Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 11
Andspyrnu-
hreyfingin
hefur skrifstofu í Þingholts-
stræti 27. Opin alla virka
daga kl. 7—9 síðd., sunnud.
kl. 4—6.
Komið og takið áskriftalista
og gerið skil.
AUGLÝSIÐ
í ÞJÓÐVILJANUM
Nýkomin
góð og falleg
kápuefni
í gráum o.fl. litum.
Amerísk tízkublöð
Saumastofan
(Benedikta Bjarnadóttir,
dömuklæðskeri)
Laugaveg 45, gengið inn
frá Frakkastíg, r , ,
Vegna aukins húsakosts getum við tekið að okkur
réttingar og allskonar viðgerðir
á öllum tegundum bifreiða.
Fyrsta flokks fagmenn — Vönduð vinna.
Columbus hi.
Brautarholti 20 — Símar 6460 og 6660.
skipautgcrð
RIKISINS
Esja
vestur um land_í hringferð
hinn 26. þ.m. Tekið á móti
flutningi til áætlunarhafna
vestan Akureyrar í dag og á
morgun. Farseðlar seldir á
fimmtudaginn.
Skaftfellingur
fer til Vestmannaeyja í kvöld.
Vörumóttaka í dag.
„Sannleikurinn
! et
■
■
sagna beztur"
■
■
■
■
■
■
HÖFUM TIL SÖLU:
■ í •
■
«
■
60 bifreiðar 6 manna, 35 bifreiðar 4ra manna, 20 sendiferöa-
bifreiöar og 10 jeppabifreiöar.
ia
■
Vanti yður þifreið þá leitið til okkar, við gefum yður sannar
upplýsingar um bifreiðarnar. — Tökum bíla í umboössölu.
Brfreiðasalan, Klapparstíg 37
Sími 82032.
er einmitt fyrir yður
Sjálfstífaður flibbi. — Fæst í flestum verzlunum
Heildsölubirgðir: MIÐSTÖðlN M.F.
v
8fc.„
Nokkur einlök af
eldri árgöngum
ritsins fást enn á
afgreiðslnnni.
Timaritið
VINNAN
OG VERKA.
LÝÐURINN
Skólavörðustig 19
Simi 7590
Þriðjudagur 23. nóvember 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (II
Grænlandsmálið <
Framhald af 12. síðu.
Valdimarssonar var þannig:
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að gefa fulltrúum
íslands á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna nú þegar fyr-
irmæli um að greiða atkvæði
gegn viðurkenningu Samein-
uðu þjóðanna á innlimun
Grænlands í danska ríkið og
bera fram ákveðin mótmæli
Islands gegn þeirri innlimun
og lokun Grænlands.“
Var hún felld með 31:13 atkv.
6 sátu hjá. Greiddu henni at-
kvæði allir þingmenn Sósíalista-
flokksins og Þjóðvárnarflokksins
og þrír þingmenn stjórnarflokka,
Gísli Jónsson, Halldór Ásgríms-
son og Pétur Ottesen.
Tillaga Þjóðvarnar-
manna.
Breytingartillaga Þjóðvarnar-
manna var þannig:
„TiIIögugreinin orðist svo:
Alþingi samþykkir, að utan-
rikisráðherra gefi sendinefnd
íslands á allslierjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna fyrirmæli um
að greiða atkvæði gegn því að
viðurkenna innlimun Græn-
lands í danska ríkið með því
að leysa Dani undan þeirri
skyldu að gera gæzluvernd-
arnefnd Sameinuðu þjóðanna
grein fyrir stjórn sinni á
Grænlandi.
Ályktar Alþingi að: fela
sendinefnd íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum að rökstyðja
þessa afstöðu nieð því að lýsa
yfir:
1. Að íslendingar viðurkenni
ekki rétt neinnar þjóðar til
að gera aðrá þjóð áð hluta
af sinni þjóð og land henn-
ar að hluta af sínu Iandi. ^
2. Að íslendingar véfengi, að
við innlimun Grænlands í
danska ríkið hafi Græn-
lendingar verið spurðir um
Adlja sinn á fullkomlega
lýðræðislegan hátt.
