gaman
að frétta hvað þeir taka marga
til fanga“.
Við vorum nokkrir saman að
skera hnakkablóðið úr saltfisk-
inum sem þeir eiga að éta á
Ítalíunni. Það er tilbreytingar-
lítið verk, og þessar stríðs-
fréttir að sunnan urðu okkur
satt að segja dálítið kærkomið
umtalsefni. Sérstaklega veltum
við því mikið fyrir okkur,
hvernig hermenn þeir, sem
sendir yrðu út með bátunum,
mundu standa sig, og þó skömm
sé frá að segja voru flestir okk-
ar á þeirri skoðun, að þeir
mundu láta meir að sér kveða
við uppsölur niðri í lúkar en
hernaðarafrek á þiljum uppi.
Sumir okkar spáðu því jafnvel
að þeir mundu ekkert gagn
gera, þó svo þeir hefðu heilsu
til að halda á byssunum, og
studdu þennan spádóm sinn
ýmsum dæmum, þar á meðal
sagði einn frá því að hann var
á ferð með einu strandferða-
skipinu okkar hér fyrir Aust-
urlandi ásamt hópi hermanna
eitt sinn í stríðinu þegar tund-
urdufl sást á reki skammt frá
skipinu og hugðust hermennirn-
ir gera útaf við duflið og skutu
á það hver sem betur gat, en
hittu aldrei, og þegar þeir voru
orðnir sveittir af að skjóta og
eldrauðir í framan, þá fékk
stýrimaður skipsins eina byss-
una lánaða og skaut nokkrum
skotum og dúndruðu þau öll
í duflinu, unz það sprakk, og
var þar með úr sögunni, en her-
mennirnir fóru niður í káetur
sínar og sáust lítið á ferli of-
anþilja eftir þetta.
,,Já, hvað ætli þeir hitti“,
sagði ungur maður sem vann
við að pakka saltfiskinn. ,,Eg
skal ábyrgjast að þeir mundu
ekki einu sinni hitta rass á belju
þó þeir héldu í halann á henni“.
Og sannast hér enn, að venju-
legir fslendingar virðast seint
munu læra að bera tilhlýðilega
virðingu fyrir hermönnum.
fjinu er svo ekki að neita, að
1 1 hæfileikar amerískra her-
manna til að ’ drepa háhyrning
þarna fyrir sunnan hafa reynzt
meiri en menn vildu fyrirfram
viðurkenna yfir saltfiskinum
hérna fyrir austan, því að síð-
ari fregnir hermdu að sjórinn
hefði, fyrir tilverknað þeirra,
„litazt blóði“, svo eitthvað hljóta
þeir að hafa hitt, •—- og skiptir
þá litlu máli þó þeir hafi, að
sögn sjónarvotta, verið dálítið
heilsutæpir meðan á þessu stóð.
Aftur á móti viráist hernaðar-
áætlun þeirra — sjálf „strati-
gían“ — ekki hafa verið eins
þauihugsuð og skyldi, að
minnsta kosti bendir flest tíl
þess að þeir hafi hrakið háhyrn-
inginn af síldarmiðum Suður-
nesjabáta beina leið vestur á
sildarmið Snæfellinga, enda
skilst manni hermennirnir hafi
varla verið hættir að kasta upp
eftir sjóferðina þarna suðurfrá,
þegar búið var að senda þá
vestur til að hrekja háhyrning-
inn þaðan; og mun það hafa
gengið vel, því að næstu fregnir
sem af stríðinu bárust, skýrðu
svo frá að háhyrningurinn væri
aftur farinn að gera sama usla
og áður á síldarmiðum Suður-
nesjabáta. Eg tók ekki eftir
Miðvikudagur 20. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Jó
nas Árnason:
Kórenstríðið við
hÁhjfrningÍDO
hvort þess var getið að her-
mennirnir hefðu þá hrakið
hann enn á ný af síldarmiðum
Suðurnesjabáta vestur á síldar-
mið Snæfellinga; en víst er að
stríð þetta minnti í mörgu til-
liti óþægilega mikið á Kóreu-
stríðið, sérstaklega í herstjórn-
artíð McArthurs, þegar hann
tilkynnti öllum heiminum haust-
ið 1950 að hann mundi verða
búinn að hrekja óvini sína
norður að Yalu-fljóti fyrir jól,
en var í staðinn sjálfur hrak-
inn öfugur til baka og mátti
syngja sitt Heimsumból sigr-
aður maður syðst á skaganum,
ástæðan? Ástæðan er sú, að
nokkrir amerískir dátar hafa
gert híé á bingóspili og lestri
hasarblaða og skroppið með
reknetjabátum út á sjó til að
skjóta háhyrning. En ég leyfi
mér að spyrja: Myndu íslenzku
sjómennirnir, sem hafa þrek til
að stunda hinar erfiðu reknetja-
veiðar áratugum saman, mundu
þeir ekki líka hafa þrek til að
lyfta nokkrum byssuhólkum og
skjóta háhyrning til jáfns við
sjóveika, ameríska bingóspil-
ara?
