Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1954næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 6
^6)„ — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. nóvember 1954 lllÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartanssor Sigurður Guðmundsson (áb.) Préttastjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H Jcnsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Harnld-son Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. * 350 manns frá 43 þjóðum sitja þing Heimsfriða rráðsins Fyrsta umrœ&uefniS var samvinna Evrópuríkja um gagnkvœmt öryggi Ríkið tekur 15467 kr. af hverri raeðal fjölskyldu árlega í tolium og ! ébeinumsköttum Mörgum munu í fersku minni fullyrðingar stjórnar- flokkanna um þaS, að með breytingu þeirri, sem gerð var á lögum um tekju- og eignaskatt, sem samþykkt var á síðasta þingi hefðu skattar á almenningi verið lækkaðir til muna. Staðreyndin hefur þó orðið sú, að flestir þeirra sem erfiöasta hafa lífsafkomuna hafa lítið orðið varir við léttari álögur. Hins vegar munu ýmsir þeir sem á okkar mælikvarða mega teljast hátekjumenn, hafa fengið nokkra lækkun á beinum sköttum sínum. En af hendi stjórnarflokkanna er lítið minnzt á aðra þætti skattlagningarinnar, sem einmitt koma þyngst niður á almenningi, og ekki sízt þeim er minnst fjár- ráð hafa. Það eru óbeinir skattar, tollar, bátagjald- eyrisálag og annað því um líkt. Þegar fyrri hluti fjárlagaumræðu fór fram á Alþingi því er nú situr, þá gaf fulltrúi Sósíalistaflokksins nokkr ar upplýsingar um hve mikil opinber gjöld 5 manna fjöl- skylda með 40 þús. kr. árstekjur væri látin greiða i ríkissjóð eftir lagaboðum frá Alþingi eða reglugerð- um stjórnarráðsins. Sá reikningur leit þanni g út: I. Óbeinir skattar ' 1. AÖflutningsgjald á vörur 1 skv. fjárlagafrumvarpinu •i 185.5 millj. x 5/150.000 .... Kr. 1 2. Söluskattur skv. fjárlagafrumv. 107 millj. X 5/150.000 .... Kr. 3. Ýmiskonar aukagjöld í ríkissjóð svo sem skv. fjárlagafrumv. í‘ stimpilgjald, leyfisbréfagjald o.fl. 'f 24 millj. X 5/150.000 ...... Kr. f 4. Bátagjaldeyrir og álög á hann 1 ásamt bílaskatti. 150 millj. X 5/150.000 ....Kr. 6050.00 3567.00 800.00 5000.00 Samtals kr. 15.417.00 t Auk þess eru svo nefskattar* og beinir skattar. Á þessu sést að meðalfjölskylda sem hefur þessar tekj tir greiðir nærri 2/5 þeirra í ríkissjóð, enda er nú svo komiö að mestur hluti ríkisteknanna er fenginn á þenn- an hátt. Hver einasti maður með fullri dómgreind get- ur því séð, aö hér er verið að taka meginhlutann af tekj- um ríkisins af almenningi, með því að taka þær í tollum af nauðsynjavörum, sem hver einasti maður verður að kaupa, hvort sem hann hefur háar tekjur eöa lágar. En þá er þetta jafnframt auðveldasta leiðin til þess, að hlífa hátekju- og stórgróðamönnum við opinberum gjöldum, enda leikurinn til þess gerður. Hin síðari ár hefur þró- unin í skattamálum ríkisins sífellt verið að færast meir og meir í þessa átt, enda svo komið að aðalgróðaklíkur þjóðarinnar losna að mestu við slík gjöld. Þannig hafa fulltrúar þjóöarinnar á Alþingi notað vald sitt er þeim hefur verið trúað fyrir. En hér er þó ekki sögð nærri öll sagan. í viðbót við þessar gífurlegu tollaálögur, sem nema milli 15 og 16 þús. kr. á hverja meðálfjölskyldu, og gleypir 