Þjóðviljinn - 19.11.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.11.1954, Blaðsíða 8
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. nóvember 1954 # ÍÞRÖTTIR RITSTJÖRI FRtMANN HELGASON V Þessi stóri hópur er að leggja upp í maraþonhlaup frá Dynamo-leikvanginum í Moskvu. Spartak — Arseiial 2:1 Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum sigraði sovézka knattspyrnuliðið Spartak enska liðið Arsenal um daginn. Sam- kvæmt umsögn blaða um leik- inn segir að Arsenal hafi ver- ið nær því að sigra. Arsenal byrjaði vel og átti strax góð tækifæri sem voru misnotuð. Rússarnir stóðust því þessa sókn og framherjar þeirra tóku að hreyfa sig og áttu skot sem Kelsey bjargaði naumlega og tvö horn fengu Rússarnir í röð, Arsenal, hafði þá yfirtökin og skot í stengur og framhjá og þeir gerðu fyrsta markið á 36. mín. Sjö min. síöar jafnar hægri mið- herji Rússa, Paramonoff. Ódýrt! Ódýrt! Haustvörumar komn- ar, mikið vöruúrval. Gjaíverð Vörumarkaðurinn, Hverfisgötu 74: Fyrstu 10 mín. heldur Ar- senal leiknum á vallarhelmingi Spartak en á 55. mín. gerir Simonioff annað mark Spartak með skalla. Síðustu 10 mín. héldu Spart- akmenn uppi harðri sókn en án árangurs. Áhorfendur voru 66 þús., en leikurinn fór fram við ljós, og var veður gott, en völlurinn þungur og blautur. — Dómari var rússneskur. Adenauer kallaði stjórn sína saman á aukafund til að ræða bréf stjórnarandstöðunnar og var þar ákveðið að hafna kröfu hennar. Fjórveldafundur í bréfi sínu höfðu sósíal- demókratar einnig skorað á Adenauer að beita sér fyrir, að haldinn yrði fundur stórveld- anna fjögurra um Þýzkaland, Norðmenn töpuðu 2:1 fyrir atvinnu- mönnum írlands Síðasta landsleik Norðmanna lauk með tapi .2:1. Voru það írsku atvinnumennirnir sem þeir kepptu við í Dublín. Norð- menn gerðu fyrsta markið og stóðu leikar í hálfleik 1:0 fyr- ir Noreg. Síðari hálfleikur var mestmegnis sókn af hálfu Ira og gerðu þeir tvö mörk. Vörn Norðmanna var þó mjög sterk. Annað mark Ira var gert úr vítaspyrnu. Norðmenn hafa keppt 10 landsleiki í ár, unnið 3, gert 2 jafntefli og tapað 5 leikjum, sett 9 mörk. en fengið 14. I þessa 10 leiki hafa þeir notað 36 leikmenn. Harry Boye Karlsen hefur keppt 9 leiki, Thorbj. Svendsen og Thorleif Olsen 8, Asbjörn Hansen og Gunnar Thoresen 7 hvor. 15 leikmenn léku í fyrsta sinn í landsliðinu, þar af 10 sem léku í landsleiknum hér í Reykja- vík. Þrír menn hafa leikið alls 53 leiki í norska landsliðinu en það eru Gunnar Thoresen, H. Boye Karlsen og Thorbjörn Svendsen, Reidar Kvammen er með 51 landsleik. áður en hervæðingarsamning- arnir verða fullgiltir. Þessu neitaði hann í bréfi til Ollenhauers, leiðtoga sós- íaldemokrata. I bréfinu viður- kennir Adenauer að vísu nauð- syn þess að stórveldin komi saman til að ræða um sam- einingu Þýzkalands, en segir ó- viturlegt að halda slíkan fund, fyrr en endanlega hefur verið gengið frá hervæðingunni. Vesturþýzkir sósíaldemókratar vilja taka boði Sovétríkjanna Kröfu þeirra um þingumræður hafnað af stjórn Adenauers Þingflokkur sósíaldemókrata í Vestur-Þýzkalandi sendi Bonnstjórninni bréf í gær, þar sem þess var krafizt að haldnar yröu umræður á þingi um tilboö Sovétríkjanna um fund Evi-ópuríkja til stofnunar öryggisbandalags álf- unnar. Tlpiing til vatnsveitea Getum nú aftur útvegað vatnsveiturör frá Pól- landi meö hagstæöu veröi. —- Allar upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Sími 82422 Nýbýlastofnanir Framhald af 7. síðu. miklu þetta nemur á yfir- standandi ári er ekki vitað með vissu enn, en þetta sýnir vaxandi starfsemi, og enn fremur vaxandi fjárþörf. En hvers vegna er þörf á því, að halda þessári starf- semi áfram og láta hana vaxa? Er þetta ekki nægilegt svo sem nú horfir, og fáum við ekki næga landbúnaðar- framleiðslu án þess? Þessum spurningum býst ég við að ýmsir varpi fram. Þeim skal