Þjóðviljinn - 19.11.1954, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1954, Síða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. nóvember '1954 ,,Hví hleypur þú svo við trélurkinn?“ „Nú liggrur nokkuru meira við en fyrr, er bærinn er í Niðarósi. Hér er nú og fyrir í bænum Magnús konungur og Erlingur jarl og margt annarra ríkis- manna. Er nú eftir meiri sæmd að sækja en oftast mun færi á gefa. Munum vér fá sigur... Skuluð þér nú og vita, til hvers þér skuluð vinna: Sá, er lendan mann fellir með sönnum vitn- um, sá skal lendur maður vera,, og þess kyns tignarmaður skal hver vera, sem hann riður sér til rúms, sá hirðmaður er hirð- mann drepur, og taka þar með aðra góða sæmd ... Þeir hafa lengi yfir voru setið, er með röngu hafa fengið. Gerið nú sem harðasta hríðina fyrstu, og mun þá vel duga, því að þeir munu vera mjöðdrukknir og syfjaðir og munu eigi vita, hvað þeir skulu aðhafast". En er liann lauk sínu máli, tóku allir því vel og fóru nú ofan um Stein- björg ... Sverrir konungur hafði úr Gaulardal þrjú hundruð manna, Var það lið margt lítt vopnað, því að bændur höfðu gert heiman verkmenn sína, því að þeir þorðu eigi að fara og hræddust refsingar Erlings. En er þeir fóru utan um Stein- björg, hljóp fram maður einn mikill og sterkur við lurk einn. ... Þá mælti Össur prestur: — Hvert viltu, maður? Hví hleypur þú svo við trélurkinn, hvar eru vopn þín? Annan veg er að berj- ast við Erling en þreskja korn. Þar má hafa þúst til. Hann svaraði: — Eg heiti Ey- vindur, en vopn þau, er ég ætla að berjast með, munu koma á mót mér úr bænum og jarlsmenn fara enn með þau. Þá mælti Hjarrandi liviða: — Mæltu drengja heilastur. Þú munt vera góður maður, — og fékk honum spjót og handöxi og bað hann þar berjast með. (Úr Sverris sogu). í’immtugur er í dag Ásgeir Sigurjónsson, verkamaður Urðarstig 5. Kvöld- og næturvörður er í læknavarðstofunni i Austur- bæjarskólanum frá kl. 18-8 í fyrra- málið. — Sími 5030. Næturvörður er i Ingóifsapóteki — Sími 1330. LYFJABOÐiR IPÓTEK AUST- Kvöldvarzla til UP.BffiJAR kl, 8 alla daga • nema laugar- HOLTSAPÓTEK daga til kl. 6. " ' "" ....Góði' Vflli, 'láttU nú ekki svoná — þetta er vissulega enginn staður til að gera að gamni sinu. _i_ 1 dag er föstudagurinn 19. ^ nóvember — Elisabeth — 321. dagur ársins — Tungl í hásuðri kl. 7:49 — Árdegisháflæði kl. 0:37 — Síðdegisháflæði kl. 13:14. Málfundahópur ÆFR Fyrsti fundurinn í málfundahópi ÆJFR verður i kvöld í Baðstofu iðnaðarmanna. Hópurinn mun sið- an starfa áfram á miðvikudags- kvöldum og verður Guðmundur Vigfússon leiðbeinandi. Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Fylkingarinnar, Þórsgötu í, og það skal tekið fram að hópurinn er fyrst og fremst ætlaður byrjendum. Kvöldskóli alþýóu DRAGIÐ EKKI AÐ INNRITA VKKI R A Kvö’.dskóli a’þýðu hefur þeg- ^ ar vakið þó nokkra athygli, enda er hér völ fjölbreyttrar tóm- stundafræðslu með námsflokka- sniði, sem hentar jafnt ungum og rosknum — og öllum þar á mil'i. A Skólinn ér öllum opinn. Inn- ^ ritunargjald er 30 kr. fyrir eina grein, 50 kr. fyrir tvær, 65 kr. fyrir þrjár eða fleiri. Engin önnur skólagjöld þarf að greiða. Hafnarbíó Sagan af Glenn Miller (bandarísk) Glenn Miller var á sínum tíma einn af kunnustu hljóðfæraleikur- um BandaríkjanTia og stjórnaði löngum danshljómsveit, sem naut mikilla vinsælda. Þegar alllangt var liðið á síðasta stríð gekk hann í bandaríska herinn, fékk þar eigin hljómsveit til umráða og ferðaðist milli herstöðva banda- manna á Bretlandseyjum og hélt skemmtanir; Hann fórst i flug- slysi á Ermarsundi seint á ár- inu 1944, en þá var hann á leið frá Englandi til Parísar, þar sem hljómsveit hans átti að leika á jólaskemmtun. — Myndin, sem Hafnarbíó sýnir nú, er byggð á ævi þessa manns, en í ýmsu er þó vikið frá raunveruleikanum og venjulegri Hollywood-væmni bætt við i staðinn. Samt er myndin heldur skemmtileg. Flest af vin- sælustu lögum G’.enn Millers heyr- ast í myndinni (td. In The Mood, Pennsylvania 6-500, Chattanooga Choo-Choo), auk þess sem Louis Armstrong og fleiri leika ósvikið jazz’ag. Svo mikið líf er í tuskun- um hjá þeim Armstrong og félög- um, að maður saknar þess að fá ekki meira að heyra og sjá til þeirra. Sagan af Glenn Miller er vel gerð og tekin og Technicolor-litirn- ir ekki nærri eins skjannalegir og smeðjulegir og að jafnaði. James Stuart leikur aðalhlutverkið snot- urlega. — ÍHJ ★ Lesið tilkynningu um innrit- unartíma á 1. síðu. Þarna eru flokkar í íslenzkum nútíniabókmenntum (Kristinn E. Andrésson), Islandssögu (Björn Þorsteinsson), Verkalýðsfélög og stjórnmál verltlýðshreyfingarinnar á Islandi (Sigurður Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason), Marxismiim og saga alþjóðlegu verlfalýðshreyfingariim- ar (Ásgeir Bl. Magnússon, Sverrir Kristjánsson), Félagsmál (Ingi R. Helgason, Einar Gunnar Einars- son, Þorva’dur Þórarinsson, Har- aldur Jóhannsson); ensku; þýzltu; reikning, lltameðferð, föndur (Jó- hannes Jóhannesson og Kjartan Guðjónsson), leiklist og uppiestur (Gunnar R. Hansen, Gisli Hall- dórsson. 18:00 íslenzkuk. II. fl. — 18:25 Veður- fr. 18:30 Þýzkuk. k. I. fl. 18:55 Fram burðarkennsla í frönsku. — 19:15 Þingfréttir — Tónleikar. 20:30 Upplestur: Gils Guðmundsson al- þingismaður Jes úr bréfum Bene- dikts Gröndr.ls. 20:55 Tónleikar: Tvö verk eftir Niels Gade ,pl.: a) Ossian-forleikurinn op. 1 (Sin- fóníuhljómsveit danska útvarps- ins leikur; Launy Gröndahl stj.). b) Noveletter op. 53 (Strengja- sveit danska útvarpsins leikur; Erik Tuxen stjórnar). 22:25 Fræðsluþættir: a) Gylfi Þ. Gíslo son talar um efnahagsmál. b) Helgi Tómasson talar um heil- brigðismál. c) Lögfræði. 22:10 Út- varpssagan: Bréf úr myrkri eftir Þóri Bergsson; IV. sögulok (A. Björnsson). 22:35 Dans- og dæg- urlög: Erni Bieler, Rudi Hof- stetter o. fl. syngja. 23; 10 Dag- skrárlok. 1 gær var birt ástarljóð eftir Stað- arhóls-Pál, sem hann orti til Helgu dóttur Ara Jónssonar, lög- manns, sem seinna varð kona hans, þó að þá færi af henni mesti ljóminn í augum Páls og enduðu þeirra samvistir með hjónaskilnaði. í dag birtum við þrjár gamlar lausavísur. I Ég hræðist ekki myrkrin még minnst hef ég beig af álfum, fram skal' ég enn og fara um veg, þótt fjandanum righi sjálfum. Dimmt mér þótti Dals við á dró af gaman að hálfu; að mér sóttu þrjótar þá þrír af Satans áifu. Úm hagann dr^ugar svipa sér svo sem eldibrandar; þykir- gaman að þessu mér, það eru skozkir fjandar. Eg sá dýrð hans kvikmyndin fræga sem undan- farna daga hefur verið sýnd við mikla aðsókn, verður sýnd í stjörnubíó nk. sunnudag kl. 2:30. Auk myndarinnar flytur sr. L. Murdoch erindi um efnið: Nýr heimur í vændum, og Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur ein- söng. Aðgöngumiðar eru afhentir ókeypis í Ritfangaverzlun Isafold- ar, Bankastræti 8, og í Stjörnubió. Þessi rnynd verður einnig sýnd í Hafnarfjarðarbió á rnorgun kl. 9, og eru aðgöngumiðar að þeirri sýningu afhentir í Hafnarfjarð- arbíó. SIGFÚSARSJÓÐUB Þeir sem greiða framlög síb til sjóðsins smám saman eru minntir á að skrifstofan ð Þórsgötu 1 er opin kl. 10-12 og 2-7 alla virka daga nema laug- ardaga kl. 10-12. Krossgáta iu1. 