40% af launum hennar, þrífst svo einnig okur- gróði verzlunarkerfisins. því í flestum tilfellum líðst því að bæta við álagninguna sem nemur tollaálögum ríkis- ins. Þaö er því auðséð, hve gífurlegan þátt þessi fjár- málapólitík ríkisstjórnarinnar á í verðbólgunni, og hve mikið mætti lækka verðlagið í landinu, ef snúið væri af þessari braut í skattamálum. En meðan Sjálfstæöis- flokkurinn og Framsókn fara elnir með völd þarf aúð- vitað ekki að búast við neinu slíku. Þeir hafa sýnt sig vera flokka, brasksins og fjárplógsstarfseminnar, og í Bkjóli þessa og annarrra ráðstafana, sem þeir hafa gert hefur hvorttveggja blómgast svo við liggur að vaxi fram- leiðsluatvinnuvegunum yfir höfuð. Stokkhólmi 18. nóv. 1954 Þing Heimsfriðarráðsins var sett hér í morgun í hring- leikahúsi við Skansinn, skemmtistað Stokkhólmsbúa, Fyrir hönd sænsku friðarnefndarinnar setti séra Sven Hector, prestur í Vermalandi, þingið. Þingið er haldið í miklum sal, sem hefur verið skreytt- ur með fánum ýmissa þjóða og áletrunum á mörgum tungumálum. Það sækja um 350 manns frá 43 þjóðum í öllum heimsálfum nema Ástr- alíu. Blaðamenn hafa aðgang að fundum þingsins. Ræður eru haldnar á ensku, frönsku, kínversku, rússnesku eða spönsku og fulltrúar geta hlýtt á þær túlkaðar á hvert þessara mála sem þeir vilja í heyrnartækjum, sem komið er fyrir við hvert sæti. Velvilji sænskra stjórnarvalda Séra Sven Hector hóf máls með því að bjóða fulltrúana velkomna til Stokkhólms, borgarinnar sem um heim all- an hefði fengið nafn sitt tengt söfnun undirskrifta undir ávarp Heimsfriðarhreyf- ingarinnar um bann við kjarnorkuvopnum. Hann þakkaði það velvilja sænskra stjórnarvalda, að þingið getur hafizt á tilsettum tíma. Enginn vafi væri á að sú velvild væri í samræmi við einlægan friðarvilja sænsku þjóðarinnar, sem kæmi fram í þeirri utanríkisstefnu Svía að taka ekki þátt í neinum hemaðarbandalögum og styðja hvert það frumkvæði,^, sem að því miðar að draga úr viðsjám ríkja á milli. Öryggi Evrópu Fyrsta málið á dagskrá ráðstefnunnar nefnist „Sam- vinna allra ríkja Evrópu við að skipuleggja gagnkvæmt öryggi þeirra". Framsögumenn í þessu máli vom tveir, prófessor Ambrog- io Donini, ítalskur öldunga- deildarmáður, og Gilbert de Chambrun greifi, sem á sæti á franska þinginu. Hér eru ekki tök á að rekja ýtarlegar og efnismiklar ræð- ur þessara manna. Báðir fluttu mál sitt glæsilega, með rómönskum hita og skörungs- skap þaulæfðra stjórnmála- manna. Það verður að nægja um efni ræðnanna, að þær sner- ust einkum um síðustu at- burði í Evrópu, samning Vesturveldanna og Vestur- Þýzkalands um þýzka her- væðingu og orðsendingu sov- étstjómarinnar, þar sem hún býður öllum ríkjum Evrópu og Bandaríkjunum til ráð- stefnu um öryggismál álfunn- ar í lok þessa mánaðar. Ræðumenn lögðu báðir k- herzlu á, hvílík hætta væri á að endurhervæðing Þýzka- lands myndi hefja þar til fullra valda gamla hernaðar- andann, sem farinn er að bæra á sér á ný á síðustu árum. Þjóðir Evrópu í austri og vestri, suðri og norðri Wilhélm Elfes, einn af leiðtogum mótmæl- endakirkjunnar í Vestur- Þýzkalandi sendi þinginu kveðju, en vesturþýzk stjórn- arvöld hafa kyrrsett hann í heimalandi sínu. hefðu orðið að þola slíkar bú- sif jar af völdum þýzkra hem- aðarsinna síðustu hálfa öld- ina, að