Þjóðviljinn - 19.11.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 19.11.1954, Page 7
Föstudagur 19. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN -r ^7 WTTAHÚS fORSTOFA HEBB FLOHÚJ STOFA Nýbýli á Norðurlandi. Fornhagi í Suður-Þingeyjarsýslu. Jlsmundur Sigu?ðsson: Framkvæmdir landnáms rikisins Nýbýlastofnanir á Islandi síðan 1947 Eins og fram var tekið í fyrri grein, skyldi stofnun byggðahverfanna, vera annar aðalþáttur í starfi Landnáms ríkisins. En svo sem að lík- um lætur krefur slíkt allmikils undirbúningsstarfs. Sumstað- ar hefur ríkið afhent Land- náminu land, sem var í eigu þess. En annarsstaðar hefur orðið að semja um landakaup við einstaklinga, og stundum fleiri en einn á sömu stöðum til að ná eignarhaldi á sem hagfeldustu landi. Unnið hefur verið að fram- kvæmdum til stofnunar byggðahverfa á eftirtöldum stöðum: Hvolsvelli í Rangárvallas. Ölfushreppi í Ámessýslu. Reykhólum í Barðastrandas Skinnastöðum í A-Hún. Auðkúlu í A.-Hún. Víðimýri í Skagafjarðars. Lýtingsstaðahr. í Skagafj. Ljósavatnshr. í S.-Þing. Þinganesi í A.-Skaft. Þá er og fyrirhugað að framkvæmdir hefjist á Fljóts- dalshéraði næsta ár, og hefur í því skyni verið gengið frá landakaupum þar. Á þessum landssvæðum hafa verið ræstir fram sam- tals allt að 1700 ha., enda er framræslan það fyrsta sem koma þarf, og óvíða svo mik- ið til af samfelldu þurrlendi að hægt sé að byggja veru- legar framkvæmdir á því einu. Mun rúmmál þessara skurða nema nálægt 750 þús. teningsmetrum. Þá hafa einnig verið lagðir allmiklir vegir og girðingar byggðar. Mun enginn því neita, að hér sé verið að skapa skilyrði fyrir glæsileg- ar byggðir. Enn fremur hafa 270 til 280 ha. verið fullrækt- aðir. 1 þessúm hverfum hafa þeg ar verið byggð 27 býli. En samtals er fyrirhugað að á þessum 10 stöðum, — Fljóts- dalshérað meðtalið — séu skilyrði til að byggja a.m.k. 70 býli, eða 7 býli að meðal- tali í hverju byggðahverfi. Nú kann margur að spyrja, hvort þessar framkvæmdir verði ekki of dýrar til að svara kostnaði. Þvi er til að svara, að auðvitað kosta þær nokkurt fé eins og allir aðrir hlutir, ekki síst þeir sem unn- ir eru fyrir framtíðina. En hér kemur einnig fleira til greina. Byggðahverfin eiga að gegna stærra og víðtækara hlutverki, en hin venjulegu dreifðu býli, sem einstakling- ar byggja, þótt þau geti einn- ig skapað mjög heppilegt þéttbýli, þar sem skilyrðin eru góð. Við Islendingar erum vanir því, siðan fyrst var hafin byggð í þessu landi, að fleyta búfé okkar á óræktuðu landi og sem minnstu fóðri. Slíkt búskaparlag krefur mikils landrýmis, enda hefur það lengst af verið talinn stærsti kostur góðrar bújarðar, að hún hefði mikið landrými. Með fækkandi fólki og auk- inni tækni hafa viðhorf þessi breytzt svo mjög, að nú verð- um við að snúa hugsunar- hættinum við og f ara að hugsa um fullkominn ræktun- arbúskap í stað fleytingsbú- skapar þess, er við höfum rekið hingað til. Að við lær- um þetta, er blátt áfram höf- uðskilyrði þess, að við getum gert landbúnaðinn að örugg- um atvinnuvegi. Sérstaklega verður þetta aðkallandi, þeg- ar þrengir í sauðfjárhögum, sem án efa verður bráðlega, ef útrýming sauðfjársjúk- dómanna tekst. En það er einmitt í byggða- hverfunum sem á að skapa skilyrðin fyrir að hefja full- . kominn ræktunarbúskap. Ekki aðeins með því, að full- ræktað sé allt það land, sem til heyöflunar er notað, held- ur einnig með ræktun beiti- landsins. Það er nú að verða viðurkennt, að þar sem mjólk- urframleiðsla