518 i. l 1 t S «i lo Lárétt: 1 fógetagerða 7 atviks- orð 8 fiskar 9 lemja 11 elskar 12 leit 14 skst 15 letingja 17 verk- færi 18 umhyggja 20 útblásinn Lóðrétt: 1 leysa 2 kraftar 3 á fæti 4 fæða 5 getur 6 karlmanns- nafn 10 gælunafn 13 galdur 15 barði 16 gani 17 fyrstir í staf- röfinu 19 tveir eins Lausn á nr. 517 Lárétt: 1 Shell 4 h^ 5 ar 7 all 9 sól 10 auk 11 ask 13 in 15 er 16 úlfar Lóðrétt: 1 sá 2 ell 3 la 4 hósti 6 rakar 7 ala 8 lak 12 sef 14 nú 15 er »na hófninni* Sambandsskip Hvassafell er í Helsingfors. Arn- arfell væntanlegt til Rvíkur í kvöld. Jökulfell fór frá Djúpavogi 17. þm. áleiðis til Hamborgar. Dísarfell fór frá Reyðarfirði í gær áleiðis til Bremen. Litlafell er í Rvík. Helgafell er í Keflavík. Tovelil er í Keflavík. Stientje Mensinga er i Hafnarfirði. Eimskip: Brúarfoss fer.frá Hamborg i dag til Hull og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 15. þm til New York. Fjailfoss er i Reykjavik. Goðafoss fór frá Rotterdam í fyrrinótt til Reykjavíkur. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn á morg- un til Leith og Reykjavíkur. Lag- arfoss fer frá Akureyri í dag til Siglufjarðar, Ólafsfjai'ðar og Aust- fjarða. Reykjafoss fór frá Hafn- arfirði 16. þm til Dublin. Selfoss fer fi'á Antverpen í dag til Leith og Reykjavikur. Tröllafoss fer frá Hamborg í dag til Gdynia, Wis- mar, Gautaborgar og Reykjavík- ur. Tungufoss fór frá Akureyri 15. þm til Napoli. Togaramir: Askur fór á isfiskveiðar 11. þm. Egill Skallagrímsson fór á ísfisk- veiðar 9. þm. Fylkir fór á ísfisk- veiðar 10. þm. Geir fór á ísfisk- veiðar 16. þm. Háfliði er i slipp í Reykjavík. Hallveig Fróðadóttir fór á karfaveiðar 9. þm. Hv&lfell fór á saltfiskveiðar i gærmorgun. Ingólfur Arnarson fór á ísfisk- veiðar 8. þm. Jón Baldvinsson fór á ísfiskveiðar 16. þm. Jón for- seti er á ísfiskveiðum. Jón Þor- láksson fór á isfiskveiðar 16. þm. Karlsefni fór á isfiskveiðar i gær- kvöld. Marz er á ísfiskveiðum. Neptúnus fór á ísfiskveiðar 14. þm. Pétur Halldórsson landaði á Þingeyri 8. þm; er á ísfiskveið- um. Skúli Magnússon fór á is- fiskveiðar 8. þm. Úranus fór á ís- fiskveiðar 11. þm. Vilborg Herj- ó’fsdóttir er i slipp i Reykjavik. Þorkell máni fór á saltfiskveiðar 4. þm. Þorsteinn Ingólfsson selur í Hamborg i dag. Gulifaxi fer til K- hafnar kl. 8:30 í fyrramálið. — I’an American flugvél er væntanleg til Keflavíkur frá New York kl. 6:30 í fyrramálið og heldur áfram til Prestvikur, Óslóar, Stokkhólms og Helsinki eftir skamma viðdvöl. Innaniandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagur- hólsmýrar, Hólmavíkur, Horna- fjarðar, Isaf jarðar. Kirkjubæjar- k’austurs og Vestmannaeyja. Á morgun til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Isafjarðar, Patreks- fjarðar, Sauðárkróks og Vest- mannaeyja. usDein Eftir skáldsögu Charles de Costers * Teikningar eftir Helge Kúhn-Nielsen 492. dagur. Við skræki þessa vöknuðu karlar og konur og komu nú á vettvang á nærklæðunum einum. En þegar vinnumennirnir ætluðu að ganga til liðs við húsbónda sinn voru þeir ríg- bundnir. En blygðunarfullar ungar stúlkur reyndu að skýla sér að baki karlmannanna. Og nú gekk Lambi fram og mælti með miklum þunga: — Þú sviksami bóndi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.