Þjóðviljinn - 20.10.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.10.1954, Qupperneq 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. október 1954 Stigamaðurinn Eftlr Giuseppe Berto 30. dagur hátt en við og það væri hamingjusamara vegna þess að það var ekki eins fátækt og við. En nú væri stríðinu bráðum lokið, sagöi hann, og þá batnaði hagur fátæka íólksins hjá okkur líka. Mennirnir höfðu hlustað á hann lengi frameftir kvöldi og veriö honum sammála þegar hann talaði um framtíð fátæka fólksins. Þeir voru sjálfir fátækir menn. Loks hafði hann farið burt. Hann hafði fundið sér næturstaö fyrir utan þorpið, sagði hann. Miliella hitti hann á sunnudagsmorguninn þegar hún var að koma heim frá messu. Hún sagði mér það sjálf. Hún hafði mætt honum á veginum og þau höfðu stanz- aö andartak til að skiptast á kveðjuorðum, og hann hafði líka spurt um mig. Þaö var allt og sunit sem hún sagði mér. Þetta sama sunnudagskvöld kom Michele Rende heim til okkar. Hann kom þegar við vorum búin að borða kvöldverð og ekkert gerðist. Við vorum öll heima og hann kom frjálslega og eðlilega fram eins og gamall kunningi sem kernur aftur eftir langa fjarveru. Hvorki sást á honum hik né taugaóstyrkur og ekki á Miliellu heldur. Faðir minn bauð honum sæti og gaf honum glas af víni og spurði hann síðan að erindi. Og Michele Rende svaraði, að hann hefði komið til að ræða mögu- leikana á því að kaupa landið í Lauzara. Paðir minn hafði aldrei haft mikinn áhuga á að rækta land sitt í Lauzara. Hann sagði aö það væri erfitt og fyrirhafnarsamt og borgaði sig ekki að leggja í það vinnu. Hann hafði keypt það fyrir mörgum árum, ef ' ske kynni að guö gæfi honum mörg börn. En hann hafði ekki eignazt nema tvö og landiö beið enn síns vitjunar-® tíma. Samt sem áður vildi hann ekki selja Michele Rende það. Hann vildi ekki einu sinni leigja honum það. Ekki vegna þess að Michele Rende átti í hlut, held- ur vegna þess að verðgildi peninganna rýrnaði með hverjum degi sem leið, en land var alltaf land. Þetta var auðvitað góð og gild ástæöa; Michele Rende viður- kenndi það og fór fram á að fá það leigt gegn því að þeir skiptu með sér uppskerunni. Þessi eftirsókn hans eftir landinu vakti hjá okkur grun um að hann hefði eitthvað óhreint 1 pokahorninu. Gat það veriö að hann langaði til að verða bóndí? Eða gerði hann sér vonir um að eignast landið án þess að borga fyrir það? Ofð- ■ rómur hafði komizt á kreik um það, að sá tími væri ekki langt undan að landið tilheyrði þeim manni sem ræktaði það og réttur hins lagalega eiganda yrði virtur að vettugi: Faöir minn trúði auðvitað ekki þessum orö- rómi, en það sakaði ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig. Og þeir héldu áfram að ræða málið, velta því fyrir sér frá öllum hliðum, þögðu lengi milli setninga og komu síðan meö nýjar uppástungur. Ég hlustaði á þá með mikilli athygli, þótt ég vissi varla á hvors bandi ég var. Miliella var farin að sauma og virtist sökkva sér niður í vinnu sína; samt stafaði frá henni rólegri vissu um það að allt færi á bezta veg. Loks komust þeir að samkomulagi um að skipta upp- skerunni; samningurinn var munnlegur og engar und- . irskriftir viðhafðar. Michele Rende átti aö rækta landið og afhenda föður mínum þriðjung uppskerunnar. Og ‘ átti að hjálpa honum fyrst í staö viö að hreinsa landið og flytja heim í staðinn tvo þriðju af viðnum. Þetta samkomulag var okkur í hag, svo mjög okkur í hag aö faöir minn var engan veginn ánægður. Hann sat það sem eftir var kvöldsins skuggalegur og svip- þungur, en það var engin leið aö lesa hugsanir hans. Hann lét þær ekki í ljós. : 1 Ég fór aö heiman í býti næsta morgun, fyrir sólarupp- rás. Veðrið var heiðskírt og milt og engin breyting virt- ! ist í vændum. Ég reið Martino og Said hljóp fjörlega á eftir. Ég hafði meö mér þau verkfæri sem nauðsynleg j voru — tvo haka, tvö hlújárn og exi — og stóran pakka r sem Miliella hafði fengið mér og hafði áreiðanlega inni að halda nægan mat handa fjórum. Martino skokkaði - ijörlega áfram, veðriö var fallegt og hressandi og mér var það ekkert á móti skapi að fara að vinna í Lauzara. Þaö var að minnsta kosti tilbreyting, og ég var gefinn fyi’ir tilbreytnL Auk þess gerði ég mér vonir um að Mic- hele Rende stæði ekki yfir mér og nöldraði allan daginn eins og faðir minn átti vanda til. Nei, ég gat ekki sagt að mér þætti leiðinlegt að fara. En ég hefði viljað vera vissari um hug minn, laus við áhyggjur og tortryggni í garð Michele Rende. En þess í staö fann ég til kvíða og óróa fyrir að hitta hann og þessar tilfinningar fóru vax- andi því lengra sem á leiðirra dró. Ég vissi ekki