Þjóðviljinn - 25.11.1954, Síða 7
Takmörk „friðunarsvœða“ samkv. reglugerð 19. marz 1952.
Þorvaldur Þórarinsson lögíræðingur:
mtií
Fiskveiðalandhelgin
Fimmtudagur 25. nóvember '1954 — ÞJÓÐVILiJINN —
Landhelgismálið hefur ver-
íð næstum óslitið á dagskrá
hér á landi síðan vorið 1946
er sósíalistar settu fram kröf-
una um að lýst væri yfir
einkarétti vorum til fiskveiða
á landgrunninu öllu. Hinn 5.
apríl árið 1948 voru sett lög
um svokallaða vísindalega
verndun fiskimiða land-
grunnsins, en þar var í 1.
grein svo komizt að orði að
með reglugerð skyldi ákvarða
takmörk verndarsvæða við
strendur landsins innan endi-
marka landgrunnsins, þar
sem allar veiðar skuli háðar
íslenzkum reglum og eftirliti.
Viðkomandi ráðuneyti skyldi
einnig ákvarða allar þær
reglur, sem nauðsynlegar eru
til vemdar fiskimiðunum á
ofangreindum svæðum. Tek-
ið var fram að ráðstafanir
þessar skyldu gerðar að
fengnum tillögum Fiskifélags
íslands og Atvinnudeildar
Háskóla íslands, og ennfrem-
ur að reglugerðin skyldi end-
urskoðuð eftir því sem vís-
indalegar rannsóknir gæfu til-
efni til. I 2. grein þessara
laga var tekið fram að regl-
um sem settar yrðu samkv.
1. gr. þeirra skyldi einungis
framfylgt að svo miklu leyti
sem samrímanlegt er milli-
ríkjasamningum þeim sem Is-
land er eða síðar kann að
gerast aðili að.
Reglugerðirnar 22.
apríl 1950 og 19. marz
1952.
Þegar í stað hlaut að vekja
athygli sá tvískinnungur sem
var í undirbúningi þessara
laga og sú hugsanavilla, að
hægt væri að koma á „vís-
indalegri“ friðun tiltekinna
hafsvæða innan landhelgi og
utan þar sem íslendingum
var sýnd veiðin en útlending-
um gefin. Þó var engin breyt-
.ing á þessu gerð og berum
orðum var þetta fyrirkomu-
lag ákveðið í reglugerð þeirri
sem sett var á grundvelli lag-
anna röskum tveim árum síð-
ar, 22. apríl 1950, um frið-
un nokkurs hluta af fáeinum
fiskimiðum fyrir Norður-
landi. Með reglugerð þessari
voru samt ekki friðuð sér-
stök svæði í vísindalegum til-
gangi eða samkvæmt rök-
studdum tillögum fyrrnefndra
stofnana, svo vitað sé, heldur
voru nefndir 12 grunnlínu-
staðir og skyldi hin svokall-
aða friðunarlína Vera fjórum
sjómílum utan þeirrar línu
sem hugsaðist dregin stytztu
leið á milli þessara grunn-
línustaða. Með svipaðri aðferð
var dreginn einskonar hring-
ur í kring um Grímsey, en á
Kolbeinsey var ekki minnzt.
Svæðið innan friðunarlínunn-
ar var lokað Islendingum til
tog- og dragnótaveiða, en út-
lendingum til síldveiða.
Vestasti grunnlínustaður-
inn var Horn, en Langanes
sá austasti. Línan yfir Húna-
flóa var dregin frá Selskeri
að Ásbúðarrifi og lenti því
verulegur hluti hans utan
línunnar. Þetta var því und-
arlegra þar sem ekki leyndi
sér að hér var verið að stæla
norska fyrirkomulagið, en þar
eru einmitt mjög langar
grunnlínur. Þetta reyndist
fyrirboði þess sem síðar kom,
en það var hin undarlega
reglugerð 19. marz 1952, þar
sem hin aumingjalega „frið-
unarlína“ norðanlands er
teygð umhverfis allt land,
allstaðar eins nærri strönd-
um og höfundarnir frekast
þorðu, og að öllu leyti án
tillits til vísindalegra sjónar-
miða, enda var ekki einn
einasti vísindamaður hafður
með í ráðum svo vitað sé.
Hinsvegar sátu tveir harð-
frískir lögfræðingar við að
hlusta á málflutning í Haag
í heilan mánuð. I viðbót við
Grímsey lentu enn þrir stað-
ir með einkahring „utan
lands“: Kolbeinsey, Hvals-
bakur og Geirfugladrangur.
Vafamál má telja hvort skipi
er siglandi á milli friðunar-
línu hins síðastnefnda og
friðunarlínu Eldeyjardrangs.