Sannleikurinn er sem sé sá,
að í sambandi við þetta mál
hafa engir hæðzt að þessum sjó-
mönnum nema íslenzka ríkis-
stjórnin, sem sendi þeim þessa
amerísku dáta til fulltingis gegn
háhyrningnum, í stað þess að
útvega þeim fáeinar byssur og
treysta þeim sjálfum til að
skjóta illhvelið. Og málgögn
ríkisstjórnarinnar hafa bætt
Verður hersetan nœst rökstudd með pví að bandarísku
dátarnir séu óhjákvæmilegir til að vernda okkur fyrir
háhyrningunum?
og mesta mildi að honum skyldi
ekki verða kastað í sjóinn.
rnnú segja sjálfsagt alvarlega
þenkjandi menn, að skrif
eins og þessi hér að framan
lýsi „kommúnistum" vel; svo
mikið sé hatur þessara rauðu
ofstækismanna á verndurum
vorum, Ameríkönum, að þeir
þurfi jafnvel að fjandskapast
við þá þegar þeir séu að verja
dýrmæt veiðarfæri íslendinga
fyrir ásókn illhvelis, og noti
um leið tækifærið til að hæðast
að íslenzkum sjómönnum og
þeim erfiðleikum sem illhvelið
veldur þeim.
Við skulum athuga málið of-
urlítið nánar.
Þeir sem kynnzt hafa rek-
netjaveiðum vita, að þær eru
ein hin allra erfiðasta vinna
til sjós, og er þá vissulega mik-
ið sagt. Þessa erfiðu vinnu
höfðu íslenzkir sjómenn stund-
að æðrulaust áratugum saman,
án þess að Morgunblaðið eða
önnur hernámsmálgögn kölluðu
þá neinar sérstakar hetjur fyr-
ir. En nú bregður hinsvegar svo
við að blöð þessi fara allt í einu
að sveipa þessar veiðar dýrðar-
ljóma hetjuskapar. Og hver er
svívirðingu ofan á háðið með
því að tala um bingóspilarana
sem bjargvætti sjómannanna,
gefandi í skyn að sjómennirnir
mundu alls ófærir að veiða síld
án amerískrar hernaðaraðstoð-
ar.
r\g hver skyldi þá — þegar
betur er að gáð — hafa
verið höfuðtilgangurinn með
þessu öllu saman?
Þessari spurningu er svarað
í hinu útbreidda ameríska tíma-
riti TIME þann 4. þ. m. Eg hef
að staðaldri iesið þetta tímarit
nú um nokkurra ára skeið og
á síðum þess hefur varla verið
minnzt einu orði á íslenzk mál-
efni fyrr en nú, að þar gefur
að líta litríka frásögn af her-i
ferðinni gegn háhyrningnum,
fulla af blóði, kúlnahríð og
meitluðum setningum eins og
þessari: „Vopnaðir rifflum og vél
byssum strádrápu Ameríkanar
á einum morgni 100 hvali“ —
en frásögninni lýkur á þessa
leið: „Þetta var allt mjög þung-
bært fyrir hvalina, en mjög gott
fyrir amerísk-íslenzka sambúð.
(„It was all very tough on the
whales, but very good for
American-Icelandic relations")
Þetta kóreustríð Ameríkana
við háhyrninginn hafði sem sé
þann tilgang fyrst og fremst
að lappa upp á hraðminnkandi
vinsældir þeirra meðal þjóðar-
innar, — hitt, hvort það yrði
til nokkurs gagns fyrir viðkom-
andi atvinnuveg, það var algjört
aukaatriði. Þetta var með öðr-
um orðum amerískt barnapartí
í dálítið sérstöku formi. Það
sem Ameríkanar hafa gert fs-
lendingum til miska með því að
lama atvinnuvegi þeirra, spilla
æskulýð þeirra, stofna sjálf-
stæði og tilveru þeirra í voða,
það áttu þeir nú allt að bæta
með því að skjóta háhyrning.
f\g má þó vera að Ameríkanar
og þjónar þeirra íslenzkir
hafi ætlað háhyrningnum enn
stærra hlutverk, mér liggur við
að segja heimssögulegt hlut-
verk.
Nokkru áður en stríðið gegn
háhyrningnum hófst, var hleypt
af stokkunum söfnun undir-
skrifta undir kröfu um upp-
sögn hins svonefnda hervarnar-^
samnings. Formælendur her-
námsins og húsbændur þeirra
Ameríkanar, gera sér ljóst, að
mikill meirihluti fullorðinna ís-
lendinga mun skrifa undir þessa
kröfu, bæði vegna þess að þjóð-
in hefur látið sér skiljast hví-
líkur voði menningu hennar og
sjálfstæði stafar af návist hins
ameríska herliðs, og ekki síður
vegna hins, að hún hefur áttað
sig á því, að fullyrðingin um
yfirvofandi árásarhættu af
hálfu Rússa, sem ein átti að
afsaka þá ráðstöfun að kalla
hingað amerískt herlið, var hel-
beí blekking.