þær hlytu að fyllast kvíða við þá tilhugsun, að sama sagan gæti endmtekið' sig einu sinni enn. Kveðja frá kyrrsetfam Þjóðverja Á eftír framsögumönnum tók til máls frú Thea Arnold, frá Vestur-Þýzkalandi, Hún lýsti baráttu landa sinna gegn endurhervæðingunni. Skýr- asta dæmið um það, ftversu, hún brýtur í bág vÆð vilja vesturþýzks almeniiiiigs, er- samþykkt þings Alþýðusam- bands Vestur-Þýzkalaaicfe; þar sem hervæðingunni er mót- mælt. Sambandið hefúr sex milljónir meðlima og þing þess sátu 400 fulltrúar: Af þeim greiddu aðeins fjórir at- kvæði gegn tillögunni um að lýsa andstöðu gegn Ecervæð- ingarfyrirætlunum rikisstjórn- ar Adenauers, og þessir fjór- ir voru ekki með hervæðing- unni, heldur fannst þeim á- lyktunin væri ekki rrogu á- kveðin og skorinorð. I lok ræðu sinnar fas frú Arnold bréf frá samlanda sín- um Wilhelm Elfes. Hann. stendur framarlega i leik- mannahreyfingu mótnrælenda- kirkjunnar í Vestur-Þýzka- landi og á sæti í Heimsfriðar- ráðinu. Nú kvaðst hann verða að senda þinginu kveðjú sína bréflega, vegna þess að rrkis- stjórn Vestur-Þýzkalands hef- ur lagt bann við því að hann fái vegabréf til að fara úr landi. Þannig er honum refs- að fyrir að hafa lagt líð har- áttunni fyrir því að þjoðirnar leysi ágreiningsmál sín á frið- samlegan hátt en ekki' með vopnavaldi. M.T.Ó. Göfugmennska Sig- urðar Bjarnasonar í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins í gser eru birtar leið- beiningar til Hannibals Valdi- marssonar. Sigurður Bjamason kemst svo að orði: „Hannibal heldur hins vegar í fávizku sinni, að með því að leggja sinn eigin flokk á högg- stokkinn og blása lífsanda í vit kommúnista, sé hann að þjarma að „íhaldinu“. Er það veruleg- ur misskilningur hjá . hinum fyrirhyggjulausa uppbótarþing- manni, sem ekki hefur getað hugsað óbrjálaða hugsun, síðan þau straumhvörf urðu í stjórn- málum ísfirðinga, er leiddu til hins þunga falls hans við síð- ustu alþingiskosningar ... Yf- irgnæfandi meirihluti íslend- inga veit að það er sízt af öllu Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber ábyrgð á því ef svo skyldi fara að kommúnistar kæmust til valda í heildarsamtökum verka- lýðsins. Hann hefur þvert á móti barizt ötullega gegn því og varað við því. Hann mun því ekki bíða pólitískan álíts- hnekki við það, að Hanníbal tækist að. eyðileggja sinn eigin flokk en efla kommúnista. að sama skapi. Þetta skilur hinn flasfengni fyrrv. Alþýðuflokks- formaður ekki... Hann sér að- eins eitt: „íhaldið“, sem hann kennir allar ófarir sínar“. Þessi lýsing Sigurðar Bjarna- sonar ber vott um alveg ein- stæða göfugmennsku. Þessi rit- stjóri Morgunblaðsins sér að Hanníbal Valdimarsson er öld- ungis ekki að þjarma að íhald- inu, þótt honurn sýnist svo; heldur er hann að efla það og styrkja. Og þess vegna hrópar Sigurður varnaðarorð: Hættu þessu Hanníbal, þú ert aðeins að hjálpa okkur; ef þú velur aðra leið standa frekar vonir til þess að þú getir þjarmað að okkur! Segi menn svo að ekki sé enn til riddaramennska í íslenzkri pólitík, því áuðvitað þarf ekki að draga heilindin í-efa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 267. tölublað (23.11.1954)
https://timarit.is/issue/215119

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

267. tölublað (23.11.1954)

Aðgerðir: