Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 4
4) __ ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagnr 23. nóvember 1954
Ódýrt! Ódýrt!
Haustvörurnar komn-
ar, mikið vöruúrval.
^Gjaíverð*
Vörumaikaðurinn,
Hverfisgötu 74:
Skósalan,
Hverfisgötu 74.
n fengið nýjar birgðir
ýrum dömuskóm, inni-
a og karlmannaskóm.
SKÖSALAN.
Hverfisgötu 74:
Minningarkortin eru til sölu
Íí skrifstofu Sósíalistaflokks-
ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu
Þjóðviljans; Bókabúð Kron;
Bókabúð Máls og menning-
ar, Skólavörðustíg 21; og í
Bý! averzlun Þorvaldar
Bjarnasonar í Hafnarfirði.
tó.ðu, KTeittJOr, Grtttusotu 3, tiiu. 60360.
tUXlði6€U0
si&usmauraað<m
Enn er skipt um framhalds-
sögu. Saga Þóris Bergssonar
entist einu kvöldi skemur eil
gert hafði verið ráð fyrir og
var þó hálfum kvöldlestri of
löng. Ævintýrin síðasta kvöld-
ið tóku of langan tíma. til
þess að vel færi í svona stuttri
sögu. Sagan stóð ekki við þau
fyrirheit, sem hún gaf við
fyrsta lestur. — Nýja sagan
er eftir Sigriði Undset: Brotið
úr töfraspeglinum- Áður ‘ hef-
ur verið flutt sem framhalds-
saga saga eftir þennan sama
höfund: Kristín Lafransdóttir,
og hefur vart önnur saga á-
gætari verið flutt sem fram-
haldssaga. Kynning sögunnar,
sem fylgdi sem inngangur að
fyrsta lestri, gefur mikil fyrir
heit um dramatíska sögu. En
ekki verður það sagt um
fyrsta lesturinn, að hann væri
verulega áhrifamikill. Arnheið-
ur Sigurðardóttir flytur sög-
una. Framburður hennar er
mjög skýr, en ekki að sama
skapi lifandi. Þá þyrfti að at-
huga betur málið áður en
lengra er haldið. í því voru
nokkrir gallar í fyrsta lestri.
Sagt var „að láta í ljósi“ í
staðinn fyrir „að láta í ljós“,
fleirtalan af orðinu brík var
„brikar“ í staðinn fyrir „brik-
ur“, á einum stað var lika
danska (og sjálfsagt norska)
orðatiltækið „að hafa það
ágætt“. Ég hef fengið mak-
legar ávítur fyrir það. hve lít-
ið ég hef að því gert í þessum
þáttum að vanda um málfar,
og er mér ljúft að játa mikla
vanrækslu í þeim efnum. Lik-
lega stafar sú vanræksla af
tilfinningu fyrir, hve vonlaust
það muni vera að fá nokkru
um þokað með áminningu á
því sviði. Maður dregur þá
frekast af sér slenið, þegar
komið er að bókmenntum, sem
eiga skilyrðislausastar kröfur
um hreint og fagurt mál. — í
þessu sambandi vil ég líka
benda á það, að í hinum
ágæta fréttaauka af vettvangi
Sameinuðu þjóðanna á laug-
ardagskvöldið talaði Sigurður
A- Magnússon um að „leggja
fé af mörkum“. Hér er greini-
lega gleymdur uppruni orð-
taksins „að leggja eitthvað
af mörkum’1, en það þýðir að
leggja fram fé.
Leikrit sunnudagsins: Jó-
hann síðasti, sem var nú
flutt öðru sinni á þessu ári,
er eitt með allra beztu leik-
ritum, sem Útvarpið hefur
flutt, og mætti vel hugsa til
að flytja það eitt sinn enn,
bæði fyrir þá, er misst hafa
af því í bæði skiptin og svo
alla hina, sem mundi njóta .
þess enn bétur, er þeir hlýða
á það öðru sinni. Útvarpið
má gera meira að því en það
hefur gert hingað til að flytja
öðru sinni góða dagskrárliði.
Það er mjög vel ráðið að end-
urtaka nýflutta þætti síðdeg-
is á laugardögum, eins og
gert hefur verið í vetur. Það
er annað mál, þótt maður
sé ekki ánægður með, hvað
valið er og telji það naum-
lega af betri endanum, en svo
hefur þótt, það sem af er,
fyrr en nú á laugardaginn,
þegar endurtekinn var sam-
fellda dagskráin um Konráð
Gíslason. Það er ein sú prýði-
legasta samfellda dagskrá, er
ég hef hlýtt á. Bar það ekki
eitt til, að hér var um að
ræða kynningu á einum mesta
velgerðarmanni íslenzkrar
menningar, sem almenningur
veit tiltölulega lítið um ann-
að en það, að hann var einn
af Fjölnismönnum og þeirra
mestur málvöndunarmaður.
Um hitt er ekki síður vert,
að bygging dagskrárinnar var
frábærlega vel gerð, svo að
harmleikurinn í sögu Konráðs
naut sin í öllum sínum yndis-
leika.
Enn kom dagskrá laugar-
dagskvöldsins í nýju formi.
Hildur Kalman bjó dagskrá
til flutnings úr gömlum og
nýlegum blaðagreinum ér-
lendum og voru þær þannig^
valdar, að í sambandi við lest-
urinn átti lögheimili hljóm-
list af hinu merkasta tagi.
Varð úr þessu hin ánægju-
legasta kvöldstund og sýndi
Hildur Kalman enn einu
sinni, að hún er nákvæm lista-
kona, — hefur hún ekki að-
eins sýnt það í leik sínum
heldur einnig í barnatímum
þeim, sem hún hefur séð um
fyrir Útvarpið. Dagskráin á
laugardaginn var þó ekki eins
eftirminnileg og hún var á-
nægjuleg, en beiting þessa
forms á að geta staðið til
batnaðar, svo að þeir gætu
orðið hinir ágætustu og sam-
einað listfengi, fræðslu og
vakningu, þótt íslenzk blaða-
mennska sé ekki gömul að
árum, ætti hún að geta veitt
gott útvarpsefni nokkrar
kvöldstundir og listrænt út-
varpsefni með viðeigandi sam-
setningu og kryddi.
KONUR 1 BERIÍLAVÖRN
Munið bazar Hlífarsjóðs, sem verður 6. desember.
Munum veitt móttaka í skrifstofu S.Í.B.S., hjá
Fríðu Helgadóttur, Ásvallagötu 63 og hjá Laufeyju
Þórðardóttur, Mímisveg 2, kjallara.
Þvi fleiri munir — því fleiri hœgt að styrkja.
Stjórn Hlífarsjóðs.
Vikan bauð hvert erindið
öðru betra. Lítt kunnur mál-
fræðingur, Jón Aðalsteinn
Jónsson, flutti mjög gott er-
indi um íslenzkar mállýzkur,
og það er fagnaðarefni, að
hann gaf fyrirheit um fram-
hald síðar. — Arnór Sigur-
jónsson talaði á miðvikudags-
kvöldið í tilefni af missera-
skiptunum, að liðnu sumri.
Arnór er hvorttveggja í senn
vísindalegur og alþýðlegur í
meðferð viðfangsefna sinna.
Hann er fulltrúi þess tíma-
bils þegar menning íslenzkr-
ar bændastéttar stóð á sínu
fegursta, miðar mál sitt við
þá forsendu og finnur meiri
hljómgrunn en flestir aðrir,
sem tala um búnað í Útvarp-
ið. — Það er hér með endur-
tekið, að hann mætti heyrast
oftar í Útvarpinu en verið
hefur.
Þá má enn minnast á þrjú
ágætisatriði. Jóhann Sveins-
son frá Flögu flutti prýðilegt
erindi um Loft Guttormsson,
það erindi vildi ég gjarnan
heyra endurtekið einhvern
laugardaginn síðdegis.
Oft hefur Ævar Kvaran
farið á kostum miklum í ýms-
ar áttir, svo sem margsinnis
hefur verið getið, en tilþrifa-
meiri sprett hefur hann aldrei
tekið en á ofanverðri lífs-
leið Árna þess Grímssonar
sem lengstum hét Einar Jóns-
son og gat sér hið ágætasta
orð í trássi við öll mannanna
lög og dóma, varði heimili sitt
með einum rekadrumb að
vopni gegn ofurefli byssum
vopnuðu. Ævar hefur. fært
okkur enn eitt dæmi þess hví-
líka gnægð við eigum stór-
fenglegra æviþátta í þjóðar-
sögu okkar. — Þá var það
sönn skemmtun að hlýða á
kafla úr bréfum Benedikts
Gröndals í upplestri Gils Guð-
mundssonar.
Minna var um vert erindi
Gylfa Þ. Gislasonar, hið
þriðja i röðinni frá Vestur-
Þýzkalandi, enda leyndi sér
ekki það ákveðna stefnumið
erindisins að glæsa það fyrir
íslenzkri þjóð, að fá þetta
fyrirmyndarþjóðfélag í hern-
aðarbandalag, áður en við
leggjum til lokaárásarinnar á
hina bölvuðu Rússa og alla
þeirra dindla vestan tjalds og
austan. — Fræðsluþáttur
Gylfa um efnahagsmál á
föstudaginn var greinargóður
og áheyrilegur.
Frú Gerður Magnúsdóttir
talaði um daginn og veginn,
gerði eftirtektarverðar at-
huganir í sambandi við hvers-
dagsleg atriði. — Það hefur
mikið kveðið að lauslæti Út-
varpsins í sambandi við þenn-
an þátt nú um langt skeið,
nýr hefur komið í hverri viku
og honum síðan varpað fyrir
borð fyrir íullt og allt. Sann-
ast sagna hefur verið lítil
eftirsjá að -þeim flestum, en
nú hefði ég viljað beina því
til hins háttvirta ráðs, hvort
ekki vildi það fastna sér
þessa frú í þennan þátt öðru
hverju og vita hvort hún gæti
ekki lagt eitthvað af mörk-
um til að hefja hann til vegs
á ný. — Björn Th. Björns-
son kom með þátt sinn úr
heimi myndlistarinnar í nýju
formi, þar sem voru viðræður
listamanna og leikmanna um
ákveðið verkefni listræns eðl-
is, sem framundan bíður.
Samtalið gekk greitt og var
þetta hin bezta- tilbreytni.
Daglegt mál Árna Böðvars-
sonar er enn í sókn og verður
því betra er maður kynnist
meir starfshætti þeim, er
hann hefur valið sér.
G. Beii.
Vísnapóstur — Vinnuíélagar spreyta sig — fyrri
hlutar og
BÆJARPÓSTINUM hafa bor-
izt nokkrir vísuhelmingar og
botnar frá vinnustað einum
hér í bæ. Algengt er að vinnu
félagar kastist á stökum og
kveðist á, þótt fæst af þeim
kveðskap komi fyrir almenn-
ingssjónir. En á áðurnefnd-
um vinnustað kastaði ein-
hver fram eftirfarandi vísu-
helmingi;
Lífsins strandar straumur á
stólpum andans heima.
og vinnufélagi hans bætti
við:
Þeir sem landi þar ei ná,
þá má fjandinn geyma.
Og annar kastaði fram þess-
um botni:
í leiðu standi læt ég þá
ljóðagandinn .sveima.
Næsti vísupartur var gerður
um mann sem langaði til að
sofa í vinnunni:
Sér hann eftir svefni mest
af sínum eignarhlutum.
Og hinn svefnkæri bætti við:
botnar
Svona er horfin sælan bezt,
sem vér áður nutum.
Við þennan vísuhelming komu
einnig tveir botnar:
Tíðum andar yl í sál
allra handa stuðlamál
Hinn fyrri:
Samt má fjandi syrta í ál,
svo ég blandi Óðni skál.
Og hinn síðari:
Flestan vanda ber á bál,
byrlar landi heillaskál.
Gamall vísupartur úr kvöld-
vökunum kom þeim einnig af
stað:
Hulinn kvíða auka á
árin, líða stundir.
Og þessi botn varð til:
Dulin víða þjakar þrá,
þrútnar svíða undir.
Fleiri sýnishorn fékk Bæjar-
pósturinn ekki að þessu sinni
en sjálfsagt lúra fleiri vinnu-
staðir á hagmæltum mönnum
og nægu yrkisefnum handa
þeim. Þeim er ævinlega heim-
ilt rúm í Bæjarpóstinum.