nú leitast við að svara, ekki með neinum fullyrðingum, heldur aðeins með því að benda á eftirfarandi stað- reyndir. Þótt þessu hafi miðað á- fram svo sem hér hefur verið lýst, að í lok þessa árs verði ýmist fullbyggð eða í bygg- ingu hátt á fimmta hundrað nýbýli, þá er ekki um það að ræða, að sveitaheimilum hafi fjölgað um þessa tölu. All- margar jarðir hafa fallið úr byggð, einkum í ' vissum hreppum, og koma þau því til frádráttar. Hversu margar þær kunna að vera skortir upplýsingar um. Þá er önnur staðreynd ekki síður eftirtektarverð í þessu sambandi og það er fólks- fjölgun sú, er nú fer fram í landinu. Við manntalið 1950 var fólksfjöldinn tæp 144.000 þar af lifðu á landbúnaði ca 28. 700 eða rétt um 20%. En fyr- ir meir en 30 árum 1920 var allur fólksfjöldinn 94.700 og á landbúnaði talið lifa 40.600 eða 43%. Og s.l. áratug 1940 til 1950 hafði þjóðinni fjölgað um 22 þús en fólki við land- búnað fækþað um nærri 9000. Þannig er það upplýst, að landsbúum fjölgar ýfir 2000 á ári að meðaltali. Ef sú fjölgun heldur áfram og vex í hlutfalli við aukinn fólks- fjölda, sem fyllilega má bú- ast við, þá verður mann- f jöldinn í landinu orðinn um '300.000 um næstu aldamót, eða u.þ.b. helmingi meiri en nú er. Ef sama lilutfall á að haldast milli þess fjölda er stundar landbúnað og nú er, þá ættu kringum 60.000 manns að lifa á landbúnaði um það leyti. Það þýðir að landbúnaðar- fólkinu ætti að fjölga um helming. Ef reiknað er með 5 manna heimilum að meðal- tali þýðir það að stofna þarf 6000 ný heimili. En það er sama 1 sem 120 býli árlega næstu 50 ár, eða þriðjungi fleiri en nú er. Hér er þó ekki tekið tillit til þess, hve mikið kann að falla úr byggð af eldri býlum, sem án efa verð- ur eitthvað. Á þessu sést, að ekki er of mælt það sem fyrr er sagt að starfsemi þessi þurfi að aukast verulega enn þá. Þessar tölur sýna einnig það, hve mikil þörf verður fyrir aukna landbúnaðarfram- leiðslu til innanlandsneyzlu á næstu áratugum. Þó verður að sjálfsögðu að gera ráð fyr- ir að hún vaxi mun meira. en nemur fjölgun þess fólks, er við landbúnaðinn vinnur. Þann afgang frá innanlands- neyzlunni verður að selja úr landi, og leitast við að fram- leiða til útflutnings, þær vöru- tegundir sem auðveldast er að selja á viðunandi verði. Nú má við því búast að ýmsir kunni að draga í efa að við getum nokkurntíma orðið samkeppnisfærir við aðrar landbúnaðarþjóðir á heimsmarkaði. Og eins og sakir standa má með rökum benda á það að verðlagsþró- un sú er fram hefur farið hjá okkur hin síðari ár geri okk- ur þetta erfitt. En hitt mun og reynast staðre-ynd, að með vaxandi framleiðslu verður þetta auðveldara. Og þess ber enn fremur að gæta, að fólks- fjöldi í heiminum fer hrað- vaxandi og að sama skapi eykst þörfin fyrir matvæla- framleiðslu. Þegar lífskjör alls þess fjölda, sem nú býr við skort, sumpart af völdum styrjalda og sumpart af völd- um nýlendukúgunar, fara batnandi, eftir því sem fleiri undirokaðar þjóðir hrista ok- ið af sér, örfar það einnig eftirspurn eftir matvælum á heimsmarkaði. Auðvitað mun innanlands- markaðurinn verða okkar mesti og öruggasti markaður, og hann verður að treysta sem allra bezt með því að tryggja neytendum í landinu þau kjör, að enginn þurfi að draga við sig kaup á land- búnaðarafurðum. Áður hefur verið sýnt fram á hve hann mun fara vaxandi sem afleið- ing af eðlilegri fólksfjölgun í landinu. Það verður því allri þjóð- inni til hagsbóta að landbún- aðarframleiðslan aukist, sem mest, en til þess þarf að örfa býlafjölgunina svo sem unnt er. Og fé því sem til þess verður lagt mun ekki verða á glæ kastað. i—------------------ ummeeús si&uumaKrau$oa Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Békuverzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði. QeJts&Z* Qðaisosifaa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.