Það skyldi þó ekki vera að
þessum vísu stjórnspekingum,
íslenzkum formælendum her-
námsins og húsbændum þeirra
Amerikönum, hafi dottið snjall-
ræði í hug — að láta háhyrn-
inginn taka við þar sem Rússa-
grýlan dygði ekki lengur? Það
skyldi þó ekki vera að þeir hafi
hugsað sér að flytja þjóðinni
þann boðskap — svona í fyll-
ingu tímans •— að enda þótt
henni virtist ekki lengur nein
þörf á amerískri þersetu til að
verja okkur fyrir Rússanum, þá
væri það óðs manns æði að
segja upp herverndarsamn-
ingnum, því allir sæju að Am-
eríkanar yrðu eftir sem áður að
verja okkur fyrir háhyrningn-
um? Slík ný stefna í hervarn-
armálum hefði að minnsta
kosti orðið ólíkt raunhæfari
þeirri gömlu, því það er á hvers
manns vitorði að háhyrningur-
inn hefur gert okkur mikla
bölvun, þar sem aftur á móti
enginn veit til þess að Rússar
hafi nokkru sinni sýnt okkur
annað en vinsemd.
ITinsvegar virðist nú hafa ver-
A ið horfið frá þessu ráði, því
að nýjustu fregnir herma ;að
Ameríkanar séu búnir að serrija
vopnahlé við háhyrninginn, og
láti nú íslendingum einum eft-
ir að berjast við bann. Þó er
ekki þar með sagt að hugmynd-
in sé alveg úr sögunni. Það er.u
nefnilega fleiri skaðræðisskepn-
ur en háhyrningurinn sem
vjnna fslendingum tjón. Til
dæmis er tófan orðin svo uppi-
vöðslusöm í sumum sveitum
landsins, að bændum þar rnundi
vafalaust ekki veita af amer-
ískri hernaðaraðstoð til að
verja sauðfé sitt fyrir henni.
Svo ekki sé nú talað um rott-
una, sem sögð er ganga ljósum
logum í sumum þorpum við sjáv
arsíðuna, valdandi ár hvert ó-
bætanlegu tjóni á eignum fólks-
ins, föstum og lausum. Þar væri
svo sannarlega verkefni fyrir
hetjur sem ekki kunna að
hræðast, og mundi þá loks vera
fengin ómótmælanleg sönnun
fyrir gagnsemi verndarinnar
þegar sendir hefðu verið tveir
amerískir hermenn gráir fyrir
járnum inn á hvert heimili þess-
ara þorpa til að skjóta mein-
dýrið er það gerði innrás í búr
og eldhússkápa húsmæðranna.
Og þá veitist kannski amer-
ískum hernaðaryfirvöldum ein-
hverntímann sú ánægja að
senda út svohljóðandi fréttatil-
kynningu um frægðarverk
kappa sinna á íslandi:
„Vopnaðir rifflum og vélbyss-
um strádrápu Ameríkanar á
einum morgni 100 rottur.
Þetta var allt mjög þung-
bært fyrir rotturnar, en mjög
gott fyrir amerísk-íslenzka sam-
búð“.
(Úr „Austurlandi" 16. okt.)'
Skotféíagið miiin-
ir á öryggisreglur
Þar sem vitað er, að.margir
menn fara nú með skotvopn,
og ýmsir þeirra ekki vanir að
handleika þau, þykir Skotfé-
lagi Reykjavíkur rétt að vekja
athygli á öryggisreglum sín-
um.
Sé reglunum fylgt eiga slys
ekki að geta komið fyrir af
völdum skotvopnanna.
1. Handleikið byssu ávallt
sem hlaðin væri. Þetta er meg-
inregla um meðferð skotvonpa.
2. Hafið byssuna ávallt ó-
hlaðna og opna ef hún er ekki
í not.kun.
3. Gætið þess, að hlaupið sé
hreint.
4. Hafið ávallt vald á stefnu
hlaupsins, jafnvel þó þér hras-
ið.
5. Takið aldrei í gikkinn
nema þér séuð vissir um skot-
markið.
6. Beinið aldrei byssu að því
sem þér ætlið að skjóta.
7. Leggið aldrei byssu frá
yður nema óhlaðna.
8. Klifrið aldrei né stökkvið
með hlaðna byssu.
9. Varizt að skjóta á slétta,
harða fleti eða vatn.
10. Bragðið ei vín, þegar
byssan er með.
Óþarft ætti að vera að taka
fram, að skyttur eiga að
grandskoða byssurnar áður en
hléypt er af þeim skoti, hvort
heldur um er að ræða riffla
eða haglabyssur og þvi betur
þarf að athuga þær því: lengur
sem liðið hefur frá því vopnið
var síðast notað.