Ekki var vandséð að þetta
höfðu ráðið menn af stærð og
gerð 'Bjarna Benediktssonar
og Ólafs Thórs, en þeir hafa
jafnan í verki barizt fyrir
því að íslenzk fiskimið séu
að mestu leyti brezk og þýzk
landhelgi, þó að þeir virðist
ætlast til að íslenzkir kjós-
endur skilji áróðursgaspur
þeirra á annan veg. Eitt er
alveg augljóst, að í öllu þessu
loðna káki örlaði hvergi á við-
leitni til að skýra málið á
grundvelli islenzkra sjónar-
miða og þaðan af síður
til að leysa það. Ekki
var neitt fordæmi fyrir því í
sögu vorri eða rétti að fara
að apa hið norska grunnlínu-
kerfi sem fyrirmynd að land-
helgislínu, en hitt hlutu jafn-
vel blindir menn að skilja að
enn fráleitara var að leggja
það til grundvallar „vísinda-
legri friðunárlínu“. Með þessu
var aðeins verið að skjóta
sér undan þeim vanda að vera
Islendingur, og án efa verið
að gera útlendum hagsmun-
um margháttaðan greiða. En
hver sem tilgangurinn kann
að hafa verið er árangurinn
sá, að vér Islendingar munum
nú vera eina fiskveiðiþjóð í
heimi sem hefur ekki neina
afmarkaða pólitíska fiskveiða-
landhelgi. Meðan svo er virð-
ist ekki vera neitt því til
fyrirstöðu, ef skilningur Ólafs
Thórs og ráðunauta hans
væri réttur, að útlendingar
stundi veiðar uppi við land-
steina ef þeim sýnist svo.
Ekki er til nokkurt svæði á
öllum heimsins höfum sem
þessir herrar virðast treysta
sér til að helga Islandi frem-
ur en öðrum löndum.
Frumvarp um íisk-
veiðalandhelgi og til-
laga um aukna friðun
vestanlands.
Ekki stafar þetta af þvi að
þeim hafi ekki verið á þetta
bent. Ástæðan hlýtur að vera
önnur. Á Alþingi í fyrra og
nú í haust hefur verið flutt
frumvarp til laga um fislc-
veiðalandhelgi íslands, og er
þar lagt til að hún nái til
alls landgrunnsins á þann
hátt að. það sé talið ná 50
sjómílur út frá yztu nesjum,
eyjum og skerjum eða út að
200 metra dýptarlínu, sé hún
utar. Margt virðist þurfa
miklu nánari rannsóknar við í
sambandi við svona frum-
varp, en aðalatriðið er þó að
benda á nauðsyn og rétt-
mæti þess að oss einum séu
helguð fiskimiðin umhverfis
Island. Jafnframt þessu hafa
tveir alþingismenn sem at-
kvæði hlutu á Vestfjörðum
lagt til að friðunarsvæðið þar
úti fyrir, nánar til tekið á
milli grunnlínustaðanna, 44—
47, Kópaness og Kögurs með
dálítilli breytingu í báða enda,
verði breikkað úr fjórum sjó-
mílum í sextán. Færð eru fyr-
ir þessari hóflegu tillögu
sterk og óyggjandi rök, og
vekur raunar furðu hversu
skammt hún gengur, m.a.
með tilliti til svæðisins norð-
an hinnar hugsuðu nýju línu
og allt austur um Horn. Sú
röksemd ein ætti að nægja
að þarna eru flest hin gömlu
hefðbundnu mið vélbátaflot-
ans 10—20 sjómílur undan
yztu andnesjum. En ekki er
veigalítil til viðbótar sú stað-
re'md að kalla má að útlend-
ir og innlendir togarar bein-
línis lolci Djúpálnum, og þó
að aflasæld sé með fádæmum
og jafnvel sívaxandi úti fyrir
Djúpál er ördeyða á báta-
miðum utan og innan núver-
andi „friðunarlínu11.
Tillaga austanmanna
Á yfirstandandi Alþingi
hafa allir þingmenn sem
þangað komust með atkvæða-
(7
styrk Austfirðinga, jáfnt
landkjörnir sem kjördæma-
kosnir, að undanteknum að-
eins þeim kjósendaflesta, Ey-
steini ráðherra Jónssyni, bcr-
ið fram breytingartillögur við
hina ofannefndu þess efnis
að „friðunarlínan“ úti fyrir
Austfjörðum og Suðaustur-
landi, þ.e.a.s. frá Langanesi
og suðvestur að framlengingu
línunnar frá grunnlínustað 29
að 28 (Hvalsíki — Ingólfs-
höfði) verði dregin beint frá
Langanesi og lendi 16 sjómíl-
um utan grunnlínustaðar nr.
15, en verði síðan hið minnsta
16 sjómílum utan grunnlínu-
staðanna 16—25, þó þannig
að á milli staðanna nr. 19
og 24 (Hólmur — Hvítingar)
sé línan dregin beint í útlínu
núverandi friðunarsvæðis við
Hvalbak (nr. 50). Með þessu
móti yrði friðunarsvæðið að
líkindum hlutfallslega miklu
betra austanlands en annars-
staðar.
Tillögu austanmanna fylgir
elcki nein greinargerð. Rök af
sama tagi og flutningsmenn
aðaltillögunnar báru fram
mun ekki skorta. Heldur mun
beinlínis vaka þarna fyrir
hinum hyggnari mönnum að
gefa ríkisstjórn (og Alþingi)
hógværa vísbendingu um að
ekki megi lengur láta reka á
reiðanum að því er varður
fiskveiðalandhelgi vora. Jafn-
framt verður ekki komizt hjá
að leggja þann gleðilega
skilning í tillögu þeirra aust-
anmanna, að ekki þurfi að
þeirra dómi að bera fram
neinar afsakanir eða varnar-
ástæður fyrir því að tryggja
heimamönnum sæmilega greið-
an aðgang að sínum cigin
fiskimiðum. Vonandi er að
hlutleysi hr. Eysteins Jóns-
sonar í þessu efni tákni ekki
það að hann sé á öðru máli.
Ég leyfi mér að láta í ljós
Framhald á 11. síðu.