Þjóðviljinn - 19.11.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.11.1954, Qupperneq 10
10) — í>JÓÐVILJINN — Föstudagur 19. nóvember 1954 Stigamaðurinn Eftir Giuseppe Berto 56. dagnr ' „Hún er dóttir mín,“ sagði móðir mín. „Því skyldi ég ekki koma vegna dóttur minnar?“ Hún sagði þetta án þess að hugsa orð sín, og virtist alls ekki átta sig á því að hún hefði sagt neitt óviðeig- andi. Hún var enn dálítið ringluð. En við gátum ekki annaö en hugsað til föður míns. „Komið þið, presturinn bíður,“ sagði Michele Rende. „Ertu búinn að tala við hann?“ spurði Miliella kvíða- full. ; Það mátti greina gremju í rödd Michele Rende þegar hann svaraði. „Fyrst ætlaði hann ekki að vilja gera ’ þetta,“ sagði hann. „Hann segir að það sé óleyfilegt nema öll plögg séu fyrir hendi. Og hann gæti ekki gert það nema með leyfi biskups. En svo skildi hann að við ■ áttum ekki á öðru völ. Hann segist vilja tala við þig.“ „Gott og vel,“ sagöi Miliella. „Hafðu engar áhyggjur.“ í anddyri kirkjunnar var hvelfing, borin uppi af tré- stólpum. Þar fékk Michele Rende mér vélbyssuna sína. „Vertu nálægt mér allan tímann,“ sagði hann. Hann vissi að mér var það mikils virði að halda á byssunni og víkja ekki frá honum. Tunglsljósið barst inn í kirkjuna gegnum rúðulausa 1 gluggana. Þetta var lítil kirkja með steinaltari fyrir endanum en með engum styttum eða myndum. Vegg- irnir voru enn ljósir að lit, síðan þeir höfðu verið hvít- þvegnir. Og það var því nógu bjart inni, að minnsta kosti meðan tunglið var á lofti. Presturinn stóð hjá altarinu og hjá honum tveir menn, sem áttu að vera vitni. Annar var meðhjálpar- inn í Santo Stefano, hinn var Domenico Bicia, veiting- maðurinn. Miliella kraup fyrir framan prestinn og • kyssti á hönd hans eins og hún var vön. Hann þekkti hana vel. Það var hann sem hafði skýrt hana og veitt.^ henni kristilega uppfræðslu. Og honum hafði alltaf þótt vænt um hana, vegna þess að hún var góð stúlka og hafði sótt kirkju reglulega. En samt talaði hann nú ‘ við hana með hrjúfri, næstum illilegri röddu. „Þú veizt ’ sjálf hve þýðingarmikil sú athöfn er sem á að fara að 1 framkvæma. Þú veizt að það sem ég sameina í nafni drottins, er ekki hægt að sundurskilja hér á jörð. Þú ; veizt að þú verður að lifa lífinu í blíðu og stríðu með þeim manni sem þú hefur valið þér. 1 „Ég veit það,“ svaraði Miliella. „Er nokkur eða nokkuð sem þvingar þig til að undir- gangast þessa athöfn?“ „Nei,“ svaraði Miliella. ' „Hefurðu tekið þessa ákvörðun af frjálsum vilja, ■ vegna ástar á manninum sem þú vilt eiga?“ „Já,“ svaraði Miliella. „Látum oss þá biðja til guðs að hann fyrirgefi mér, ef ég geri annað en það sem rétt er.“ Hann kraup fyrir framan altarið og fór að biðja upp- hátt. „Faöir vor, þú sem ert á himnum .... “ Orðin berg- ■ máluöu um kirkjuna og ráku allt í einu burt gremjuna og kuldann sem allir höfðu fundið til rétt áður. ' Miliella kraup á gólfiö og endurtók bænina upphátt. Michele Rende stóð við hlið hennar. En hún tók um ; hönd hans og brosti til hans, og þá kraup hann líka. Nú krupum við öll á gólfinu, móðir mín álengdar eins og dökk þúst. Og við báðum öll saman: Tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum ....“ og sálir okkar voru gagnteknar bænarhita og þrá eftir gæðum og miskunn. Svo var stutt þagnarstund og síðan sneri presturinn sér við og fór að mæla orðin sem ' tengdu saman í hjónaband Michele Rende og Emilíu Savaglio, systur mína. Það var ekki kveikt á neinu kerti ,engin blóm, altarið var bert og kirkjan fornfáleg ' og komin að hruni. En við vorum samt sem áður í návist guðs, ef andi guðs er viðstaddur í hvert sinn sem ein- lægt hjarta ákallar hann. En, hvers vegna veitti hann okkur ekki þá örlitlu hamingju sem við fórum fram á? Ef til vill var ekki nægur hiti í bænum okkar og ekki nægileg einlægni í hjörtum okkar? Eða hafði Miliella ekki þjáðst nóg til að eiga skilið ögn af hamingju? Eða móðir mín, sem var næstum orðin sturluð af sorg? Eða er ef til vill til annað líf, þar sem viö fáum uppbót á þeim þjáningum sem við verðum að þola í þessu lífi? í nafni föður, sonar og heilags anda gaf presturinn okkur blessun sína. Og svo var allt um garð gengið og allir þurftu að flýta sér burt. Michele Rende reis á fætur og tók við vélbyss- unni sinni. Hann varð að biðja prestinn og vitnin að fara ekki út úr kirkjunni á undan honum. Hann nam staðar fyrir framan móður mína, sem kraup enn. „Vertu áhyggjulaus,“ sagði hann við hana. „Ég skal gera allt sem mér er unnt til þess að hana skorti ekki neitt. Og ef allt gengur vel kemur að því að við fáum að lifa í friði.“ „Megi guð styrkja þig í því,“ sagði móðir mín. Miliella var að gráta. Hún kraup grátandi við hlið móður minnar og fór að faðma hana að sér. Ég tók Miehele Rende afsíðis. Ég þurfti að segja dálítið við hann og það strax, því annars gæfist ekki tími til þess. „Michele,“ sagði ég. „Leyfðu mér að koma meö ykkur.“ Hann brosti í stað þess aö svara. „Leyfðu mér að koma, Michele. Ég skal ekki verða ykkur til byröi. Ég.get meira að segja hjálpað ykkur á margan hátt.“ Hann hélt áfram að brosa og virtist ekki vilja taka orð mín alvarlega. „Ég veit ekki hvernig þú heldur að líf okkar sé,“ sagði hann. „Sjálfsagt heldur þú, að það sé eins og leikur. En í rauninni er það erfitt líf. Oft kemur það fyrir að þeir sem ættu að hjálpa okkur, skella hurðinni á okkur og þá vitum við ekki hvað við eigum að borða eða hvar við eigum að sofa.“ „Mér er sama þótt það sé erfitt. Ef Miliella getur þolaö það, þá þoli ég það líka.“ „Nei,“ sagði hann breyttri í'öddu. „Það væri erfiöaia fyrir þrjá en fyrir tvo. Auk þess er það ekki nauðsynlegt. Staður þinn er heima. Haltu áfram að vinna í Lauzara Þú hefur unnið þar gott starf til þessa.“ „Hvernig veiztu það?“ „Ég veit það,“ sagði hann. „Og ég veit líka að þú hef- ur komiö upp í fjallið til að leita að okkur. Þú mátt ekki gera það framar. Þú gætir gert okkur illt án þess að ætla þér það.“ „Leyfðu mér þá aö koma með ykkur,“ sagöi ég þrjóskulega. Hann lagði höndina á höfuð mér og lyfti andliti mínu, _ eins og ég væri lítið barn. „Einhvern daginn kemur þú * Sjiikrala'oi a ao vera lystugt Æ, segir Pétur, það er kvef- bragð af þessu öllu. Hann er 9 ára og liggur í rúminu, bullandi kvefaður. Hann er ekki sérlega þungt' haldinn en þjáist þó af þeirri vanlíðan sem ævinlega fylgir miklu kvefi. En hann hefur matarlyst. Og þó er stundum erfitt að koma matn- um niður. Og það er nokkuð til í því sem hann sjálfur segir, að kvef bragð sé að öllu. Við þekkjum þetta af eigin raun og ættum að vita að matur bragðast mis- jafnlega kvefuðu fólki. Og það lifnaði yfir Pétri þegar hann fékk síld og tómata ofaná brauðið sitt í staðinn fyrir kæfu og ost. Leyndardómurinn er sá að gefa kvefsjúklingum eitt- hvað bragðsterkt, sem bragð finnst af þrátt fyrir kvefið og stífluna. Ef um er að ræða annan sjúkdóm en venjulega ofkæl- ingu er nauðsynlegt að spyrja lækni ráða um fæðið, en