Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 8
gy — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. nóvember 1954 -
1
ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON
IIIIIIIIIIBIIIIIRRIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIftllKllftllllllllllllllV
S
Tílkynning
Hverog einn gefur náð eins langt og
égf ef hann á til vilja og kraft
Að gefnu tilefni iýsum við því hér með yfir að heild-
verzlunum er aðeins heimilt að selja ávexti til þeirra
aðila, sem viðurkenndir eru, samkvæmt reglum Félags
íslenzkra stórkaupmanna, og er því með öllu óheimil
sala til einstaklinga.
- segir danski hlauparinn Gunnar Nielsen
Á síðustu árum hefur danski
hlauparinn Gunnar Nielsen oft
verið umræddur í íþróttafrétt-
um sem mikill afreksmaður og
hlaupari. í þau 6 ár sem hann
hefur keppt hefur hann tekið
þátt i 170 hlaupum og sigrað í
115 þeirra. Þar af eru 10 dansk-
ir meistaratitlar í einstaklings-
keppni og 6 danskir sveitameist-
aratitlar. 1 danskt met á 1000 m,
2 dönsk met á 1 mílu, 4 dönsk
met á 1500 m og eitt heimsmet
á 880 yards.
Danskur blaðamaður hefur átt
viðtal við þennan snjalla hlaup-
ara og fer það hér á eftir:
Gunnar Nielsen situr með
bréf í höndum frá dreng úr
Soröskólanum, sem skýrir frá
því, að hann langi mjög svo til
að hlaupa 800 m, en hann viti
ekki hvernig hann eigi að læra
það, og biður Gunnar Nielsen að
hjálpa sér.
— Eg fæ mikið af svona bréf-
um, segir þessi rauðhærði Kaup-
mannahafnarbúi brosandi, og
það versta er, að ég byrjaði
sjálfur svo seint að ég er ekki
hinn rétti ráðgefandi. Flest bréf-
in koma frá 12 ára drengjum, og
raunar stúikum líka. Svolitla
hjálp get ég þó gefið, en vil þó
fara mjög varlega. Eg hef gert
mér sérstaka æfingaskrá, en það
er langt frá því öruggt að hún
henti öðrum. Fyrsta skilyrðið er
að maður finni að maður sé
ánægður með æfingaskrána. —
Eg er líka svo einfaldur að álíta
að það hafi verið mér til happs
að ég byrjaði að hlaupa þegar
ég var 17 ára. Þá hefur maður
skiljanlega sparað krafta sína í
stað þess að undrabörnin eru
þegar útslitin á þeim aldri. Eg
gerðist félagi í KIF í Sundby
eftir að hafa fengið löngun til
að iðka frjálsar íþróttir er ég
hafði séð Holst Sörensen. — Eg
varo þess var að ég var þetri í
hlaupum en strákarnir heima í
götunni þar sem ég bjó, þá datt
már í hug gð e. t. v. gæti ég
orðið hlaupari.
•
Eg hlýt líka að hafa vitað hvað
ég vildi, því að æfingaskráin
sem ég tók upp var í gildi í
nokkur ár. En það þarf þolin-
mæði í meira en meðallagi, og
lengi veit maður ekki hvort
árangur næst eða ekki.
Eg vil því ekki ráðleggja ung-
um mönnum að leggja slíka
raun á sig, enda ekki öruggt að
þeir þoli hana.
Eg var rétt í þessu að reikna
út, að ég hef unnið 115 sigra af
170 hlaupum á 6 keppnistímabil-
um, svo nú finnst mér rétt að
veita mér þá ánægju að taka
mér frí.
— Frí?
— Já, nú ætla ég að slappa
©f í 14 daga síðast í þessum
mánuði (okt.) þegar ég hef
hlaupið síðasta hlaup mitt í ár.
f byrjun nóvember tek ég til
starfa aftur.
Eg hef keppt 23 sinnum í ár
og það er hæfilegt fyrir mig.
Boysen (norskur) hefur keppt
oftar en hann er líka þreyttur,
og Bannister aðeins 4—5 sinnum.
Bannister hefur líka sagt að
hann hlaupi þegar hann sé vel
fýrir kallaður. Þetta er líka mín
Gunnar Nielsen
skoðun, því fellur mér Bannist-
er vel, því hann hefur fleira
í höfðinu en íþróttir.
— Þjálfun?