3. Að ekkert liafi komið fram
í þessu máli, sem réttlæti
það, að Danir séu leystir
undan þeirri skyldu að
gera gæzluverndarnefnd
Sameinuðu þjóðanna grein
fyrir stjórn sinni á Græn-
landi, sízt af öliu ef tillit
er tekið til þess, að Græn-
land er enn raunverulega
lokað land.
Var hún felld með 31 atkv.
gegn 9, 10 sátu hjá. Greiddu þinð-
menn Sósíalistaflokksins og Þjóð-
varnarflokksins henni atkvæði.
Tillag Péturs Ottesens
Breytingartillaga Péturs Otte-
sen var þannig:
1. Tillögugr. orðist svo:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að leggja fyrir full-
trúa íslands á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna, er nú
situr, að mótmæla með at-
kvæði sínu innlimun Græn-
lands í Danmörku.
2. Fyrirsögn tillögunnar orðist
svo:
Tillaga til þingsályktunar
um afstöðu fulltrúa íslands á
þingi Sameinuðu þjóðanna
varðandi Grænland.
Var hún felld með 31 atkv.
gegn 14, 5 sátu hjá.
Greiddu henni atkvæði auk
flutningsmanns Jörundur Bryn-
jólfsson, Gísli Jónsson, Halldór
Ásgrímsson, Jón Pálmason og
þingmenn Sósíalistaflokksins og
Þjóðvarnarflokksins.
Tillaga Haralds
Guðmundssonar
Tillaga Haraldar Guðmunds-
sonar var þannig:
„Þar eða Alþingl hefur ekki
tekið afstöðu til Grænlands-
málsins í heild, leggur þingið
fyrir sendinefnd íslands á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna að taka ekki þátt í at-
kvæðagreiðslu um ályktun
gæzluverndarnefndarinnar
varðandi það, að Dönum beri
ekki lengur skylda til að
senda skýrslu um Grænland til
Sameinuðu þjóðanna, og taki
liún jafnframt fram, að ís-
lendingar telji afgreiðslu máls-
ins ekki þjóðréttarlega bind-
andi.“
Var hún felld með 30 atkv.
gegn 15, 5 sátu hjá. Greiddu
henni atkvæði þingmenn Alþýðu-
flokksins, Sósíalistaflokksins og
Þjóðvarnarflokksins.
Guðrún Símonar
Framhald af 12. síðu.
og Bennetts Reiseklubb stofn-
aði til, en aðalræðismaður Is-
lands í Osló, Ivar Giæver-
Krogh, er forstjóri fyrir Benn-
ettsferðaskrifstofuna.
Hljómleikar Guðrúnar í Kaup-
mannahöfn voru í Oddfellow-
höllinni 3. þ.m. Fékk hún þar
einnig ágætar móttökur áheyr-
enda og framúrskarandi góða
dóma blaðanna. I Kaupmanna-
höfn söng hún einnig inn á
segulband fyrir danska útvarp-
ið, en ekki er enn fastráðið
hvenær þeirri dagskrá verður
útvarpað.
Sökum þess að hún gat ekki
fengið hljómleikasal í. Stokk-
hólmi nema á óheppilegum
tíma hætti hún við að
syngja þar í þetta sinn, og
einnig í Helsinki, en væntan-
lega gefst henni tækifæri til
þess seinna. — Hún lætur vel
yfir fyrirgreiðslu allri í þessari
för.
Nú byrjar hún þegar æfingar
á hlutverki sínu í Cavaleria
Rustieana sem frumsýnt yerður
í Þjóðleikhúsinu annan dag
jóla.
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Stórahrauni
andaðist mánudaginn 22. þ.m.
F.h. aðstandenda
Sigrún Pétursdóttir, Sigurður Árnason.
Útför mannsins míns
BENEDIKTS SVEINSSONAR,
fyrrverandi alþingismanns,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 24. þ.m. kl.
2 síðdegis. Athöfninni verður útvarpað.
Guðrún Pétursdóttir.