þeir sjúklingar sem ekki þurfa sér- stakt fæði, ættu að fá betri mat en venjulega. Góður matr ur þarf ekki endilega að vera dýr matur. Framreiðslan hefur oft eins mikla þýðingu fyrir sjúklinginn og maturinn sjálf- ur. Smurt brauð, sem skorið er í snittur og álegg haft 1 hófi, rennur oft ljúflega niður hjá sjúklingi. Margar mæður sem eiga veik börn vilja að þau borði mikið til þess að þeim batni sem fyrst og skammta þeim mikið þess vegna. En það er mesti misskilningur. Þetta á við jafnt um börn sem fullorðna. Mað ur getur misst lystina við að sjá of stóra matarskammta, þótt lítill skammtur hverfi eins og dögg fyrir sólu. Börn sem hafa hita missa oft matarlyst. En þau þyrstir. Notfærið ykkur þorstann og gefið barninu nýjan sítrónu- safa, blandaðan vatni og sykri. Það er hressandi og hollt. Sumir sjúklingar fá allt í einu ákafa löngun í einhvern ákveðinn mat, þótt þeir hafi annars litla matarlyst. Á að fara að óskum sjúklingsins eða er þetta bara sérvizka? Sé um börn að ræða er hinn gullni OCCAMWsí Ókunnur maður kom inn í; kirkjuna undir miðri prédik- uninni og settist út við dyrn- ar. Eftir nokkra stund tók honum að leiðast og spurði. því gamlan gráhærðan heima- mann, hvað prestur væri bú- inn að prédika lengi. — í þrjátíu til fjörutíu ár, svaraði sá gamli. — Þá ætla ég nú að bíða, sagði sá ókunni, því að þá hlýtur- hann að vera að verða búinn. =5SS=a Áður en við giftum okkur hafði ég lofað konu minni að gefa henni einn .dollar í hvert skipti, sem ég kyssti hana. Þetta stóð ég við. Öllum. dollurunum, sem hún fékk. með þessu móti safnaði hún saman í stórt skrín. En svo lagði ég af stað í. ferðalag og tók með mér mynd af konunni minni. I hvert skipti, sem ég kyssti myndina sendi ég henni einn dollar. Þegar ég kom heim sagði ég: — Nú skulum við athuga hversu margir dollarar eru komnir í skrínið. Og þegar það var opnað var þar að finna tveggja, fimm og tíu dollara seðla auk allra eins dollars seðlanna. Hvernig stendur á þessu spurði ég konu mína? aldrei hef ég gef- ið þér nema einn dollar í einu. Og kona mín svaraði: — Rétt er það, en það er ekki þar með sagt að hinir séu. jafn nízkir og þú. meðalvegur réttastur. Ef auð- velt er að verða við óskum veika barnsins, þá er sjálfsagt að gera það. Maturinn sem litli sjúklingurinn óskar sér rennur oft mjúklega niður, þótt ann- ar matur geri það ekki. Og allir sem sjálfir hafa verið Veik- ir vita hvað maður getur orð- ið feginn að fá ákveðna mat- artegund sem maður hefur lyst á. Og ef óskir barnanna brjóta ekki í bága við fyrirskipanir læknisins þá er sjálfsagt að verða við þeim. Ef um ósanngjarnar óskir er að ræða er auðvitað öðru máli að gegna, en ef barn vill endilega fá kjötbollur í miðdeg- ismat eða sultutau ofaná brauðið, þá er hægðarleikur að uppfylla þær óskir. Sjúkl- ingur sem hefur verið Iystar- laus dögum saman og lætur allt í einu í ljós óskir um sérstak- an mat, virðist vera á bata- vegi. Gefið sjúklingum með hita litlar máltíðir en þeim mun fleiri og gætið þess að vel fari um þá, meðan þeir borða, Margir sjúklingar þreytast á því að sitja og gefast upp við að borða þess vegna. Þess’ vegna skiptir miklu málf að þeir séu í þægilegri stellingu. Eitt af því sem talsvert ber á á flókahöttum með litlum. börðum eru hattbönd með löng- um endum sem hanga niður á bak. Þau eru notuð við látlausa sporthatta og böndin eru oft í skærum litum eða með sterkum röndum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.