— Eg er nú svo vanur að
segja frá þjálfun minni að það
kemur af sjálfu sér þegar ein-
hver spyr. Eg sem sagt byrja
í nóvember með - gönguferðum
tvisvar í viku og leikfimi. f des.
breyti ég öðrum göngudeginum
í hlaupadag. Þegar komið er
fram í febrúar hætti ég göngu
en hleyp meira og æfi leikfimi.
f marz eru æfingarnar orðnar 6
daga vikunnar og í apríl æfi ég
hvern dag. Daginn fyrir keppni
held ég kyrru fyrir. Þjálfunin
tekur venjulega 1 klst. Eg hleyp
alltaf með úr í hendi svo ég
geti fylgzt með hvað ég geri og
vitað hve langt ég hef hlaupið.
Eg byrja upphitunarhlaup frá
íþróttavellinum á Austurbrú um
,,Feliedvellina“, 3 km leið. Því
næst leikfimi í 5—10 mín. og
síðast 7—10 2—300 m spretti í
fullum hlaupum. Það er mjög
þýðingarmikið að hlaupa eins
hratt og maður getur, og ég álít
að það sé betra að hlaupa færri
spretti en- marga með litlum
hraða. Víst er það, að þessir
7—10 sprettir mínir eru erfiðari
en nokkrum dettur í hug og
nóg til að maður gefist upp og
að minnsta kosti að gera mann
dauðþreyttan.
— Hvernig er að vera um-
kringdur frægum mönnum?
Gunnar er hlédrægur og það
ber svar hans með sér.
— Það má víst segja að flestir
þeirra eru mjög ánægðir með
sjálfa sig. Varðar pað ekki sízt
Whitfield en ég bætti 880 yarda
met hans í síðustu viku.— En
menn verða víst svona ef þeir
eru vanir að koma fram í þessu
,,heimsleikhúsi“.
— Það hljóta að vera fleiri
leyndardómar á bak við árang-
ur heimsmethafa?
— Þjálfunin verður að vera
reglubundin, m. ö. o. maður má
aldrei leyfa sér að svíkjast um
einn einasta dag, því að þá
missiy maður stigmálið (taktinn).
Það er engin afsökun þótt regn-
ið streymi úr skýjum, því hent
getur að stórrigni í keppni, og
þá er gott að kynnast því hvern-
ig er að hlaupa við slíkar að-
stæður. Menn skilja e. t. v. að
þeir verða að gera upp við sig
áður en þeir fara að læra sem
heimshlauparar, hvort þeir hafa
þá hörku í skapi. Hafi þeir það,
er það hægt fyrir flesta unga
menn. Aðrir meðfæddir eigin-
leikar koma þar á eftir. Eg vil
líka segja að maður á að vera
svo sterkur að maður geti þving-
að sig til að vera ekki alltaf
að hugsa um íþróttir. Þegar þið
hafið lokið æfingu eða keppni,
þá kastið öllum hugsunum um
íþróttir burt. Það getur þó verið
erfitt fyrir fólk sem ann íþrótt-
um. Ef þið getið það getið þið
einbeitt huganum til hins ítr-
asta en annars næst enginn
árangur. — Svo að lokum eitt
enn. Lifið eins eðlilegu lífi og
þið getið í ykkar daglega lífi.
Eg veit ekki hvort ég á að nefna
það að t. d. reyki ég á haustin
þegar ég slappa af og fæ mér
þá bjór líka. Sem sagt, ég vil
undírstrika að það er um að
gera að lifa eðlilegu lífi, lifa
eins og annað fólk, en ekki að
fara í klaustur.
Gunnar gefur síðan ráðlegg-
ingar í 5 liðum sem hljóða þann-
ig:
1. Reglubundin þjálfun.
2. Hafið æfingaskrá. — Vitið
hvað þið viljið gera á vellinum.
3. Einbeittu þér að því, og
hættu svo að hugsa urn íþróttir
þann dag.
4. Lifðu annars eins og venju-
legt fólk.
5. Gerðu æfingaáætlun til
langs tíma og gerðu ekki ráð
fyrir miklum árangri strax.
Hinsvegar hafa verzlanir í Reykjavík, sem eru innan :
Sambands smásöluverzlana, ákveðið að selja ávexti í s
heilum kössum á mun lægra verði, en í lausasölu.
Ávaxtainnflytjendur
Samband smásöluverzlana.
I
Vér bjoðum yður eina beztu bifreið
sinnar stærðar sem framleidd er:
1200
Tékkneska bifreiðaumboðið h.f.
LÆKJARGÖTU 2. — SÍMI 7181.
Kaupið
JÓLIFÖTIN
meðan
úrvalið
er
nóg
ANOERSEN & LAUTH^
Laugaveg 28
Vesturgöfu 17