er stunduð sé nauðsynlegt að rækta beiti- Mestur hluti þeirra bygginga er byggð- ar hafa verið í sveitum landsins síðustu tvo áratugi hafa verið byggðar eftir teikningum frá Teiknistofu landbúnaðarins og undir eftirliti henn ar. Hefur Teikni- stofan haft gagn- gerð áhrif á húsa- gerðina, bæði hvað form og frágang snertir. Eftir þess- ari teikningu frá teiknistófunhi háfa verið byggð all- mörg hús á sið- ustu árum. , landið a.m.k, að nokkru leyti. Ekki mun þetta síður eiga við þegar við förum fyrir al- vöru að stunda nautgripa- rækt til kjötframleiðslu sem göngu um slíkan ræktunarbú- sennilega verður fyrr en var- ir. Og enn fremur mun röðin áður en langt líður koma að sauðfénu okkkr a.m.k í öllum landléttari héruðum. Þá för- Vjm við að fita dilkana á rækt- uðu landi nokkurn tíma fyr- ir slátrun. Þær tilraunir, sem með þetta hafa verið gerðar sýna greinilega, að að þessu verður að stefna. Hlutverk byggðahverfanna á því að vera það að hafa for- skap og jafnframt eiga þau að verða þéttbýlismíðstöðvar héraðanna. I þeim skapast einnig beztu skilyrðin til víð- tækari samvinnu um véla- notkun og annað er búskapn- um tilheyrir. Þá skal vikið að kostnaðar- hliðinni, eða því hve mikið hið opinbera hefur lagt fram til þessara mála. Frá 1. jan. 1947 til ársloka 1953 þ.e. á 7 árum hafði framlag land- námsins samtals numið 10 millj. 294 þús. kr. Er þar talið hvorttveggja fram- kvæmdakostnaður í byggða- hverfum og ræktunarstyrkir til þeirra, er sérstök býli byggja. Fyrstu árin, meðan starfsemin var að komast í gang fyrir alvöru, fram- kvæmdir gengu hægar og verðlag var lægra varð nokk- ur afgangur árlega af hinu lögákveðna framlagi. En síð- ustu árin hefur hjólið snúizt við svo nú hrekkur framlagið tæplega fyrir árlegum fram- kvæmdakostnaði. Veldur þar einnig miklu um, hve verðlag allt hefur brjálazt síðan þau ákvæði voru lögfest. Fyllilega má segja, að t.d. með gengis- lækkununum hafi hið opin- bera tekið aftur með annarri hendinni, það sem veitt var með hinni. Það er því sýnilegt, að eigi starfsemi þessi, að geta vax- ið eðlilega, þá verður fé það, sem landnámið fær til umráða 2,5 millj. kr. árlega, of lítið þegar á næstu árum, nema verðlag og kostnaður allur fari lækkandi. En á því eru litlár horfur, heldur sennilega fremur hið gagnstæða. Og á nauðsyn þess að eðlileg þróun þessara. mála verði ekki stöðvuð skal minnzt síðar. íbúðarhúsabyggingar á ný- býlum hafa þennan sama tíma notið lána úr Bygging- arsjóði, er var eins og fyrr segir stofnaður með þessum sömu lögum, og hafa skyldi það hlutverk að lána til íbúð- arhúsa bæði á nýbýlum og eldri jörðum. I fyrstu voru lán sjóðsins miðuð við 45 þús. kr. há- marksupphæð til hverrar ein- stakrar íbúðar. En þegar verðlag hækkaði, einkum við gengislækkunina reyndist slíkt alls ófullnægjandi og var þá hámarksupphæð hækkuð upp í 60 þúsund. Síðan hefur verðlag enn hækkað til stórra muna, og miklu meira en mögulegt hefur verið að hækka hámarkslánin. Má fullyrða að byggingar- kostnaður allur hefur a.m.k. tvöfaldazt síðan 1947 og sér því hver maður, að miðað við kostnað er hámarksupphæð a. m. kosti þriðjungi lægri nú en byrjað var með 1947. Hef- ur fjárskortur einn hamlað því að lánin væru hækkuð meira, og er sýnilegt að svo getur ekki gengið öllu lengur. En í árslok 1953 hafði Bygg- ingarsjóður lánað til íbúðar- húsa á nýbýlum kr. 10.075 þús. Þar af var hæst upphæð- in árið 1953 2.520 þús. Hve Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.