nema hann ylli mér vonbrigöum. Þegar upp hlíðina er komið, er maður allt í einu kom- inn til Lauzara; og þangað er ekki nema hálftíma gang- ur úr þorpinu. Maður fer eftir múldýraslóðinni fram hjá Guarna, beygir síðan til vinstri eftir stíg sem liggur milli olívutrjánna, þangaö til olívutrén eru að baki. Og áður en kastaníuskógarnir byrja kernur maður til Lauz- ara. Þar var ekkert nema kofinn, gamli steinkofinn, sem var til áður en faöir minn keypti landið. Michele Rende beið eftir mér í kofanum. Ég sá strax að hann hafði hafzt þar við síöan hann kom. Hami sagöi mér það ekki og ég spurði hann ekki heldur. Allt var í röð og reglu. Hann hafði búið sér rúm úr greinum og þurrum laufum, sem náði yfir hálft kofagólfið. Gólfið hafði veriö vandlega hreinsað, þótt það væri aðeins moldargólf. Hann var kominn með allar eigur sínar þangað — tvö teppi, sem lágu snyrtilega samanbrotin á rúminu og bakpoka sem hékk á nagla á veggnum, hálf- fullur af dóti. Hann hafði meira aö segja útbúið sér nokkurs konar húsgagn, tóman kassa með hillum; og ofaná honum stóðu nokkrar bækur í snyrtilegri röð. Ég var undrandi yfir því að hann skyldi eiga bækur. ,,Átt þú þær?“ spurði ég. Hann stóð þarna og horfði á mig. Hann var ekki með neinn mei’kissvip, en það var auðséð að hann var glaöur yfir hrifningu minni af bókunum og reglunni á öllu inni í kofanum. „Já, ég á þær,“ sagði hann. „Eru þaö bækur til að lesa?“ „Allar bækur eru til aö lesa,“ sagði hann. „Ég átti ekki við það. Ég vildi vita hvort það væru sögur.“ „Nei, það eru ekki sögur.“ Ég skoðaði bækurnar betur. Þær hétu undarlegum nöfnum, sem ég skildi ekki. „Gæti ég lesið þær?“ spurði ég. OC CAMM Bóndi nokkur, sem ekki fór mjög oft í kvikmyndahús, var eitt sinn að horfa á kvik- mynd þar sem sýndar voru nokkrar ungar stúlkur, sem tíndu af sér spjarirnar á sjáv- arströnd. En þegar fötunum var farið að fækka allmjög, rann járnbrautarlest inn á sýningartjaldið og huldi hinar fáklæddu ungmeyjar. Og þeg- ar lestin var runnin hjá syntu stúlkurnar þegar í vatninu. Skömmu síðar var sýningunni lokið og áhorfendur héldu út úr salnum, en gamli bóndinn sat sem fastast, og horfði á fjórar næstu sýningar á mynd inni, sem komu hver á eftir annarri. ' Að lokum gekk til hans mað- ur frá kvikmyndahúsinu og sagði: — Heyrðu gamli, ætlar þú að vera hér í allan vetur. Bóndinn svaraði: — Ekki var það nú meiningin en aftur á móti hafði ég hugsað mér að bíða þangað til þessi járn- brautarlest á myndinni kemur of seint. liggnr lelðin Möllóttir Rjélar Köflótt efni virðast ætla að vérá mjög í tízku í ár og það ætti að vera mörgum gleðiefni. Ósvikin skozk mynstur geta verið mjög falleg í litasam- setningum og þau eru hentug vegna þess að þau eru oft dökk- leit og tilvalin í hversdagsfatn- að, sem má ekki vera of við- kvæmur. Kjóla úr stórköflóttum efn- um verður að hafa látlausa í sniðinu- svö að þeir virðist" ekki ofhlaðnir. Framstykki og ermar eru oft sniðin út í eitt og það fer sérlega vel á köflóttum efnum. Algengast er að láta kaflana í kjólnum snúa beint, en þó eru mörg pilsin skáskorin. Þá snýr efnið venjulega beint í blúss- unni eins og sýnt er í efri kjólnum. Sá kjóll er með kraga úr efninu og svarta flauels- slaufu í hálsinn. Ermarnar eru stuttar skyrtuermar sem nú er farið að bera talsvert á. 1 hinum kjólnum snúa allir kaflarnir beint en annars er sniðið ekki ósvipað sniðinu á fyrri kjólnum. Blússan er líka hneppt að framan og í mittið er.mjótt lakkbelti. Bæði pilsin eru víð og rykkt og það fer vel á þunnum ullarefnum en tæplega eins vel á þykku og stífu efnunum. Gegnsæjar niðursuðu- dósir Farið er að framleiða nýja gerð af niðursuðudósum í Lii- beck. Þær eru gerðar úr gegn- sæjum gervifiber og gerðar loftþéttar með rafmagni. Þær hrinda frá sér hita og kulda og talið er að þær verði ódýr- ari en venjulegar blikk- og málmdósir. Gamall kjóll tek- inn í sátt Það er langt síðan breiðu V-hálsmálin voru síðast í tízku en nú eru þau aftur komin í tízku svo að um munar. En andstætt þvi sem áður.var er yfirleitt alltaf notuð blússa eða peysa undir þessi hálsmál. Og þetta er í rauninni ekki svo afleitt ef maður á gamlan kjól með leiðinlegu hálsmáli. Auðvelt er að brevta hálsmáli á kjól og gera það nýtízkulegt með því að nota blússu eða létta peysu undir. Takið þetta til athugunar, ef þið eigið gamlan kjól í fata- skápnum með leiðinlegu háls- máli. Þá er ekki annað að gera en taka upp skærin og fixa hann dálítið til. Verið óhrædd- ar við að gera hálsmálið vel flegið, því að það er bara fallegra þegar litsterk eða mynstruð peysa er notuð inn- anundir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.